Morgunblaðið - 15.12.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.12.2004, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MAHMUD Abbas, leiðtogi Palest- ínumanna, sagði í viðtali sem birtist í gær að binda bæri enda á hina vopnuðu uppreisn gegn hernámi Ísraela. Uppreisnin væri mistök, andóf án vopnavalds væri hin lög- mæta aðferð og sú sem heppilegust myndi reynast. Nánast öruggt þykir að Mahmud Abbas verði kjörinn forseti í kosn- ingum Palestínumanna sem fram fara 9. næsta mánaðar. Hann tekur við embættinu af Yasser Arafat sem lést í nóvembermánuði. Er Arafat var á lífi tjáði Abbas oft samstarfsmönnum sínum þá skoðun sína að uppreisn með vopna- skaki væri mistök. Hann opinberaði þá afstöðu hins vegar ekki opinber- lega. Yfirlýsing hans í viðtalinu í gær þykir því til marks um þá stefnubreytingu sem hann hafi af- ráðið að knýja fram nú þegar Arafat er allur. Abbas lét þessi orð falla í samtali við arabíska dagblaðið Aharq al- Awsat, sem gefið er út í Lundúnum. „Það er mikilvægt að skilja á milli uppreisnarinnar og vopnanna, því uppreisnin er réttmætur réttur fólksins til að koma andstöðu sinni við hernámið á framfæri,“ sagði hann. „Það skaðar okkur að beita vopnum og því verður að linna,“ bætti hann við og vísaði til árása palestínskra vígamanna sem drepið hafa hundruð Ísraela frá því að vopnuð uppreisn hófst í september- mánuði árið 2000. Ræðir við fulltrúa herskárra samtaka Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að Palestínumenn verði að láta af slík- um ofbeldisverkum áður en friðar- viðræður geti hafist. Ísraelar hafa jafnframt sagt að takist nýrri for- ustusveit Palestínumanna að hefta aðgerðir vígahópa komi til greina að eiga samstarf við stjórn Palestínu- manna þegar að því kemur að fram- kvæma áætlun Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, um brott- flutning ísraelskra landtökumanna frá Gaza-svæðinu. Þetta felur í sér nokkra breytingu en Sharon hafn- aði öllum viðræðum við Arafat og sakaði hann um að hvetja til ofbeld- isverka. Í viðtalinu við Abbas kom fram að hann ætti nú í viðræðum við fulltrúa Hamas og Íslamska Jíhad, her- skárra, íslamskra samtaka Palest- ínumanna. Vonin væri sú að takast mætti að fá hópa þessa til samstarfs innan Frelsissamtaka Palestínu, PLO, regnhlífarsamtaka hinna ýmsu flokka og fylkinga sem starfa í Palestínu. Viðleitni Abbas til að fá vígahópa til að hætta árásum á Ísr- aela varð fyrir áfalli á sunnudag þegar fimm ísraelskir hermenn voru drepnir í árás á varðstöð nærri landamærum Gaza og Egyptalands. Athygli hefur vakið að viðbrögð Ísr- aela við þessari árás hafa verið hóf- stillt borið saman við það sem áður þekktist. Er það hald sérfróðra að Ísraelar vilji forðast stórfelldar hernaðaraðgerðir. Það gæti orðið til þess að spilla kosningum Palestínu- manna og ísraelskir ráðamenn vilji ekki verða gerðir ábyrgir fyrir slíkri rás atburða. Palestínumenn hætti vopnaðri uppreisn Yfirlýsing Mahmuds Abbas höfð til marks um að hann hyggist hverfa frá stefnu Yassers Arafats Jerúsalem. AP. LIÐSMENN indverska hersins leita að líkum í braki lestarvagns í þorpinu Mansar, um 120 km norð- austur af borginni Amritsar í norðurhluta Indlands í gær. Tvær farþegalestir lentu í hörðum árekstri á þessum slóðum og sögðu embættismenn við AFP- fréttastofuna að a.m.k. 38 manns hefðu beðið bana í slysinu og 50 slasast. Virðist sem mannleg mis- tök hafi orðið til þess að lestirnar voru á sama spori. „Ég lít ekki á þetta sem slys heldur morð. Hér var um beina vanrækslu að ræða af hálfu hlutaðeigandi embættis- manna,“ sagði Laloo Prasad Yadav, ráðherra lestamála, eftir að hafa heimsótt fólk sem slas- aðist í gær. Reuters Tugir fórust í hörðum árekstri tveggja lesta Mannréttindasamtök biðla til hæstaréttar Írans eftir dauðadóm yfir nítján ára stúlku Neydd út í vændi aðeins átta ára gömul NÍTJÁN ára írönsk stúlka, sem sögð er hafa andlegan þroska á við átta ára barn, var nýverið dæmd til dauða af dómstóli í borginni Arak í Mið-Íran vegna „siðgæð- isafbrota“. Hafa samtökin Amnesty International í Bretlandi nú hafið herferð sem miðar að því að fá hæstarétt í Íran til að snúa þessum dómi við. Stúlkan er kölluð Leyla M og segir í frétt frá Amnesty að hún hafi verið svívirt á ýmsa vegu. Amnesty byggir málatilbúnað sinn á frétt sem birtist í dagblaði í Teheran en þar var sagt frá máli stúlk- unnar. Er hún sögð hafa verið dæmd til dauða en að hún skuli fyrst vera hýdd. Dómstóllinn mun hafa dæmt Leylu M fyrir að hafa starfrækt vændishús, fyrir að hafa haft samræði við ættmenni sín og fyrir að hafa fætt í heim þennan óskil- getið barn. Nauðgað og seld Saga Leylu er mikil sorgarsaga. Móðir hennar mun hafa neytt hana út í vændi þegar hún var aðeins átta ára gömul og var henni nauðgað ítrekað í kjölfarið. Hún ól sitt fyrsta barn aðeins níu ára og um það leyti var hún dæmd til 100 svipuhögga fyrir vændi. Þegar hún var tólf ára seldi fjölskylda hennar hana afgönsk- um manni og varð hún það sem kallað er eiginkona hans „tímabundið“. Tók móðir mannsins þá að sér að vera vændisdólgur hennar og „seldi líkama hennar án hennar samþykkis“. Fjórtán ára gömul ól Leyla tvíbura og var enn dæmd til 100 svipuhögga. Seldi fjölskylda hennar hana nú aftur í „tímabundið“ hjónaband en hinn nýi eig- inmaður, sem var 55 ára gamall, neyddi eiginkonuna til að taka á móti viðskiptavinum á heimili þeirra. Fram kemur að dómstóllinn í Arak hafi byggt dauðadóm sinn á játningu Leylu. Þó mun starfsfólk fé- lagsþjónustunnar ítrekað hafa komist að þeirri nið- urstöðu að Leyla hefði andlegan þroska átta ára barns. Ennfremur bendir Amnesty á að Íran hafi full- gilt Alþjóðasamninginn um borgaraleg og pólitísk réttindi en hann felur í sér skuldbindingu um að taka engan af lífi fyrir glæpi sem framdir voru áður en við- komandi varð átján ára gamall.  Meira á mbl.is/ítarefni JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, vígði í gær hæstu bílabrú heims, Millau-brúna í sunnanverðu landinu. Brúin verður opnuð fyrir almennri umferð á fimmtudag, en hún er um 2,5 km að lengd og 340 metra há þar sem hún er hæst, eða sextán metrum hærri en Eiffel- turninn í París. Brúin er talin vera mikið verk- fræðiafrek. Hún þykir hreint lista- verk og talað hefur verið um hana sem nýtt þjóðarstolt Frakka. Breski arkitektinn Norman Foster hannaði brúna og sagði að hún ætti að minna á „fínleika fiðrild- isins“. „Verk mannanna og náttúran þurfa að renna saman í eitt,“ sagði hann. „Stöplarnir þurftu að virðast nánast lífrænir, eins og þeir hefðu vaxið upp úr jörðinni.“ Þeir sem aka yfir brúna verða í 270 m hæð, en ofan á stöplunum eru sjö 87 m háir turnar. Royal Gorge-brúin yfir Arkansas-fljót í Colorado er hæsta hengibrú heims, 331 metra há, en var hönnuð fyrir gangandi vegfarendur. Reuters Hæsta bílabrú heims vígð RÉTTARHÖLD yfir æðstu embættismönn- unum í stjórn Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, munu að öllum líkindum hefjast í næstu viku. Iyad All- awi, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti þetta í ræðu sem hann hélt í gær. Allawi gaf ekki upp nákvæma dagsetningu á fyrirhuguðum réttar- höldum en sagði að réttað yrði yfir hverj- um fyrir sig. Ellefu háttsettir, fyrrverandi embættismenn úr stjórninni eru í haldi Bandríkja- manna auk Saddams. Þ.á m. eru Tariq Aziz, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra, og Ali Hassan al- Majid, sem stundum hefur verið nefndur „Efnavopna-Ali“ vegna þess hlutverks sem hann gegndi í aðgerðum gegn Kúrdum árið 1987. Lögfræðingar sak- borninganna segja að skjólstæðingar þeirra muni ekki viðurkenna lögmæti dómstóls sem settur verði á stofn undir hernámi Banda- ríkjamanna. Réttarhalda yfir Saddam beðið Ár er nú liðið síðan Saddam var handsam- aður af bandarískum hermönnum nærri fæð- ingarborg hans, Tikrit. Hann kom fyrst fyrir dómara í júlí á þessu ári en þess er enn beðið að réttarhöld yf- ir honum hefjist fyrir alvöru. Allawi gaf ekkert upp um það í gær hvenær réttað yrði yfir Saddam sjálfum. Réttarhöld yfir helstu ráðgjöfum Saddams Husseins Eiga að hefjast í næstu viku Saddam er hann kom fyrir dómara 1. júlí sl. BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið skýrði frá því á mánudag að átta fangar hefðu látið lífið í haldi Bandaríkjamanna í Afganistan. Áð- ur hafði það gengist við því að sex fangar hefðu dáið í fangelsum þar frá því að stjórn talibana var steypt. Ráðuneytið birti lista þar sem rak- in voru þau dauðsföll sem verið væri að rannsaka í Afganistan eftir að mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu opið bréf til Don- alds Rumsfelds varnarmálaráðherra þar sem þess var krafist að hann léti færa fyrir rétt „fólk sem tengist dauða fanga og misþyrmingum“. Samtökin sögðust hafa sannanir fyr- ir því að tveir fangar til viðbótar hefðu dáið í haldi í Afganistan án þess að frá því hefði verið greint. Afganistan Viðurkenna dauða fanga Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.