Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
HEIÐAR Jónsson snyrtir er manna fróðastur
þegar kemur að snyrtivörum og hefur ára-
langa reynslu í að ráðleggja konum í þeim mál-
um. Hann býr á Ítalíu um þessar mundir þar
sem hann farðar m.a. fyrir Chanel. En Heiðar
brá sér heim til Íslands í desember og ætlar
m.a. að nýta tímann til að vera vinkonu sinni
Jónu Sigursteinsdóttur innan handar en hún
er eigandi Hygeu-verslananna í Kringlunni og
Smáralind. Heiðar ætlar að vera sem mest í
Hygeu fram til 20. desember og ráðleggja Ís-
lendingum um val á jólailmi og snyrtivörum
frá Chanel og Guerlain. En hverjir eru jólalit-
irnir í förðun þetta árið?
„Hjá Guerlain eru notaðir saman ljósir og
dimmir litir í augnskuggum, ljósu litirnir eru
mikið út í bleikt og rautt en þeir dökku eru
„smoky“ litir með gráum, bláum og brúnum
tónum. Þessir litir eru bornir á með fingrunum
því þeir eru svolítið kremaðir. Sanseruð áferð-
in fer vel á ungri og sléttri húð en fyrir full-
orðnu konurnar ráðlegg ég að setja matta liti
undir.“
Púðurkúlurnar frá Guerlain, sem eru not-
aðar eins og laust púður, koma í nýjum litum
einu sinni á ári og eru bleikar og rauðar um
jólin og gefa þær sanseraða áferð.
Hefðbundið hjá Chanel þetta árið
Hjá Chanel eru jólalitirnir vetrarlitir sem
eru hefðbundnari og meira út í jarðtóna. „Hjá
Chanel er mikil breidd og þeir eru til dæmis
með sex tegundir af meiki, hvert með sinni
áferð.“
Fjölbreytnin er mikil þegar kemur að jóla-
ilminum og Heiðar nefnir t.d. ilmvatn sem
heitir Í klóm drekans og er frá Cartier. „Þetta
er kryddaður ilmur sem er mjög kynþokka-
fullur og hentar áræðnum konum. Svo er aftur
á móti nýr ilmur frá Guerlain sem er klass-
ískari og hentar mörgum. Chanel 5-ilmurinn,
sem var búinn til árið 1921, er náttúrulega
klassískur.“ Heiðar segir að sumar konur hafi
fundið sinn ilm og þurfi enga ráðleggingu en
aðrar vilja láta leiðbeina sér og þá segist hann
fyrst og fremst fara eftir persónuleikanum.
„Ég spyr konurnar hvernig er heima hjá
þeim, um fatasmekkinn og svo framvegis.
Rómantískar konur klæðir til dæmis allt annar
ilmur en þær sem eru meira töff. Bestum ár-
angri næ ég í að velja ilm handa konu ef eig-
inmaðurinn er með henni og hann lýsir kon-
unni fyrir mér, því það er best að velja ilm
handa konu eftir lýsingu þess sem elskar
hana,“ segir Heiðar sem hefur gaman af því að
aðstoða í búðunum hjá Jónu enda eru þau búin
að vera vinir í snyrtivörubransanum í 31 ár.
Glitrandi jólaförðun
Morgunblaðið/Þorkell
Heiðar Jónsson: Aðstoðar hér unga stúlku við
val á snyrtivörum í Hygeu í Kringlunni.
TÍSKA
Glitrandi og dulúðleg: Áherslan er lögð á aug-
un í jólaförðuninni frá Guerlain.
hkh@mbl.is
Heiða Björg Scheving
leikskólastjóri:
„Það er fyrst og
fremst fjölskyldan
mín, jóladagurinn hjá
ömmu Sissu og afa
Sveini, Í Hljómó í
Vestmannaeyjum og
góð bók.“
HVAÐ ER ÓMISSANDI
Á JÓLUM?
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölskyldan
T
ilbreyting er skemmtileg
í huga þeirra hjóna
Birnu Maríu Svan-
björnsdóttur kennara og
Gunnars Þórs Gunn-
arssonar hjartalæknis, sem búsett
eru á Akureyri, og ekki hvað síst í
kringum jól og áramót. Þau eru alls
ekki á því að ríghalda þurfi í hefðir,
siði og venjur um hver einustu jól
heldur hafa þau miklu meira gaman
af tilbreytingunni og nota tímann til
að kynnast siðum og menningu ann-
arra þjóða þegar tækifæri gefst. Það
ætla þau einmitt að gera um þessi jól
og áramót og er stefnan tekin á Ind-
land að þessu sinni.
Þar sem húsbóndinn er nú í fæð-
ingarorlofi, skapaðist rúmur tími til
ferðalaga, en ferð fjölskyldunnar nú
varir í þrjár vikur. Þau fljúga frá Ís-
landi til Lundúna og síðan með 10
tíma leiguflugi til Goa-fylkis á
vesturströnd Indlands, þar sem fjöl-
skyldan hefur tekið á leigu góða íbúð
af einkaaðila, sem Gunnar Þór fann
á Netinu. „Íbúðareigandanum finnst
einkar spennandi að leigja íbúðina
sína Íslendingum, sem hann hefur
aldrei barið augum fyrr, en sjálfur
er hann á leið í frí til Kúveit. Við höf-
um staðið í þó nokkrum bréfaskrift-
um við hann og ætlar vinur hans að
taka á móti okkur á flugvellinum og
afhenda okkur lyklavöldin. Og svo
hefur hann látið okkur hafa nöfn,
heimilisföng og símanúmer hjá for-
eldrum sínum og bræðrum sem búa
þarna í nágrenninu ef okkur skyldi
vanta upplýsingar eða vanhaga um
eitthvað. Íbúðin stendur í hálfgerðri
sveit, við Calangute-ströndina í Goa,
þar sem fleiri leiguíbúðir eru og auð-
velt er að nálgast á Netinu. Sund-
laug er í garðinum og ströndin stein-
snar frá,“ segir Birna og bætir við að
eiginmaðurinn sé einkar duglegur
við að finna ferðalausnir á Netinu,
hvort sem um er að ræða flug, af-
þreyingu eða íbúðir. „Okkur finnst
við komast nær landi og þjóð með
því að búa í einkaíbúðum í stað hót-
ela.“
Fósturbarn í Chile
Auk Indlands, voru Birna og
Gunnar með Taíland og Chile í huga.
Þau byrjuðu á því að kanna mögu-
leika á því að komast sem sjálfboða-
liðar á slóðir fósturbarns, sem þau
„eiga“ í Chile í gegnum SOS barna-
hjálp, en það reyndist ekki hægt að
þessu sinni. Taíland var löngu upp-
selt svo þau pöntuðu Indlands-förina
fyrir um þremur mánuðum. „Í raun
þarf að huga að svona jólaferðum
með 6–12 mánaða fyrirvara svo vel
sé því þessi lönd eru einkar vinsæl
meðal Norður-Evrópubúa á þessum
árstíma.“
Birna og Gunnar bjuggu í átta ár í
Svíþjóð og komu aðeins einu sinni
heim um jól á því tímabili og þá
kynntust þau jafnframt norskum jól-
um. Auk þess hafa þau dvalið um jól
á Spáni. „Okkur finnst skemmtilegt
að brjóta mynstrið svolítið upp. Við
höfum heyrt talað um Goa nokkuð
lengi. Bæði Svíar og Bretar eru tíðir
gestir þarna. Þarna er okkur sagt að
sé þægilegt og skemmtilegt að vera,
fallegar strendur, margt og fram-
andi að skoða, en án þess að gestir
lendi í menningarsjokki. Mágkona
mín, systir Gunna, fór til Goa frá
Ósló yfir jól fyrir nokkrum árum og
hældi ferðinni í hástert,“ segir
Birna, en Goa-fylki er fyrrum portú-
gölsk nýlenda og er meirihluti íbú-
anna þar kristinn. „Þar sem við er-
um með lítið barn, vildum við ekki
tefla í neina tvísýnu með óvissu og
öryggisleysi, en okkur þyrstir svolít-
ið í nýtt og framandi umhverfi og
nýja menningu að pæla í. Við erum
ekkert sérstaklega að leita eftir
ævintýrum. Við höfum bara mikinn
áhuga á því að sjá hvernig aðrir
halda jólin og ætlum að reyna að
vera þátttakendur í því,“ segir
Birna.
Spilað af fingrum fram
Dætur Birnu og Gunnars eru
Oddný 10 ára og Sóley 1 árs. Öll eru
þau búin að fara í viðeigandi bólu-
setningar og nú ríkir bara tilhlökkun
hjá fjölskyldumeðlimum fyrir því
sem framundan er. „Smá spenna var
um tíma hjá eldri dótturinni yfir því
að þurfa að sleppa íslensku jólunum
svo að brugðið var á það ráð að halda
litlu jólin á heimilinu með nánustu
fjölskyldu til að fá smá þef af jólun-
um. Hangikjöt var á borðum, vin-
konurnar komu og piparkökur voru
bakaðar. Okkar pakkajól verða svo
eftir heimkomuna í janúar þar sem
við tökum þátt í gjöfum til annarra
fjölskyldumeðlima þrátt fyrir ferða-
lagið.
Við erum hinsvegar ekkert búin
að skipuleggja jólin á Indlandi fyrir-
fram heldur verður bara spilað af
fingrum fram. Það er þó öruggt að
hangikjötið eða annar íslenskur
hefðbundinn jólamatur verður ekki
tekinn með heldur komum við til
með að borða indverskan mat á Ind-
landi.“
Ferðaskrifstofan í London:
http://www.takeflight.co.uk/
goa_flights.htm.
Íbúðir til leigu:
www.viviun.com/Rentals/India/
Apartments/
www.ownersdirect.co.uk/
search_list_all.asp?region_id=97
Handhægar upplýsingasíður fyrir
ferðalanga:
www.lonelyplanet.com (klikka á
worldguide og áfram eftir kort-
unum)
www.indianholiday.com/flights-to-
india/flights-to-india.html
join@mbl.is
INDLAND | Ætla með dæturnar í ævintýraferð til Goa á Indlandi þar sem fjölskyldan dvelst um jól og áramót
Hangikjötið
fer ekki með
Morgunblaðið/Kristján
Ævintýrafarar: Hjónin Gunnar Þór Gunnarsson og Birna María Svanbjörnsdóttir ætla að halda jól og áramót í
Goa á Indlandi ásamt dætrum sínum tveimur, þeim Oddnýju 10 ára og Sóleyju 1 árs.
Aðrir menningarheimar
heilla hjónin Birnu Mar-
íu Svanbjörnsdóttur og
Gunnar Þór Gunnars-
son, sem ætla að halda
jólin með dætrum sínum
í Goa á Indlandi.
Prýdd jólaljósum: Kunnugleg
skreyting á kirkju í Panaji í Goa.
Suðræn rómantík: Pálmatré á ströndinni við sólsetur.