Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristín Marja Baldursdóttir 3. sæti Skáldverk Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 1. – 7. des. 1. prentun uppseld Frá höfundi Mávahláturs „Hún er mögnuð“ „Vel skrifuð saga ... um konu sem býr í holdgerðum heimi togstreitunnar. Og hún er mögnuð.“ Melkorka Óskarsdóttir, Frbl. „Geysilega vel heppnuð skáldsaga, raunsæ og ljóðræn. Áhrifarík, mikil og þétt.“ Jón Yngvi Jóhannsson, Rúv. „Kristín Marja fangar lesandann með þeim hætti að erfitt er að leggja bókina frá sér fyrr en að lestrinum loknum.“ Fríða Björk Ingvarsdóttir, Mbl. „Ógleymanlegar mannlýsingar ... átakanleg, mögnuð, öflug.“ Sigríður Albertsdóttir, DV 2. prentun á þrotum 3. prentun væntanleg ENN var unnið við að hreinsa út úr verslun Nóatúns við Hringbraut þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um í gær. Að sögn Sigurðar Markússonar, rekstrar- stjóra Nóatúns, hafa engar tíma- setningar verið ákveðnar varðandi hvenær verslunin verði opnuð á nýjan leik. Hann segir það þó afar ósennilegt að verslunin verði opn- uð fyrir jól eins og staðan sé í dag. „Við erum ennþá að vinna í því að skoða alla hluti og við erum enn að afla gagna um hversu langan tíma það tekur að fá öll tæki og tól,“ segir Sigurður og bætir því við að meðal verkefna sé að endurvinna allar lagnir í hús- næðinu. Hann segir að uppbygg- ing verslunarinnar verði með al- mennilegum hætti og hún opnuð eins fljótt og mögulegt er. Aðspurður segir Sigurður flesta starfsmenn verslunarinnar hafa verið færða yfir í aðrar búðir til að aðstoða við ýmiskonar verkefni þar, en nokkrir hafa svo tekið sér frí. Nóg sé af verkefnum og vinnu þrátt fyrir núverandi aðstæður í versluninni við Hringbraut. Að sögn Sigurðar er verslunin ein af tveimur stærstu Nóatúns- verslunum í veltu en samtals eru reknar 12 Nóatúnsverslanir á höf- uðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Þorkell Heldur tómlegt var um að litast í verslun Nóatúns í gær en búið er að rífa allar innréttingar út. Ósennilegt að opnað verði fyrir jól NÁTTÚRA Íslands og aðdráttarafl hennar er ástæða langflestra er- lendra ferðamanna fyrir því að þeir sækja landið heim, samkvæmt niður- stöðum sumarkönnunar Ferðamála- ráðs, sem fram fór í Leifsstöð og á Seyðisfirði frá júníbyrjun til ágúst- loka í ár. Næstflestir nefndu vini og ættinga en aðrir þætti eins og ferðabæklinga, blaðagreinar og fyrri heimsóknir. Yfir 60% sögðu að náttúra landsins og landið sjálft hefði vakið þá hug- mynd að fara til Íslands. Rúmlega 30% nefndu til vini og ættingja. Innan við 10% svarenda nefndu atriði á borð við blaðagreinar, Netið eða auglýs- ingar. Þegar spurt var hvaða áhrifaþættir hefðu svo ráðið ákvörðun um Íslands- ferð nefndu yfir 70% náttúru lands- ins. Næstflestir eða rúm 20% nefndu menningu og sögu sem áhrifaþátt. 60% höfðu ekki séð neina umfjöllun um Ísland 20% gestanna höfðu komið áður til Íslands og 80% sögðust vilja koma aftur. Langflestir svarenda, eða um 60 af hundraði, höfðu ekki séð neina um- fjöllun um Ísland áður en haldið var í ferðina en um fjórðungur hafði séð já- kvæða umfjöllun. Af niðurstöðum könnunarinnar má ætla að Netið sé langöflugasti upplýs- ingamiðill erlendra ferðamanna um Ísland. Ríflega helmingur svarenda sagðist nota það en í fyrstu könnun- inni sem Ferðamálaráð lét gera árið 1997 var þetta hlutfall innan við 20 af hundraði. Bæklingar eða handbækur eru nú næstmest notaði upplýsingamiðillinn en álíka margir nefndu einnig ferða- skrifstofur í eigin landi. Af þeim erlendu gestum sem sóttu upplýsingar á Netið voru Bandaríkja- menn og Bretar duglegastir að nýta þennan nýja upplýsingabrunn. Dveljast að meðaltali í rúmlega tíu daga hér á landi Langflestir erlendu gestanna sögð- ust vera á Íslandi í fríi og var með- aldvalarlengd hér á landi um 10 og ½ dagur. Þá kemur fram í könnuninni að al- menn aukning er í nýtingu afþreying- ar af ýmsu tagi en sem fyrr njóta náttúruskoðun og sund mestra vin- sælda. Flestir erlendir ferðamenn gista í Reykjavík en þar fækkar gistingum þó frá fyrri könnun en þeim fjölgar í öllum öðrum landshlutum, nema á Norðurlandi þar sem fjöldi gistinátta stendur nokkurn veginn í stað milli kannana. Geysir og Þingvellir eru eins og áð- ur þau svæði eða staðir sem flestir heimsóttu, skv. upplýsingum Ferða- málaráðs. Minnst ánægja með verðlag og veðurfar Einnig var spurt hvaða þætti er- lendir ferðamenn voru ánægðastir með og nefndu þá flestir náttúruna, menningu og siði og afþreyingu en neikvæðustu þættirnir eru veðrið og verðlag í landinu. Fram kom að vægi rútuferða, bæði skipulagðra ferða og sérleyfisferða, hefur minnkað frá síðustu könnun en notkun einkabíla hefur vaxið töluvert á meðan notkun bílaleigubíla er svip- uð. Í ljós kom að 72% svarenda ferð- uðust með Flugleiðum, 12% flugu með Iceland Express og 8% með öðr- um flugfélögum eða notuðu annan ferðamáta. Kom í ljós greinilegur aldurs- og tekjumunur á hinum erlendu ferða- mönnum eftir því með hvaða flug- félagi þeir ferðuðust. Meðalaldur þeirra sem nýttu sér þjónustu Iceland Express er töluvert lægri en þeirra sem ferðuðust með Flugleiðum og tekjur þeirra sem nýttu sér þjónustu Flugleiða eru heldur hærri en hinna sem flugu með Iceland Express. Sumarkönnun Ferðamálaráðs 2004 fór fram í Leifsstöð og á Seyðisfirði frá júníbyrjun til ágústloka. Á þessu tímabili fóru um 175 þúsund erlendir gestir úr landi og var spurningalist- um dreift af handahófi til 3.139 gesta og bárust 2.507 nothæfir svarlistar til baka. Meðalaldur svarenda var um 44 ár. Jafnræði var milli kynja og ríflega helmingur svarenda sagðist vera með tekjur yfir meðallagi eða háar tekjur, miðað við meðaltekjur í heimalandi. Sumarkönnun Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna Náttúra Íslands dregur flesta að Ferðamenn sækjast fyrst og fremst eftir að upplifa íslenska náttúru og af- þreyingu sem henni tengist. Hér má sjá franska ferðamenn á göngu á Kili. „VEL menntað- ur, vel stæður og fyrst og fremst með áhuga á náttúru lands- ins.“ Þannig lýsir Magnús Oddsson ferðamálastjóri hinum dæmi- gerða erlenda ferðamanni sem hingað kemur yfir sumartímann, að því er lesa má út úr sumarkönnun Ferðamálaráðs. Könnunin leiðir í ljós að hinn dæmigerði erlendi sumarferðamað- ur og áherslur hans hafa lítið breyst á undanförnum átta árum, að sögn Magnúsar. Það vekur at- hygli hans að þrátt fyrir tvöfalt fleiri erlenda ferðamenn yfir sum- artímann hefur hópurinn lítið breyst á undanförnum árum. Dvalartími lengist „Okkur virðist hafa tekist að höfða til þessa mikilvæga hóps, sem fer stækkandi. Möguleikar okkar virðast liggja að miklu leyti í því að ná stærri hluta af þessum hópi.“ Það vekur einnig athygli að dval- artími sumargestanna virðist vera að lengjast, þeir fara líka meira um landið og nota meira þá afþreyingu sem er í boði. „Menn hafa rætt um að það eigi að stíla afþreyinguna á þennan náttúruáhuga. Það er alveg ljóst að ferðamenn nýta sér sífellt meira það sem kalla má náttúru- afþreyingu, þ.e.a.s. gönguferðir, sundlaugarnar, hvalaskoðun, hestaferðir og fleira.“ Sækjast eftir náttúruafþreyingu Magnús Oddsson HALLDÓR Runólfsson yfir- dýralæknir reiknar með að sótt verði um fjármagn til að unnt verði að ljúka skipulegri skrán- ingu á þekktum miltisbrunagröf- um hér á landi. Fram kom í viðtali við Sigurð Sigurðarson, dýralækni að Keld- um, í Morgunblaðinu fyrir skömmu, að mikil vinna væri fólg- in í að skrásetja allar upplýsingar um miltisbrunagrafir og ekki til nægir fjármunir til að ljúka verk- efninu sem stendur. Skráningin útheimti ferðalög vítt og breitt um landið, til að hægt væri að ræða við einstaklinga sem margir hverj- ir væru aldraðir og sumir á öldr- unarstofnunum. Sótt um fé til að ljúka skráningu miltisbrunagrafa FRAMSÓKNARMENN og sjálfstæð- ismenn í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs hafa náð samkomulagi um hvernig staða bæjarstjóra verði mönnuð í kjölfar fráfalls Sigurðar Geirdal. Verður þetta samkomulag kynnt á félagsfundi framsóknar- manna í Kópavogi í kvöld. Framsóknarmenn munu ráðstafa stöðu bæjarstjóra fram að 1. júní næstkomandi, þegar Gunnar I. Birg- isson, þingmaður og formaður bæj- arráðs, tekur við. Er það í anda sam- komulags sem flokkarnir gerðu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Undanfarið hefur Guðrún Pálsdóttir bæjarritari verið starfandi bæjar- stjóri í Kópavogi. Samkomulag um bæjarstjóra FIMM milljónasta viðskiptavini Kringlunnar í ár var vel fagnað þeg- ar hann gekk inn um dyrnar og fékk Ingunn Jónsdóttir vænan blómvönd og inneign í verslunarmiðstöðinni þegar hún kom þangað rétt fyrir kl. 15 í gær. Hermann Guðmundsson, markaðsstjóri Kringlunnar, segir að vonast sé til þess að gestir í Kringl- unni fari yfir 5,5 milljónir á þessu ári, sem jafngildir því að yfir 15 þús- und gestir komi í húsið á hverjum degi að meðaltali. Fimm milljónir gesta í Kringluna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.