Morgunblaðið - 15.12.2004, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 21
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Vogar | „Ég vissi að þetta væri þarft
málefni en það reyndist skemmti-
legra en ég hafði ímyndað mér,“
segir Helga Ragnarsdóttir flug-
freyja sem var í fyrsta vistvernd-
arhópnum í Vogum á Vatnsleysu-
strönd. Fjölskylda Helgu tók þátt í
alþjóðlega umhverfisverkefninu
Vistvernd í verki ásamt sex öðrum
fjölskyldum úr Vogum og af Vatns-
leysuströnd. Áður hafði Helga farið
á námskeið fyrir leiðbeinendur hjá
Landvernd og var þetta fyrsti hóp-
urinn hennar. Nýr hópur fer af stað
eftir áramótin.
Helga er í umhverfisnefnd Vatns-
leysustrandarhrepps þar sem Þor-
valdur Örn Árnason er formaður.
Hún segir að hreppsnefndin hafi
ekki verið tilbúin til að fara út í þá
vinnu sem fylgir Staðardagskrá 21.
„Við reyndum að finna eitthvað ann-
að. Vistverndin gengur í sömu átt en
er auðveldari,“ segir Helga. Vatns-
leysustrandarhreppur gerði sam-
komulag við Landvernd um þátt-
töku í Vistvernd í verki.
Áhuginn jókst
Helga er fædd og alin upp í Vog-
um. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á náttúrunni og öllu sem henni teng-
ist. Ég hef flokkað ruslið en við und-
irbúning þessa verkefnis vaknaði
áhugi minn á umhverfismálum fyrir
alvöru,“ segir Helga. Tilgangurinn
með verkefninu er að styðja og
hvetja fólk til að taka upp vistvænni
lífsstíl og hefur reynslan sýnt að það
skilar varanlegum árangri. Þegar
hafa um 500 heimili tekið þátt í vist-
verndarhópum hér á landi.
Í fyrsta vistverndarhópnum í Vog-
um var lögð áhersla á að ná til ráða-
manna sveitarfélagsins og voru tveir
sveitarstjórnarmenn í honum ásamt
fjölskyldum sínum sem og Þorvald-
ur Örn og Helga úr umhverfisnefnd-
inni. Hópurinn hittist vikulega til að
fara yfir ýmis atriði í heimilishald-
inu og bera saman bækur sínar.
Starfinu lauk á dögunum með
markaði og kynningu á verkefninu í
félagsheimilinu Glaðheimum. Sýnt
var rusl frá einu heimili og aðrir
þátttakendur sýndu heimilisiðnað
sem unnið var að í tengslum við
verkefnið, svo sem heimagerðar
sápur og kerti úr afgöngum. Þá var
ýmislegt dót haft til sölu eða gefið,
til þess að vekja athygli fólks á mik-
ilvægi þess að minnka ruslið sem fer
á haugana.
Á kynningunni var skráð í nýjan
vistverndarhóp og segir Helga að
útlit sé fyrir að hægt verði að setja
tvo hópa af stað. Sá fyrri byrji vænt-
anlega um miðjan janúar.
Börnin slökkvistjórar
Helga segist þegar vera farin að
sakna fundanna með hinum fjöl-
skyldunum. Hún segist hafa þekkt
allt fólkið fyrir en ánægjulegt hafi
verið að kynnast því nánar í nýju
umhverfi. Á fundunum lærðu þau
ekki síst hvert af öðru. Helga segist
hafa talið sig duglega að flokka rusl
áður en hún byrjaði í vistverndar-
hópnum. Þar hafi hún lært að vera
enn duglegri og áttað sig til dæmis á
því hvað málmur væri dýrmætur í
endurvinnslu. Hópurinn gat haft
áhrif á starfsemi gámaplansins í
Vogum og látið gera endurbætur á
því.
Helga segir að nú sé hugsað meira
um rafmagnsnotkun á heimili henn-
ar en áður var. Reynt að slökkva
ljósin þar sem enginn er og skiptist
börnin á um að vera „slökkvistjórar“
en þau eru eru þriggja og sex ára
gömul og nota rafmagnssparandi
perur. Hún segir að það hafi komið á
óvart þegar tekið var saman hversu
miklu er eytt í heimilisbílana og
hvað þeir mengi mikið. En því sé erf-
itt að breyta. Helga sækir vinnu á
Keflavíkurflugvöll og maður henn-
ar, Birgir Örn Ólafsson, vinnur í
Reykjavík. Segir Helga að þau verði
að hafa tvo bíla. Hún segist hins veg-
ar spara bílinn þegar hún sé heima
með börnunum enda vegalengdir
ekki miklar í Vogunum.
Helga segir að þótt vistverndar-
hópurinn hafi lokið störfum sé starf-
ið að því að gera heimilishaldið vist-
vænt eilífðarverkefni sem aldrei
ljúki. Hún segir mikilvægt að ala
börnin upp við þessa hugsun og von-
ast til að þjóðfélagið breytist smám
saman þannig að vistvænt heim-
ilishald verði hið eðlilega en skeri
sig ekki úr.
Fyrsti vistverndarhópurinn lýkur störfum í Vogum og nýr stofnaður
Skemmti-
legra en
ég ímynd-
aði mér
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Heimagerð kerti Helga Ragnarsdóttir steypir kerti úr afgöngum til að
nýta betur aðföng heimilisins og kynnti afraksturinn fyrir nágrönnum.
Ljósmynd/Bryndís Þórisdóttir
Afgangar Börn skreyttu heimagert jólatré á kynningu vistverndarhópsins
í félagsheimilinu Glaðheimum. Þau taka mikinn þátt í starfinu.
Reykjanesbær | Nærri því tvöfalt
fleiri íbúar Reykjanesbæjar nýta
sér almenningssamgöngur eftir að
bæjarstjórn ákvað að hafa frítt í
strætó. Reynslan er talin styðja það
að þessu verði haldið áfram og er
gert ráð fyrir því í drögum að fjár-
hagsáætlun næsa árs að áfram verði
frítt í strætó.
Haustið 2002 voru notendur al-
menningsvagnanna taldir og voru
þá 470 farþegar á dag að meðaltali.
Bæjarstjórn vildi reyna að nýta
þessa þjónustu betur og ákvað að
gefa íbúum endurgjaldslausan að-
gang að almenningsvögnunum frá
byrjun árs 2003. Notkun þeirra
jókst upp í 830 farþega á dag.
Á kynningarfundi Árna Sigfús-
sonar bæjarstjóra og Einars Stein-
þórssonar, framkvæmdastjóra SBK
sem rekur almenningsvagnana, kom
fram að fyrstu niðurstöður úr nýrri
talningu sýni að notkunin sé enn að
aukast og nálgist nú 900 til 1000 far-
þega á dag sem er nærri því tvö-
földun frá því sem var áður en
gjaldskyldan var afnumin. Suma
daga fer fjöldinn vel yfir 1000 far-
þega á dag, þegar mikið er um að
vera í grunnskólum og leikskólum
og þá hafi aukavögnum verið bætt
við til að anna eftirspurn.
Fram kom á fundinum að börn og
unglingar noti almenningsvagnana
mest og þau kunni vel á kerfið. Ekki
sé óalgengt að þau komi í vagninn
og fari út nokkrum stoppistöðvum
síðar, rétt eins og í sporvögnum í
heimsborgunum. Þetta sé auðvelt
vegna þess að ekki sé innheimt
gjald.
Þá sé fullorðið fólk einnig að
vakna til vitundar um kosti strætó-
kerfisins og fari vaxandi að fólk noti
vagnana til og frá vinnu. Dæmi sé
um að fjölskyldur hafi losað sig við
annan bílinn sem aðallega hafi verið
notaður til og frá vinnu og taki
strætó í staðinn.
Endurgjaldslaus afnot almenningsvagna
Tvöfalt fleiri nota strætó
1. flokki 1989 – 57. útdráttur
1. flokki 1990 – 54. útdráttur
2. flokki 1990 – 53. útdráttur
2. flokki 1991 – 51. útdráttur
3. flokki 1992 – 46. útdráttur
2. flokki 1993 – 42. útdráttur
2. flokki 1994 – 39. útdráttur
3. flokki 1994 – 38. útdráttur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 2005.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum
hér að ofan birt í Fréttablaðinu, miðvikudaginn
15. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf má
einnig finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is.
Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800
Prima Embla
Stangarhyl 1
110 Reykjavík
Sími 511 4080
www.embla.is
DULÚÐ OG DJÁSN INDLANDS
31. JANÚAR til 14. FEBRÚAR: NORÐUR-INDLAND
14. FEBRÚAR til 23. FEBRÚAR: SUÐUR-INDLAND OG MALDIVES-EYJAR
Verð frá 376.900 kr. (þar af flug 120.000 kr.) 5 stjörnu lúxushótel og fæði að hluta.
Einstakt tækifæri að upplifa dulúð Indlands og töfra sem orð fá ekki lýst, í ferð sem
spannar áhugaverðustu svæði Norður-Indlands: Dehli, Jaipur, Ranthambore
þjóðgarðinn, Agra, Varanasi og Bombay. Glæstar hallir, listir og menning. Til boða
stendur framlenging á ferðinni í Suður-Indlandi og á paradísareyjunum Maldives.
M
IX
A
•
fít •
0
4
1
2
4
SÍÐUS
TU SÆ
TIN
Prima Embla hefur það að
leiðarljósi að bjóða alltaf besta
fáanlegt verð, framúrskarandi
þjónustu og glæsilegan aðbúnað.
Í ferðum okkar bjóðum við
eingöngu hótel sem standa undir
stjörnugjöf og vana fararstjóra.