Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Þorkell Ásgeir Snær og Birgir Þór Helgasynir skoða ísbjörninn Lappa með Kristjáni Berg fisksala í Fiskbúðinni Vör. „MIG hefur lengi langað í ísbjörn, en það er nú þannig að maður getur ekki alltaf fengið allt sem maður vill,“ segir Kristján Berg, eigandi Fiskbúðarinnar Varar í Reykjavík, en hann hefur nú fengið aðstoð í fiskbúðina við að laða að við- skiptavini: 2,3 metra háan upp- stoppaðan ísbjörn frá Grænlandi. Kristján segist vel getað hugsað sér að hafa dýrið heima hjá sér en vill að fleiri njóti bjarnarins og því er hann nú til sýnis í búðinni. „Ég hefði viljað fá hval, en ég gat það ekki því hann tekur svo mikið pláss og það er svo hátt fermetra- verð í Reykjavík,“ segir Kristján hlæjandi. Hann segir viðskiptavini ánægða með björninn, og dæmi séu um að menn gleymi að versla þegar þeir sjá ísbjörninn. Vildi frekar fá hval 4 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVEIR yfirmenn álframleiðslu Alcan voru staddir hér á landi í gær og áttu m.a. fundi með stjórnvöldum og fulltrúum orkufyrirtækjanna þar sem möguleg stækkun álversins í Straumsvík var rædd. Hrannar Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði engar ákvarðanir liggja fyrir hjá stjórn Alcan, fundirnir hefðu fyrst og fremst verið til upplýsingar fyrir yf- irmenn Alcan um stöðu mála hér á landi. Sem kunnugt er liggur fyrir úr- skurður um umhverfismat frá árinu 2002 um stækkað álver í Straumsvík þar sem Skipulagsstofnun heimilaði stækkun allt að 460 þúsund tonna framleiðslu, með ákveðnum skilyrð- um. Framleiðsla Alcan er nú um 178 þúsund tonn á ári. Fyrir um ári tryggði fyrirtækið sér stærra land sunnan og austan við álverslóðina, þegar fest voru kaup á um 52 hekt- urum af Hafnarfjarðarbæ fyrir 300 milljónir króna. Alls eru nú um 300 hektarar á þessu svæði í eigu Alcan. Frá Alcan á þessum fundum í gær voru Cynthia Carroll, yfirmaður ál- framleiðslusviðs Alcan á heimsvísu, og Wolfgang Stiller, yfirmaður ál- framleiðslusviðs Alcan í Evrópu. Að sögn Hrannars kom Carroll við hér á landi á leið sinni til Kanada frá Evr- ópu þar sem hún heimsótti nokkur álver fyrirtækisins ásamt Stiller. „Alcan hefur verið að skoða mögu- leika á stækkun í Straumsvík en eng- ar ákvarðanir verið teknar. Málið er engu að síður lifandi en fyrirtækið hefur verið að meta hagkvæmni stækkunar og bera það við mögulega kosti annars staðar,“ sagði Hrannar en Alcan rekur í dag um 20 álver víða um heim. Yfirmenn frá Alcan funda á Íslandi Möguleg stækk- un rædd við stjórnvöld ÆTTINGJAR og vinir Þorkels Sveinssonar frá Leirvogstungu í Mosfellssveit samfögnuðu honum í gær þegar hann varð 100 ára. Þor- kell er við ágæta líkamlega heilsu og mætti í jólastund sem efnt var til á sal félags- og þjónustumiðstöðv- arinnar í Hvassaleiti 58 í Reykjavík. Þorkell starfaði um langt skeið hjá Sláturfélagi Suðurlands en rak svo til fjölda ára Vélsmiðjuna Steðja ásamt bræðrum sínum. Kona Þor- kels, Sigríður Bjarnadóttir, lést fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Golli Þorkell hitti vini og vandamenn í gær og heilsar hér nágrannakonu sinni. Lengst til vinstri er Barði Þorkelsson, einkasonur Þorkels. Fagnaði 100 árum TÍMARITIÐ Frjáls verslun hefur útnefnt Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, sem mann ársins 2004 í íslensku atvinnu- lífi. Titilinn hlýt- ur Sigurður fyrir einstaka hæfni við stjórnun fé- lagsins, að því er fram kemur í til- kynningu frá Frjálsri verslun. „Sigurður hef- ur verið forstjóri Flugleiða frá því í júní árið 1985, eða í tæp tuttugu ár. Fyrstu níu mánuði þessa árs var hagnaður félagsins um 3,3 millj- arðar fyrir skatta og allt bendir til að árið verði það annað besta í sögu félagsins. Á sama tíma eru nánast öll flugfélög erlendis rekin með tapi. Sigurður Helgason og Flugleiðir hafa verið frumkvöðlar í títtnefndri útrás íslenskra fyrirtækja og hafa haft það að leiðarljósi að laða að ferðamenn til Íslands. Undir hans forystu hafa Flugleiðir breyst úr flugfélagi í alhliða ferðaþjónustufyr- irtæki,“ segir meðal annars í til- kynningunni. Sigurður Helgason maður ársins Sigurður Helgason SKÝRSLA Norðurskautsráðsins um áhrif loftslagsbreytinga á norð- urslóðum var kynnt á aðildarríkja- þingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Buenos Aires í Argent- ínu á mánudagskvöld. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra, sem stödd er á þinginu, segir mjög vel hafa verið mætt á kynning- arfundinn og mikill áhugi hafi verið sýndur á niðurstöðum skýrslunnar. Niðurstöðurnar höfðu áður verið kynntar á fundi Norðurskautsráðs- ins hér á landi í nóvember. „Það er greinilegt að það er mjög mikill áhugi fyrir þessu máli og mætingin á kynninguna sýndi það,“ sagði Sigríður Anna. Á morgun, miðvikudag, og einnig á fimmtudag verða ráðherrafundir sem Sigríður Anna mun sitja. Hún segir að búast megi við miklum um- ræðum um Kyoto-bókunina sem á að taka gildi í febrúar á næsta ári og gerir það að hennar mati fundinn mjög áhugaverðan. „Ég tel að nið- urstöður skýrslunnar um loftslags- breytingar á norðurslóðum sé líka ákveðið innlegg í þessi mál.“ Í fréttatilkynn- ingu frá Náttúru- verndarsamtök- um Íslands segir að niðurstöður skýrslu um lofts- lagsbreytingar á norðurslóðum sýni með óyggj- andi hætti að verði ekki gripið til róttækra að- gerða nú þegar megi búast við stig- mögnun loftslagsbreytinga sem ekkert verður við ráðið. „Náttúruverndarsamtök Íslands telja brýnt að íslensk stjórnvöld móti stefnu um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu áratugi. Niðurstöður vísinda- manna benda eindregið til að draga verði úr losun gróðurhúsaloftteg- unda frá iðnríkum um 80% fyrir miðja þessa öld til að takast megi að forða hættulegum loftslagsbreyting- um.“ Árni Finnsson, tekur þátt í Lofts- lagsþingi SÞ fyrir hönd Náttúru- verndarsamtakanna. SÞ þinga um loftslagssamning Mikill áhugi á skýrslu um lofts- lagsbreytingar Sigríður Anna Þórðardóttir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrum stjórnarformann gjaldþrota fyrirtækis í 35 milljóna króna sekt og 6 mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir brot á lögum um virð- isaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Undanskotin námu rúmlega 17 milljónum króna og áttu sér stað á árunum 2000 til 2002. Ákærði játaði skýlaust og var talið sannað að hann hefði framið þau brot sem hann var ákærður fyrir. Hafði hann ekki sætt refsingu áður svo vitað væri. Málið dæmdi Arnfríður Einarsdóttir hér- aðsdómari. Verjandi var Ásgeir Þór Árnason hrl. og sækjandi Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. 35 milljóna króna sekt fyrir skattsvik ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.