Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKORTUR Á EGGJUM Tæknifrjóvgunarstofan Art Med- ica ætlar að óska eftir eggjum gegn greiðslu til tæknifrjóvgunar. Margar konur vantar egg og erfitt reynist að finna eggjagjafa. Neyslan minnkar Vímuefnaneysla íslenskra ung- linga í 10. bekk hefur minnkað á flestum sviðum en hún hefur aukist eða staðið í stað í öðrum löndum Evrópu. Vísbendingar eru þó um að auka þurfi forvarnir til að draga úr neyslu ólöglegra vímuefna. Meiri óöld í Írak Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, segir að ástandið í landinu muni versna eftir kosningarnar í janúar en ekki batna. Sagði hann ástæðuna þá að stríðið stæði á milli góðs og ills; þeirra sem vilja tortíma landinu og þeirra sem vilja byggja það upp. Gijs de Vries, sem sér um að samræma baráttuna gegn hryðjuverkum í ESB, sagði að ungir múslímar frá Evrópu og arabalönd- um væru nú í þjálfunarbúðum upp- reisnarmanna í Írak. Saltsýra til Siglufjarðar Hættuleg saltsýra er flutt viku- lega landleiðina frá Reykjavík til Siglufjarðar eftir að strandsiglingar Eimskips voru aflagðar. Slökkviliðs- stjóri á Siglufirði hefur áhyggjur af ástandinu og segir lítið fara fyrir viðbragðsáætlunum vegna eitur- efnaslysa. Y f i r l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Leonard. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #        $         %&' ( )***                Í dag Sigmund 8 Umræðan 29/32 Viðskipti 14/15 Minningar 33/35 Erlent 16/17 Brids 38 Akureyri 19 Dagbók 40/42 Landið 20 Menning 43/44 Suðurnes 21 Fólk 46/49 Daglegt líf 22 Bíó 46/49 Listir 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Staksteinar 51 Viðhorf 28 Veður 51 * * * LAUN forseta Íslands, ráðherra, þingmanna, dómara og annarra sem falla undir kjaradóm hækka um 3% um áramótin samkvæmt ákvörðun dómsins og tók hann í því efni mið af hækkunum sem verða um áramótin á almennum vinnu- markaði. Síðast hækkuðu laun þeirra sem undir dóminn falla í maí í fyrra en þá hækkuðu laun alþingismanna og ráðherra um 18,4–19,3% og laun dómara um 11,1–13,3% en laun ann- arra embættismanna hækkuðu þá minna og laun forsetans breyttust ekki. Miðað við ákvörðun kjaradóms munu laun forseta Íslands hækka um tæplega 50 þúsund, fara úr um 1.450 í um 1.500 þúsund krónur á mánuði, laun forsætisráðherra hækka um 26 þúsund krónur, fara úr 871 þúsundi í liðlega 897 þúsund og laun annarra ráðherra hækka um 24 þúsund, fara úr liðlega 785 þúsundum í rúmar 809 þúsund krónur en innifalið í launum ráð- herra er þingfararkaup. Þingfararkaup alþingismanna hækkar úr tæplega 438 þúsund í 450 þúsund krónur. Heildarlaun forseta hæstaréttar hækka úr um 833 þúsundum í um 858 þúsund krónur á mánuði og laun biskups Íslands fara úr rúmum 704 þús- undum í 725 þúsund krónur. Kjaradómur hækkar laun æðstu embættismanna JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, tók nýtt segulómtæki formlega í notkun á röntgen- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi í gær. Tækið leysir af hólmi 13 ára gamalt tæki, sem orðið er úr- elt, að því er fram kemur í tilkynningu frá LSH. Tækið er framleitt af Siemens í Þýskalandi. Heildarkostnaðurinn, með fylgibúnaði, nemur um 150 milljónum króna. Pétur Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild, segir nýja tækið bjóða upp á nýja möguleika og nýjar greiningar- aðferðir. „Þá verður hægt að nota það í stað annarra greiningaraðferða, eins og röntgengeisla,“ útskýrir hann. Hefðbundin segulómun hefur beinst að miðtauga- og stoðkerfi, en með nýja tækinu verður hægt að rannsaka önnur líffærakerfi, eins og t.d. hjarta í brjóstholi og gall- vegi í kviðarholi. „Með nýja segulómtækinu stígur LSH stórt skref sem hátæknispítali og háskólasjúkrahús,“ seg- ir í tilkynningu LSH. „Væntingar innan spítalans eru miklar og sýnilegt að spurn eftir þjónustu verður mikil. Í útboði fyrir þessi tækjakaup er gert ráð fyrir kaupum á öðru sambærilegu tæki sem ætlaður er staður á Landspít- ala, Hringbraut. Rík þörf er á því tæki vegna þjónustu LSH við börn, krabbameinssjúka og fleiri sjúklingahópa.“ Morgunblaðið/Þorkell Nýtt segulómtæki skoðað: Ólafur Kjartansson yfirlæknir, í tækinu liggur Ásta Ástþórsdóttir yfirgeislafræðingur, Halldóra Guðmundsdóttir og Guðrún Lilja Jónsdóttir yfirgeislafræðingar, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Jóhannes M. Gunnarsson forstjóri og Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri myndgreiningarþjónustu. Nýtt segulómtæki tekið í notkun HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt karl á þrítugsaldri og konu á fertugsaldri í 10 og 15 mán- aða fangelsi fyrir smygl á 13,6 kg af hassi frá Danmörku í febrúar sl. Fíkniefnin komu í tveimur send- ingum og voru falin í viðarhús- gögnum. Karlmaðurinn játaði það sem honum var gefið að sök, þ.e. innflutning ásamt konunni á 8,6 kg af hassi. Framburður konunnar um þenn- an hluta málsins var ótrúverðugur að mati dómsins. Var það talið hafið yfir skynsamlegan vafa að hún hefði tekið þátt í smyglinu í ljósi fyrsta framburðar hjá lögreglu þar sem hún gaf upp efnismagn, efn- istegund og kaupverð hassins auk þess sem fingraför hennar fundust á hassumbúðum. Konan var þá ein ákærð og sak- felld fyrir innflutning á 5 kg af hassi frá Danmörku. Framburður um þennan þátt málsins var reikull og var talið sannað að hún hefði flutt inn umrætt magn af hassi. Var hún með hreint sakavottorð fyrir brotin, en karlmaðurinn hafði einu sinni áður framið fíkniefnabrot. Gerð voru upptæk 12,3 kg af hassi og smáræði af amfetamíni. Málið dæmdi Ingveldur Einars- dóttir héraðsdómari. Verjandi karl- mannsins var Brynjar Níelsson hrl. og konunnar Helga Leifsdóttir hdl. Sækjandi var Kolbrún Sævars- dóttir, fulltrúi ríkissaksóknara. Dæmd í fangelsi fyrir smygl á 13,6 kg af hassi ÆTTINGJAR manns sem lést eftir að hann hlaut höfuðhögg á dvalar- heimili Hrafnistu í Reykjavík hafa ritað lögreglunni í Reykjavík bréf og óskað eftir að hún rannsaki andlátið. Níu klukkustundir liðu frá því mað- urinn féll og hlaut högg á höfuðið og þar til hann var fluttur á sjúkrahús. Maðurinn varð 85 ára gamall þennan dag. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra beindi þeim tilmælum til land- læknis í gær að embættið rannsakaði málið og skilaði til hans skýrslu um það. Landlæknir hafði þá þegar hafið athugun á málinu en bíður enn gagna um það frá Hrafnistu. Að sögn sonar mannsins hlaut fað- ir hans höfuðhögg þegar hann féll í gólfið við matsal heimilisins milli klukkan 8.30 og 9.00 hinn 7. nóvem- ber sl. Honum var síðan ekið í hjóla- stól í herbergi sitt og lagður þar í rúmið. „Síðan vitum við í raun ekki hvað gerðist frekar þennan dag fyrr en klukkan þrjú þegar hann fær heimsókn frá bróður sínum en þá er hann meðvitundarlítill eða meðvit- undarlaus.“ Bróðir hans vakti at- hygli starfsfólks á líðan hans og spurðist fyrir um hvort haft hefði verið samband við ættingja en svo var ekki. Þetta var sex tímum eftir að maðurinn féll í gólfið. Þegar hringt var í son hans um klukkan 15.30 var búið að ákveða að flytja manninn á Landspítalann í Fossvogi. Sá flutningur fór þó ekki fram fyrr en klukkan 18.30 þar sem ekki var beðið um neyðarflutning heldur eingöngu um flutning á sjúk- lingi. Á spítalanum kom í ljós að maðurinn var höfuðkúpubrotinn, blætt hafði inn á heila og var hann lamaður vinstra megin. Hann komst aldrei til meðvitundar og lést sex dögum síðar. Fram að þessu hafði hann verið við góða heilsu. Sonur mannsins segir að eftir tvo fundi með lækninga- og hjúkrunar- forstjóra Hrafnistu hafi ættingjar ekki enn fengið fullnægjandi upplýs- ingar um málið. Engar upplýsingar virðist liggja fyrir um hvenær læknir skoðaði föður hans og hvaða mat hann lagði á ástand hans. Þá sé ekki ljóst með hvaða hætti fylgst var með líðan hans þennan dag og ekkert virðist hafa verið skráð um það. Eðlilegar spurningar Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segist lítið geta tjáð sig um málið þar sem búið sé að biðja um lögreglurannsókn á atvikinu. Hún verði að leiða í ljós hvort farið hafi verið eftir verklagsferlum en miðað við lýsingu ættingja á máls- atvikum sé eðlilegt að þeir veki spurningar um málið. Í kjölfar máls- ins hafi verið haft samband við land- lækni og lögreglu og jafnframt farið yfir þessi mál innanhúss. Ættingjum hafi verið bent á að þau hefðu rétt á að vísa málinu bæði til landlæknis og lögreglu. Óskar eftir lögreglurannsókn vegna mannsláts á öldrunarheimili Fluttur á sjúkrahús níu klukku- stundum eftir höfuðhögg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 342. tölublað (15.12.2004)
https://timarit.is/issue/258913

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

342. tölublað (15.12.2004)

Aðgerðir: