Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes GRETTIR, ÉG HELD AÐ ÞÉR SÉ EKKI TREYSTANDI AF HVERJU SEGIRÐU ÞAÐ? SJÁÐU! ÉG FANN VESKIÐ ÞITT! GEÐHJÁLP 5 kr. ERUÐ ÞIÐ HRÆDDIR VIÐ VAMPÍRUR? ÞIÐ HLJÓTIÐ AÐ SJÁ AÐ HRÆÐSLA VIÐ VAMPÍRUR ER AUGLJÓSLEGA GEÐRÆNT VANDAMÁL... ÉG EFAST MEIRA AÐ SEGJA UM AÐ ÞIÐ VITIÐ HVERNIG VAMPÍRA LÍTUR ÚT... ÉG REYNI ALLTAF AÐ GERA SJÓNVARPSGLÁP AÐ FULLKOMINNI SLÖKUN SJÁÐU HVERNIG ÉG HEF KJÁLKANN LAUSAN ÞANNIG AÐ MUNNURINN Á MÉR HELST OPINN. ÉG REYNI AÐ SLEPPA ÞVÍ AÐ KYNGJA, ÞANNIG AÐ ÉG SLEFA BARA Í STAÐINN. OG ÉG REYNI AÐ HALDA SEM MINNSTRI EINBEITINGU MEÐ AUGUNUM ÉG TEK SLAKANDI DÆGRASTYTTINGU OG GERI HANA ENNÞÁ MEIRA SLAKANDI. ÉG NÝT ÞESS BARA AÐ GERA EKKI NEITT. ÉG ER Í FULLKOMNU JAFNVÆGI ÉG ÆTLA AÐ FARA ÁÐUR EN FLUGURNAR FARA AÐ KOMA ÉG FINN FYRIR ÞVÍ HVERNIG TAUGAKERFIÐ SLEKKUR Á SÉR... Rakkarapakk - Þvörusleikir saga: Sigrún Edda teikning: Jan Pozok Dagbók Í dag er miðvikudagur 15. desember, 350. dagur ársins 2004 Víkverji er göngu-garpur og þarf ekki endilega að stefna á fjallatinda til að njóta útiveru. Hann gengur til að mynda í og úr vinnu flesta daga árs- ins og veit fáar leiðir betri til að hressa sig og endurnæra eftir langan vinnudag en góðan göngutúr. Daglegar ferðir yfir Kringlumýrarbraut- ina, sem ekki gerir á mörgum stöðum ráð fyrir að gangandi veg- farendur þurfi að kom- ast þar yfir, hafa hins vegar ekki ver- ið í neinu sérlegu uppáhaldi hjá honum í gegnum tíðina. Nýlegar framkvæmdir við gönguljós til móts við Suðurver glöddu Víkverja því verulega og sá hann nú fram á rólegri stundir eftir að hafa árum saman hætt lífi og limum með því að skjótast á milli mishraðskreiðra ökutækja og raunar orðið vitni að fleiri slysum á gangandi vegfarendum en hann hefði viljað. Eitthvað virðist hins vegar vera bogið við þessi nýju og fínu gönguljós því oftar en ekki fær Víkverji þau ein- faldlega ekki til að virka. Hann ýtir á hnappinn, ljós kviknar fyrir neðan rauða kallinn og Vík- verji bíður hinn róleg- asti, eftir smástund slokknar svo biðljósið, rauði kallinn er enn staðfastur á sínum stað á meðan endalausar ljósabreytingar verða á nærliggjandi umferð- arljósum og bílarnir þjóta hjá með sama hraða og fyrr. Á endanum gefst Víkverji líka upp og leggur enn á ný upp í sitt gamalkunna svig með krosslagða putta á milli misþolinmóðra ökumanna. Satt best að segja veit Víkverji ekki alveg hverju þetta sætir því hann minnist þess að hafa séð ljósin virka a.m.k. í tví- eða þrígang, en þó aldrei á þeim háannatíma sem hann á þar yfirleitt leið um. Fyrir vik- ið er hann líka orðinn nokkuð tor- trygginn gagnvart gagnsemi ljósanna og getur ekki annað en spurt sig hvort sama hugsun liggi e.t.v. að baki gönguljósunum og beygjuljósunum á horni Kringlumýrar- og Miklubraut- ar – þeim sé aðeins ætlað að virka ut- an annatíma. Víkverji vonar innilega að svo sé ekki, heldur að hér sé ein- göngu um óvenju langvinna byrj- unarörðugleika að ræða. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Tónlistarþróunarmiðstöð | Raftónlist verður í algleymingi í Hellinum, tón- leikasal Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, í kvöld kl. 20.30, en þá koma fram Frank Murder, Captain Wondership og Anonymous vs. New milk sem verð- ur með sjónarspil. Ásamt Anonymous koma fram Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir framúr- stefnusöngkona og Þórdís Clausen, sem mun hrista upp húsið með áslætti sínum. Anonymous samanstendur af þeim Tanyu Pollock og frænda hennar Marlon Pollock. Þau sátu í gær og undirbjuggu tónleikana ásamt Isis Helgu, dóttur Tanyu. Morgunblaðið/Kristinn Rafvædd Nafnleysa MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Jesús sagði við þá: „Ef þér væruð blindir, væruð þér án sakar. En nú seg- ist þér vera sjáandi, því varir sök yðar.“ (Jóh. 9, 41.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.