Morgunblaðið - 15.12.2004, Side 44

Morgunblaðið - 15.12.2004, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÓFSTILLING, nákvæmni og kyrrð einkennir sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar á fjórða sígilda leik- verkinu sem fer á fjalirnar eftir að fé- lagið fékk nýtt húsnæði undir starf- semi sína síðastliðið vor. Fjórði leikstjórinn úr félaginu spreytir sig hér, um það bil alveg óreyndur, og tekst nokkuð vel upp. Það er ekki beint hægt að segja að Birdy tilheyri sígilda flokknum í leik- húsinu en margir þekkja verkið eftir að bíómynd var gerð eftir bókinni fyr- ir nokkuð löngu. Leikgerð Naomi Wallace er vel gerð og kemur til skila hinni miklu ádeilu á stríð sem verkið er frægt fyrir, jafnframt því að birta hina sérstöku bandarísku sýn ýmissa skálda á hvað maðurinn er einmana í firrtri veröld. Ingvar stytti leikgerð- ina dálítið og tók aftan af endinum en það kemur ekki að sök. Í leikgerðinni er áhrifamest að sjá hvernig minn- ingar aðalpersónunnar Als Col- umbato um vináttu sína við Birdy eru sýndar með því að hafa vinina sem unglinga á sviðinu líka og skipta stöð- ugt á milli nútímans og þessara minn- inga. Tveir sérstakir og einmana ung- lingar verða vinir og það er það eina sem heldur voninni í Al þegar hann er sendur á geðspítalann sem Birdy er á, eftir hafa slasast í seinni heims- styrjöldinni. Í nútímanum eru þeir enn mjög ungir menn sem ættu að eiga lífið fyrir sér en vonin er lítil. Al hefur búið við ofbeldi föður síns og Birdy hefur alltaf verið sjúklega hrif- inn af fuglum og reynt að fljúga sjálf- ur. Höfundur spyr hvað verði svo um svona ungmenni sem eru send í stríð til að láta skjóta sig. Þó er náttúrlega alls ekki öll sagan sögð með þessu því að seiðurinn felst ekki síst í hinni táknrænu fugla- og flugþrá Birdys og tryggð Als við hann. Hljóðmynd upp- setningarinnar er einstaklega falleg, með fuglahljóðum og fleiru, og demp- uð lýsingin vinnur mjög vel með and- rúmsloftinu þegar skipt er milli tíma- skeiða og staða. Þó hefði ljósa- stjórnunin mátt vera sneggri á frumsýningunni og allt í lagi að láta ljós koma upp á einum stað þó að það væri ekki komið alveg niður á öðrum. Sviðið þjónar vel hinum mismunandi tímaskeiðum og stöðum og mjög gott að hafa Birdy svo nálægan þegar hann er fullorðinn allan tímann. Bún- ingar og leikmunir voru hugvits- samlegir og merkilega raunsæislegir miðað við tíma verksins. Ingvar er svo heppinn að hafa tvo af bestu leikurum félagsins í sýning- unni en hópurinn er blanda af reynd- um og óreyndum. Leitun er að stærra og vandasamara hlutverki en hlut- verki Als en hann leikur Snorri Eng- ilbertsson sem er einn af efnilegri áhugaleikurum okkar. Snorri leysir margt afburða vel því hann hefur einkar gott lag á tragískum hlutverk- um á lágstemmdum nótum. Það er ekki síst að þakka fallegri raddbeit- ingu en þar er þó líka hans Akkiles- arhæll í hlutverkinu. Leikstjórinn hefur valið að hafa allt höfuð hans vafið í sárabindi og heftir það radd- beitinguna allt of mikið en þar að auki sést of lítið af augum hans og svip- brigðum. Í mótleik við aðra var leik- arinn líka of heftur á sama stað og rýmið ekki nýtt sem skyldi. Sá sem best lék á móti Snorra var Halldór Magnússon með sína miklu reynslu og hæfileika en hann var óhugn- anlega sannfærandi sem fulltrúi hernaðar og stofnanavalds í hlutverki Weiss læknis. Tvær ungar stúlkur léku vinina unga, þær Kristín Arna Sigurðardóttir sem Al og Hera Guð- brandsdóttir sem Birdy. Þær sköp- uðu einstakt andrúmsloft sam- kenndar og vináttu á sviðinu sem átti ekki sístan þátt í hughrifum sýning- arinnar. Stefán Vilhelmsson lék Birdy fullorðinn mjög vel en hann var á köflum líkari fugli en manni. Leikfélag Hafnarfjarðar má vel við una að búa að svo stórum hópi metn- aðarfulls listafólks sem hefur lagt mikið á sig til þess að búa til þessa fal- legu sýningu. LEIKLIST Leikfélag Hafnarfjarðar Höfundur leikgerðar: Naomi Wallace eftir sögu Williams Whartons. Leikstjóri og þýðandi: Ingvar Bjarnason. Leikmynd og leikmunir: Jón Stefán Sigurðsson, Finn- bogi Erlendsson og Gunnar Björn Guð- mundsson. Búningar: Rakel Mjöll Guð- mundsdóttir og Arndís J. Vigfúsdóttir. Hljóðmynd: Gunnar Björn Guðmundsson. Hönnun lýsingar: Kjartan Þórisson. Frumsýning í Gamla Lækjarskóla, 10. desember 2004. Birdy Hrund Ólafsdóttir ÞEIR Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson, sem saman kalla sig Guitar Islancio, tróðu upp í Bústaðakirkju á sunnu- dagskvöldið og báru tónleikarnir yf- irskriftina Kirkjuleg jólasveifla. Sveifla var það svo sannarlega; á efnisskránni voru lög eftir Duke Ell- ington, Stevie Wonder og fleiri slíka. Með Guitar Islancio kom fram Jó- hann Friðgeir Valdimarsson og Kór Bústaðakirkju undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar, en píanóleik- ari var Bjarni Jónatansson. Auk Ellingtons og félaga var einn- ig boðið upp á þyngri og alvarlegri músík eftir Händel, Franck og Bizet. Var óneitanlega sérkennilegt að blanda henni svona saman við hitt, en það heppnaðist furðuvel. Kórar eru merkilega fjölhæf fyrirbæri og Kór Bústaðakirkju er þar engin undantekning. Hvort sem hann söng Swing Low við dynjandi undirleik Guitar Islancio eða Ó helga nótt með hetjutenórnum Jóhanni þá hljómaði hann einstaklega vel; kvenraddirnar voru sérlega ómþýðar og mjúkar og karlarnir sömuleiðis. Þar sem ég sat (sem var aftast í kirkjunni) gat ég ekki heyrt neina feilnótu; aðeins eitt var ekki eins og það átti að vera; samspil píanóleikarans og Guitar Islancio var ekki nákvæmt í Ó helga nótt, en það var fremur áberandi. Hverjum það var að kenna treysti ég mér hins vegar ekki til að fullyrða. Jóhann Friðgeir var í ágætu formi; tónarnir á neðra sviðinu í fyrstu lögunum voru að vísu dálítið einkennilegir, söngvarinn renndi sér of mikið inn í þá, sem gerði að verk- um að laglínurnar virkuðu stundum örlítið bjagaðar. Þetta lagaðist þó er á leið og þar sem allt á efra sviðinu var eins og það átti að vera fyrir- gafst hitt auðveldlega. Jóhann býr yfir ótrúlegum raddstyrk og há- punktarnir hjá honum voru þvílíkir að áheyrendur á fremsta bekk hafa örugglega orðið fyrir heyrnarskaða. Fyrir utan þetta með samspilið í Ó helga nótt voru hljóðfæraleikararnir með sitt á tæru; Bjarni Jónatansson lék fallega á píanóið og þremenning- arnir í Guitar Islancio spiluðu með glæsibrag; þeir voru tæknilega öruggir og rétta andrúmsloftið var til staðar í músíkinni. Satt best að segja var stemningin í kirkjunni slík að ég var farinn að sprikla í sætinu löngu áður en tónleikarnir voru bún- ir. Þetta var verulega skemmtilegt: Takk kærlega! Kirkjuleg jólasveifla TÓNLIST Bústaðakirkja Tónlist eftir ýmsa höfunda. Kór Bústaða- kirkju undir stjórn Guðmundar Sigurðs- sonar; einsöngur: Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, tenór. Einnig komu fram Guitar Islancio (Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson á gítar; Jón Rafnsson á bassa) en Bjarni Jónatansson lék á píanó. Sunnudagur 12. desember. Kirkjuleg jólasveifla Morgunblaðið/Ásdís „Þremenningarnir í Guitar Islancio spiluðu með glæsibrag.“ Jónas Sen MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. sun. 19. des. kl. 14- sun. 26. des kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR Gjafakort í Óperuna - upplögð gjöf fyrir músikalska vini, ættingja, starfsmenn og viðskiptavini 20% afsláttur af völdum útgáfum af óperunni Tosca í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 gegn framvísun gjafkorts. Gjafakort seld í miðasölu. Tosca – Frumsýning 11. febrúar – Uppselt – 2.sýning 13. febrúar 3. sýning 18. febrúar – 4. sýning 20. febrúar Miðasala á netinu: www.opera.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20 Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14,Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20, Fö 14/1kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco - Í samstarfi við LA Frumsýning fi 30/12 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20 GJAFAKORTIN OKKAR GILDA ENDALAUST JÓLASÝNING LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS Su 19/12 kl 16 BÓKAKYNNING OG LEIKLESTUR Í samstarfi Borgarbókasafns og LHÍ Kristín Ómarsdóttir og Bragi Ólafsson lesa úr nýju bókunum Flutt brot úr 3 leikritum þeirra Forsala á SEGÐU MÉR ALLT, 2.-5. sýningu Lau 18/12 kl 14:00 - Aðgangur ókeypis Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 • Stóra sviðið kl. 20:00 ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. þri. 28/12 örfá sæti laus, 3. sýn. mið. 5/1 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 6/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 13/1 örfá sæti laus. EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1 örfá sæti laus, lau. 8/1 örfá sæti laus, sun. 9/1 örfá sæti laus, lau. 15/1 nokkur sæti laus, lau. 22/1 nokkur sæti laus. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Fim. 30/12 kl. 14:00 80. sýning örfá sæti laus, sun. 9/1 kl. 14:00, sun 16/1 kl. 14:00. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 7/1 nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco Mið. 29/12, fös. 7/1. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Fös. 7/1, fös. 14/1, fim. 20/1. ÖXIN OG JÖRÐIN FRUMSÝNING ANNAN Í JÓLUM UPPSELT! 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! Forsala í fullum gangi Óliver! Eftir Lionel Bart Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums. Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 UPPSELT Sun 2/1 kl 20 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl 20 UPPSELT Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir ☎ 552 3000 AUKASÝNING Í JANÚAR VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR • Sunnudag 26/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Laugardag 15/1 kl 20 LAUS SÆTI eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ www.loftkastalinn.is ELVIS Í JÓLAPAKKANN! Gjafakort í leikhúsið - skemmtileg og öðruvísi jólagjöf í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR AUKASÝNING mið . 29 .12 k l . 20 .00 LAUS SÆTI LOKASÝNING f im. 30 .12 k l . 20 .00 UPPSELT Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í Langholtskirkju fös. 17. des. kl. 23.00 lau. 18. des. kl. 23.00 sun. 19. des. kl. 20.00 Kór Langholtskirkju Gradualekór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir Ágúst Ólafsson Úrvals hljóðfæraleikarar Ilmandi súkkulaði og piparkökur í hléi Ógleymanleg jólastemmning Miðasala í Langholtskirkju og við innganginn klang@kirkjan.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.