Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 27 ar eru þær að fólk er skyndilega farið sig. Það vill að sjálfsögðu ekki eiga ættu að láta tollverði taka af sér jóla- r í græna hliðinu. Bara í gærmorgun m 250 farþegar í vélunum fjórum frá kjunum og nánast allir fóru á rétt ð rauða, og greiddu sinn toll eins og r, um 270 þúsund krónur alls. Sumir nokkur þúsund króna toll en aðrir n hærri fjárhæðir. Einn framvísaði um myndavélum og greiddi 85 þús- la og gjöld. Björg Valtýsdóttir, deild- hjá tollgæslunni, segist mjög ánægð na farþega. Sumir eru enn samvisku- því dæmi eru um að fólk hafi áttað sig tir á að það slapp óvart í gegnum hliðið með tollskyldan varning og r til tollgæslunnar löngu síðar með . Sumir þola ekki að vera með neitt á unni. æslan á Keflavíkurflugvelli skiptist í eildir; frakt-, fíkniefna- og almenna ls eru þetta 46 manns og þar af 26 í i deild. Þrír fíkniefnaleitarhundar inu, Nelson, Ella og Sjarmi. Enginn er sjáanlegur þennan morgun en var að vinna kvöldið áður. yldum varningi í Leifsstöð á þessu ári meðvitaðra glurnar Morgunblaðið/Jim Smart r sinn í Leifsstöð og halda síðan í tollskoðun. nni á Keflavíkurflugvelli. ns og getur það gefið vísbendingu nlega þarf að greiða af. l.is HVERS vegna þarf að framvísa ein- stökum hlutum í rauða tollhliðinu ef hann kostar meira en 23 þúsund kr.? Og hvers vegna þarf sömuleiðis að fara í rauða hliðið með varning fyrir sam- anlagt 46 þúsund kr. eða meira? Meginsjónarmiðið sem liggur til grundvallar því að setja þennan tollkvóta á vörur er að hindra fólk í að koma með vörur hingað til lands í stórum stíl án þess að greiða lögboðin gjöld af þeim. Eru þessar hindranir settar til að valda ekki skekkju í samkeppni gagnvart þeim sem selja vörur hér innanlands. Að skipta tollkvótanum í annars vegar einstakar vörur að hámarki 23 þús. kr. og hins vegar í samanlagt verðmæti upp á 46 þúsund á sér m.a. skýringar í því að reyna að hindra innflutning á stærri hlutum til landsins án greiðslu lögboð- inna gjalda. Ekki vísindalegir útreikningar Þær fjárhæðir sem um ræðir í þessu sambandi eru þó ekki fundnar út eftir vísindalega útreikninga að sögn Maríönnu Jónasdóttur, skrifstofustjóra tekju- og lagaskrifstofu hjá fjár- málaráðuneytinu. Líklegra sé að tiltekin fjárhæð hafi verið sett niður með setningu tollalaga á sínum tíma og hafi fjárhæðin tekið eðli- legum breytingum í tímans rás í takt við breytingar á innlendu verðlagi og gengi. „Það er reynt að fylgjast nokkuð reglu- bundið með því að þessar fjárhæðir taki þeim breytingum sem eðlilegt þykir,“ segir Maríanna. Um tvö ár eru síðan mörkin voru sett við 23 þúsund kr. og 46 þús. og var þá um að ræða nokkra hækk- un. Gefnir hafa verið út bæklingar með reglum til að fyrirbyggja að fólk fari í vitlaust toll- hlið með óskemmtilegum afleiðingum. Hvers vegna tollkvóti? NÝ heilsugæslustöð, fyrir Voga- og Heimahverfi í Reykja- vík, verður byggð ofan á eina álmu Glæsibæjar við Álf- heima 74. Húsnæðið verður afhent fullbúið ekki síðar en 1. ágúst næstkomandi og er reiknað með að stöðin verði opn- uð haustið 2005. Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV) reisa og eiga húsnæðið, sem verður 950 m2, en leigja það heilsu- gæslunni til 25 ára. Sex læknar munu starfa við stöðina, en hún á að þjóna tæplega 10 þúsund manns. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Stefán Friðfinns- son, stjórnarformaður ÍAV, og Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, undirrituðu í gær samning um leigu á húsnæði fyrir nýju heilsugæslustöðina í Voga- og Heimahverfinu. Að undirritun lokinni lýsti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ánægju sinni yfir því að þessum áfanga væri náð. Hann sagði aðdraganda málsins orðinn langan. Meira en 30 ár væru liðin frá því að upp- bygging heilsugæslunnar í Reykjavík hófst. Þetta væri síðasta hverfi eldri borgarhluta Reykjavíkur þar sem byggð væri heilsugæslustöð. Segir þjónustuna batna Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, sagði að nýja heilsugæslustöðin í Glæsibæ mundi bæta þjónustuna við íbúa, bæði í hverfinu og öðrum hverfum því nýja stöðin mundi létta álagi af nærliggjandi heilsugæslustöðvum. Að sögn Guðmundar hefur hópur íbúa í Voga- og Heimahverfi verið kallaður til samráðs um útfærslu þjónustu heilsugæslunnar í hverfinu. Leiga fyrir húsnæðið er ekki gefin upp og ekki hefur verið ákveðið hvert rekstrarfyrirkomulag nýju heilsu- gæslustöðvarinnar í Glæsibæ verður. Hvað varðar frekari uppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra að næsta skref yrði að koma upp annarri heilsugæslustöð í Hafnarfirði. Þá hafa húsnæðismál heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ verið til skoðunar. Einnig stendur til að heilsugæslustöðin í miðbæ Kópavogs fái nýtt húsnæði. Á starfssvæði nýju heilsugæslustöðvarinnar í Glæsibæ bjuggu 9.500 manns í maí síðastliðnum, en það afmarkast af Miklubraut í suðri og Grensás-, Holta-, Sunnu- og Laugarásvegi og Dalbraut í vestri. Húsnæði nýrrar heilsugæslustöðvar í Reykjavík verður byggt ofan á eina álmu Glæsibæjar. Ný heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi fær húsnæði Tölvumynd/ONNO ehf. HEYRNARLAUSIR og heyrnar- skertir nemendur fá í fyrsta sinn að sleppa hlustunarþáttum samræmdra prófa í íslensku og erlendum tungu- málum í vor en fram til þessa hafa þeir átt að taka samræmd próf eins og heyrandi nemendur án þess að þau hafi verið löguð að þörfum þeirra. Lengi verið beðið eftir breytingum Berglind Stefánsdóttir, aðstoðar- skólastjóri táknmálssviðs Hlíðaskóla, segir þetta vera mjög mikilvægt fyrsta skref. Menn hafi lengi beðið eftir því að eitthvað yrði gert varðandi samræmd próf fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Það sé mjög mikil- vægt skref að menn séu búnir að fá viðurkenningu á að þessi börn eigi að fá samræmd próf við sitt hæfi og að verið sé að vinna í þeim málum. Nú sé líka komið inn í aðalnámskrá grunn- skólanna að táknmál sé fyrsta mál heyrnarlausra. Í samkomulagi milli Námsmats- stofnunar og fulltrúa Hlíðaskóla, sem menntamálaráðuneytið hefur nú sam- þykkt fyrir sitt leyti, er tekið fram að heyrnarlausir og heyrnarskertir nemendur þreyti sömu samræmdu prófin og aðrir nemendur, með þeirri undantekningu að þeir fá að sleppa hlustunarþáttum samræmdra prófa í íslensku og erlendum tungumálum, þar með talið stafsetningu á íslensku- prófi og aðrir prófaþættir verði ekki teknir í stað þeirra sem sleppt er. Berglind segir að þótt þessi breyt- ing sé skref í rétta átt séu engu að síð- ur ákveðin ágreiningsatriði, þ.e. hvort þetta sé endilega rétta framkvæmdin, s.s. eins og hvort endilega sé rétt að fella stafsetninguna burt þar sem heyrnarlausir geti vel tekið stafsetn- ingu með öðru fyrirkomulagi s.s. eins og eyðufyllingu. Leifur Helgason íslenskukennari, sem kennir heyrnarlausum nemend- um í 10. bekk Hlíðaskóla, segir að heyrnarlausir eigi einna erfiðast með fallbeygingar og hljóðbreytingar á orðum. Hann segir að vissulega væri hægt að vera með eyðufyllingar í staf- setningu þar sem reyndi þá á sjón nemendanna en ekki heyrnina eins og í upplestri. „Við höfum verið að velta fyrir okkur hvort það sé ekki hægt að gera meira í því að hanna prófin þann- ig að það reyni meira á sjónminni og sjónina hjá þessum nemendum. Þess- ar breytingar eru fyrstu skrefin en þetta á örugglega eftir að þróast þeg- ar fram í sækir, bæði frá hendi okkar og hendi Námsmatsstofnunar,“ segir Leifur. Framkvæmd samræmdra prófa í vor Komið til móts við þarfir heyrnarlausra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.