Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 13 ÚR VERINU Viðtöl við framliðið fólk GUÐMUNDUR KRI STINSSON Æ Ð R I H EIM A Framliðnir segja frá andláti sínu og lífinu fyrir handan TIL ÆÐRI HEIMA Hér eru frásagnir 26 fram- liðinna af fyrstu lífsreynslu fyrir handan og ítarleg frásögn einkasonar, sem fórst í bílslysi í marz 2002. Runólfur, stjórnandi Hafsteins, segir sögu sína. Sýnir Bjargar við dánarbeð og gerð er grein fyrir hug- myndum þjóðkirkjunnar um dauðann og annað líf og áhrifum spíritismans á trúarskoðanir þjóðarinnar. Árnesútgáfan Sími 482 1567 af öllum flíspeysum til jóla. 20%afsláttur J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s VERÐLAGSSTOFA skiptaverðs á Akureyri hefur fengið það verkefni að fara ítarlega yfir samkeppnis- hæfni Íslendinga í sjávarútvegi en markiðið er að menn geti betur gert sér grein fyrir hver staða okkar er í samanburði við önnur lönd. „Það er von mín að verkefnið geti varpað ljósi á þau atriði sem mestu máli skipta til þess að sjávarútvegur fái ekki aðeins staðist samkeppni heldur hvað gera má til að greinin öðlist frekara samkeppnisforskot. Þá þarf einnig að sýna hvernig sam- keppni sjávarútvegsins birtist gagn- vart öðrum greinum matvæla- og fóðuriðnaðarins,“ sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sem kynnti verkefni á Akureyri í gær. Stýrihópur hefur verið skip- aður vegna þessa verkefnis en í hon- um sitja þeir Valtýr Þ. Hreiðarsson, fulltrúi Verðlagsstofu skiptaverðs, Eyjólfur Guðmundsson, fulltrúi Há- skólans á Akureyri, og Vilhjálmur Egilsson, fulltrúi sjávarútvegsráðu- neytisins, en verkefnisstjóri er Ottó Biering Ottósson, starfsmaður Verðlagsstofu skiptaverðs. Vonast er til að verkefninu ljúki á næsta ári. Árni sagði verkefnið í fyrstu snú- ast um að ná utan um aðferðafræð- ina og ákveða hvaða mælikvarðar verði lagðir til grundvallar en um væri að ræða flókið mál. Stefnan væri síðan sú að í framtíðinni yrði hægt að gera mat á samkeppnis- hæfni sem grundvallaðist á þessum tilteknu mælikvörðum „og fundin verður út eins konar samkeppnis- vísitala fyrir sjávarútveginn í hinum ýmsu löndum og hún gefin út með reglulegu millibili.“ Ráðherra gat þess að annað verk- efni, þessu tengt væri að gera úttekt á starfsumhverfi sjávarútvegsins og skoða hvort hægt er að minnka álögur, einfalda og samhæfa ýmsa þjónustu og eftirlit sem ríkið innir af hendi í þeim tilgangi að lækka rekstrarkostnað og gera kerfið skil- virkara. Bæði verkefnin kvað Árni vera í takt við þær breytingar sem átt hefðu sér stað í ráðuneytinu und- anfarin ár, „því hefur verið breytt úr nokkurs konar kvóta- eða fiski- ráðuneyti yfir í það að vera ráðu- neyti sjávarútvegsmála í víðum skilningi.“ Ítarlega farið yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs Fundin verði út samkeppnisvísitala Morgunblaðið/Kristján Gestum var boðið upp á fisk á hádegisverðarfundi sjávarútvegsráðherra. ELFAR Aðalsteinsson, starfandi stjórnarformaður Eskju hf. á Eski- firði, hefur selt allt hlutafé sitt í fé- laginu. Hann segir brotthvarf sitt í góðri átt og hann muni nú snúa sér að öðrum verkefnum en hefur þó ekki sagt skilið við útgerð. Kristinn Aðalsteinsson og Þor- steinn Kristjánsson, stjórnarmenn og eigendur Eskju á Eskifirði, hafa gert samning um kaup á öllu hlutafé Elfars en hann átti þriðj- ungshlut í félaginu. Kristinn og Þorsteinn munu þannig ráða öllu hlutfé félagsins og í kjölfarið mun Elfar láta af stjórnarformennsku. Hluthafafundur verður haldinn á næstunni og ný stjórn skipuð. Eskja á Eskifirði gerir út þrjú fiskiskip og rekur bæði bolfisk- vinnslu og mjöl- og lýsisvinnslu í landi. Í tilkynningu frá Eskju kem- ur fram að eigendur fyrirtækisins telja að fjölmörg tækifæri felist í rekstrinum og framtíðarstaða fé- lagsins sé sterk. Þorsteinn Krist- jánsson segir að brott- hvarf Elfars sé í góðri sátt allra aðila og að hans eigin frumkvæði. Þorsteinn segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frekari breytingar á eign- arhaldi fyrirtækisins. Hann útilokar þó ekki að einhver hluti af þeim hlut sem keyptur var af Elfari verði seldur, enda um mikla fjárfestingu að ræða. Hann segir þó að kaupverð sé trún- aðarmál. Áfram í útgerð Elfar Aðalsteinsson segir að við- skilnaður sinn við Eskju sé í góðri sátt en hann muni nú snúa sér að nýjum verkefnum. Í tilkynningu frá Eskju segir að hann muni m.a. snúa sér að eigin út- gerð. „Ég hef stýrt Eskju síðastliðin fjögur ár og haft af því mikla ánægju enda hafa síðustu misseri verið tími uppbyggingar og reksturinn gengið vel. Því umbreyt- ingaferli sem fyrir- tækið hefur gengið í gegnum er í raun lok- ið og um leið mínu hlutverki sem stjórn- anda. Reksturinn tel ég að sé í góðum far- vegi og ég mun verða nýjum stjórnendum innan handar fyrst um sinn. Ég vil nýta tækifærið og þakka starfsfólki fyrirtækisins fyr- ir þess framlag og stuðning síðustu árin um leið og ég óska Eskju og eigendum þess velfarnaðar í fram- tíðinni,“ segir Elfar. Elfar hættir hjá Eskju Elfar Aðalsteinsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.