Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Ég held að það séóhætt að segja aðþetta sé ein sérstæð- asta barnabókin á mark- aðnum fyrir þessi jólin,“ segir Guðjón Sveinsson rit- höfundur og annar tveggja höfunda bókarinnar Njóla náttröll býður í afmæli. Guðjón er einn af okkar þekktustu og vinsælustu höfundum barna- og ung- lingabóka til margra ára og eftir hann liggur á 3. tug bóka fyrir börn á öllum aldri ef svo má segja. Ekki má samt misskilja orð Guðjóns hér að ofan á þann veg að hann telji sög- una öðrum fremri. Honum er eingöngu mikið í mun að halda á lofti minn- ingu Einars Árnasonar, sem mynd- skreytti söguna á mjög sérstæðan hátt og af einstöku listfengi.    Einar hefði orðið áttræður hinn30. nóvember sl., en hann lést fyrr á þessu ári. Einar var bóndi á Felli í Breiðdal en fæddur í Loðmundarfirði og bjó um nokk- urn tíma í Borgarfirði eystra en flutti í Fell í kringum 1960. Þar bjó hann þar til hann og kona hans létu af búskap fyrir 2–3 árum síð- an og fluttu til Breiðdalsvíkur,“ segir Guðjón. „Einar var mjög list- fengur og einstaklega laginn við að klippa út alls kyns myndir og hafði stundað það lengi þó bústörf- in hefðu ætíð forgang. Ég kynntist þessari listsköpun Einars í Felli á þann veg að kona mín kom eitt sinn heim með innrammaða klippi- mynd og spyr hvort ég viti hver hafi gert þessa mynd. Þá hafði ég aldrei heyrt af þessari myndlist hans. Ég fór svo að ræða þetta við hann og svo fór að við gerðum saman eina barnabók árið 1991, Leitina að Mórukollu. Fljótlega eftir það fórum við að hugsa um að gera aðra bók sem einnig væri á þjóðlegum nótum. Það varð úr að ég gerði sögu og Einar settist niður og klippti. Mér fannst vel til takast og fór með handritið í nokkur forlög og þeim leist vel á en þó fékk ég alltaf sama svarið; því miður hentar þetta ekki fyrir okkur. Þá varð úr að við Einar ákváðum að gefa bókina út sjálfir. Það var ekki síst fyrir hvatningu frá Pétri Behrens listmálara sem við réðumst í þetta.“    Sagan af Njólu Nátttrölli ersannarlega þjóðleg því þar segir af því er Njóla ákveður að bjóða landvættunum, álfum, hrein- dýrum og fleiri fulltrúum ís- lenskra þjóðsagna og náttúru til þúsund ára afmælis síns. Njóla fær vinkonu sína Hvítkló snæuglu til að fara um landið og flytja gestum afmælisboðið en Njóla sjálf heldur til mannabyggða til að ræna manneskju til aðstoðar við veislu- undirbúninginn. Guðjón segir að eftir að útgáfan var ákveðin hafi Guðjón Bragi Stefánsson haft umsjón með vinnslu bókarinnar og m.a. hafi hann lagt mikla áherslu á að brot bókarinnar væri nægilega stórt svo myndirnar fengju notið sín. „Einar vissi alveg hvernig bókin myndi líta út en honum auðnaðist samt ekki að sjá hana í endanlegri gerð.“ Guðjón segir að þegar hann hafi farið að forvitnast meira um klippimyndagerð Einars Árnason- ar hafi komið í ljós að Einar hafi stundað þetta frá barnæsku. „Það var meiriháttar galdur að horfa á hann klippa því að hann klippti allt fríhendis án þess að draga eitt einasta strik á pappírinn fyrst. Hann klippti oft myndir af hús- dýrum og byrjaði þá alltaf á aft- urfótunum. Og svo var hann að tala við mann á meðan um eitt og annað og klippti og klippti og skærin gengu upp og niður þar til allt í einu spratt hestur á harða- stökki útúr pappírnum eða hundur að spangóla útá hól. Þetta var al- veg ótrúlegt að sjá.“    Guðjón segir að lokum að það séengan veginn réttmætt að lýsa bókinni þannig að hann sé höfundur og Einar hafi mynd- skreytt. „Þetta er bara bókin okk- ar Einars og hann á eiginlega vel bróðurpartinn af henni. Þannig er henni best lýst.“ Klippimyndir og rammíslensk saga ’… og skærin genguupp og niður þar til allt í einu spratt hestur á harðastökki útúr papp- írnum …‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Einar Árnason Guðjón Sveinsson FÉLAG íslenskra gullsmiða fagnar 80 ára afmæli sínu um þessar mundir og hefur af því tilefni verið sett upp sýning á verkum um 35 gullsmiða í Gerðarsafni í Kópavogi. Fjölda áhugaverðra muna er að finna á sýningunni og er ánægjulegt að sjá úr hve ólíkum áttum íslenskir gullsmiðir og skartgripahönnuðir leita fanga. Þannig gengur hin gam- algróna vinna víravirkisins í end- urnýjun lífdaga í meðförum gull- smiða á borð við Dóru G. Jónsdóttur og Helgu Óskar Einarsdóttur, á með- an að náttúrulegri lögun perlna er leyft að njóta sín í verkum Láru Magnúsdóttur og silfrið fær á sig allt að því frostkennda áferð í ævintýra- legum hring Kjartans Arnar Kjart- anssonar. Demantar, gimsteinar og aðrir eð- alsteinar, sumir hverjir allvoldugir, setja þá víða mark sitt á gripina og er gaman að sjá hve hlutur þessara steina virðist hafa vaxið í íslenskri skartgripahönnun undanfarin ár. Silfur og rósakvarts armband Jó- hönnu G. Jónsdóttur er gott dæmi um þetta og skyggir nútímalega arm- bandshönnun Jóhönnu til að mynda í engu á ljósbrot steinsins sem arm- bandið prýðir. Ástralski ópalinn nýt- ur sín þá ekki síður í gjörólíkri hringahönnun Höllu Bogadóttur. Loðfeldurinn virðist þá einnig vera að ryðja sér til rúms líkt og m.a. má sjá dæmi um í hönnun Sigríðar A. Sigurðardóttur, sem sýndi svarta sel- skinnstösku skreytta hnúðóttum gullhnöppum í anda verka hennar og ekki er munúðarfullt minkaskinns- hálsmen Dýrfinnu Torfadóttur síðra dæmi. Gróf og ójöfn áferð þar sem inn- blásturinn var sóttur í hraun og hrjóstruga íslenska náttúru var lengi vel áberandi í hönnun íslenskra gull- smiða. Sá tími virðist hins vegar lið- inn ef marka má munina sem afmæl- issýningin geymir. Náttúran setur vissulega enn sinn svip á munina, en svo virðist sem hún sé nú öllu fín- legri, mótaðri og agaðri en áður. Gefa fínlegar drekaflugur þeirra Ásu Gunnlaugsdóttur og Guðbjargar Kr. Ingvarsdóttur þessa þróun vel til kynna ekki síður en fjölbreytt og oft á tíðum framandleg efnisnotkun við gerð annarra gripa. Hönnuðir sýningarinnar, þau Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadótt- ir, eiga hrós skilið fyrir frumlega uppsetningu. Enda veita dekkuð langborð hlaðin dýrgripunum undir íburðarmiklum kristalsljósakrónum kærkomna hvíld frá öllu hefðbundn- ara sýningarformi skartgripa. Afmælissýning Félags íslenskra gullsmiða er hins vegar ekki eina sýningin sem Gerðarsafn geymir þessa dagana og er vel þess virði fyr- ir gesti að virða einnig fyrir sér einkar skemmtilega búninga þýska búningahönnuðarins Barbara Brok- ate fyrir útfærslu á óperu Richard Strauss, Salóme, sem nær á áhuga- verðan hátt að sameina það fram- andlega og hið forna. Að sama skapi má vel virða fyrir sér sýningu á verk- um úr einkasafni þeirra Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur þar sem sjaldséð verk meistara á borð við Kjarval, Ásgrím Jónsson, Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson og Mugg eru vel þegin til- breytingu frá kunnuglegri verkum þessara gömlu meistara. Glóandi gull og glitrandi steinar MYNDLIST Gerðarsafn Safnið er opið alla daga nema mánudag frá kl. 11–17. Sýningunni lýkur 19. des- ember. Ný íslensk gullsmíði Morgunblaðið/Jim Smart Altarissett Stefáns B. Stefánssonar. Anna Sigríður Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 342. tölublað (15.12.2004)
https://timarit.is/issue/258913

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

342. tölublað (15.12.2004)

Aðgerðir: