Morgunblaðið - 15.12.2004, Page 35

Morgunblaðið - 15.12.2004, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 35 MINNINGAR ✝ Jóna Oddný Guð-mundsdóttir fæddist á Bæ í Hrúta- firði hinn 12. febrúar árið 1915. Hún lést í Seljahlíð 26. nóvem- ber síðastliðinn á ní- tugasta aldursári. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur G. Bárðarson jarðfræðingur frá Kollafjarðarnesi og Bæ og Helga Finns- dóttir frá Kjörseyri. Var hún yngst af fjór- um börnum þeirra hjóna, sem öll eru nú látin. Ólst Jóna upp með foreldrum sínum í Bæ meðan þau bjuggu þar og um hríð með frændfólki sínu þar í sveit þar til hún fór til þeirra til Akur- eyrar þar sem faðir hennar hafði þá tekið til við kennslustörf árið 1922. Í Hrútafirði og á Akureyri hlaut hún hefðbundna barna- fræðslu þess tíma en fluttist árið 1926 til Reykjavíkur með fjölskyld- unni og áttu þau þá heima í Laug- arnesi. Ung að aldri stundaði Jóna nám í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi. Eftir að faðir hennar lést árið 1933 hélt hún svo heimili með móð- ur sinni í Reykjavík. Lærði hún á þeim árum skermasaum og starf- aði við þá iðn. Góðar minningar átti Jóna um æskuheimili sitt. Þar var gest- kvæmt af ungu fólki og glaðvært yfir- bragð og mikið sung- ið og lærði Jóna nokkuð til þess að leika undir söng á gítar. Á unga aldri tók hún einnig þátt í félagslífi ungs fólks. Stundaði hún útivist svo sem fjallgöngur, ferðir um landið og útilegur. Hinn 17. júní árið 1945 giftist Jóna Ólafi Gissurarsyni frá Byggðarhorni og stofnuðu þau heimili sitt í Reykja- vík þar sem þau áttu heima æ síðan og lengst af í Eskihlíð. Þau hjónin eignuðust tvö börn sem eru Guð- mundur hagfræðingur og Jóhanna ljósmyndari og eru barnabörnin fimm og barnabarnabörnin fjögur. Meðan börnin voru ung helgaði Jóna sig fyrst og fremst heimilis- haldinu en stundaði einnig köku- bakstur til sölu og nokkuð fékkst hún við að framleiða föndurvöru í félagsskap við vinkonur sínar. Eft- ir að börnin uxu úr grasi starfaði hún um árabil við ræstingar hjá Mjólkursamsölunni þar sem maður hennar starfaði lengi. Þegar Ólaf- ur lést árið 1999 var heilsu Jónu nokkuð farið að hraka og dvaldi hún síðustu árin á Seljahlíð. Útför Jónu fór fram í kyrrþey. Nú þegar hún Jóna móðursystir mín hefur kvatt og er laus út fjötrum ellinnar, minnist ég einstakrar gest- risni hennar og margra góðra stunda á hennar fallega heimili. Þar sem á þessum árstíma blómstruðu jólakakt- usar í kapp við bökunarilminn úr eld- húsinu, sterkjustrokna líndúka og gljáfægðan koparinn. Já, móðursyst- ur minni var sannarlega margt til lista lagt og kunni vel til verka, enda af þeirri kynslóð kvenna er gengu í hússtjórnarskóla og lögðu metnað sinn í að búa vel að fjölskyldu sinni og heimili. Í mínum huga voru þó helstu kostir Jónu þeir, hversu hreinskiptin hún var og tilgerðarlaus og reyndist fólki sínu vel, fjölskyldu og vinum. Hugðarefni Jónu voru mörg, hún var sannur náttúruunnandi, hafði yndi af ferðalögum, söng og mann- fagnaði í góðra vina hópi. Eins tók hún skemmtilegar ljósmyndir, eign- aðist sína fyrstu myndavél 15 ára gömul og var fyrir örfáum árum sér- stök sýning á hluta þeirra henni til heiðurs í félagsmiðstöðinni í Hæðar- garði hér í bæ. Einnig gleymast mér seint þær einstaklega fallegu prjónaflíkur, sem Jóna gerði á börnin sín og ég sem barn blygðaðist mín fyrir að öfunda þau af, þegar hún kom með fjölskyld- una í heimsókn á bernskuslóðir sínar í Hrútafirðinum, þar sem foreldrar mínir bjuggu og ömmusysturnar þrjár, sem bæði voru fyrstu kennarar Jónu og síðar mínir. Á milli okkar voru 30 ár, en við áttum það sameig- inlegt að hafa, litlar stúlkur, kynnst undrum náttúrunnar við sama bæj- arlæk, fjörur og engi. Lært að lesa við birtuna frá olíulampa og á vetrardög- um, með heitum andardrætti, gert gægjugöt á frostrósir í glugga suð- urstofunnar í Bæ. Þó tvímælalaust hafi kynslóð móð- ursystur minnar lifað mestu þjóð- félagsbreytingu sem orðið hefur í sögu þjóðarinnar, eru í allri ljósa- dýrðinni og tækniundrunum grunn- þarfir manna óbreyttar. Um þetta var mín kæra móðursystir meðvituð og nutum við er hana þekktum trygg- lyndis hennar og hlýju um langan veg. Blessuð sé hennar minning. Lena. Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefir fundið stað ástarsælan, því ástin hans allstaðar fyllir þarfir manns. (Jónas Hallgr.) Þegar ég hugsa til hennar Jónu koma mér fyrst í hug blómin. Blómin í glugganum sem hún hugsaði um af natni og væntumþykju. Blómin í garðinum, fjólur og eyrarrósir sem hún fylgdist með skjóta upp kollinum á vorin, blómgast að sumri og fölna síðan að hausti. Söm er leið okkar mannanna og Jóna ræktaði líka manneskjurnar sem hún mætti á göngu sinni, hvort sem það voru börn eða fullorðnir. Alltaf var hús hennar opið fyrir þeim sem minna máttu sín, alltaf var hún tilbúin að gefa af sínu, veita öryggi og skjól þegar vindar heimsins blésu kalt. Við mannfólkið förum ólíkar leiðir á okkar vegferð, sumum lætur að spegla sig í athygli heimsins, aðrir ganga sinn veg í hljóði. Hver skilar meira að lokum er ekki mitt að dæma en eitt er víst að línurnar úr ljóði Hall- dórs Laxness segja meira en mörg orð og þær línur vil ég tileinka þér, kæra Jóna. …því hvað er auður og afl og hús, ef eingin jurt vex í þinni krús? Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Kolbrún Vigfúsdóttir. JÓNA ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR að gera í bílskúrnum og þegar við komum í heimsókn til ykkar ömmu varst þú oft og iðulega ekki inni í hús- inu en þá vissum við hvar átti að leita og þar fundum við þig, í bílskúrnum að gera við bílinn eða þrífa hann eða dytta eitthvað að honum. Utanlandsferðirnar fórum við margar saman, ég sem unglingur fyrst, þá var það Costa del Sol, þar er eitt minningabrot ofarlega hjá mér. Þú, elsku Bjössi afi, hlaupandi á sundlaugarbakkanum að stinga þér til sunds, önnur höndin fram yfir haus eins og gert þegar maður sting- ur sér, en hin höndin hélt um sund- skýluna að aftanverðu og ég veltist um af hlátri. Þú sagðist nú ekki ætla að missa niður um þig buxurnar. Eftir að ég varð fullorðin, komin með Mána og dæturnar, þá hittum við fjölskyldan ykkur ömmu nokkr- um sinnum uppi við Reynisvatn að veiða og við komum okkur fyrir á góðum stað við vatnið öll saman og veiddum langt fram á kvöld og það var indælt af því að þar sá ég hvað þið amma höfðuð gaman af veiðinni. Síðastliðin 16 ár hefur þú orðið veikari og veikari af Parkison-sjúk- dómnum og fyrir liðlega þremur ár- um varst þú orðinn svo veikur að þú gast ekki lengur verið heima hjá ömmu heldur lást á Landspítalanum í Fossvogi í nærri því ár. Á þessum tíma þurfti Hrefna Anna dóttir mín að leggjast inn á sama spítala og var á stofu á næstu hæð fyrir ofan þig og eins fljótt og ég gat þá kíkti ég til þín og sagði þér eins og væri að Hrefna Anna væri á sama spítala. Ég bleytti þvottastykki og hélt við enni þitt eins og þér þótti svo gott, svo þegar ég var að kveðja þig þá sagðir þú: „Kemur þú ekki aftur?“ Þá sá ég að þú skildir oft miklu meira en maður hélt, af því þú áttir svo erfitt með mál síðustu ár- in. Sem betur fer komst Bjössi afi inn á heimilið Sóltún og dvaldi þar síð- ustu tvö árin, þar sem allt var gert til að honum liði sem best. Elsku Bjössi afi, með þessum fá- tæklegu orðum kveð ég þig. Þeir eru margir úr okkar hópi sem taka á móti þér þarna uppi en sérstaklega verður það ungur maður sem bíður eftir þér og það er léttir fyrir okkur að vita af ykkur saman á ný. Elsku Anna amma, megi Guð vaka yfir þér og styrkja á þessum erfiða tíma. Svanhvít Stella Ólafsdóttir. Það er margs að minnast þegar ég skrifa minningarorð um hann afa minn Björn Andersen. Hugurinn leit- ar til bernskunnar, þegar maður lék sér í garðinum hjá afa og ömmu. Í Simcuhræi sem afi notaði í varahluti fyrir bláu Simcuna sína fór maður ófáa bíltúrana í huganum. Ingi Þór frændi varð nú svo þjálfaður að hann keyrði bláu Simcuna út Efstasundið, afi náði að stoppa hann á hlaupum. Þegar litið er til baka finnst mér vænt um allar utanlandsferðirnar sem maður fór með afa og ömmu. Skíðaferðir til Austurríkis og Frakk- lands lifa í minningunni og ferðin til Þýskalands 1994 þegar mamma varð fimmtug. En sú ferð sem lifir best í kollinum á mér, var farin 1984. Þá var farið í ökuferð um Evrópu í hálf- an mánuð. Afi var þá rúmlega sex- tugur og að keyra bílaleigubíl erlend- is í fyrsta sinn og vílaði það ekki fyrir sér. Þessi ferð varð mér alveg ógleym- anleg, ég veit ekki hversu oft við héldum að við værum búin að týna afa og ömmu fyrir fullt og allt í um- ferðaröngþveiti. En alltaf birtist hvíti Golfinn fyrir aftan okkur með afa skælbrosandi við stýrið. Það er oft sagt að það sé hægt að meta mannkosti manna eftir því hvernig þeir eru við börn. Afi fékk fyrstu einkunn á því prófi, því barn- góður var hann með eindæmum. Ég mun alla tíð muna svipinn á honum afa þegar hann fékk í fangið nýfædda dóttur mína fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að vera orðinn mjög veik- ur þá lýstist andlitið upp á honum eins og tungl í fyllingu. Þannig var hann afi alltaf vinur okkar krakk- anna. Hvíl í friði, elsku afi, ég gleymi þér aldrei. Björn Arnar Ólafsson. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, fósturföður, sonar og bróður, STEFÁNS REYNIS ÁSGEIRSSONAR. Sérstakar þakkir færum við Flugbjörgunar- sveitunum á Hellu og Hvolsvelli. Guð blessi ykkur öll. Hildur Símonardóttir. Ásgeir Heiðar Stefánsson, Anna Dóra Ólafsdóttir, Guðjón Stefánsson, Sunna Líf Stefánsdóttir, Davíð Þór Dagbjartsson, Ásgeir Einarsson, Steingerður Halldórsdóttir, Fjóla Ragnarsdóttir, Haraldur Ásgeirsson Bryndís Elsa Ásgeirsdóttir, Konráð Jónsson, Ragnheiður Dóra Ásgeirsdóttir, Gunnbjörn Steinarsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, afa, sonar, bróður og mágs, JÓNS SIGBJÖRNSSONAR frá Hlöðum, Fellabæ. Hilmir Freyr Jónsson, Guðjón Ívar Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Sara Dögg Hilmisdóttir, Kristín Jónsdóttir, Sigbjörn Brynjólfsson, Sjöfn Sigbjörnsdóttir, Ólafur Steinþórsson, Brynjólfur Sigbjörnsson, Þórunn Ósk Sigbjörnsdóttir, Gestur Guðjónsson, Bjarnveig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir, Arnar Sigbjörnsson, Sigríður S. Guðþórsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, KRISTMANNS JÓNSSONAR, Strandgötu 21a, Eskifirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofn- unar Austurlands, Seyðisfirði, fyrir hlýhug og góða umönnun, svo og til starfsfólks Hulduhlíðar, Eskifirði. Arnheiður Klausen, Sólveig Kristmannsdóttir, Árni Þ. Helgason, Alrún Kristmannsdóttir, Gísli Benediktsson, Herdís Kristmannsdóttir, Páll S. Grétarsson, Guðrún Kristmannsdóttir, Gungör Tamzok, Kristmann Kristmannsson, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Þorgeir Heiðar Kristmannsson, Drífa Jóna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og stuðning við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengdadóttur, systur og mágkonu, GUÐLAUGAR SVEINSDÓTTUR, Urriðakvísl 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá Jakob Jóhannsson læknir og starfsfólk á deild 11-A og 11-E á Landspítalanum og Heimahlynning Krabbameinsfélagsins fyrir einstaka umönnun í veikindum hennar. Benedikt Hauksson, Sveinn Viðarsson, Haukur Benediktsson, María Bryndís Benediktsdóttir, Herdís Sigurðardóttir, Haukur Benediktsson, Jóhann Sveinsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Rolf Hansson, Finnur Sveinsson, Þórdís Hrafnkelsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ERLENDUR STEFÁNSSON múrari, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 13. desember. Kristín Jóhannsdóttir, Jóhann Sævar Erlendsson, Þuríður E. Baldursdóttir, Anna Rósa Erlendsdóttir, Guðni Ágústsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.