Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það hefði einhvern tímann talist til tíðinda að það hafi kostað hatrömm átök að koma
skattalækkunum í gegnum þingið.
Talsvert hefur boriðá eldsvoðum þaðsem af er desem-
bermánuði og í einum
þeirra varð mannskaði
þegar ungur maður lést í
eldsvoða á Sauðárkróki
fyrr í mánuðinum, auk
hans slasaðist þrennt. Til
viðbótar hefur kviknað í á
þrem stöðum með stuttu
millibili. Aðfaranótt sl.
laugardags stórskemmdist
verslun Nóatúns við
Hringbraut í Reykjavík
þegar kviknaði út frá raf-
magnstæki. Allar vörur
eyðilögðust og miklar
skemmdir urðu á húsnæði
og innréttingum verslun-
arinnar.
Um tveimur sólarhringum síð-
ar, eða aðfaranótt mánudags,
blossaði upp eldur í Vélsmiðju Sig-
urðar Jónssonar í Garðbæ og olli
hann töluverðu tjóni. Mesta mildi
þykir að tveir starfsmenn vél-
smiðjunnar, sem voru þar að störf-
um, sluppu heilir á húfi.
Í fyrrakvöld kom svo eldur upp í
steikingarpotti á veitingastaðnum
Kebab-húsinu í Lækjargötu í
Reykjavík. Betur fór en á horfðist í
fyrstu og gekk greiðlega að
slökkva eldinn. Elsti hluti hússins
er byggður úr timbri og yfir 150
ára gamall og er mikill eldsmatur í
þeim hluta.
Eldsvoðar sveiflukenndir
Til allrar hamingju hefur ekki
mikið borið á alvarlegum brunum í
íbúðarhúsum í desember út frá
kertum eða rafmagni, ef frá er tal-
inn bruninn á Sauðárkróki en elds-
upptök þar eru enn ókunn. Að
sögn Jóns Viðars Matthíassonar,
aðstoðarslökkviliðsstjóra Slökkvi-
liðs höfuðborgarsvæðisins, er tíðni
og þróun elda fremur sveiflu-
kennd. Aðspurður segir hann það
rétt að svo virðist sem eldsvoðar
komi í eins konar gusum, líkt og
ofangreindir eldsvoðar hafa gert.
Oft ber lítið á eldsvoðum á löngum
köflum en svo kemur kafli þar sem
margir eldsvoðar verða, hver á
fætur öðrum. Jón Viðar segir þetta
hvorki hafa verið skoðað sérstak-
lega né fjallað um þetta á fræði-
lega hátt. Þetta sé þó þannig í
minningunni að oft sé lítið um að
vera lengi en svo komi gusa þar
sem hver eldsvoðinn kemur af öðr-
um.
Unnið að forvörnum
Brunavarnir og forvarnastarf er
í sérstökum brennidepli nú í des-
ember hjá slökkviliðinu. Má nefna
sem dæmi að Landssamband
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna (LSS) fór í alla grunnskóla
á landinu á sérstakri eldvarnar-
viku og sýndi börnunum hvernig
þau eigi að bregðast við ef eldur
blossar upp. Auk þess lét LSS út-
búa sérstakt forvarnarblað, sem
var m.a. dreift með Morgun-
blaðinu, og er aðgengilegt á öllum
bensínstöðvum.
Jón Viðar segir slökkviliðið
leggja sérstaka áherslu á það nú í
desember að fólk fari varlega með
kertaskreytingar sem er að finna
víða bæði í heimahúsum og í versl-
unum. Hann segir það einna
hættulegast núna þegar bæði
hraðinn og stressið sé sem mest að
fólk gleymi t.d. að slökkva á kert-
um í öllum asanum. „Þetta eru í
raun og veru þessi sorglegu brun-
ar,“ segir Jón Viðar og bætir við að
svo hæglega megi koma í veg fyrir
þá og um leið þá sorg sem fylgi því
að fólk missi allt sitt í slíkum brun-
um. Það er því mikilvægt að fólk
bæði fylgist með logandi kertum
og sjái til þess að kertin séu í sér-
stökum kertaslökkvurum og að
skreytingarnar hafi verið úðaðar
með efnum sem dragi úr eldhættu.
Þennan búnað og þessi efni er auð-
velt að nálgast í ýmsum verslunum
og þau eru í fæstum tilfellum dýr.
Jón Viðar bendir á að Brunavarða-
félag LSS sé með reykskynjara-
sölu í Kringlunni fyrir jólin og
minnir þar með á mikilvægi tæk-
isins.
Unnið að gerð miðlægs
gagnagrunns um útköll
Að sögn Björns Karlssonar,
brunamálastjóra hjá Brunamála-
stofnun, hefur verið unnið í því að
búa til miðlægan útkallsskýrslu-
gagnagrunn hjá Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins að sænskri fyrir-
mynd. Gagnagrunnurinn sjálfur er
kominn gagnið en verið er að
þjálfa slökkviliðsmenn að fylla inn
í hann nákvæmar upplýsingar
tengdar útköllum, s.s. tímasetn-
ingar, staðsetningar o.fl. Björn
býst við að gagnagrunnurinn verði
svo tekinn í notkun á landsvísu eft-
ir 1–2 ár. Mun hann koma til með
að nýtast vel við úrvinnslu ýmissa
tölfræðilegra upplýsinga.
Flest útköll síðla dags
Samkvæmt upplýsingum frá
brunamálastjóra um fjölda útkalla
í eld í Reykjavík á árunum 1999–
2001 kemur í ljós að flest útköllin á
árinu verða allajafna í desember
og janúar. Þetta er þó eins og áður
var minnst á sveiflukennt. Sem
dæmi voru rétt um 100 útköll í jan-
úar 2000 en þau voru rúmlega 180
ári síðar. Sé litið til hvenær sólar-
hringsins útköllin berast þá kemur
í ljós að flest útkallanna bárust
síðla dags, þ.e. á bilinu 15–24.
Fréttaskýring | Þrír eldsvoðar á höfuð-
borgarsvæðinu með stuttu millibili
Eldsvoðar
koma í bylgjum
Slökkviliðið leggur áherslu á að fólk
gleymi sér ekki í jólaösinni
Hvers konar brunavarnir eru nú í brennidepli.
Reykskynjarinn eitt mikil-
vægasta forvarnartækið
Að sögn Jóns Viðars Matthías-
sonar aðstoðarslökkviliðsstjóra
er fólk farið að verða meðvit-
aðara um að beita slökkvitækjum
og eldvarnarteppum þegar eldur
kemur upp á heimilum eða
vinnustöðum. Hann bendir þó á
að reykskynjarinn sé eitt mik-
ilvægasta forvarnartækið, en sé
hann rétt notaður getur hann
skipt sköpum og komið í veg fyr-
ir hörmuleg slys. Jón Viðar
minnir á að nauðsynlegt sé að
skipta um rafhlöður árlega.
jonpetur@mbl.is