Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 47 FRÉTTIR Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F.181853238 I.O.O.F. 7  1853237½  MA I.O.O.F. 9  1853238½ Fimmtud. 24. mars kl. 11.00 Samkirkjuleg útvarpsguðsþjón- usta. Miriam Óskarsdóttir stjórn- ar. Friðrik Hilmarsson talar. Kl. 20.00 Getsemanesamkoma með brauðsbrotningu. Allir velkomnir. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Rebirth, mót fyrir ungt fólk dagana 23. og 26. mars. Opnunarsamkoma kl. 20:00. Allir velkomnir. Nánar auglýst á www.vegurinn.is Félagslíf Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fífurimi 8, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Ásgrímur Ari Jósefsson og Braghildur Sif Matthíasdóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, fimmtudaginn 31. mars 2005 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 22. mars 2005. Uppboð Valsárskóli, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri Valsárskóli er fámennur skóli með samkennslu árganga. Í skólanum verða um 70 nemendur næsta skólaár. Laus störf við Valsárskóla skólaárið 2005 – 2006:  Heimilisfræði í 1.—8. bekk, 12 kennslustundir.  Tónmenntakennsla í 1.—8. bekk, 7 kennslu- stundir. Laun samkvæmt kjarasamningi Kennarasam- bands Íslands og Launanefnd sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 19. apríl nk. Upplýsingar veitir Hólmfríður Sigurðardóttir, skólastjóri, í síma 462 3105, hs. 462 6822 og 891 7956. valsar@ismennt.is www.valsarskoli.is Raðauglýsingar 569 1111 UM PÁSKANA verður haldin keppni í veiði í gegnum ís í Fells- endavatni við Hrauneyjar. Fells- endavatn er rétt innan við Hraun- eyjar og er vatnið þekkt fyrir væna fiska. Algengasta stærðin er 4–5 pund en inni á milli eru risaboltar. Keppni þessi, sem er öllum opin og tilvalin fjölskylduskemmtun, stend- ur alla páskana. Verð á hverja stöng er 2.900 kr. og gildir leyfið alla helgina, frítt er fyrir 12 ára og yngri. Tilvalið er að gista í Hálend- ismiðstöðinni Hrauneyjum sem verður með sérstakt páskatilboð í tilefni mótsins. Verðlaun verða veitt í tveim flokkum, þeim einstakling (eða hóp) sem veiðir flestu fiskana og þeim sem veiðir stærsta fiskinn. 1. verðlaun eru gisting með morg- unverði fyrir tvo í hótelsvítu á nýju hóteli, Hótel Háland, Hrauneyjum, ásamt veiðileyfi fyrir tvo í Köldu- kvísl. 2. verðlaun eru veiðileyfi fyr- ir tvo í Köldukvísl. 3. verðlaun eru miðar fyrir tvo á Draugasetrið Stokkseyri. Verðlaun fyrir stærsta fiskinn eru veiðileyfi fyrir tvo í Köldukvísl. Ísinn á vatninu er traustur (um 1 m á þykkt) og hent- ar vatnið vel til ísveiði. Þátttak- endur þurfa að hafa með sér allan veiðibúnað, beitu, ísbor og annað sem tilheyrir. Veiðst hefur vel á makríl og síld í Fellsendavatni. Veiðileyfi eru seld í Hálendis- miðstöðinni Hrauneyjum sem veitir allar nánari upplýsingar. Veitt í gegnum ís í Fellsendavatni Hiti mestur um 80 fyrir Krist Í frétt í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, um rannsókn dr. William Patterson jarðfræðings við háskólann í Saskatchewan í Kanada, féll niður stuttur kafli sem vísað var til í undirfyr- irsögn. Í rannsókninni, sem lýtur að tengslum milli atburða sem greint er frá í Íslendingasögunum og breytinga á veð- urfari, kemur m.a. fram að hiti á Íslandi reyndist hafa verið mestur um 80 fyrir Krist, á landnámsöld og síðan á áratugnum 1740–1750. Féll þessi setning niður. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT HIN árlega Dymbilvikusýning hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi fer fram í kvöld, miðvikudaginn 23. mars, kl. 20.30 í reiðhöll Gusts við Álalind. Þar koma fram kynbótahross víðsvegar af landinu, hryssur, stóðhestar og hópar frá ræktunarbúum og tamningastöðvum. Einnig munu hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum mæta með ræktunarhópa og verður glæsilegasti hópurinn valinn á sýningunni. Miðasalan fer fram í reiðhöll Gusts á milli kl. 12 og 14 á miðvikudag, húsið verður svo opn- að kl. 19 og verða miðar einnig seldir við innganginn. Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna og 700 fyrir börn. Veitingasala er á efri hæðinni og býðst gestum að spjalla við ræktendur og sýnendur að sýningu lok- inni. Dymbilvikusýning Gusts í kvöld FYRIR skömmu var útgáfu- málum Frjálshyggjufélagsins breytt á þann veg að fréttabréf félagsins hóf útgáfu á vefrænu formi. Opnuð var vefsíða undir heitinu Ósýnilega höndin og hefur hún átt miklum vinsæld- um að fagna. Á hana eru skrif- aðir pistlar daglega og oft margir á dag. Slóðin er http://blogg.frjals- hyggja.is. Útgáfa á vef- rænu formi UNGIR jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem þeir skora annars vegar á ís- lenska lækna og samtök þeirra að veita almenningi allar upplýsingar um þær boðsferðir sem farnar eru á kostnað lyfjafyrirtækja og hins veg- ar skora þeir á framsóknarmenn að nota tækifærið á flokksþinginu núna um helgina til að spyrja Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra hvað hann hyggist gera til að auka gegnsæi gagnvart þessum boðsferð- um. Í ályktun Ungra jafnaðarmanna lýsa þeir furðu yfir þeim viðbrögð- um Læknafélags íslands, að leita lögfræðiálits í kjölfar fyrirspurnar Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns um fjölda boðsferða sem farnar eru á kostnað lyfjafyr- irtækja. Segja þeir viðbrögð félags- ins hljóta að teljast nokkuð sér- kennileg. „Það er til þess fallið að vekja tortryggni að Læknafélagið skuli ákveða að letja félagsmenn sína til að veita landlæknisembætt- inu þær upplýsingar sem það biður um.“ Segjast Ungir jafnaðarmenn hafa undir höndum upplýsingar um að al- vanalegt sé að lyfjainnflytjandi sendi starfsmann sinn með í hóp- ferðir íslenskra lækna til útlanda. „Starfsmaðurinn er þá nokkurs kon- ar fararstjóri í ferðinni og sér hann um að greiða „allt“ fyrir læknana meðan á ferðinni stendur. Gisting á fimm stjörnu hótelum, kvöldverðir og vínföng á fínum veitingahúsum og önnur skemmtan sé þá jafnan greidd með fyrirtækjakorti lyfja- heildsalans,“ segir í tilkynningunni og tekið er fram að samkvæmt heimildum Ungra jafnaðarmanna geti kostnaðurinn við hverja slíka ferð hlaupið á milljónum króna. Ungir jafnaðarmenn segjast vona að allir geti verið sammála um nauð- syn þess að þessar upplýsingar séu dregnar fram í dagsljósið, enda, að þeirra mati, nauðsynlegt að taka af allan vafa um hvort fjármögnun einkafyrirtækja á þessum ferðum gangi gegn hagsmunum almennings um öfluga og hagkvæma heilbrigð- isþjónustu. Benda þeir á að í ýmsum nágranalöndum okkar séu stjórnn- völd byrjuð að taka hart á slíkri kynningarstarfsemi gagnvart lækn- um með lagasetningu og jafnvel ákærum. „Öllum má vera ljóst að hagsmunir lyfjafyrirtækja og hags- munir neytenda heilbrigðisþjónustu fara alls ekki alltaf saman. Það hlýt- ur því að koma til greina að heil- brigðisyfirvöld banni hreinlega þessa óljósu greiðasemi lyfjafyrir- tækja við íslenska lækna,“ segir í lok ályktunarinnar. Skora á lækna að veita upplýsingar um boðsferðir STJÓRN svæðisfélags Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri og nágrenni mótmælir þeim áformum um framtíðarþróun Landsvirkjunar sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur viðrað í kjölfar undirritunar vilja- yfirlýsingar um að ríkið leysi til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í ályktun frá fé- laginu. Segir félagið sameiningar- áform orkufyrirtækjanna stríða gegn hagsmunum almennings og „yrði sérstakt reiðarslag fyrir hinar dreifðu byggðir, sem nú þegar standa höllum fæti vegna byggðafj- andsamlegrar stefnu ríkisstjórnar- innar. VG er þeirrar skoðunar að fyrirtæki í framleiðslu, dreifingu og sölu á raforku til almennings eigi að vera í félagslegri eigu. Samkeppnismarkaður við vinnslu og sölu á raforku til almennings, sem stefnt er að með breyttu skipulagi raforkumála frá áramót- um s.l., verður sýndarveruleiki, ætlaður til að fela stórfellda eigna- upptöku og einkagróða á kostnað almennings bak við leiktjöld hinnar svokölluðu frjálsu samkeppni, sem aðeins verður í orði en ekki á borði. VG mun berjast af alefli gegn því aðsteðjandi óréttlæti að einkaað- ilum verði gert kleift að maka krókinn á þeirri grunnþörf sem hver maður í nútímaþjóðfélagi hef- ur fyrir rafmagn og hita,“ segir í ályktuninni. Stríðir gegn hags- munum almennings STJÓRN Heimdallar styður frum- varp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki. Kemur þetta fram í ályktun frá félaginu. „Kynferðisbrot gegn börnum hafa meðal annars þá sérstöðu að aðstöðumunur geranda og þolanda er mikill og rannsóknir hafa sýnt að þolandi áttar sig oft ekki á því að um brot er að ræða fyrr en löngu eftir að brotið var gegn hon- um,“ segir í ályktuninni. „Einnig má benda á að samkvæmt almenn- um hegningarlögum eru ýmis önn- ur alvarleg brot ekki háð fyrn- ingu.“ Stjórn Heimdallar hvetur því al- þingismenn til þess að breyta al- mennum hegningarlögum þannig að fyrningarfrestur falli niður þeg- ar um er að ræða kynferðisbrot gegn barni yngra en 14 ára, segir ennfremur í ályktuninni. Heimdallur styður frumvarp ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.