Morgunblaðið - 23.03.2005, Side 47

Morgunblaðið - 23.03.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 47 FRÉTTIR Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F.181853238 I.O.O.F. 7  1853237½  MA I.O.O.F. 9  1853238½ Fimmtud. 24. mars kl. 11.00 Samkirkjuleg útvarpsguðsþjón- usta. Miriam Óskarsdóttir stjórn- ar. Friðrik Hilmarsson talar. Kl. 20.00 Getsemanesamkoma með brauðsbrotningu. Allir velkomnir. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Rebirth, mót fyrir ungt fólk dagana 23. og 26. mars. Opnunarsamkoma kl. 20:00. Allir velkomnir. Nánar auglýst á www.vegurinn.is Félagslíf Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fífurimi 8, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Ásgrímur Ari Jósefsson og Braghildur Sif Matthíasdóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, fimmtudaginn 31. mars 2005 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 22. mars 2005. Uppboð Valsárskóli, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri Valsárskóli er fámennur skóli með samkennslu árganga. Í skólanum verða um 70 nemendur næsta skólaár. Laus störf við Valsárskóla skólaárið 2005 – 2006:  Heimilisfræði í 1.—8. bekk, 12 kennslustundir.  Tónmenntakennsla í 1.—8. bekk, 7 kennslu- stundir. Laun samkvæmt kjarasamningi Kennarasam- bands Íslands og Launanefnd sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 19. apríl nk. Upplýsingar veitir Hólmfríður Sigurðardóttir, skólastjóri, í síma 462 3105, hs. 462 6822 og 891 7956. valsar@ismennt.is www.valsarskoli.is Raðauglýsingar 569 1111 UM PÁSKANA verður haldin keppni í veiði í gegnum ís í Fells- endavatni við Hrauneyjar. Fells- endavatn er rétt innan við Hraun- eyjar og er vatnið þekkt fyrir væna fiska. Algengasta stærðin er 4–5 pund en inni á milli eru risaboltar. Keppni þessi, sem er öllum opin og tilvalin fjölskylduskemmtun, stend- ur alla páskana. Verð á hverja stöng er 2.900 kr. og gildir leyfið alla helgina, frítt er fyrir 12 ára og yngri. Tilvalið er að gista í Hálend- ismiðstöðinni Hrauneyjum sem verður með sérstakt páskatilboð í tilefni mótsins. Verðlaun verða veitt í tveim flokkum, þeim einstakling (eða hóp) sem veiðir flestu fiskana og þeim sem veiðir stærsta fiskinn. 1. verðlaun eru gisting með morg- unverði fyrir tvo í hótelsvítu á nýju hóteli, Hótel Háland, Hrauneyjum, ásamt veiðileyfi fyrir tvo í Köldu- kvísl. 2. verðlaun eru veiðileyfi fyr- ir tvo í Köldukvísl. 3. verðlaun eru miðar fyrir tvo á Draugasetrið Stokkseyri. Verðlaun fyrir stærsta fiskinn eru veiðileyfi fyrir tvo í Köldukvísl. Ísinn á vatninu er traustur (um 1 m á þykkt) og hent- ar vatnið vel til ísveiði. Þátttak- endur þurfa að hafa með sér allan veiðibúnað, beitu, ísbor og annað sem tilheyrir. Veiðst hefur vel á makríl og síld í Fellsendavatni. Veiðileyfi eru seld í Hálendis- miðstöðinni Hrauneyjum sem veitir allar nánari upplýsingar. Veitt í gegnum ís í Fellsendavatni Hiti mestur um 80 fyrir Krist Í frétt í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, um rannsókn dr. William Patterson jarðfræðings við háskólann í Saskatchewan í Kanada, féll niður stuttur kafli sem vísað var til í undirfyr- irsögn. Í rannsókninni, sem lýtur að tengslum milli atburða sem greint er frá í Íslendingasögunum og breytinga á veð- urfari, kemur m.a. fram að hiti á Íslandi reyndist hafa verið mestur um 80 fyrir Krist, á landnámsöld og síðan á áratugnum 1740–1750. Féll þessi setning niður. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT HIN árlega Dymbilvikusýning hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi fer fram í kvöld, miðvikudaginn 23. mars, kl. 20.30 í reiðhöll Gusts við Álalind. Þar koma fram kynbótahross víðsvegar af landinu, hryssur, stóðhestar og hópar frá ræktunarbúum og tamningastöðvum. Einnig munu hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum mæta með ræktunarhópa og verður glæsilegasti hópurinn valinn á sýningunni. Miðasalan fer fram í reiðhöll Gusts á milli kl. 12 og 14 á miðvikudag, húsið verður svo opn- að kl. 19 og verða miðar einnig seldir við innganginn. Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna og 700 fyrir börn. Veitingasala er á efri hæðinni og býðst gestum að spjalla við ræktendur og sýnendur að sýningu lok- inni. Dymbilvikusýning Gusts í kvöld FYRIR skömmu var útgáfu- málum Frjálshyggjufélagsins breytt á þann veg að fréttabréf félagsins hóf útgáfu á vefrænu formi. Opnuð var vefsíða undir heitinu Ósýnilega höndin og hefur hún átt miklum vinsæld- um að fagna. Á hana eru skrif- aðir pistlar daglega og oft margir á dag. Slóðin er http://blogg.frjals- hyggja.is. Útgáfa á vef- rænu formi UNGIR jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, sendu á dögunum frá sér tilkynningu þar sem þeir skora annars vegar á ís- lenska lækna og samtök þeirra að veita almenningi allar upplýsingar um þær boðsferðir sem farnar eru á kostnað lyfjafyrirtækja og hins veg- ar skora þeir á framsóknarmenn að nota tækifærið á flokksþinginu núna um helgina til að spyrja Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra hvað hann hyggist gera til að auka gegnsæi gagnvart þessum boðsferð- um. Í ályktun Ungra jafnaðarmanna lýsa þeir furðu yfir þeim viðbrögð- um Læknafélags íslands, að leita lögfræðiálits í kjölfar fyrirspurnar Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns um fjölda boðsferða sem farnar eru á kostnað lyfjafyr- irtækja. Segja þeir viðbrögð félags- ins hljóta að teljast nokkuð sér- kennileg. „Það er til þess fallið að vekja tortryggni að Læknafélagið skuli ákveða að letja félagsmenn sína til að veita landlæknisembætt- inu þær upplýsingar sem það biður um.“ Segjast Ungir jafnaðarmenn hafa undir höndum upplýsingar um að al- vanalegt sé að lyfjainnflytjandi sendi starfsmann sinn með í hóp- ferðir íslenskra lækna til útlanda. „Starfsmaðurinn er þá nokkurs kon- ar fararstjóri í ferðinni og sér hann um að greiða „allt“ fyrir læknana meðan á ferðinni stendur. Gisting á fimm stjörnu hótelum, kvöldverðir og vínföng á fínum veitingahúsum og önnur skemmtan sé þá jafnan greidd með fyrirtækjakorti lyfja- heildsalans,“ segir í tilkynningunni og tekið er fram að samkvæmt heimildum Ungra jafnaðarmanna geti kostnaðurinn við hverja slíka ferð hlaupið á milljónum króna. Ungir jafnaðarmenn segjast vona að allir geti verið sammála um nauð- syn þess að þessar upplýsingar séu dregnar fram í dagsljósið, enda, að þeirra mati, nauðsynlegt að taka af allan vafa um hvort fjármögnun einkafyrirtækja á þessum ferðum gangi gegn hagsmunum almennings um öfluga og hagkvæma heilbrigð- isþjónustu. Benda þeir á að í ýmsum nágranalöndum okkar séu stjórnn- völd byrjuð að taka hart á slíkri kynningarstarfsemi gagnvart lækn- um með lagasetningu og jafnvel ákærum. „Öllum má vera ljóst að hagsmunir lyfjafyrirtækja og hags- munir neytenda heilbrigðisþjónustu fara alls ekki alltaf saman. Það hlýt- ur því að koma til greina að heil- brigðisyfirvöld banni hreinlega þessa óljósu greiðasemi lyfjafyrir- tækja við íslenska lækna,“ segir í lok ályktunarinnar. Skora á lækna að veita upplýsingar um boðsferðir STJÓRN svæðisfélags Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri og nágrenni mótmælir þeim áformum um framtíðarþróun Landsvirkjunar sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur viðrað í kjölfar undirritunar vilja- yfirlýsingar um að ríkið leysi til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í ályktun frá fé- laginu. Segir félagið sameiningar- áform orkufyrirtækjanna stríða gegn hagsmunum almennings og „yrði sérstakt reiðarslag fyrir hinar dreifðu byggðir, sem nú þegar standa höllum fæti vegna byggðafj- andsamlegrar stefnu ríkisstjórnar- innar. VG er þeirrar skoðunar að fyrirtæki í framleiðslu, dreifingu og sölu á raforku til almennings eigi að vera í félagslegri eigu. Samkeppnismarkaður við vinnslu og sölu á raforku til almennings, sem stefnt er að með breyttu skipulagi raforkumála frá áramót- um s.l., verður sýndarveruleiki, ætlaður til að fela stórfellda eigna- upptöku og einkagróða á kostnað almennings bak við leiktjöld hinnar svokölluðu frjálsu samkeppni, sem aðeins verður í orði en ekki á borði. VG mun berjast af alefli gegn því aðsteðjandi óréttlæti að einkaað- ilum verði gert kleift að maka krókinn á þeirri grunnþörf sem hver maður í nútímaþjóðfélagi hef- ur fyrir rafmagn og hita,“ segir í ályktuninni. Stríðir gegn hags- munum almennings STJÓRN Heimdallar styður frum- varp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki. Kemur þetta fram í ályktun frá félaginu. „Kynferðisbrot gegn börnum hafa meðal annars þá sérstöðu að aðstöðumunur geranda og þolanda er mikill og rannsóknir hafa sýnt að þolandi áttar sig oft ekki á því að um brot er að ræða fyrr en löngu eftir að brotið var gegn hon- um,“ segir í ályktuninni. „Einnig má benda á að samkvæmt almenn- um hegningarlögum eru ýmis önn- ur alvarleg brot ekki háð fyrn- ingu.“ Stjórn Heimdallar hvetur því al- þingismenn til þess að breyta al- mennum hegningarlögum þannig að fyrningarfrestur falli niður þeg- ar um er að ræða kynferðisbrot gegn barni yngra en 14 ára, segir ennfremur í ályktuninni. Heimdallur styður frumvarp ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.