Morgunblaðið - 23.03.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 23.03.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 49 DAGBÓK Næstu námskeið í Leikmannaskólakirkjunnar eru í undirbúningi oghefjast 4., 5., 7., og 13. apríl nk.Námskeiðið sem hefst 4. apríl heitir Bænabandið og fjallar um bænaband sem sænskur biskup, Martin Lönnebo, á hugmynd- ina að. Á bandinu eru perlur sem tákna ákveð- in stef í trú og lífi manneskjunnar. Á næstu dögum kemur síðan út bók í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar biskups sem fjallar um þetta efni. Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr Halldór Reynisson verkefnisstjóri á Biskupsstofu. 5. apríl verður fjallað um Davíðssálma Biblíunn- ar, 6. apríl verður námskeið um trú, áföll, sorg, andlát nákominna og önnur áföll í lífinu, en 13. apríl verður námskeið um Viðey í sögu, samtíð og framtíð. Orðið leikmaður hefur verið notað um það fólk sem ekki er vígt til ákveðinna embætta innan kirkjunnar. Orðið er virðingarheiti og er dregið af gríska orðinu laos en það merkir þjóð Guðs, sem skipar sér undir merki Guðs. „Verkefni Leikmannaskólans er tvíþætt; námskeiðshald fyrir söfnuði og síðan svokölluð opin námskeið fyrir almenning,“ segir Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Leik- mannaskólanum. „Safnaðarnámskeiðin eru auglýst fyrir söfnuði og eru haldin í samstarfi við prófasta, sóknarpresta og/eða safnaðar- stjórn. Opnu námskeiðin eru haldin að frumkvæði Leikmannaskólans og síðastliðin 2 ár hafa þau verið haldin í Grensáskirkju. Þau eru auglýst fyrir almenning og hver sem áhuga hefur getur skráð sig á námskeiðin. Oftast er kennt í 3–4 skipti og þá 2 tíma í senn. Verð fyrir 3 kvölda námskeið er 4.000 kr. en 4 kvölda námskeið kostar 5.000 kr.“ Hvaða þýðingu hefur Leikmannaskólinn fyr- ir þjóðkirkjuna? „Leikmannaskólinn er ein af stofnunum kirkjunnar og með því að bjóða upp á fræðslu sem þessa fyrir fólk er kirkjan að efla starf sitt með því að gera fólki kleift að kynnast hin- um mikla fjársjóði sem fólginn er í arfi og leið- sögn kirkju og kristni. Námskeiðin hafa fjölbreytt innihald. Til dæmis getum við kynnst arfi og sögu kirkj- unnar á námskeiði eins og um Viðey. Innihaldi Biblíunnar kynnumst við á námskeiðum eins og um Davíðssálma. Á námskeiði um trú og áföll kynnumst við nokkurs konar almennri leiðsögn í að takast á við erfið verkefni lífsins. Einnig reynir Leikmannaskólinn í starfi fyrir kirkjuna að kynna og kenna efni sem auðveldar okkur iðkun trúarinnar í daglegu lífi og er nám- skeiðið um bænabandið gott dæmi um það.“ Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef skólans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli, þar sem finna má frekari upplýsingar um nám- skeiðin. Trúarfræðsla | Leikmannaskóli kirkjunnar blæs til námskeiða um fjölbreytt efni Starf kirkjunnar eflt með fræðslu  Irma Sjöfn Óskars- dóttir er fædd á Akra- nesi árið 1961. Hún lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1988. M.th.-prófi í Theology and Ethics og Media and Communi- cation frá guðfræði- deild Edinborgarhá- skóla 1993. Vígður prestur í Seljakirkju 1988 og starfaði þar nær samfleytt til 2001, en tók þá við verkefn- isstjórn í Leikmannaskólanum auk fleiri verk- efna á Biskupsstofu. Þá var hún ritstjóri Víð- förla 1997–98. Hver er Amanda? Í DV föstudaginn 18. mars á bls. 36 er dálkur sem nefnist Pressan sem ég vil hér gera að umkvörtunarefni. Þar skrifa hinir ýmsu blaðamenn og í þetta skiptið hún Indíana Ása Hreinsdóttir sem ég veit ekki frek- ari deili á. Sem er kannski ekki skrýtið þar sem hún fer með svo rangt mál um sjónvarpið í pressu föstudagsins að það mætti halda að hún hefði aldrei átt sjónvarp. Hún er að tala um hve sjónvarpsþátturinn Aðþrengdar eiginkonur sé kærkom- in gjöf eftir tómið sem myndaðist þegar Beðmál í borginni hættu. Svo segir hún að möguleiki sé á að hús- mæður Íslands keppist við að vera eins og Susan sem Teri Hatcher leikur eins og allir vildu vera Carrie í Beðmálunum en að enginn vilji vera Bree eins og enginn vildi vera Am- anda. Mér er spurn; hver er Amanda? Hvernig dettur Indíönu í hug að skrifa um Beðmál í borginni ef hún þekkir ekki persónurnar í þeim þætti. Er enginn prófarkalesari? Er hún að meina Miranda eða Sam- antha? Og hver vill ekki vera Mir- anda eða Samantha, þær eru báðar dásamlegar hvor á sinn háttinn. Ég er hneyksluð á að svona gallaðar greinar birtist í blaði sumra lands- manna og mæli fastlega með að Ind- íana horfi allavega á einn og einn þátt af seríum sem hún ætlar að skrifa um. Þetta er hneisa og mér sem aðdáanda Beðmála í borginni sárnar við svona sjón og eftir rann- sókn á málinu hef ég komist að því að ég er ekki ein um það. Elísabet Ólafsdóttir sjónvarpsáhorfandi. Sniðgenginn MIG langar að minnast á Stebba í Lúdó en hann er einn fárra tónlist- armanna sem ber textann fram svo að hvert einasta orð er skiljanlegt. Hann er, að mér finnst, sniðgenginn þegar tónlistarmenn eru teknir í við- töl í fjölmiðlum. Finnst mér að tón- listarfólk og aðrir mættu taka hann sér til fyrirmyndar í textaframburði. Tóta. Nokia-sími í óskilum NOKIA-sími fannst á Ingólfstorgi. Upplýsingar í síma 690 4202. Hvolpur fæst gefins HRESSAN og bráðmyndarlegan hvolp vantar heimili. Hann er ein- staklega fallegur. Upplýsingar í síma 567 7612 og 847 5070. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. d4 f5 2. Bg5 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 Rh6 6. Bd3 fxe4 7. Rxe4 Rf7 8. Be3 c6 9. Reg5 Rxg5 10. Rxg5 Bf5 11. Bxf5 Da5+ 12. Dd2 Dxf5 13. 0–0–0 Rd7 14. Hhe1 0–0–0 15. d5 Df6 16. c3 c5 17. Re6 Hde8 18. Bg5 Df7 19. c4 b6 20. Dc2 Kb7 21. Da4 Rb8 22. He3 h6 Staðan kom upp í seinni hluta 2. deildar Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Magnús Gunnarsson (2.045) hafði hvítt gegn Sverri Norð- fjörð (1.860). 23. Rd8+! Hxd8 24. Hxe7+ Dxe7 25. Bxe7 Hd7 26. Bh4 g5 27. Bg3 He8 28. Bxd6 Bxb2+ 29. Kb1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.