Morgunblaðið - 23.03.2005, Qupperneq 50
50 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Café Rósenberg | Steindór Ingi trúbador
ásamt gestum kl. 23.
Dillon | Opin hljómsveitaræfing hjá Brain
Police hefst kl. 21. Síðan tekur Krummi í
Mínus við með rokk og ról. Efri hæð opnar
eftir breytingar og Fjölnir Tattoo opnar
sýningu á verkum sínum.
Grand Rokk | Good Clean Fun frá BNA
leikur í kvöld kl. 22.30.
Hótel Borg | Blúshátíð í Reykjavík, kl. 21.
Grinders: KK, Derrick „Big“ Walker, Pro-
fessor Washboard og Þorleifur Guðjóns-
son. Mood: Bergþór Smári, Ingi Skúlason
og Friðrik Júlíusson. Hot Damn!: Smári
„Tarfur“ Jósepsson og Jens Ólafsson.
Ungliðar blússins: Danni & Jón Ingiberg.
Keflavíkurkirkja | Dagný Þ. Jónsdóttir
sópran, Rósalind Gísladóttir messósópran
og Frank K. Herlufsen píanóleikari flytja
Stabat Mater eftir Pergolesi og aríur eftir
Bach á morgun, skírdag, kl. 16. Aðgangur
ókeypis.
Skemmtanir
Ari í Ögri | Dúettinn Acoustics skemmtir í
kvöld.
Celtic Cross | Hljómsveitin ÉG leikur og
spilar í páskastuði í kvöld. Frítt inn.
Klúbburinn við Gullinbrú | Brimkló leikur í
Klúbbnum við Gullinbrú í kvöld.
Nasa | Hljómsveitin Vinir vors og blóma
kemur saman á NASA í kvöld kl. 23.
VÉLSMIÐJAN Akureyri | Hljómsveitin
Sixties spilar á miðvikudag fyrir páska og
á föstudaginn langa.
Myndlist
Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd-
geirsdóttir – Mæramerking II.
Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmunds-
dóttir – Augnablikið mitt! Innsetning unnin
með blandaðri tækni.
Gallerí Tukt | Ljós- og stuttmyndir nem-
enda í Fornámsdeild Myndlistaskólans í
Reykjavík.
Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir.
Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíumál-
verk og fleira í Boganum. Ljósberahópur-
inn – Hratt og hömlulaust.
Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir
(Gugga) sýnir málverk í forsal.
Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág-
myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara
Westmann – Adam og Eva og Minnis-
myndir frá Vestmannaeyjum. Hallsteinn
Sigurðsson er myndhöggvari marsmán-
aðar í Hafnarborg.
Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson –
Sólstafir.
Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín
Hammer sýnir akrýlmyndir og fleiri list-
muni í Menningarsal á fyrstu hæð.
Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir
form, ljós og skuggar.
Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garðars-
dóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer –
Hörund jarðar.
Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930–
1945 og Rúrí – Archive–endangered
waters.
Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur
Jónsson og samtímamenn.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían
– Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs-
dóttir – Myndheimur/Visual World.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í
vestursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og
Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Sam-
vinnuverkefni í miðrými. Yfirlitssýning á
verkum Kjarvals í austursal.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari – Heitir reitir. Stendur til 22. maí.
Norræna húsið | Maya Petersen Overgärd
– Hinsti staðurinn.
Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar.
Samsýning listamanna frá Pierogi Gallerí í
New York.
Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir –
Hugarheimur Ástu.
Dans
Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Þjóðdansa-
félagið verður með opið hús í dag í sal fé-
lagsins að Álfabakka 14A, R, kl. 20.30.
Gömlu dansarnir. Allir velkomnir. Þjóð-
dansafélagið.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17.
Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um
húsið, margmiðlunarsýning um ævi
skáldsins og fallegt umhverfi. Sími 586
8066 netfang: gljufrasteinn@gljufra-
steinn.is.
Þjóðmenningarhúsið | Handritin: Hin
fornu handrit geyma einstæðar sögur,
kvæði og frásagnir sem varpa ljósi á sam-
félag, trúarbrögð og hugarheim hinna nor-
rænu þjóða í öndverðu. Á meðal sýning-
argripa eru Konungsbækur Eddukvæða og
Snorra Eddu, Flateyjarbók og handrit
lagabóka, kristilegra texta og Íslendinga-
sagna.
Þjóðminjasafnið –Svona var það: Á sýning-
unni er leitast við að skapa það andrúms-
loft sem ríkti á sýningu Þjóðminjasafns Ís-
lands í risi Þjóðmenningarhússins þar sem
það var til húsa á fyrri hluta 20. aldar.
Heimastjórnin 1904: Á sýningunni er dreg-
in upp mynd af þeim framförum, bjartsýni
og stórhug sem einkenndi líf þjóðarinnar á
tímum heimastjórnar og gerð grein fyrir
aðdraganda hennar.
Hallgrímur Pétursson (1614–1674) er skáld
mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Hall-
grímur er eitt fremsta skáld Íslendinga
fyrr og síðar. Sýningin gefur innsýn í verk
hans og útgáfur á þeim hér á landi og er-
lendis og þann innblástur sem þau veita
listamönnum, ekki síst í nútímanum. Drep-
ið er á æviatriði Hallgríms og staldrað við
atburði sem marka hvörf í hans ferli.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til menn-
ing og samfélag í 1200 ár. Ómur – Landið
og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmynda-
sýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmynd-
ir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í
Riccione, ljósmyndir úr fórum Manfroni-
bræðra. Opið kl. 11–17.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar–
og fataúthlutun í dag kl. 14–17. Svarað í
síma þri.–fim. kl. 11–16. Tekið við fatnaði og
öðrum gjöfum þri. og mið. kl 11–16. Netf.
mnefnd@mi.is.
Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands |
Föstudaginn 13. maí heldur Háskóli Íslands
alþjóðleg próf í spænsku. Prófin eru haldin
á vegum Menningarmálastofnunar Spánar
(Instituto Cervantes). Innritun fer fram í
Tungumálamiðstöð HÍ: 525 4593, sabine-
@hi.is. Frestur til innritunar rennur út 8.
apríl.
Fundir
Héðinshús | Al-Anon fundur eru alla mið-
vikudaga kl. 21. Al-Anon-fjölskyldudeild-
irnar hafa aðeins einn tilgang: Að hjálpa
fjölskyldum og vinum alkóhólista. Til þess
að gerast félagi þarf aðeins eitt, að ætt-
ingi eða vinur hafi átt eða eigi í vanda
vegna alkóhólisma.
KFUM og KFUK | Aðalfundur Kaldársels,
sumarbúða KFUM og KFUK verður hald-
inn 30. mars kl. 18, í húsi KFUM og KFUK á
Holtavegi 28. Venjuleg aðalfundarstörf.
Velunnarar Kaldársels velkomnir.
Fyrirlestrar
Neskirkja | Guðrún Ásmundsdóttir segir
frá Ólafíu Jóhannsdóttur, sem sinnti
mannúðarstörfum bæði á Íslandi og í
Noregi á opnu húsi kl. 13.
Sögufélag | Þorfinnur Skúlason flytur
fyrirlestur, „Er Loðinbjörn líkafrón?“ um
Parmes sögu loðinbjarnar.
Kynning
Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Al-
Anon / Alateen verður með bóksölu og
upplýsingabás á afmælisfundi AA á föstu-
daginn langa frá kl. 19.30.
Námskeið
Gigtarfélag Íslands | Sex kvölda sjálfs-
hjálparnámskeið fyrir fólk með gigt og að-
standendur þess, hefst þriðjudaginn 29.
mars. Þriggja kvölda námskeið fyrir fólk
með vefjagigt hefst miðvikudaginn 30.
mars kl. 19.30. Skráning á skrifstofu fé-
lagsins í s. 530 3600.
Norræna félagið | Nordklúbburinn, Ung-
mennadeild Norræna félagsins, stendur
að byrjendanámskeiði í eistnesku, lettn-
esku, litháísku og rússnesku. Hvert nám-
skeið stendur þrjú kvöld. Námskeiðin hefj-
ast 7. mars að Óðinsgötu 7 með lettnesku.
Upplýsingar og skráning fyrir 7. mars á
nordklubb@norden.is eða í síma 551 0165.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Á fimmtudögum er
farið kl. 18 frá bílastæði við austurenda
göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í
Fossvogi. Páskaferð í Bása 26.–29. mars-
.Verð 11.900/13.700 kr. Ferð til Ólafs-
fjarðar 24.–28. mars. Farið verður á
Reykjaheiði, Burstarbrekkudal, upp á Lág-
heiði og Skeggjabrekkudal. Verð 16.200/
18.500 kr. Farið verður á Esjufjöll í Vatna-
jökli 24.–28. mars. Verð 13.500/15.800.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Búðu þig undir truflanir í vinnunni í dag.
Þær gætu tengst bilunum í tölvukerfum,
rafeindabúnaði eða verið af manna völd-
um. Láttu þig berast með straumnum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Óvænt daður fær hjarta nautsins til þess
að slá hraðar í dag. Daðrarinn gæti kom-
ið því í opna skjöldu. Hvern hefði grunað
að slíkt gæti gerst?
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Hugsanlegt er að smátæki á heimilinu
taki upp á því að bila í dag. Truflun verð-
ur á daglegum venjum. Sýndu uppstökk-
um fjölskyldumeðlimum þolinmæði.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú færð snjallar, jafnvel snilldarlegar
hugmyndir í dag. Ástæðan er sú að þú
hugsar út fyrir rammann. Vertu varkár
á göngu og í akstri, þú ert eitthvað ann-
ars hugar núna.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert síðasti eyðsluseggurinn (láttu
ekki eins og enginn taki eftir því). Dag-
urinn í dag er einn af þessum dögum
þegar þú getur ekki stillt þig um að taka
upp veskið. Geymdu kvittanirnar!
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Samræður við náungann taka óvænta
stefnu í dag. Tunglið er í meyju og jafn-
framt beint á móti hinum óútreiknanlega
Úranusi. Meyjan verður einstaklega
sjálfstæð og uppreisnargjörn í dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þér berast hugsanlega óvæntar fréttir
frá opinberri stofnun sem slá þig út af
laginu í dag. Til allrar hamingju hefur þú
fulla stjórn á aðstæðum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Vinur færir þér fréttir sem koma þér úr
jafnvægi í dag. Eða þá að mjög óvenju-
leg persóna verður á vegi þínum. Vertu
viðbúinn einhverju óvæntu og áhuga-
verðu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Yfirmaður þinn eða foreldri lætur eitt-
hvað út úr sér í dag sem þú átt ekki von
á. Kannski verður nýtt tölvukerfi tekið
upp í vinnunni hjá þér. Á hinn bóginn má
búast við tæknilegum örðugleikum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Skoðanir einhvers á stjórnmálum og trú-
málum koma þér á óvart í dag. Þú hafðir
ekki hugmynd um að viðkomandi væri
þannig þenkjandi. Lífið er lærdómsferli.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Tunglið er í meyjarmerkinu í dag og
beint á móti hinum rafmagnaða Úranusi,
sem stýrir vatnsberanum. Eitthvað
óvænt gæti gerst í peningamálum hans.
Vertu á varðbergi gegn tapi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Samskipti við náungann eru fullkomlega
óútreiknanleg í dag. Fólk virðist ein-
staklega hörundssárt. Vertu sérstaklega
háttvís og hrífandi.
Stjörnuspá
Frances Drake
Hrútur
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur ýmiss konar hæfileika og áhuga-
mál og hefur stundum mörg járn í eld-
inum í einu. Þú veltir fyrir þér hinum
stóru spurningum í lífinu.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 óvinir, 8 sjald-
gæf, 9 um garð gengið, 10
vond, 11 fars, 13 vesæll,
15 hékk, 18 einskær, 21
hrós, 22 dynk, 23 las, 24
skipshlið.
Lóðrétt | 2 trölli, 3 kyrrð-
ar, 4 hitasvækja, 5 kom-
umst, 6 óns, 7 kolla, 12 litl-
ir menn, 14 reyfi, 15
hnjóð, 16 frosin jörð, 17
reiðan, 18 að baki, 19 örk-
uðu, 20 skrifaði.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 gaufa, 4 hefta, 7 logar, 8 líðum, 9 sól, 11 aðra, 13
bann, 14 njóli, 15 forn, 17 kugg, 20 hik, 22 lesta, 23 lagni, 24
neita, 25 ranga.
Lóðrétt | 1 gilda, 2 uggur, 3 aurs, 4 höll, 5 fiðla, 6 amman,
10 ósómi, 12 ann, 13 bik, 15 fýlan, 16 rusti, 18 ungan, 19
geita, 20 hasa, 21 klór.
Úrslitakeppni Íslandsmótsins.
Norður
♠K
♥97 V/AV
♦K974
♣ÁD9732
Vestur Austur
♠D965 ♠Á72
♥ÁKG3 ♥D6
♦DG108 ♦632
♣G ♣K10864
Suður
♠G10843
♥108542
♦Á5
♣5
Á slaginu fjögur í dag munu tólf
bestu sveitir landsins taka til við spila-
mennsku á Hótel Loftleiðum og hefja
baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn
2005. Tvær umferðir verða spilaðar í
dag og lýkur mótinu á laugardags-
kvöld. Til að byrja með spila allar
sveitirnar innbyrðis, en fjórar efstu úr
þeirri glímu munu síðan spila til úrslita
á laugardaginn.
Úrslitin voru óvenjuspennandi í
fyrra, en þá gátu þrjár sveitir unnið
þegar einu spili var ólokið – sem er ein-
mitt spilið að ofan. Á öllum borðunum
fjórum hófust sagnir á því að vestur
vakti á einum tígli og norður kom inn á
tveimur laufum. Eftir pass í austur og
suður, enduropnuðu vesturspilararnir
með dobli. Framhaldið var breytilegt,
en bestri niðurstöðu náðu liðsmenn
Eyktar, Sverrir Ármannsson og Aðal-
steinn Jörgensen. Þeirra mótherjar
voru Sigurður Vilhjálmsson og Rúnar
Magnússon í sveit Þriggja Frakka:
Vestur Norður Austur Suður
Sverrir Sigurður Aðalsteinn Rúnar
1 tígull 2 lauf Pass Pass
Dobl Pass Pass Redobl
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Dobl Allir pass
Rúnar reyndi skiljanlega að komast í
betri samning með SOS-redobli, en
Sverrir og Aðalsteinn ráku flóttann í
tvö hjörtu, dobluð. Vörnin var ná-
kvæm: Út kom tíguldrottning, sem
Rúnar tók heima og spilaði spaða.
Aðalsteinn átti þann slag og skipti yfir
í hjartadrottningu og meira hjarta.
Sverrir tók alla hjartaslagina og spilaði
svo laufi. Sagnhafi getur lítið gert sér
til bjargar og Rúnar fór óhjákvæmi-
lega þrjá niður. Sem gaf Eyktarmönn-
um 500 og Íslandsmeistaratitilinn.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
GUNNAR Kvaran sellóleikari mun á næstu dögum leika allar
sellósvítur Bachs í Skálholtsdómkirkju í tengslum við kyrrð-
ardaga í dymbilviku.
Fyrstu tvær svíturnar verða leiknar í kvöld kl. 21. Á morgun,
skírdag, verða leiknar næstu tvær svítur, sú fyrri kl. 21 fyrir
messu kvöldsins og sú seinni að henni lokinni. Þá verða tvær
svítur leiknar á föstudaginn langa, önnur að lokinni messu
sem hefst kl. 16 og er með þátttöku Barnakórs Biskups-
tungna.
Síðasta svítan verður síðan flutt á Tónlistarstund í kirkj-
unni sem hefst kl. 21. Þar kemur einnig fram Kammerkór
Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar dóm-
organista.
Fullskipað er á kyrrðardagana í dymbilviku en allir eru að
sjálfsögðu velkomnir á tónleikana í kirkjunni um bænadagana.
Gunnar Kvaran leikur allar
sellósvítur Bachs í Skálholti
Morgunblaðið/Sverrir