Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Café Rósenberg | Steindór Ingi trúbador ásamt gestum kl. 23. Dillon | Opin hljómsveitaræfing hjá Brain Police hefst kl. 21. Síðan tekur Krummi í Mínus við með rokk og ról. Efri hæð opnar eftir breytingar og Fjölnir Tattoo opnar sýningu á verkum sínum. Grand Rokk | Good Clean Fun frá BNA leikur í kvöld kl. 22.30. Hótel Borg | Blúshátíð í Reykjavík, kl. 21. Grinders: KK, Derrick „Big“ Walker, Pro- fessor Washboard og Þorleifur Guðjóns- son. Mood: Bergþór Smári, Ingi Skúlason og Friðrik Júlíusson. Hot Damn!: Smári „Tarfur“ Jósepsson og Jens Ólafsson. Ungliðar blússins: Danni & Jón Ingiberg. Keflavíkurkirkja | Dagný Þ. Jónsdóttir sópran, Rósalind Gísladóttir messósópran og Frank K. Herlufsen píanóleikari flytja Stabat Mater eftir Pergolesi og aríur eftir Bach á morgun, skírdag, kl. 16. Aðgangur ókeypis. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Acoustics skemmtir í kvöld. Celtic Cross | Hljómsveitin ÉG leikur og spilar í páskastuði í kvöld. Frítt inn. Klúbburinn við Gullinbrú | Brimkló leikur í Klúbbnum við Gullinbrú í kvöld. Nasa | Hljómsveitin Vinir vors og blóma kemur saman á NASA í kvöld kl. 23. VÉLSMIÐJAN Akureyri | Hljómsveitin Sixties spilar á miðvikudag fyrir páska og á föstudaginn langa. Myndlist Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd- geirsdóttir – Mæramerking II. Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmunds- dóttir – Augnablikið mitt! Innsetning unnin með blandaðri tækni. Gallerí Tukt | Ljós- og stuttmyndir nem- enda í Fornámsdeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíumál- verk og fleira í Boganum. Ljósberahópur- inn – Hratt og hömlulaust. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minnis- myndir frá Vestmannaeyjum. Hallsteinn Sigurðsson er myndhöggvari marsmán- aðar í Hafnarborg. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sólstafir. Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrýlmyndir og fleiri list- muni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir form, ljós og skuggar. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garðars- dóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hörund jarðar. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 1945 og Rúrí – Archive–endangered waters. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vestursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Sam- vinnuverkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Stendur til 22. maí. Norræna húsið | Maya Petersen Overgärd – Hinsti staðurinn. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Samsýning listamanna frá Pierogi Gallerí í New York. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hugarheimur Ástu. Dans Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Þjóðdansa- félagið verður með opið hús í dag í sal fé- lagsins að Álfabakka 14A, R, kl. 20.30. Gömlu dansarnir. Allir velkomnir. Þjóð- dansafélagið. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skáldsins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrasteinn@gljufra- steinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Handritin: Hin fornu handrit geyma einstæðar sögur, kvæði og frásagnir sem varpa ljósi á sam- félag, trúarbrögð og hugarheim hinna nor- rænu þjóða í öndverðu. Á meðal sýning- argripa eru Konungsbækur Eddukvæða og Snorra Eddu, Flateyjarbók og handrit lagabóka, kristilegra texta og Íslendinga- sagna. Þjóðminjasafnið –Svona var það: Á sýning- unni er leitast við að skapa það andrúms- loft sem ríkti á sýningu Þjóðminjasafns Ís- lands í risi Þjóðmenningarhússins þar sem það var til húsa á fyrri hluta 20. aldar. Heimastjórnin 1904: Á sýningunni er dreg- in upp mynd af þeim framförum, bjartsýni og stórhug sem einkenndi líf þjóðarinnar á tímum heimastjórnar og gerð grein fyrir aðdraganda hennar. Hallgrímur Pétursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Hall- grímur er eitt fremsta skáld Íslendinga fyrr og síðar. Sýningin gefur innsýn í verk hans og útgáfur á þeim hér á landi og er- lendis og þann innblástur sem þau veita listamönnum, ekki síst í nútímanum. Drep- ið er á æviatriði Hallgríms og staldrað við atburði sem marka hvörf í hans ferli. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til menn- ing og samfélag í 1200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmynda- sýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmynd- ir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione, ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Opið kl. 11–17. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar– og fataúthlutun í dag kl. 14–17. Svarað í síma þri.–fim. kl. 11–16. Tekið við fatnaði og öðrum gjöfum þri. og mið. kl 11–16. Netf. mnefnd@mi.is. Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands | Föstudaginn 13. maí heldur Háskóli Íslands alþjóðleg próf í spænsku. Prófin eru haldin á vegum Menningarmálastofnunar Spánar (Instituto Cervantes). Innritun fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ: 525 4593, sabine- @hi.is. Frestur til innritunar rennur út 8. apríl. Fundir Héðinshús | Al-Anon fundur eru alla mið- vikudaga kl. 21. Al-Anon-fjölskyldudeild- irnar hafa aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjölskyldum og vinum alkóhólista. Til þess að gerast félagi þarf aðeins eitt, að ætt- ingi eða vinur hafi átt eða eigi í vanda vegna alkóhólisma. KFUM og KFUK | Aðalfundur Kaldársels, sumarbúða KFUM og KFUK verður hald- inn 30. mars kl. 18, í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Venjuleg aðalfundarstörf. Velunnarar Kaldársels velkomnir. Fyrirlestrar Neskirkja | Guðrún Ásmundsdóttir segir frá Ólafíu Jóhannsdóttur, sem sinnti mannúðarstörfum bæði á Íslandi og í Noregi á opnu húsi kl. 13. Sögufélag | Þorfinnur Skúlason flytur fyrirlestur, „Er Loðinbjörn líkafrón?“ um Parmes sögu loðinbjarnar. Kynning Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Al- Anon / Alateen verður með bóksölu og upplýsingabás á afmælisfundi AA á föstu- daginn langa frá kl. 19.30. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Sex kvölda sjálfs- hjálparnámskeið fyrir fólk með gigt og að- standendur þess, hefst þriðjudaginn 29. mars. Þriggja kvölda námskeið fyrir fólk með vefjagigt hefst miðvikudaginn 30. mars kl. 19.30. Skráning á skrifstofu fé- lagsins í s. 530 3600. Norræna félagið | Nordklúbburinn, Ung- mennadeild Norræna félagsins, stendur að byrjendanámskeiði í eistnesku, lettn- esku, litháísku og rússnesku. Hvert nám- skeið stendur þrjú kvöld. Námskeiðin hefj- ast 7. mars að Óðinsgötu 7 með lettnesku. Upplýsingar og skráning fyrir 7. mars á nordklubb@norden.is eða í síma 551 0165. Útivist Ferðafélagið Útivist | Á fimmtudögum er farið kl. 18 frá bílastæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi. Páskaferð í Bása 26.–29. mars- .Verð 11.900/13.700 kr. Ferð til Ólafs- fjarðar 24.–28. mars. Farið verður á Reykjaheiði, Burstarbrekkudal, upp á Lág- heiði og Skeggjabrekkudal. Verð 16.200/ 18.500 kr. Farið verður á Esjufjöll í Vatna- jökli 24.–28. mars. Verð 13.500/15.800. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Búðu þig undir truflanir í vinnunni í dag. Þær gætu tengst bilunum í tölvukerfum, rafeindabúnaði eða verið af manna völd- um. Láttu þig berast með straumnum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óvænt daður fær hjarta nautsins til þess að slá hraðar í dag. Daðrarinn gæti kom- ið því í opna skjöldu. Hvern hefði grunað að slíkt gæti gerst? Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hugsanlegt er að smátæki á heimilinu taki upp á því að bila í dag. Truflun verð- ur á daglegum venjum. Sýndu uppstökk- um fjölskyldumeðlimum þolinmæði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú færð snjallar, jafnvel snilldarlegar hugmyndir í dag. Ástæðan er sú að þú hugsar út fyrir rammann. Vertu varkár á göngu og í akstri, þú ert eitthvað ann- ars hugar núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert síðasti eyðsluseggurinn (láttu ekki eins og enginn taki eftir því). Dag- urinn í dag er einn af þessum dögum þegar þú getur ekki stillt þig um að taka upp veskið. Geymdu kvittanirnar! Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samræður við náungann taka óvænta stefnu í dag. Tunglið er í meyju og jafn- framt beint á móti hinum óútreiknanlega Úranusi. Meyjan verður einstaklega sjálfstæð og uppreisnargjörn í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér berast hugsanlega óvæntar fréttir frá opinberri stofnun sem slá þig út af laginu í dag. Til allrar hamingju hefur þú fulla stjórn á aðstæðum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinur færir þér fréttir sem koma þér úr jafnvægi í dag. Eða þá að mjög óvenju- leg persóna verður á vegi þínum. Vertu viðbúinn einhverju óvæntu og áhuga- verðu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Yfirmaður þinn eða foreldri lætur eitt- hvað út úr sér í dag sem þú átt ekki von á. Kannski verður nýtt tölvukerfi tekið upp í vinnunni hjá þér. Á hinn bóginn má búast við tæknilegum örðugleikum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Skoðanir einhvers á stjórnmálum og trú- málum koma þér á óvart í dag. Þú hafðir ekki hugmynd um að viðkomandi væri þannig þenkjandi. Lífið er lærdómsferli. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er í meyjarmerkinu í dag og beint á móti hinum rafmagnaða Úranusi, sem stýrir vatnsberanum. Eitthvað óvænt gæti gerst í peningamálum hans. Vertu á varðbergi gegn tapi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samskipti við náungann eru fullkomlega óútreiknanleg í dag. Fólk virðist ein- staklega hörundssárt. Vertu sérstaklega háttvís og hrífandi. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú hefur ýmiss konar hæfileika og áhuga- mál og hefur stundum mörg járn í eld- inum í einu. Þú veltir fyrir þér hinum stóru spurningum í lífinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 óvinir, 8 sjald- gæf, 9 um garð gengið, 10 vond, 11 fars, 13 vesæll, 15 hékk, 18 einskær, 21 hrós, 22 dynk, 23 las, 24 skipshlið. Lóðrétt | 2 trölli, 3 kyrrð- ar, 4 hitasvækja, 5 kom- umst, 6 óns, 7 kolla, 12 litl- ir menn, 14 reyfi, 15 hnjóð, 16 frosin jörð, 17 reiðan, 18 að baki, 19 örk- uðu, 20 skrifaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 gaufa, 4 hefta, 7 logar, 8 líðum, 9 sól, 11 aðra, 13 bann, 14 njóli, 15 forn, 17 kugg, 20 hik, 22 lesta, 23 lagni, 24 neita, 25 ranga. Lóðrétt | 1 gilda, 2 uggur, 3 aurs, 4 höll, 5 fiðla, 6 amman, 10 ósómi, 12 ann, 13 bik, 15 fýlan, 16 rusti, 18 ungan, 19 geita, 20 hasa, 21 klór.  Úrslitakeppni Íslandsmótsins. Norður ♠K ♥97 V/AV ♦K974 ♣ÁD9732 Vestur Austur ♠D965 ♠Á72 ♥ÁKG3 ♥D6 ♦DG108 ♦632 ♣G ♣K10864 Suður ♠G10843 ♥108542 ♦Á5 ♣5 Á slaginu fjögur í dag munu tólf bestu sveitir landsins taka til við spila- mennsku á Hótel Loftleiðum og hefja baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn 2005. Tvær umferðir verða spilaðar í dag og lýkur mótinu á laugardags- kvöld. Til að byrja með spila allar sveitirnar innbyrðis, en fjórar efstu úr þeirri glímu munu síðan spila til úrslita á laugardaginn. Úrslitin voru óvenjuspennandi í fyrra, en þá gátu þrjár sveitir unnið þegar einu spili var ólokið – sem er ein- mitt spilið að ofan. Á öllum borðunum fjórum hófust sagnir á því að vestur vakti á einum tígli og norður kom inn á tveimur laufum. Eftir pass í austur og suður, enduropnuðu vesturspilararnir með dobli. Framhaldið var breytilegt, en bestri niðurstöðu náðu liðsmenn Eyktar, Sverrir Ármannsson og Aðal- steinn Jörgensen. Þeirra mótherjar voru Sigurður Vilhjálmsson og Rúnar Magnússon í sveit Þriggja Frakka: Vestur Norður Austur Suður Sverrir Sigurður Aðalsteinn Rúnar 1 tígull 2 lauf Pass Pass Dobl Pass Pass Redobl Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Dobl Allir pass Rúnar reyndi skiljanlega að komast í betri samning með SOS-redobli, en Sverrir og Aðalsteinn ráku flóttann í tvö hjörtu, dobluð. Vörnin var ná- kvæm: Út kom tíguldrottning, sem Rúnar tók heima og spilaði spaða. Aðalsteinn átti þann slag og skipti yfir í hjartadrottningu og meira hjarta. Sverrir tók alla hjartaslagina og spilaði svo laufi. Sagnhafi getur lítið gert sér til bjargar og Rúnar fór óhjákvæmi- lega þrjá niður. Sem gaf Eyktarmönn- um 500 og Íslandsmeistaratitilinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is GUNNAR Kvaran sellóleikari mun á næstu dögum leika allar sellósvítur Bachs í Skálholtsdómkirkju í tengslum við kyrrð- ardaga í dymbilviku. Fyrstu tvær svíturnar verða leiknar í kvöld kl. 21. Á morgun, skírdag, verða leiknar næstu tvær svítur, sú fyrri kl. 21 fyrir messu kvöldsins og sú seinni að henni lokinni. Þá verða tvær svítur leiknar á föstudaginn langa, önnur að lokinni messu sem hefst kl. 16 og er með þátttöku Barnakórs Biskups- tungna. Síðasta svítan verður síðan flutt á Tónlistarstund í kirkj- unni sem hefst kl. 21. Þar kemur einnig fram Kammerkór Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar dóm- organista. Fullskipað er á kyrrðardagana í dymbilviku en allir eru að sjálfsögðu velkomnir á tónleikana í kirkjunni um bænadagana. Gunnar Kvaran leikur allar sellósvítur Bachs í Skálholti Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.