Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í dag er mi›vikudagur LISTFLUGVÉL í eigu Sigurðar Ásgeirssonar, þyrluflugmanns hjá Landhelgisgæslunni, fór í eina af sínum fyrstu ferðum í blíðviðrinu í gær eftir að hafa verið tekin í gegn síðustu mánuði. Vélin var þar til haustið 2003 í eigu Björns Thor- oddsen listflugmanns sem hóf smíði hennar árið 1980 og flaug fyrst á henni í apríl árið 1985. Frægt er þegar Björn smíðaði vængina í hjóna- herbergi í húsi vina sinna. Flugvélin er því orðin 20 ára og aldrei betri, segir Sigurður. Áður var hún hvít að lit og merkt Skeljungi í bak og fyrir. Fékk Sigurður góða að- stoð frá Birni við að endurbæta vélina. Hér er henni flogið yfir Álftanesi í gær og fyrir framan Sigurð situr Sverrir Erlingsson, flugvirki hjá Gæslunni. Má reikna með gripnum reykspúandi í háloftunum í sumar, fljúgandi upp og niður og á hvolfi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á listflugi yfir Álftanesi í veðurblíðu NÝR meðlimur og sannkallaður vorboði bættist í dýrahópinn í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í gær þegar huðnan Dásemd bar gráflekkóttum kiðlingi. Þetta er fyrsti burður Dásemdar en hún fæddist í garðinum vorið 2003. Faðir kiðlingsins er hafurinn Kappi. Meðgöngutími huðna er fimm mán- uðir og bera þær einum til tveimur kiðling- um í hvert sinn. Geitur á Íslandi eru nú í kringum 400 tals- ins og eru því í útrýmingarhættu. Geitur eru eitt landnámsdýranna og í upphafi byggðar var oft talað um þær sem kýr fátæka manns- ins. Þær gáfu bændum mjólk en þurftu ekki eins kjarnmikið fóður og kýrnar. Nóg verður um að vera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en opið verður alla páskahátíðina frá klukkan 10 til 17. Meðal skemmtana sem verða í boði er páskarat- leikur og páskamessa í umsjón séra Bjarna Karlssonar í Laugarneskirkju. Að auki verða Hringekjan, Fallturninn, Krakkafoss og Cocoa Puffs-lestin í gangi ef veður leyfir. Morgunblaðið/Jim Smart Kiðlingurinn fékk hlýlegar móttökur frá honum Viktori Inga Birgissyni þriggja ára. Vorboði í Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinum HEIÐLÓUR hafa sést und- anfarna daga. Þær fyrstu sáust síðastliðinn sunnudag við Gufuneskirkjugarð, að því er fram kemur á vef Félags fuglaáhugamanna á Höfn, www.fuglar.is. Á mánudag sá breskur fuglaskoðari þrjár heiðlóur við Gróttu á Seltjarn- arnesi og eru þetta fyrstu ló- urnar sem fréttist af þetta vor- ið. Í gær fréttist svo af stakri lóu á Seltjarnarnesi. Á síðustu sjö árum hafa fyrstu lóurnar sést frá 24.–31. mars að því er segir á vefnum www.fuglar.is. Þá segir að gera megi ráð fyrir að fleiri heiðlóur sjáist á næstu dögum. Síðan megi búast við lóum í stórum hópum um miðjan apríl. Lóan er komin LÖGREGLAN á Selfossi yfir- heyrði í gær þrjá Pólverja sem grunur leikur á að hafi starfað hér á landi án atvinnuleyfis og einn Íslending sem grunaður er um brot á lögum um atvinnurétt- indi útlendinga og lög um útlend- inga. Málið byrjaði á því að lögregla stöðvaði í gærmorgun bifreið fyrir of hraðan akstur á Skeiða- vegi í Árnessýslu. Íslenskur öku- maður reyndist vera með út- runnin ökuréttindi og vildi þá fela farþega sínum, Pólverja í vinnufötum, akstur bifreiðarinn- ar. Voru þeir færðir á lögreglu- stöð á Selfossi til yfirheyrslu. Veittist að lögreglumanni og var færður í fangaklefa Málið vatt upp á sig og voru tveir Pólverjar sem dvöldust í Rangárvallasýslu einnig færðir til yfirheyrslu. Íslendingur sem hýsti þá kom á lögreglustöð og veittist að lögreglumanni. Var hann færður í fangaklefa og síð- an yfirheyrður þegar ró færðist yfir hann. Einn Pólverjanna hefur komið fjórum sinnum til Íslands og dvalist hér tæpa þrjá mánuði hvert sinn. Annar var hér í ann- að sinn og sá þriðji í fyrsta skipti. Þeir eru allir grunaðir um að hafa starfað hér án tilskilinna atvinnuleyfa. Málið verður nú sent Útlend- ingastofnun til meðferðar en bú- ast má við að ákært verði fyrir meint brot á lögunum. Grunur um brot á lögum um útlendinga„VIÐ óttumst að það stefni í að hiðfyrirhugaða tónlistarhús verði á endanum ekki tónlistarhús, heldur fjölnota menningarhús, þar sem ráðstefnur og alls kyns menning- arlegar uppákomur verði metnar til jafns við tónleikahald atvinnu- manna í tónlistarlífinu,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður Tón- skáldafélags Íslands og talsmaður breiðs hóps af tónlistarfólki, tón- leikahöldurum og tónleikagestum sem skrifað hafa undir áskorun til forsvarsmanna tónlistarhússins um að taka til greina óskir þessa hóps um tónleikasal sem sniðinn sé að þörfum þeirra./26 Megn óánægja ÁTÖK félaga tengdum viðskiptablokkum S-hópsins svonefnda og Björgólfsfeðga í Landsbankanum halda áfram því meirihluti eigenda í Keri, lykilfélagi S-hópsins, lagði fram lögbannskröfu hjá embætti sýslumanns- ins í Reykjavík í gær vegna hlutafjáraukn- ingar í fasteignafélaginu Festingu. Festing á og rekur fasteignir Olíufélagsins og Samskipa en meðal eigenda félagsins eru fjárfestarnir í Sundi og Nordic Partners sem seldu á dögunum hluti sína í Keri til Grettis, félags í eigu Landsbankans og Trygginga- miðstöðvarinnar. Auka hlut sinn úr 20% í 53% nái hlutafjáraukningin fram að ganga Ef hlutafjáraukningin í Festingu nær fram að ganga hafa hluthafahópar tengdir Sundi og Nordic Partners aukið hlut sinn úr tæpum 20% í um 53%. Benda Kersmenn á að kaupin séu fjármögnuð og veðsett af Landsbankan- um. Beinist lögbannskrafan að bankanum og nýstofnuðu einkahlutafélagi, Angusi, sem Jó- hann Halldórsson, framkvæmdastjóri Festing- ar, stendur að. Festing varð til haustið 2003 við skiptingu Kers þegar fasteignir Olíufélagsins voru færð- ar yfir til Festingar. Síðar tengdust félaginu fasteignir Samskipa og eignir frá Sundi. Stjórnarmenn í Festingu eru Guðmundur Hjaltason, forstjóri Kers, Jón Þór Hjaltason, aðaleigandi Nordic Partners, og Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar í Sundi, sem jafnframt er varamaður í stjórn Festingar. Kom Páll með þá tillögu á stjórn- arfundi sl. föstudag að hlutaféð yrði hækkað og það selt Angusi. Eigendur Kers, aðrir en Grettismenn, vilja að fulltrúum meints nýs meirihluta í Festingu verði bannað að neyta atkvæðisréttar í félag- inu og/eða framselja hann til þriðja aðila þar til dómstólar hafi kveðið upp úr um lögmæti hlutafjáraukningarinnar, sem nemur um ein- um milljarði króna að markaðsvirði. Ker krefst lögbanns á hluta- fjáraukningu í Festingu Morgunblaðið/Kristinn Allar fasteignir Olíufélagsins, þar á meðal bensínstöðvar, eru í eigu Festingar.  Dómstólar/6 Festing á og rekur allar fasteignir Olíufélagsins og Samskipa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.