Morgunblaðið - 23.03.2005, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Í dag er
mi›vikudagur
LISTFLUGVÉL í eigu Sigurðar Ásgeirssonar,
þyrluflugmanns hjá Landhelgisgæslunni, fór í
eina af sínum fyrstu ferðum í blíðviðrinu í gær
eftir að hafa verið tekin í gegn síðustu mánuði.
Vélin var þar til haustið 2003 í eigu Björns Thor-
oddsen listflugmanns sem hóf smíði hennar árið
1980 og flaug fyrst á henni í apríl árið 1985.
Frægt er þegar Björn smíðaði vængina í hjóna-
herbergi í húsi vina sinna.
Flugvélin er því orðin 20 ára og aldrei betri,
segir Sigurður. Áður var hún hvít að lit og merkt
Skeljungi í bak og fyrir. Fékk Sigurður góða að-
stoð frá Birni við að endurbæta vélina. Hér er
henni flogið yfir Álftanesi í gær og fyrir framan
Sigurð situr Sverrir Erlingsson, flugvirki hjá
Gæslunni. Má reikna með gripnum reykspúandi í
háloftunum í sumar, fljúgandi upp og niður og á
hvolfi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á listflugi yfir Álftanesi í veðurblíðu
NÝR meðlimur og sannkallaður vorboði
bættist í dýrahópinn í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum í gær þegar huðnan Dásemd
bar gráflekkóttum kiðlingi. Þetta er fyrsti
burður Dásemdar en hún fæddist í garðinum
vorið 2003. Faðir kiðlingsins er hafurinn
Kappi. Meðgöngutími huðna er fimm mán-
uðir og bera þær einum til tveimur kiðling-
um í hvert sinn.
Geitur á Íslandi eru nú í kringum 400 tals-
ins og eru því í útrýmingarhættu. Geitur eru
eitt landnámsdýranna og í upphafi byggðar
var oft talað um þær sem kýr fátæka manns-
ins. Þær gáfu bændum mjólk en þurftu ekki
eins kjarnmikið fóður og kýrnar.
Nóg verður um að vera í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum en opið verður alla
páskahátíðina frá klukkan 10 til 17. Meðal
skemmtana sem verða í boði er páskarat-
leikur og páskamessa í umsjón séra Bjarna
Karlssonar í Laugarneskirkju. Að auki verða
Hringekjan, Fallturninn, Krakkafoss og
Cocoa Puffs-lestin í gangi ef veður leyfir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kiðlingurinn fékk hlýlegar móttökur frá
honum Viktori Inga Birgissyni þriggja ára.
Vorboði í Fjöl-
skyldu- og hús-
dýragarðinum
HEIÐLÓUR hafa sést und-
anfarna daga. Þær fyrstu
sáust síðastliðinn sunnudag
við Gufuneskirkjugarð, að því
er fram kemur á vef Félags
fuglaáhugamanna á Höfn,
www.fuglar.is. Á mánudag sá
breskur fuglaskoðari þrjár
heiðlóur við Gróttu á Seltjarn-
arnesi og eru þetta fyrstu ló-
urnar sem fréttist af þetta vor-
ið. Í gær fréttist svo af stakri
lóu á Seltjarnarnesi.
Á síðustu sjö árum hafa
fyrstu lóurnar sést frá 24.–31.
mars að því er segir á vefnum
www.fuglar.is. Þá segir að
gera megi ráð fyrir að fleiri
heiðlóur sjáist á næstu dögum.
Síðan megi búast við lóum í
stórum hópum um miðjan
apríl.
Lóan er
komin
LÖGREGLAN á Selfossi yfir-
heyrði í gær þrjá Pólverja sem
grunur leikur á að hafi starfað
hér á landi án atvinnuleyfis og
einn Íslending sem grunaður er
um brot á lögum um atvinnurétt-
indi útlendinga og lög um útlend-
inga.
Málið byrjaði á því að lögregla
stöðvaði í gærmorgun bifreið
fyrir of hraðan akstur á Skeiða-
vegi í Árnessýslu. Íslenskur öku-
maður reyndist vera með út-
runnin ökuréttindi og vildi þá
fela farþega sínum, Pólverja í
vinnufötum, akstur bifreiðarinn-
ar. Voru þeir færðir á lögreglu-
stöð á Selfossi til yfirheyrslu.
Veittist að lögreglumanni
og var færður í fangaklefa
Málið vatt upp á sig og voru
tveir Pólverjar sem dvöldust í
Rangárvallasýslu einnig færðir
til yfirheyrslu. Íslendingur sem
hýsti þá kom á lögreglustöð og
veittist að lögreglumanni. Var
hann færður í fangaklefa og síð-
an yfirheyrður þegar ró færðist
yfir hann.
Einn Pólverjanna hefur komið
fjórum sinnum til Íslands og
dvalist hér tæpa þrjá mánuði
hvert sinn. Annar var hér í ann-
að sinn og sá þriðji í fyrsta
skipti. Þeir eru allir grunaðir um
að hafa starfað hér án tilskilinna
atvinnuleyfa.
Málið verður nú sent Útlend-
ingastofnun til meðferðar en bú-
ast má við að ákært verði fyrir
meint brot á lögunum.
Grunur um brot á
lögum um útlendinga„VIÐ óttumst að það stefni í að hiðfyrirhugaða tónlistarhús verði á
endanum ekki tónlistarhús, heldur
fjölnota menningarhús, þar sem
ráðstefnur og alls kyns menning-
arlegar uppákomur verði metnar
til jafns við tónleikahald atvinnu-
manna í tónlistarlífinu,“ segir
Kjartan Ólafsson, formaður Tón-
skáldafélags Íslands og talsmaður
breiðs hóps af tónlistarfólki, tón-
leikahöldurum og tónleikagestum
sem skrifað hafa undir áskorun til
forsvarsmanna tónlistarhússins
um að taka til greina óskir þessa
hóps um tónleikasal sem sniðinn sé
að þörfum þeirra./26
Megn
óánægja
ÁTÖK félaga tengdum viðskiptablokkum
S-hópsins svonefnda og Björgólfsfeðga í
Landsbankanum halda áfram því meirihluti
eigenda í Keri, lykilfélagi S-hópsins, lagði
fram lögbannskröfu hjá embætti sýslumanns-
ins í Reykjavík í gær vegna hlutafjáraukn-
ingar í fasteignafélaginu Festingu.
Festing á og rekur fasteignir Olíufélagsins
og Samskipa en meðal eigenda félagsins eru
fjárfestarnir í Sundi og Nordic Partners sem
seldu á dögunum hluti sína í Keri til Grettis,
félags í eigu Landsbankans og Trygginga-
miðstöðvarinnar.
Auka hlut sinn úr 20% í 53% nái
hlutafjáraukningin fram að ganga
Ef hlutafjáraukningin í Festingu nær fram
að ganga hafa hluthafahópar tengdir Sundi og
Nordic Partners aukið hlut sinn úr tæpum
20% í um 53%. Benda Kersmenn á að kaupin
séu fjármögnuð og veðsett af Landsbankan-
um. Beinist lögbannskrafan að bankanum og
nýstofnuðu einkahlutafélagi, Angusi, sem Jó-
hann Halldórsson, framkvæmdastjóri Festing-
ar, stendur að.
Festing varð til haustið 2003 við skiptingu
Kers þegar fasteignir Olíufélagsins voru færð-
ar yfir til Festingar. Síðar tengdust félaginu
fasteignir Samskipa og eignir frá Sundi.
Stjórnarmenn í Festingu eru Guðmundur
Hjaltason, forstjóri Kers, Jón Þór Hjaltason,
aðaleigandi Nordic Partners, og Páll Þór
Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar í
Sundi, sem jafnframt er varamaður í stjórn
Festingar. Kom Páll með þá tillögu á stjórn-
arfundi sl. föstudag að hlutaféð yrði hækkað
og það selt Angusi.
Eigendur Kers, aðrir en Grettismenn, vilja
að fulltrúum meints nýs meirihluta í Festingu
verði bannað að neyta atkvæðisréttar í félag-
inu og/eða framselja hann til þriðja aðila þar
til dómstólar hafi kveðið upp úr um lögmæti
hlutafjáraukningarinnar, sem nemur um ein-
um milljarði króna að markaðsvirði.
Ker krefst lögbanns á hluta-
fjáraukningu í Festingu
Morgunblaðið/Kristinn
Allar fasteignir Olíufélagsins, þar á meðal
bensínstöðvar, eru í eigu Festingar.
Dómstólar/6
Festing á og rekur allar fasteignir Olíufélagsins og Samskipa