Morgunblaðið - 12.04.2005, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞINGMENN úr öllum flokkum fögn-
uðu því á Alþingi í gær að fjölmiðla-
nefnd menntamálaráðherra, skipuð
fulltrúum allra stjórnmálaflokka á
þingi, skyldi hafa náð saman um til-
lögur að reglum á fjölmiðlamarkaði.
Þingmenn úr stjórn og stjórnarand-
stöðu lögðu þó margir hverjir áherslu
á að tillögurnar væru málamiðlun
milli ólíkra sjónarmiða.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra gerði efnislega
grein fyrir skýrslu og tillögum nefnd-
arinnar í upphafi þingfundar í gær.
Hún sagðist fagna því sérstaklega að
pólitísk sátt skyldi hafa tekist milli
stjórnmálaflokkanna um reglur á fjöl-
miðlamarkaðnum. „Ég tel mjög mik-
ilvægt að um tillögur nefndarinnar
muni á næstu vikum og mánuðum
eiga sér víðtæk og málefnaleg um-
ræða,“ sagði ráðherra. „Þá hvet ég
hagsmunaaðila, einnig á fjölmiðla-
markaðnum, til að axla ábyrgð með
sambærilegum hætti og stjórnmála-
menn hafa gert til að sátt megi ríkja
um íslenska fjölmiðlamarkaðinn í
framtíðinni.“
Eftir ræðu ráðherra fóru fram al-
mennar umræður um skýrslu og til-
lögur fjölmiðlanefndarinnar. Mörður
Árnason, þingmaður Samfylkingar-
innar, sagði skýrsluna og niðurstöður
nefndarinnar bera þess merki að
menn hefðu gengið til verksins æs-
ingalaust.
Mörður gerði tillögur nefndarinnar
um eignarhald á fjölmiðlum m.a. að
umtalsefni og sagði, að öfugt við fjöl-
miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar frá
því í fyrra, gerðu tillögurnar ráð fyrir
því að eitt skyldi ganga yfir ljósvaka-
miðla og prentmiðla. Síðan sagði
hann: „Slíkar takmarkanir varða ým-
is mannréttindi, sem tryggð eru í
stjórnarskrá: tjáningarfrelsi, prent-
frelsi, atvinnufrelsi og eignarrétt. Að
auki verða menn að muna að fjölmiðl-
arnir eru fjórða valdið. Þess vegna
verða gild rök að liggja að baki skref-
um í þessa átt, umfram almennar
samkeppnisreglur. Það verður að
segja eins og er að slík rök er því mið-
ur ekki að finna í niðurstöðum nefnd-
arinnar.“
Mörður sagði að tillögur nefndar-
innar um takmarkanir á eignarhaldi,
væru ekki ættaðar frá Samfylking-
unni; þær væru hluti af málamiðlun
meðal nefndarmanna „og í raun
kannski það eina sem eftir stendur af
frumvarpi stjórnarflokkanna frá því í
fyrra.“ Hann ítrekaði að Samfylking-
armenn legðust gegn reglum af þessu
tagi. „Við teljum að svona reglur komi
því aðeins til greina að markmiðunum
um fjölbreytni og samkeppni verði
ekki náð með öðrum hætti.“ Hann
sagði í lok ræðu sinnar að Samfylk-
ingarmenn væru þó tilbúnir til að
ganga til samstarfs um löggjöf á fjöl-
miðlasviði á grundvelli skýrslunnar.
Sátt í sjónmáli
Jónína Bjartmarz, þingmaður
Framsóknarflokks, sagði m.a., eins
og margir aðrir þingmenn, að það
væri afar ánægjulegt að innan fjöl-
miðlanefndarinnar hefði „náðst sátt
um tiltekna lendingu í einu heitasta
pólitíska deilumáli liðinna ára.“ Sam-
flokksmenn hennar, Magnús Stefáns-
son og Dagný Jónsdóttir, tóku í sama
streng. „Ég tek undir með þeim þing-
mönnum sem hafa fagnað því að sátt
virðist í sjónmáli um fjölmiðlamark-
aðinn á grundvelli þessarar skýrslu
og þar með þá meginniðurstöðu henn-
ar að það sé bæði rétt og eðlilegt að
setja löggjöf um eignarhald fjölmiðla
[...],“ sagði Dagný.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, og einn nefndarmanna,
hvatti m.a. til þess, í umræðunum í
gær, að samfélagið sýndi skýrslunni
áhuga og tæki þátt í umræðunni um
hana og Þuríður Backman, þingmað-
ur Vinstri grænna, lýsti, eins og aðrir
þingmenn yfir ánægju með niður-
stöðu nefndarinnar.
Samflokksmaður þeirra, Ögmund-
ur Jónasson, rifjaði upp þær hörðu
deilur sem urðu um fjölmiðlafrum-
varp ríkisstjórnarinnar á Alþingi fyr-
ir réttu ári, og bætti því við að Vinstri
grænir hefðu síður en svo lagst gegn
rammalöggjöf um eignarhald á fjöl-
miðlum. Þeir hefðu þvert á móti haft
forgöngu um að hafist yrði handa til
að afla gagna og vinna málinu braut-
argengi. Vísaði hann þar til þings-
ályktunartillögu Álfheiðar Ingadótt-
ur, varaþingmanns Vinstri grænna,
og þingmanna úr Framsóknarflokki,
Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda
flokknum, frá haustþingi 2003, um
skipun þverpólitískrar fjölmiðla-
nefndar sem hefði m.a. það verkefni
að kanna hvort þörf væri á lagasetn-
ingu á fjölmiðlamarkaðnum.
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins og
fulltrúi í fjölmiðlanefnd ráðherra, rifj-
aði einnig upp þessa þingsályktunar-
tillögu Álfheiðar. Hann sagði að Al-
þingi hefði betur samþykkt að setja
saman slíka þverpólitíska nefnd,
strax haustið 2003. Þá hefði sú
skýrsla, sem nú væri verið að ræða,
legið fyrir mun fyrr.
Magnús sagði síðan um skýrslu
fjölmiðlanefndarinnar, að hún væri
sigur fyrir lýðræðið í landinu, sigur
fyrir þingræðið og fyrir vilja Alþingis.
Hann fjallaði síðan sérstaklega um
niðurstöðu nefndarinnar um eignar-
hald á fjölmiðlum og sagði tillögurnar
mjög hóflegar. „Ég tel þessi ákvæði
vera mjög hófleg. Ég tel að þau muni
ekki skaða fjölmiðlafyrirtækin til
frambúðar.“
Málamiðlun ólíkra sjónarmiða
Bjarni Benediktsson og Birgir Ár-
mannsson, þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, sögðu það merkileg tímamót
að þverpólitísk sátt skyldi hafa tekist
innan nefndarinnar, ekki síst í ljósi
þess hve hart hefði verið deilt um fjöl-
miðlamálið svonefnda á síðasta ári. „Í
ljósi þess hvernig umræður þróuðust
hér á síðasta ári er merkilegt að
nefndin, skipuð fulltrúum allra stjórn-
málaflokka, skyldi ná samstöðu um að
gera ákveðnar afmarkaðar tillögur í
þessa átt,“ sagði Birgir og bætti því
við að ekki mætti þó gleyma því að til-
lögur nefndarinnar væru málamiðlun.
Þingmennirnir Bryndís Hlöðvers-
dóttir, Samfylkingu, Guðjón A. Krist-
jánsson, Frjálslynda flokknum, og
Einar Karl Haraldsson, Samfylking-
unni, tóku einnig þátt í umræðunum
og sögðu m.a. að skýrsla fjölmiðla-
nefndarinnar væri mjög vel unnin.
„Það skiptir hins vegar öllu máli
hvernig að málum verði staðið í fram-
haldinu,“ sagði Bryndís. „Úr ágætri
heildarskýrslu fyrri fjölmiðlanefndar
varð til frumvarp sem skók samfélag-
ið mánuðum saman. Það má ekki
henda aftur.“
Þingmenn fagna því að pólitísk sátt skyldi hafa náðst í fjölmiðlanefndinni
Tillögur nefndarinnar mála-
miðlun milli ólíkra sjónarmiða
Morgunblaðið/Árni Torfason
Magnús Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, fagnaði eins og
aðrir þingmenn þeirri sátt sem hefði tekist í fjölmiðlamálinu.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra mælti fyrir
nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið sf.
á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnar-
andstöðunnar sögðu m.a. í þeirri um-
ræðu að frumvarpið hefði verið samið
bakvið tjöldin og án nokkurs samráðs
við pólitíska aðila eða fagaðila; vinnu-
brögðin hefðu verið í leynimakksgír,
eins og Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, orðaði það. Sagði
hann m.a. að enginn vissi ennþá hver
hefði samið frumvarpið.
Ráðherra fór í upphafi umræðunn-
ar yfir efnisatriði frumvarpsins. Í lok
ræðu sinnar lagði hún áherslu á að
Ríkisútvarpið gegndi mikilvægu
hlutverki sem menningarstofnun í ís-
lensku samfélagi. „Það er því mikil-
vægt að lagarammi um Ríkisútvarpið
sé skýr á hverjum tíma og til þess
fallinn að tryggja að Ríkisútvarpið
geti sinnt þeirri starfsemi sem því er
ætlað,“ sagði hún og hélt áfram: „Í
nýrri skýrslu fjölmiðlanefndarinnar
var mikil áhersla lögð á að treysta
þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á hljóð-
varps- og sjónvarpsmarkaði og telur
nefndin mikilvægt að hlutverk Rík-
isútvarpsins, sem almannaþjónustu-
útvarp, verði tryggt eftir föngum. Ég
vil sérstaklega taka undir þessi sjón-
armið fjölmiðlanefndarinnar og tel að
með frumvarpi því sem hér er til um-
fjöllunar megi einmitt ná þeim mark-
miðum sem fjölmiðlanefndin um-
rædda hefur sett fram í sínu ágæta
plaggi.“
Mörður Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, velti því m.a. fyrir
sér, eftir ræðu ráðherra, hvort frétta-
stjóramálið svonefnda gæti gerst aft-
ur, eftir samþykkt frumvarpsins.
„Gæti það gerst að útvarpsstjóri tæki
þá ákvörðun að ganga framhjá fjölda
hæfra umsækjenda um mikilvæga
stöðu vegna pólitísks þrýstings frá
ríkisstjórnarmeirihluta í stjórn Rík-
isútvarpsins.“ Svar hans var eftirfar-
andi: „Já, svo sannarlega gæti það
gerst aftur.“ Hann sagði að skv.
frumvarpinu væri gert ráð fyrir því
að ríkisstjórnarmeirihlutinn hefði
áfram völd yfir Ríkisútvarpinu. Hann
hefði m.a. útvarpsstjórann í vasa sín-
um, þar sem hann gæti bæði ráðið
hann og rekið.
Ekki tekið á gagnrýni
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagði m.a. að margt væri
óljóst í umræddu frumvarpi. Eitt
væri þó ljóst: Ekki væri tekið á þeirri
grundvallargagnrýni, sem fram hefði
komið í samfélaginu í áranna rás, að
þau pólitísku tök sem stjórnarliðið
hefði hverju sinni á Ríkisútvarpinu,
væru óeðlileg. Þá kom fram í máli
Ögmundar að hann hefði áhyggjur af
því að kjör starfsmanna Ríkisút-
varpsins myndu rýrna með breytingu
stofnunarinnar í sameignarfélag.
Dagný Jónsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagðist í upp-
hafi máls síns fagna frumvarpi ráð-
herra. Því væri þó ekki að leyna,
sagði þingmaðurinn, að meðgöngu-
tími frumvarpsins hefði verið langur.
Margir hefðu beðið eftir frumvarpi
um Ríkisútvarpið í mörg ár.
Dagný sagði ljóst að frumvarpið
myndi hafa í för með sér miklar
breytingar á Ríkisútvarpinu. Megin-
línan væri þó sú að stjórnarflokkarn-
ir væru sammála um að reka hér
áfram almannaútvarp í eigu ríkisins.
„Það er mitt mat að þessi áralanga
biðstaða, sem ég fjallaði um hér áðan,
hafi að einhverju leyti bitnað á stofn-
uninni, og er það ánægjulegt að nú
verði breyting á,“ sagði hún. Dagný
sagði að stjórnarflokkarnir hefðu
upphaflega lagt upp með ólík mark-
mið varðandi Ríkisútvarpið, en hefðu
nú náð saman um niðurstöðu. Án efa
væru stóru tíðindin það rekstrar-
form, sem lagt væri til í frumvarpinu,
þ.e. breyting þess í sameignarfélag.
Sú leið væri málamiðlun.
15 manna akademía
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, velti því einnig
fyrir sér, eins og Mörður, hvort
fréttastjóramálið svonefnda gæti
gerst aftur eftir samþykkt frum-
varpsins. Niðurstaða hans var líka sú
sama og Marðar, þ.e. að slíkt mál
gæti aftur komið upp. Guðjón minnti
m.a. á tillögu síns þingflokks um Rík-
isútvarpið. Í þeirri tillögu væri lagt
til að yfir Ríkisútvarpinu yrði sett
fimmtán manna akademía, en í henni
yrðu menn, sem valdir yrðu af sam-
tökum og stofnunum í samfélaginu.
Guðjón lagði áherslu á að frumvarpið
um Ríkisútvarpið yrði ekki afgreitt á
þessu vorþingi, heldur yrði beðið
með afgreiðslu þess fram á haust,
þar sem það yrði rætt aftur samhliða
frumvarpi, sem byggt yrði á niður-
stöðum fjölmiðlanefndarinnar.
Stjórnarandstaðan gagnrýndi frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið á Alþingi í gær
Frumvarpið
um RÚV samið
bak við tjöldin
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
„Það er því mikilvægt að lagarammi um Ríkisútvarpið sé skýr,“ sagði Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
ÁSTA Möller, varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í um-
ræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi
í gærkvöld, að starfsmenn stofn-
unarinnar ættu að biðja Auðun
Georg Ólafsson, afsökunar á fram-
komunni við hann. Auðun hefði
ekkert til sakar unnið, annað en
það að þiggja starf fréttastjóra Út-
varpsins, sem hann hefði sótt um.
Ásta sagði að framkoma starfs-
manna Ríkisútvarpsins, gagnvart
Auðuni, hefði „einkennst af ein-
dæma dónaskap og virðingarleysi.
Það var setið um manninn þegar
hann mætti til starfa. Hann var
miskunnarlaust leiddur til slátr-
unar og það var óhikað reitt til
höggs, við aðstæður sem engum
manni er hægt að bjóða upp á. Hver
og einn getur sett sig í spor hins
nýja fréttastjóra að hafa bognað
undan því ógnaráreiti sem hann
varð fyrir“.
Ásta sagði að með engum hætti
væri hægt að réttlæta þessa fram-
komu í garð Auðuns. „Nú þegar
hægst hefur um, tel ég að starfs-
menn, jafnt sem yfirmenn stofn-
unarinnar, yrðu menn að meiri að
biðja Auðun Georg Ólafssonar, af-
sökunar á framkomu sinni.“
Biðji Auðun Georg afsökunar