Morgunblaðið - 12.04.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 23
DAGLEGT LÍF
FYRSTU niðurstöður úr víðfeðmri
íslenskri rannsókn á lífsgæðum 10
til 12 ára skólabarna benda til kyn-
bundins munar á því hvað stúlkur
og drengir telja að hafi áhrif á
þeirra eigin lífsgæði. Rannsóknin
leiðir í ljós að stúlkur meta al-
mennt lífsgæði sín meiri en dreng-
ir. Á meðan heilsutengdir þættir á
borð við góðan svefn og holla nær-
ingu, stuðningur og vinátta vin-
kvenna eru líklegir til að spá fyrir
um það hvernig stúlkur meta sín
lífsgæði, eru félagslegir þættir á
borð við tómstundaiðkun, einelti og
úrlausnir í ágreinings-
málum líklegir til að
hafa áhrif á lífsgæðamat
drengja.
Rannsóknina unnu
þau Erla Kolbrún Svav-
arsdóttir, deildarforseti
hjúkrunarfræðideildar
HÍ, Brynja Örlygsdóttir,
doktorsnemi við Iowa-háskóla og
verkefnisstjóri hjá Rann-
sóknastofnun í hjúkrunarfræði við
HÍ, og Ragnar Björnsson, sálfræð-
ingur og sérfræðingur við
Rannsóknastofnun í hjúkr-
unarfræði.
Gögnum var safnað í öllum
hverfum borgarinnar eða í tólf
grunnskólum í Reykjavík á vor-
mánuðum 2004. Alls var 1.079 10–
12 ára börnum boðin þátttaka í
rannsókninni, þar af þáðu 557 börn
og fjölskyldur þeirra þátttöku, sem
þýðir 52% svarhlutfall. Auk
barnanna sjálfra og foreldranna
tóku kennarar barnanna þátt í
rannsókninni.
Flókið fyrirbæri
Erla Kolbrún segir að forsögu
rannsóknarinnar megi rekja til
ársins 2003 er hún sat í fagráði
Landlæknisembættisins sem hafði
það hlutverk að finna leiðir til að
efla heilsu Íslendinga. „Mikil um-
ræða fór fram í fagráðinu um svo-
kallaða lífsstílssjúkdóma, sem
fylgja allri velmeguninni og streit-
unni og birtast m.a. í hjarta- og
æðasjúkdómum, ávana- og fíkni-
efnasjúkdómum, geðröskunum, of-
þyngd, anorexíu, hreyfingarleysi
og ofbeldi. Í ljós kom
að engar upplýs-
ingar var um það að
finna hér á landi
hvernig börnin okk-
ar meta sín eigin
lífsgæði í okkar
hraða samfélagi
þrátt fyrir að hag-
vöxturinn og vegsældin séu mæld
reglulega. Undanfarin átta ár hef
ég verið að skoða lífsgæði lang-
veikra barna og fjölskyldna þeirra,
en fram að þessu hafa börnin ekk-
ert verið spurð sjálf um eigin upp-
lifanir, tilfinningar og lífsgildi. Við
ákváðum því að beina sjónum okk-
ar fyrst og fremst að börnunum til
að fá þau til að tjá sig og síðan
myndu svör foreldra og kennara
fylla upp í heildarmyndina.“
Hugtakið „lífsgæði“ er mjög
flókið fyrirbæri, að sögn Erlu Kol-
brúnar, en Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin hefur kosið að skil-
greina hugtakið mjög vítt, sem
skynjun fólks á stöðu sína í lífinu.
En það er ekki
fyrr en á allra
síðustu árum að
rannsakendur
hafa farið að
spyrja börnin
sjálf um mat
þeirra á eigin
lífsgæðum, með
tilliti til heilsu og
athafna. „Nið-
urstöðurnar
finnast okkur mjög áhugaverðar
þar sem stúlkur mátu lífsgæði sín
marktækt meiri en drengir og 6.
bekkingar mátu lífsgæði sín mark-
tækt meiri en 5. bekkingum.“
Vottur um traust
Meðal niðurstaðna má nefna að af
557 börnum voru 117 börn greind
með langvinna sjúkdóma eða 21%.
Alls sögðust 36 börn eða 7,6% svar-
enda vera þolendur eineltis, jafnvel
daglega og oft á dag. Þrettán börn
eða 2,8% svarenda viðurkenndu að
þau legðu önnur börn í einelti allt
frá nokkrum sinnum í viku upp í
oft á dag. Erla Kolbrún segir þess-
ar tölur sambærilegar við tölur í
erlendum rannsóknum, en börn
með langvinna sjúkdóma og þol-
endur eineltis meta lífsgæði sín
marktækt minni en börn án þessa
sem hugsanlega geti kallað á að-
gerðir.
Af 557 þátttakendum höfðu 74
börn leitað til skólahjúkrunarfræð-
inga, þar af 31 barn vegna slysa og
óhappa. Líkamlegar kvartanir
reyndust fjölmargar. Eitt barn út-
skýrði heimsókn til skólahjúkr-
unarfræðings með orðunum:
„stundum líður mér illa“ og annað
sagði: „Ég heimsótti skólahjúkr-
unarfræðinginn út af dálitlu sem
ég get ekki útskýrt.“ Erla Kolbrún
segir að svör barnanna beri vott
um traust þeirra til skólahjúkr-
unarfræðinga enda leiti þau til
þeirra með líkamlegar kvartanir
sem og innri tilfinningalega vanlíð-
an.
Samfélagslegt álag
Að sögn Erlu Kolbrúnar getur
rannsókn sem þessi nýst á ýmsan
hátt. „Mat á lífsgæðum barnanna
okkar hjálpar okkur ekki aðeins við
að aðgreina þá, sem eiga við heilsu-
farsvandamál að stríða, frá hinum.
Upplýsingar sem þessar geta nýst
til þess að spá fyrir um breytingu á
heilsufari barna og unglinga og við
endurhæfingu og heilsueflingu
þeirra. Frakkar hafa frá árinu 2001
verið að vinna rannsókn þar sem
velt er upp þeirri spurningu hvers
vegna slys og sjálfsvíg eru svo al-
geng meðal ungs fólks sem raun
ber vitni, en í Frakklandi má rekja
71% dánarorsaka ungs fólks 15–25
ára til slysa og sjálfsvíga. Frakkar
eru komnir á þá skoðun að í lang-
flestum tilfellum megi skella skuld-
inni á áhættuhegðun vegna sam-
félagslegs álags og hafa þeir því í
auknum mæli beint sjónum að lífs-
gæðum einstaklinganna.
Starfsfólk í heilbrigðisgeiranum
þarf að hjálpa ungu fólki við að tak-
ast á við lífsstílsálag með því að
hvetja það til dáða í því að efla eig-
ið heilbrigði með heilsueflandi
hugsunarhætti,“ segir Erla Kol-
brún Svavarsdóttir.
RANNSÓKN | Lífsgæði 10–12 ára skólabarna
Stúlkur meta
lífsgæði sín
meiri en drengir
Á meðan stúlkur meta lífsgæði sín út frá heilsunni
og vináttu vinkenna horfa piltar meira í átt til fé-
lagslegra þátta. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði
Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur, deildarforseta
hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, út í glæ-
nýjar rannsóknaniðurstöður.
Hjálpa þarf ungu fólki við að takast á við lífsstílsálag með því að hvetja það
til dáða í því að efla eigið heilbrigði með heilsueflandi hugsunarhætti.
join@mbl.is
Fram til þessa
hafa börnin ekk-
ert verið spurð
sjálf um eigin
upplifanir, tilfinn-
ingar og lífsgæði.
Erla Kolbrún
Svavarsdóttir
LÍKLEGRA er að pör sem hafa lík-
an persónuleika endist lengur í
hjónabandi en þau sem eru ólík, að
því er norska Dagbladet hefur eftir
niðurstöðum rannsóknar vísinda-
manna við Háskólann í Iowa og birt-
ar eru í Journal of Personality and
Social Psychology.
Rétt innan við þrjú hundruð ný-
gift pör undir fimmtugu tóku þátt í
rannsókninni og voru allir persónu-
leikaprófaðir og svöruðu spurn-
ingalistum um gildismat og skoð-
anir, auk þess að lýsa upplifun sinni
af hjónabandinu, en ekkert paranna
hafði verið gift lengur en eitt ár þeg-
ar rannsóknin fór fram. Í ljós kom
að öll hjónin virtust hafa svipað gild-
ismat og skoðanir og að mati norsks
hjónabandsráðgjafa kemur það ekki
á óvart því í byrjun sambands koma
lífsskoðanir í ljós og fólk vilji ekki
stofna til sambands við einhvern
sem hefur ólíkar lífsskoðanir.
En það er ekki nóg að tryggja að
lífsförunauturinn hafi svipað gild-
ismat og lífsskoðun. Persónu-
leikaeinkenni eru betri vísbending
um hvort hjónabandið verði ham-
ingjusamt. Vísindamennirnir fundu
nefnilega ekkert samhengi á milli
líkra lífsskoðana og ánægju í hjóna-
bandinu. Hins vegar voru þau sem
höfðu líka persónuleika hamingju-
samari í hjónabandinu. Ekki skipti
máli hvaða persónuleikaeinkenni
var um að ræða, heldur var mik-
ilvægast að þau væru lík hjá hjón-
unum. Líkur persónuleiki gerir það
að verkum að hjónin skilja hvort
annað og eiga betra með samskipti
og því verður minna um togstreitu
og misskilning. Allir hafa tilhneig-
ingu til að halda að aðrir hugsi og
breyti eins og þeir sjálfir. Að mati
hjónabandsráðgjafanna Frode
Thuen og Solveig Vennesland er
persónuleikinn lítt sýnilegur í byrj-
un sambands og því ekki óalgengt
að fólk vaxi hvort frá öðru þegar
persónuleikinn kemur betur í ljós.
Vennesland segir mikilvægt að pör
taki sér góðan tíma áður en þau
hefja sambúð. Mikilvægt sé að
kynnast vel fyrst. Hjónabands-
ráðgjafar hafi mikið að gera vegna
þess að hugmyndafræðin „verðið
ástfangin og fylgið ástinni“ ráði nú
ríkjum. En þótt pör þekkist vel og
hafi líkan persónuleika þarf samt að
vinna í hjónabandinu. Hjónabands-
ráðgjafarnir segja að mikilvægt sé
að muna hvort eftir öðru og veita
hvort öðru eftirtekt. Aldrei má taka
sambandinu sem sjálfsögðum hlut.
HJÓNABAND
Reuters
Í rannsókninni fundu vísindamennirnir ekkert samhengi á milli líkra lífs-
skoðana og ánægju í hjónabandinu.
Mikilvægt
að parið
hafi líkan
persónu-
leika
SÆNSKIR vísindamenn hafa
fundið gen sem hægt er að tengja
við auknar líkur á að fá hjarta-
áfall, liðagigt og MS-sjúkdóminn.
Talið er að fjórðungur til fimmt-
ungur Svía hafi umrætt gen sem
tengt er þessum sjúkdómum, að
því er m.a. kemur fram í Svenska
Dagbladet.
Rannsóknin sem liggur til
grundvallar var gerð af hópi vís-
indamanna við Karolinska Instit-
utet í Stokkhólmi og eru niður-
stöður hennar taldar fyrsta
vísbending um að algengt genaaf-
brigði geti valdið þremur sjúk-
dómum. Um er að ræða æðakölk-
un sem oft leiðir til hjartaáfalls,
liðagigtar og taugasjúkdómsins
MS. Fredrik Piehl, einn af for-
svarsmönnum rannsóknarinnar,
segir að þessir sjúkdómar séu ekki
eins ólíkir og ætla mætti. Bólgur
komu við sögu í þeim öllum, og
ferli þar sem ónæmiskerfið kemur
við sögu. Vísindamennirnir komust
að því að ákveðið efni virkaði ekki
sem skyldi innan ónæmiskerfisins
og það leiddi til minni mótstöðu
gagnvart bólgum. Ástæðan var að
genið sem stjórnar myndun þessa
efnis reyndist hafa ákveðna galla,
eins og fram kemur í SvD.
Genarannsóknir á um 4 þúsund
manns, í kjölfar dýratilrauna,
leiddu þessar niðurstöður í ljós.
Niðurstöðurnar eru birtar í vís-
indatímaritinu Nature Genetics.
HEILSA
Hjartaáfall,
liðagigt og
MS með
sameigin-
legar rætur
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Benidorm
24. apríl
frá kr. 39.990
Verð kr. 39.990
Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð. M.v. 2 fullorðna og 2 börn,
2-11, ára í íbúð. Netverð.
Verð kr. 49.990
Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð. M.v. 2 fullorðna
í stúdíó/íbúð. Netverð
24 nætur
Heimsferðir bjóða nú glæsilegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm
24. apríl í 24 nætur. Beint flug. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu
sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Á
Benidorm nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann.