Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GuðmundurLaxdal Jó-
hannesson fæddist
í Vesturbænum í
Reykjavík 8.
ágúst 1920. Hann
lést á Elliheim-
ilinu Grund 31.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Jó-
hannes Laxdal
Jónsson, f. 26.
mars 1884, d. 24.
apríl 1978, og
Halldóra Ólöf
Ólafsdóttir, f. 18.
júlí 1883, d. 19. apríl 1941. Systk-
ini Guðmundar voru Guðrún
Laxdal, f. 18. október 1918, d. 29.
janúar 2004; Sesselja Laxdal, f.
10. ágúst 1922; og Jón Júlíus
Jónsson, hálfbróðir, f. 6. júní
1908, d. 10. febr. 1955. Guð-
mundur ólst upp í foreldrahúsum
á Framnesveginum. Hann bjó í
Reykjavík til leiðarloka.
Guðmundur byrjaði ungur að
vinna eins og venja var hjá þeirri
kynslóð. Lengst af sínum starfs-
Guðný Harpa, f. 2. maí 1975, og
Unnar Friðrik, f. 27. nóvember
1982. 4) Herdís Matthildur, f. 10.
janúar 1948, eiginmaður Árni
Brynjólfsson. Þeirra börn eru
Sigþór, f. 29. febrúar 1968,
Brynjólfur, f. 31. desember 1970,
og Hrönn, f. 23. september 1979.
5) Halldór Ólafur, f. 6. september
1952. Fv. kona Þuríður Pálsdótt-
ir. Þeirra dóttir er Arnhildur, f.
7. desember 1979. 6) Kristín Jó-
hanna, f. 14. febrúar 1957, eig-
inmaður Karl Rúnar Ólafsson.
Þeirra börn eru Trausti Davíð, f.
3. nóvember 1977, Heiðbjört Hel-
ena, f. 2. júní 1980, Hrafnhildur
Hlín, f. 12. apríl 1982, og Teitur
Daði, f. 5. janúar 1992. 7) Elín
Helga, f. 24. maí 1960, eiginmað-
ur Gestur Már Gunnarsson.
Þeirra börn eru Sólbjört Sigríð-
ur, f. 3. júlí 1979, Gunnar Már, f.
17. júní 1982, Snæbjört Sandra, f.
15. mars 1985, og Bergdís Ey-
land, f. 27. maí 1991. 8) Björg
Elísabet, f. 16. desember 1961,
fv. maður Konráð Árnason.
Þeirra synir eru Kristinn Jó-
hann, f. 14. febrúar 1985, og Er-
ling Rafn, f. 7. júní 1991. Björg
er í sambúð með Viðari Péturs-
syni. Barna-barnabörnin eru 16.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
ferli vann hann hjá
Eimskipafélagi Ís-
lands.
Guðmundur var
kvæntur Sigríði
Breiðfjörð Sigurðar-
dóttur, f. í Stykkis-
hólmi 11. september
1922. Þau eignuðust
átta börn og er nú
af þeim fjölmennur
ættbogi. Börn
þeirra hjóna eru: 1)
Halldóra Gróa, f. 10.
desember 1943, eig-
inmaður Vilhjálmur
Haraldsson. Þeirra
synir eru Guðmundur, f. 11.
ágúst 1965, Haraldur, f. 11.
ágúst 1965, og Elvar, f. 29. júní
1973. 2) Þorleifur Jóhannes Lax-
dal, f. 17. mars 1945, eiginkona
Gyða Björg Elíasdóttir. Þeirra
börn eru Elías, f. 20. mars 1967,
Sigríður, f. 26. janúar 1970, og
Erna Björk, f. 28. febrúar 1980.
3) Sigurður Ellert, f. 8. nóvember
1946, eiginkona Ásta Haralds-
dóttir. Þeirra börn eru Elva
Björk, f. 27. nóvember 1971,
Jæja, Guðmundur minn, þá hefur
þú kvatt okkur að sinni. Sigga hefur
örugglega tekið á móti þér og nú
vona ég að þú sért alsæll, ég veit að
eftir þessu varst þú að bíða og þrá
lengi. Einveran fór illa í þig, ég vor-
kenndi þér sárlega í það síðasta þeg-
ar þú varst að segja mér langanir
þínar og vilja. Nú ert þú búinn að fá
þína ósk uppfyllta. Það er nú margs
að minnast gegnum árin sem eru
orðin 27, síðan ég kom fyrst inn á
þitt heimili á Ásgarðinn. Tekið var
vel á móti mér, það var sátt um
komu mína, því endaði ég sem
tengdasonur ykkar Siggu. Það hefur
orðið mér happadrjúgt lán. Þá réð
Sigga ríkjum í eldhúsinu. Þarna ríkti
notalegt andrúmsloft. Þið hjón vor-
uð þó frekar ólíkar persónur, hún
sallaróleg en samt fylgin sér, þú aft-
ur á móti allt í hvelli helst í fyrradag.
Þetta blessaðist allt saman.
Guðmundur hafði skýr skil á skoð-
unum sínum um menn og málefni og
það var virkilega gaman og lifandi
að sitja og spjalla við hann við eld-
húsborðið um Gvend jaka, Gúttó-
slaginn, stríðsárin, Bretavinnuna,
atvinnuskömmtun o.fl. Þarna var
hann vel heima, greinilega margt og
vel lesinn um þessa tíma. Guðmund-
ur held ég hafi ekki verið vinamarg-
ur en vinur vina sinna og tryggur
þeim sem hann á annað borð tók, ég
var greinilega í þeirra hópi. Guð-
mundur reyndist mér vel alla tíð og
vildi allt fyrir mig gera, okkur kom
vel saman. Meðan Siggu naut við
komu þau oft í heimsókn vestur í
Stykkishólm. Hólmurinn togaði allt-
af í hana, þau létu Hólminn heilla
sig, það fór ekki á milli mála.
Eins og ég sagði voruð þið í Ás-
garði 55 í upphafi vegar og þegar
börnin þín hittast og farið er að
spjalla kemur alltaf upp á yfirborðið
eitthvað sem gerðist í Ásgarðinum,
minning um ykkur hjón eða barna-
börn, það er greinilegt að þín börn
hafa komist á legg og flogið úr
hreiðrinu í Ásgarðinum því minning
þeirra þangað virðist sterk.
Svo fluttuð þið Sigga vestur á
Grandaveg. Þar fékkst þú mjög
áhugaverðan eldhúsglugga, gast
fylgst með skipa- og bátaumferð,
hafðir gott útsýni og naust þess.
Sigga stoppaði reyndar stutt þar,
blessunin, og eftir sast þú einn í
kotinu. Því má segja að þú hafir
misst þrjár hendur þegar hún dó.
Ég segi, það var þó þitt lán að
kynnast góðri konu á hæðinni fyrir
neðan þig á Grandaveginum, henni
Mörtu Sæmundsdóttur, hún reynd-
ist þér betri en enginn og hennar
hjálp við þig tel ég vera ómetanlega,
það létti á mörgum að vita að hún
leit til með þér og hjálpaði. Fyrir
mér verður henni seint fullþakkað.
Að lokum á skilnaðarstundu
þakka ég þér, Guðmundur, fyrir að
hafa gefið mér tækifæri til að kynn-
ast þér og gefið mér tíma af lífi þínu.
Endurminningin er dýrmæt. Hún
laðar fram hughrif hlýrra minninga
og dregur fram mynd af hraustum
manni sem alltaf var á réttum stað.
Það er huggun harmi gegn að ég veit
að hjá Siggu og Guði líður þér vel.
Ég vil þakka starfsfólki á dval-
arheimilinu Grund fyrir góða aðstoð
og aðhlynningu þann tíma sem þú
dvaldir þar.
Ég vil svo færa börnum þínum,
tengdabörnum, barnabörnum,
barnabarnabörnum og Settu systur
þinni, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi góður Guð styrkja
ykkur og blessa í sorg ykkar.
Gestur Már Gunnarsson,
Stykkishólmi.
Elsku afi minn, nú ertu farinn.
Farinn til hennar ömmu, þið sitjið
eflaust á einhverju skýinu og ræðið
saman um gamla daga. Ég finn það
núna, að það var svo margt sem ég
átti eftir að segja þér, sem mig lang-
aði að segja þér og ræða um við þig.
En veistu afi, ég er ekkert hrædd
um að ég fái ekki tækifæri til þess
því að við eigum eftir að hittast og
ræða um öll heimsins mál.
Elsku afi minn, ég man eftir því
þegar ég og Erna Björk komum til
þín á Grandaveginn, við komum með
nóg af bakkelsi og þú helltir upp á
kaffi. Ég man að þú settir alltaf syk-
ur í kaffið þitt.
Ég á alltaf eftir að muna eftir
þessari góðu heimsókn, elsku afi
minn.
Ég er alveg viss um að nú líður
þér vel, afi minn.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Elsku afi minn, takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Þær voru kannski ekki margar en
þær voru góðar, og það er það sem
skiptir máli.
Megi guð varðveita þig og passa.
Þín
Þóra Björg.
Okkur systkinin langar í örfáum
orðum að minnast afa okkar hans
Guðmundar.
Afi var ekki maður margra orða
en hann tók alltaf vel á móti manni
og okkur leið vel í návist hans. Ekki
þurfti maður að stoppa lengi því
honum virtist nægja að maður kæmi
aðeins við og spjallaði í smá stund
um daginn og veginn. Meðan amma
var á lífi komu þau oft í heimsókn í
Hólminn, og það er ekki hægt að
segja að mikið færi fyrir honum afa
en það var nóg að vita af honum. En
eftir að amma dó fækkaði þeim
heimsóknum. Hann gat nú samt átt
það til að koma í heimsókn án þess
að láta vita og þá gat maður allt eins
átt von á því að hann færi eins
snögglega af stað heim eins og hann
birtist allt í einu. En það var alltaf
gaman að fá hann í heimsókn þó
hann stoppaði mislengi við. Hann
gerði aldrei upp á milli og allir voru
jafnir hjá honum. Það hefur ábyggi-
lega ekki veitt af með öll þessi börn
og barnabörn sem hann átti.
Að lokum viljum við þakka þér,
afi, fyrir allar þær góðu stundir sem
við áttum saman og vonum að þér
líði vel hjá Siggu ömmu. Einnig vilj-
um við votta nánustu aðstandendum
okkar dýpstu samúð og biðjum Guð
að blessa þau í sorg sinni.
Sólbjört Sigríður, Gunnar
Már, Snæbjört Sandra og
Bergdís Eyland Gestsbörn,
Stykkishólmi.
Ég kynntist Guðmundi fyrst þeg-
ar ég giftist Jóni bróður Sigríðar
konu hans. Guðmundur var mynd-
arlegur maður, hár, dökkhærður og
hafði frjálsmannlega framkomu.
Honum lét vel að stjórna þeim sem
með honum gengu, enda vann hann
lengst af sem verkstjóri hjá Eim-
skip.
Guðmundur hafði mikinn áhuga á
fótbolta og vann í mörg ár um kvöld
og helgar sem hliðvörður á Melavell-
inum þegar fótboltaleikir voru þar.
Guðmundur var samviskusamur í
störfum sínum og mér er minnis-
stætt hversu nákvæmur hann var í
allri umgengni og meðferð á ís-
lenska fánanum, en eitt af störfum
hans á vellinum var að sjá um fán-
ann þar.
Guðmundur var raddsterkur,
hafði góða söngrödd og hafði mikla
gleði af söng. Það var gaman að vera
með þeim hjónum á góðum stund-
um, þau voru ævinlega hrókar alls
fagnaðar, alltaf glöð og kát.
Á fyrstu árum þeirra hjóna var oft
þröngt í búi, enda börnin átta, fædd
á fáum árum. Fyrstu árin bjuggu
þau í bragga í Kamp Knox, en með
ótrúlegum dugnaði tókst þeim að
komast fljótlega í raðhús í Bústaða-
hverfi. Það var mikill léttir fyrir fjöl-
skylduna að komast þangað. Guð-
mundur var sparsamur maður og
fljótlega keypti hann sér bíl og
kappkostaði alla tíð að vera á nýleg-
um eða nýjum bílum.
Börn okkar hjóna og yngri börn
þeirra Guðmundar og Sigríðar voru
á sama aldri og mikill vinskapur
ætíð í fjölskyldunni enda Sigríður
einstök við að halda utanum hópinn
og rækta samböndin þótt fjölskyld-
an stækkaði ört.
Guðmundur og Sigríður fluttu síð-
ar að Grandavegi 47 og voru búsett
þar þegar Sigríður lést 23. maí 1992.
Það var öllum sem hana þekktu mik-
il sorg að þurfa að sjá á eftir henni.
Guðmundur bjó áfram á Granda-
veginum þar til heilsu hans hafði
hrakað svo mikið að hann flutti á
Elliheimilið Grund, þar sem hann
lést.
Nú að leiðarlokum viljum við
hjónin þakka fyrir ótal ánægju-
stundir sem við áttum í gegnum árin
með Guðmundi og Sigríði. Of langt
yrði upp að telja þær stundir og
verða þær vel geymdar í sjóði minn-
inganna.
Börnum Guðmundar og Sigríðar,
tengdabörnum, barnabörnum og öll-
um afkomendum vottum við samúð
okkar hjóna og fjölskyldu okkar.
Þessar línur eftir Jóhannes úr
Kötlum verða okkar kveðjuorð:
Vor sál er svo rík af trausti og trú
að trauðla mun bregðast huggun sú.
– Þó ævin sem elding þrjóti,
guðs eilífð blasir móti.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást
að hugir í gegnum dauðann sjást.
– Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur síðar.
Guð veri með ykkur öllum.
Emilía og Jón Sigurðsson.
GUÐMUNDUR LAX-
DAL JÓHANNESSON
Minn góði vinur,
Jónas á Stórulaugum,
er látinn. Ég kynntist
Jónasi þegar ég hóf störf sem sveit-
arstjóri Þingeyjarsveitar árið 2002
og var í fyrstu fundinn samastaður á
neðri hæðinni á Stórulaugum. Allt
frá fyrsta degi sýndi Jónas mér og
fjölskyldu minni mikla umhyggju og
hlýhug og átti það eftir að einkenna
vináttu okkar alla tíð síðan.
Jónas kunni líka að sýna þakklæti
sitt í verki. Ellý, konan mín, gerði
t.d. vel við hárið á Jónasi sem hon-
um þótti vænt um og ógleymanlegt
JÓNAS
STEFÁNSSON
✝ Jónas Stefánssonfæddist á Önd-
ólfsstöðum, Reyk-
dælahreppi í S-Þing-
eyjarsýslu 3. júlí
1909. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga fimmtu-
daginn 31. mars síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Ein-
arsstaðakirkju 8.
apríl.
er þegar okkur barst í
þakklætisskyni heill
bali af blóðmör sem
Jónas hafði gert með
góðri aðstoð Þuru á
Ökrum! Það góða bús-
ílag dugði vel og lengi.
Það var bæði gaman
og fróðlegt að sitja
með Jónasi í eldhúsinu
eða stofunni á Stóru-
laugum því alltaf kunni
hann sögur að segja úr
héraðinu, af svaðilför-
um sínum ýmsum,
samferðamönnum og
söng og ekki síður af
hestum og hestamennsku. Hann
sýndi hestabrölti okkar sérstakan
áhuga enda einkar umhugað um vel-
farnað okkar á því sviði.
Það varð að samkomulagi okkar
Jónasar að ég reyndi að sjá til þess
að við færum saman fyrstu ferðina
um væntanleg jarðgöng gegnum
Vaðlaheiði, enda var hann bæði
framsýnn og sérstakur áhugamaður
um samgöngubætur sem fyrrver-
andi bifreiðarstjóri og brýndi mig
reglulega til slíkra verka. Það verð-
ur víst bið enn um sinn á þeirri ferð
en Jónas verður eflaust með okkur í
anda þegar að þessum merku tíma-
mótum kemur. Við höfðum einnig
ráðgert ferð á Þeistareyki þar sem
Jónas vildi upplifa það mikla fram-
faraspor fyrir héraðið sem virkjun
jarðvarmans er þar um slóðir. Af
þeirri ferð verður heldur ekki en
áhugi hans sýnir þann eldmóð og
framfaravilja sem einkenndi Jónas
allt fram til hinstu stundar. Það er
okkar sem eftir lifum að halda slík-
um merkjum áfram á lofti.
Jónas var jafnframt mikið hraust-
menni og sinnti m.a. sauðfjárbúskap
fram yfir 95 ára aldur. Slík eljusemi
er aðdáunarverð enda Jónas fylginn
sér og dugnaðarmaður þrátt fyrir að
heilsan hafi svikið og það oftar en
einu sinni. Hann minntist þess
reglulega hve mikilvægt það er að
eiga góðan lífsförunaut og augljóst
var að hann saknaði Kristjönu konu
sinnar sem látin er fyrir nokkru.
Vonandi hafa þau nú sameinast á
ný.
Við erum þakklát fyrir kynni okk-
ar af Jónasi Stefánssyni á Stóru-
laugum og sendum fjölskyldu hans
og ástvinum innilegustu samúðar-
kveðjur okkar.
Jóhann Guðni Reynisson
og fjölskylda.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐNÝ STEFÁNSDÓTTIR
frá Mjóeyri,
Eskifirði,
lést á hjúkrunardeild Kumbaravogs, Stokks-
eyri, fimmtudaginn 7. apríl.
Útför hennar verður gerð frá Eskifjarðarkirkju
laugardaginn 16. apríl kl. 14:00.
Rósa Kjartansdóttir, Þorsteinn Sigfússon,
Jónbjörg Kjartansdóttir, Ásbjörn Sigurðsson,
Sigurveig María Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Tengdamóðir mín, amma okkar og langamma,
SIGRÚN INGIMARSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
áður Lækjargötu 9a,
Akureyri,
andaðist miðviðkudaginn 6. apríl.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mið-
vikudaginn 13. apríl kl. 13:30.
Kristbjörg Halldórsdóttir,
Erna Magnúsdóttir,
Eva Magnúsdóttir,
Brynjólfur Magnússon,
Rúnar Magnússon
og fjölskyldur.