Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 23.04.2005, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Taktu höndum saman með öðrum til þess að láta hjólin snúast. Notaðu dag- inn til líkamlegrar áreynslu eða íþróttaiðkunar. Allt sem þú gerir er til bóta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Metnaður nautsins lætur á sér kræla og það finnur sig knúið til þess að koma sér áleiðis. Ræddu sparnaðarhugmyndir við yfirmann eða foreldra, þú færð snjallar hugmyndir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburar sem starfa á sviði fjölmiðlunar, menntunar, læknisfræði og lögfræði koma svo sannarlega á óvart í dag. Hug- myndir hans eru djarfar og hann hikar ekki við að koma þeim áleiðis. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn sér ýmsar leiðir til umbóta í eigin lífi og annarra um þessar mundir. Fólk ætti að leggja við hlustirnar í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leggðu öðrum lið við að bæta kjör barna í dag og stilltu þig um að reyna að breyta makanum. Notaðu orkuna í að hjálpa öðrum og endurnýja. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Staða himintunglanna gerir meyjunni auðveldara en ella að bæta heilsufar sitt. Gerðu allt sem þú getur, hreyfðu þig, bættu mataræðið og stundaðu íþróttir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Skapandi og listrænar vogir ná árangri í því sem þær taka sér fyrir hendur í dag. Þær koma auga á nýjar leiðir til þess að ná markmiðum sínum og þora að prófa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag er upplagt að sinna viðgerðum á heimilinu, hvort sem um er að ræða stór verkefni eða smá. Allt sem þú gerir gengur vel og hratt fyrir sig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn er einstaklega sannfær- andi í dag og gæti selt ís á norð- urpólnum, ef út í það væri farið. Þá er ráð að bera sig eftir því sem maður vill. Enginn stenst þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú er rétti tíminn til þess að auka tekj- urnar, steingeitin er bæði kraftmikil og kæn þessa dagana og hikar ekki við að bregðast við með hraði og dirfsku. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að hreyfa þig eitthvað í dag, ef þú getur. Hvaðeina sem þú gerir færir þér ávinning. Teygjuæfingar, jóga og fimleikar koma sérstaklega að gagni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn kemst hugsanlega á snoðir um forvitnileg leyndarmál í dag. Ein- hver ljóstrar upp leyndardómi. Notaðu upplýsingarnar af varfærni og virðingu. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Þú hefur góða leikræna hæfileika og áttar þig á gildi réttrar tímasetningar. Einnig skilur þú gangverk mannskepnunnar. Þú ert samvinnufús við vinnufélagana og leggur þig fram við að tryggja eigið öryggi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 skapstilltar, 8 sápulögur, 9 mannsnafn, 10 eldiviður, 11 steinn, 13 slota, 15 fáni, 18 éta, 21 kyn, 22 þrjót, 23 fífl, 24 pretta. Lóðrétt | 2 stríðin, 3 nirfill, 4 skapvond, 5 aldan, 6 fæ í minn hlut, 7 feiti, 12 kropp, 14 greinir, 15 sjávardýr, 16 stétt, 17 hamingjan, 18 verk, 19 hyggst, 20 leðju. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hnupl, 4 tæpur, 7 landi, 8 orkan, 9 ris, 11 röng, 13 kimi, 14 átuna, 15 meyr, 17 lögg, 20 sag, 22 náinn, 23 undur, 24 tunga, 25 torgi. Lóðrétt | 1 hólar, 2 unnin, 3 leir, 4 tros, 5 pakki, 6 runni, 10 iðuna, 12 gár, 13 kal, 15 mennt, 16 ylinn, 18 öldur, 19 garri, 20 snúa, 21 gust.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Myndlist 101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson – Ská- halli tilverunnar (Theo van Doesburg, Goya og aðrir). Banananas | Davíð Örn Halldórsson sýnir veggmyndir og málverk sem fást við hug- myndina frummynd og eftirmynd. Café Karólína | Myndlistarsýning Baldvins Ringsted. Eden, Hveragerði | Davíð Art Sigurðsson sýnir olíumálverk. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. Gallerí Dvergur | Baldur Bragason sýnir skúlptúra. Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson – Afgang- ar. Gallerí Gyllinhæð | 17% Gullinsnið kl. 14–17. Sýnendur eru Árni Þór Árnason, Maríó Músk- at og Sindri Már Sigfússon. Gallerí i8 | Hrafnkell Sigurðsson. Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson. Gallery Terpentine | Odd Nerdrum og Stefán Boulter. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Grafíksafn Íslands | Sýning á vatns- litamyndum eftir Daða Guðbjörnsson verður opnuð kl. 15 í dag. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Í samvinnu við Sophienholm í Kaupmannahöfn og Hafnarborg, hefur Jo- hannes Larsen-safnið sett saman sýningu um danska og íslenska listamenn og túlkun þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili. Jóhannes Dagsson - einkasýning. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menning- arsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Krús | Sýning Birgis Breiðdal er opin til 30. apríl. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal eitt verk, ekkert upphaf né endir. Listasafn ASÍ | Helgi Þorgils Friðjónsson. Listasafnið á Akureyri | Erró. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 1945. Rúrí – Archive Endangered waters. Síðasta sýningarhelgi. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jóns- son og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirsdóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Markmið XI. Hörður Ágústsson – Yfirlitssýn- ing. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Farfuglarnir, sýning sex nor- rænna myndarlistarmanna frá Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Norska húsið í Stykkishólmi | Málverkasýn- ing Péturs Péturssonar. Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds- dóttir sýnir „Fiskar og fólk“. Allar myndirnar eru unnar með steypu á striga. Salurinn | Andi Manns er heiti á sýningu Leifs Breiðfjörðs. Stórir steindir gluggar, svíf- andi glerdrekar, eru uppistaða sýningar. 24. apríl kl. 14 verður Leifur með leiðsögn um sýninguna. Salurinn | Frönsk 20. aldar píanótónlist fyrir tvo kl. 13 - Tónleikar kennara Tónlistarskóla Kópavogs. Nína Margrét Grímsdóttir, píanó, Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó. Verk eftir Fauré, Debussy og Milhaud. Salurinn | Píanótónleikar, kl. 16. Kristín Jón- ína Taylor. Verk eftir Edvard Grieg, Alexander Skrjabín, Claude Debussy, Þorkel Sigur- björnsson og Samuel Barber. Yzt – gallerí og listverslun | Vatnsheimar – verk Mireyu Samper. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione – ljós- myndir úr fórum Manfroni-bræðra. Þrastalundur, Grímsnesi | Sveinn Sig- urjónsson frá Galtalæk 2 í Rangárvallasýslu sýnir olíumálverk í Þrastalundi. Smáralind | Sýning Amnesty International, „Dropar af regni“. Tónlist Akureyjakirkja | Kirkjulistaviku lýkur um helgina með kantötuguðsþjónustu kl. 11 á sunnudag. Fluttir verða þættir úr kantötunni: „Es ist euch gut dass ich hingehe“ eftir Bach. Í messunni prédikar sr. Jón A. Bald- vinsson, vígslubiskup. Hátíðartónleikar kl. 16. Flutt verða verk eftir Widor og Duruflé. Æðruleysismessa kl. 20.30. Bústaðakirkja | Tónleikar í Bústaðakirkju kl. 17. Flytjendur eru Craigclowan Senior Choir, strengjasveit og sekkjapípuleikarar frá Perth í Skotlandi og nemendur Tónlistarskóla Bessastaðahrepps. Stjórnandi: Ástmar Ólafsson. Aðgangur er ókeypis. Félagsheimilið Goðaland | Kvennakórinn Ljósbrá er með vortónleika á Goðalandi í dag. Einsöngvari Gísli Stefánsson, tvísöngur Guðríður Júlíusdóttir og Margrét Harpa Guð- steinsdóttir. Undirleikarar Arnhildur Val- garðsdóttir og Margrét Harpa Guðsteins- dóttir. Stjórnandi Eyrún Jónasdóttir. Gerðuberg | Íslandsdeild EPTA (Evrópusam- band píanókennara) stendur fyrir námskeiði í píanóleik (Masterclass) fyrir píanónemendur í grunnstigi og miðstigi í Gerðubergi, kl. 13– 17. Fyrirhugað námskeið sunnudaginn 24. apríl fellur niður. Kennari Anna Málfríður Sig- urðardóttir. Allir velkomnir. Hlégarður | Karlakórinn Stefnir og Karlakór Eyjafjarðar syngja saman á vortónleikum í Hlégarði kl. 16. Stjórnendur Atli Guðlaugsson og Petra Björk Pálsdóttir. Kaffi Hljómalind | Hljómsveitirnar Fut- ureFuture og Days of our Lives halda tón- leika í dag kl. 21. Frítt inn og staðurinn er áfengis- og tóbakslaus. Kaffi Hljómalind | Tónleikar kl. 17 með Lada Sport og Kingstone. Hlynur Magnússon sýnir teiknimyndir kl. 20. Uhu leikur kl. 21. Langholtskirkja | Skagfirska söngsveitin heldur tónleika í Langholtskirkju kl. 17–19. Leikskálar | Hljómsveitartónleikar kl. 14, þar sem Skólahljómsveit Kópavogs kemur fram. Á efnisskránni er tónlist úr kvikmyndunum o.fl. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Norræna húsið | Auður Agla Óladóttir víólu- leikari heldur tónleika í Norræna húsinu 17. Með henni spilar Kristinn Örn Kristinsson. Á efnisskrá eru verk eftir J. S. Bach, Ernest Bloch, Johannes Brahms og Áskel Másson. Aðgangur ókeypis. Seltjarnarneskirkja | Vortónleikar Lúðra- sveitar verkalýðsins kl. 14 í Seltjarnar- neskirkju. Tryggvi M. Baldvinsson stjórnar. Þetta verða kveðjutónleikar Tryggva sem stjórnanda. M.a. verða verk eftir Fucik, Grieg og John Stanley. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Hljómsveitirnar Bacon og Uhu troða upp í Gallerí Humri eða frægð kl. 15. Bacon fagnaði nýlega sinni annarri skífu, Jenny. Uhu spilar ósungið fönk. Ráðhúsið | Stórsveitamaraþon. 9 íslenskar stórsveitir og ein færeysk. Sveitirnar sem koma fram eru: Kl 13 Stórsveit Tónmennta- skóla Reykjavíkur og Tónskóla Sigursveins D. Krisinssonar. Kl. 13:30 Stórsveit Tónlist- arkóla Hafnarfjarðar, yngri og eldri deild. Kl.14 Stórsveit Tónlistarskólans í Þórshöfn í Færeyjum. Kl 14:30 Stórsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, yngri deild. kl. 15:00 Stór- sveit Tónlistarskóla FIH. Kl 15:30 Stórsveit Tónlistarskóla Seltjarnarnes. Kl. 16 Stórsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, eldri deild. Kl. 16:30 Stórsveit Reykjavíkur. Listasýning Suðsuðvestur | Birta Guðjónsdóttir sýnir í Suðsuðvestri. Verkin á sýningunni eru unnin útfrá vangaveltum um upplifun okkar á tím- anum. Opið fimmtud. og föstud. frá 16–18, um helgar frá 14–17. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skáldsins. Sími 5868066 netfang: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pétursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóð- menningarhúsinu. Hallgrímur er eitt fremsta skáld Íslendinga fyrr og síðar. Sýningin gefur innsýn í verk hans og útgáfur á þeim hér á landi og erlendis og þann innblástur sem þau veita listamönnum, ekki síst í nútímanum. Drepið er á æviatriði Hallgríms og staldrað við atburði sem marka hvörf í hans ferli. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1.200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Í vesturheimi 1955 ljósmyndir Guðna Þórð- arsonar og Íslendingar í Riccione, ljósmyndir úr fórum Manfroni-bræðra. Fréttir ITC samtökin á Íslandi | Landsþing ITC á Ís- landi verður haldið dagana 29.–30. apríl, í Oddfellow-húsinu, Vonarstræti 10 í Reykjavík og er öllum opið. Uppl. fást: www.simnet.is/ itc, eða s: 698–7204/897–4439. Mannfagnaður Wesak-hátíðin | Helgasta hátíð ljóssins, We- sak-hátíðin, verður haldin í Síðumúla 15, 3. hæð, um helgina. Á hátíðinni verða flutt ýmis erindi, tónlist, miðlun, hugleiðslur og fleira. Dagskráin á laugardag og sunnudag er kl. 13– 17. Breiðfirðingabúð | Kvennadeild Barðstrend- ingafélagsins heldur sumarfagnaður fyrir Barðstrendinga 65 ára og eldri, kl. 14, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Hressó | Tilfinningatorg kl. 14–18. Elísabet Jökulsdóttir tekur á móti gestum. Veitingar. Réttó 1953 | Þeir sem fæddir eru 1953 og voru í Breiðagerðis- eða Réttarholtsskóla ætla að hittast í tilefni þess að í vor eru 35 ár frá því að þeir hættu í skólanum. Þeir sem ætla að mæta þurfa að bóka sig fyrir 27. apr- íl. Nánari upplýsingar veita: Gústi, 898– 3950, Edda, 848–3890, Einar, 426–8137, Gunnar J., 551–4925, Jónas, 894–6994 og á edda@simnet.is. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Acoustics skemmtir. Broadway | Síðustu sýningar af söng- kabarettinum „Með næstum allt á hreinu“. Broadway | Hljómsveitin Hunang með Kalla Örvars leikur. Frítt inn. Cafe Amsterdam | Hljómsveitin Veðurguð- irnir. Glæsibær | Dansleikur Félags harm- onikkuunnenda í Reykjavík kl. 21.30. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Kung Fú. Kringlukráin | Hljómsveitin Logar frá Vest- mannaeyjum. Lukku-láki, Grindavík | Hljómsveitin Hraun heldur tónleika og fylgir þeim eftir með partýballi í kvöld kl. 22.30. Players, Kópavogi | Hljómsveitin Bermuda. Fundir Kraftur | Aðalfundur Krafts, stuðningsfélag ungs fólks sem hefur greinst með krabba- mein og aðstandendur, verður haldinn þriðju- daginn 26. apríl nk. að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Veitingar í boði Krafts. ReykjavíkurAkademían | „Hvað segir mað- ur eða gerir fyrir 32ja ára gamlan mann sem missti konu sína og tvo unga syni?“ Þannig skrifar Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræð- ingur Rauða krossins frá Banda Aceh á Indónesíu. Hildur, Hólmfríður Garðarsdóttir og Birna Halldórsdóttir gefa innsýn í störf sín á flóðasvæðum í Asíu í dag, kl. 12–14. Spoex | Aðalfundur SPOEX, Samtaka psori- asis- og exemsjúklinga, verður haldinn 27. apríl kl. 20, á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fjallar Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunardeild- arstjóri um: Bláa lónið – Ný húðlækn- ingastöð. Einnig verður fjallað um breytingar á húsnæði félagsins. Norræna húsið | Alþingismennirnir Jónína Bjartmarz og Magnús Þór Hafsteinsson segja frá ferð sinni til Palestínu á opnum fundi sem Félagið Ísland-Palestína heldur 24. apríl kl. 15. Systkinin Díana og Mohamad Ein- ar Laham syngja nokkur lög í upphafi fundar. Kynning Heilunarsetrið | Opið hús kl. 12–16. Gestir geta kynnt sér þjónustuna gegn vægu gjaldi m.a nudd, heilun, spámiðlun, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð o.fl. Te og spjall. Allir velkomnir. Skógræktarfélag Íslands | Skógrækt- arfélögin kynna starfsemi sína í Smáralind og Kringlunni um helgina, með það að mark- miði að laða nýja félagsmenn til liðs við hreyfinguna. Þetta er liður í dagskrá vegna 75 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands á þessu ári. Námskeið MS-félag Íslands | Helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk um MS-sjúkdóminn verður haldið 29.–30. apríl, fyrir fólk með nýlega greiningu MS, upp að 2–3 árum. Tauga- sérfræðingur, félagsráðgjafi, hjúkrunarfræð- ingur, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari veita fræðslu. Námskeiðið verður í húsi MS-félags Íslands á Sléttuvegi 5, Reykjavík. Upplýs- ingar veitir Margrét, félagsráðgjafi, í síma 5688620, 8970923. www.ljosmyndari.is | Þriggja daga námskeið (12 klst.) fyrir stafrænar myndavélar, 18., 20. og 21. apríl og 25., 27. og 28. apríl kl. 18–22, alla dagana. Verð 14.900 kr. Skráning á www.ljosmyndari.is eða í síma 898–3911. Ráðstefnur Háskóli Íslands | Ráðstefna um vísindi og trú verður í Háskóla Ísl., Lögbergi 101, kl. 10– 16.30. Fyrirlesarar: Atli Harðarson heimsp., Carlos Ferrer sóknarpr., Guðmundur Ingi Markúss. trúarbragðafræð., Gunnjóna Una félagsráðgj., Pétur Hauksson geðlækn., Steindór Erlingsson líf- og vísindasagnfræð- ingur. Allir velkomnir. Frístundir Mýrdalshreppur | Gönguferð á Dyrhólaey í dag. Safnast verður saman kl. 13 á bílastæð- inu við Skorpunef, sem er á suð-austurhorni Dyrhólaeyjar. Nánar á www.atvinnuferda.is. Útivist Hópferðamiðstöðin–Vestfjarðaleið ehf. | Sumri heilsað á Snæfellsnesi 23.–24. apríl. Útivera og söguskoðun með gönguferðum Undir Jökli í fylgd heimamanns, Sæmundar Kristjánssonar. Gist að Hofi. Pantanir hjá Hópferðamamiðstöðinni–Vestfjarðaleið, s. 562 9950 og Ferðafélagi Íslands, s. 568 2533. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.