Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDSMENN heimsóttu Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, að meðaltali 4,6 sinnum í viku hverri í apríl- mánuði, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönn- un Gallup. Hefur heimsóknum á mbl.is fjölgað frá því í október í fyrra en þá heimsótti hver notandi Netsins síðuna fjórum sinnum í viku hverri að með- altali. Aðrir netmiðlar sem niðurstöður voru birtar fyrir voru ruv.is og textavarp.is. Reyndist hver netnot- andi heimsækja vef Ríkisútvarpsins, ruv.is, að með- altali 0,9 sinnum í viku og vef Ríkissjónvarpsins, textavarp.is, að meðaltali 0,7 sinnum. Notkunartölur fyrir vefinn visir.is eru ekki birtar. Þær upplýsingar fengust hjá IMG Gallup að 365 miðlar hefðu óskað eftir því að heimsóknir á vefinn visir.is yrðu ekki mældar og birtar, en fjölmiðlar geta valið um hvaða miðla þeir láta mæla og ekki. 1.540 einstaklingar voru í úrtaki Gallup vegna fjölmiðlakönnunarinnar. Fólkið, sem var á aldrinum 12–80 ára, var valið með tilviljunaraðferð úr þjóð- skrá. Hringt var í þátttakendur 1–3 sinnum yfir könnunartímabilið. Vefur mbl.is heimsóttur að meðaltali 4,6 sinnum í viku SAMKVÆMT gæðamati nýrrar fjölmiðlakönnunar IMG Gallup er Morgunblaðið sá fjölmiðill sem veitir fólki mikilvægar upplýsingar, en Morgunblaðið fær einkunnina 4,1. Næst á eftir kemur Fréttablað- ið með einkunnina 4 og svo eru fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, og Sjónvarpið jöfn með einkunnina 3,6. Samkvæmt gæðamatinu er fréttaflutningi Morgunblaðsins og fréttavefjarins mbl.is einna best treyst meðal þeirra fjölmiðla sem könnunin tók til. Báðir miðlarnir fá einkunnina 4,2 en aðeins Sjón- varpið og Rás 1 fá betri einkunn eða 4,4 og 4,3. Rás 2 fær sömuleið- is 4,2. Næst á eftir koma Stöð 2 og ruv.is með 4 og fær Fréttablaðið einkunnina 3,8. Morgunblaðið og mbl.is fá sömu- leiðis háar einkunnir í öðrum liðum gæðamatsins. Morgunblaðið fær hæstu einkunnina af öllum fjöl- miðlum, eða 4,1, þegar spurt er um miðil sem hægt sé að læra af. Sjón- varpið kemur næst á eftir með 4, þá Rás 1 með einkunnina 3,9 og þá fréttavefurinn mbl.is með ein- kunnina 3,8. Þegar spurt er um „fjölmiðil að mínu skapi“ deila Morgunblaðið og Skjár 1 efsta sætinu með ein- kunnina 4,1. Næst kemur Frétta- blaðið með einkunnina 4 og mbl.is og Stöð 2 fá einkunnina 3,9. Alls svöruðu 807 manns á aldr- inum 12–80 dagbókarkönnun sem framkvæmd var vikuna 7.–13 apríl, og var svarhlutfallið 55,5%. Mikilvæg- ustu upplýs- ingarnar    ! " !# # $% $&'$ # ( )$$ ! !" # $%&' ($)(*+ ,%'' $ " " * '-. $ " '% )+ +% /$ ( 0 ,%+$ )+ 1 '.. ( $ " '% +%(*$ )$ -1/+$ *..2'+$  ! * ( )$$ ! " !# $%   !   " !# ( )$$ !  *  ! ( )$$ !  $%  ! ( )$$ ! " !#                        +&"!,- . !! /!       Morgunblaðið og fréttavefur blaðsins, mbl.is, koma vel út úr nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup Taílands nema um 1% af milli- ríkjaviðskiptum Taílendinga. Jir- apaet segir að svigrúm ætti að vera fyrir aukin viðskipti milli landanna ef samkomulag næst um fríverslunarsamning. „Ef þú lítur til uppbyggingar hagkerfa Taí- lands og EFTA-ríkjanna þá er margt líkt sem við getum samein- ast um og nýtt okkur. Ég held að það sé aðeins hægt að hagnast á samkomulagi,“ sagði hann. Útflutningur frá Íslandi til Taí- lands er óverulegur en hefur auk- ist jafnt og þétt frá árinu 2000 og nam 182,5 milljónum króna árið 2003. Íslendingar fluttu á móti inn vörur frá Taílandi fyrir tæpar 800 milljónir árið 2003. FYRSTU lotu fríverslunarvið- ræðna EFTA-ríkjanna og Taílands lauk í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Sendinefndir ríkjanna hafa fundað stíft síðustu daga en næsti fundur er áformaður S-Taílandi í sept- ember. Krirk-krai Jirapaet, vararáð- herra Taílands, sagði í samtali við Morgunblaðið að fundurinn á Ís- landi hefði verið nýttur til að skiptast á upplýsingum og skoð- unum um hin ýmsu málefni sem snerta hagsmuni ríkjanna. Fram undan væru stíf fundahöld áður en mögulega hillti í samkomulag. Raunhæft væri að áætla að það gæti legið fyrir eftir 12–18 mánuði. Viðskipti EFTA-ríkjanna og Morgunblaðið/Eyþór Taílenski vararáðherrann, Krirk-krai Jirapaet, er hér meðal samstarfs- manna sinna í viðskiptaviðræðunum sem lokið er í bili. Svigrúm fyrir aukin viðskipti ÞAÐ hefur gefist mætavel að beita svonefndri sáttamiðlun, bæði í einkamálum og sakamálum, fyrir dómstólum í Noregi á þeim áratug sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði þar í landi. Skilvirkni hefur aukist, afgreiðsla mála tekur minni tíma fyrir dómstólum og málsaðilar standa sáttari upp frá borðum en ella. Þetta segir héraðsdómarinn Knut Petterson sem undanfarnar vikur hefur verið að kynna fyrir- komulag að norskri fyrirmynd fyrir íslensku fagfólki. Hann mun í dag kynna norsku aðferðina á málþingi hjá Félagi fagfólks í fjölskyldumeð- ferð og mun einnig kynna það á mál- þingi Lögmannafélags Íslands, Dómarafélags Íslands og HR sem haldið er í samstarfi við dómsmála- ráðuneytið 20. maí nk. Petterson er í stjórn Norrænu sáttameðferðar- nefndarinnar (Nordisk Forum for Mekling og Konflikthandtering). Oft hægt að leysa málin á einfaldan hátt Á þeim aldarfjórðungi sem Pett- erson hefur starfað innan sviðs lög- fræðinnar, þar af 15 ár sem dómari, segist hann hafa séð það sífellt betur hversu hefðbundin dómsmeðferð dugar skammt í sumum málum sem leysa mætti með miklu einfaldari og hagkvæmari hætti. „Oft magnast deilurnar í einkamálum þegar þær eru orðnar að dómsmálum,“ segir hann. „Í dómsferlinu eru gjarnan dregnir fram hinir neikvæðu þættir hjá deiluaðilum og það er ekki gott veganesti inn í framtíðina fyrir fólk sem tengist með einum eða öðrum hætti hvort sem það eru fjölskyldu- tengsl eða viðskiptatengsl, að ekki sé talað um nágranna sem eiga í erj- um,“ segir Petterson. „Það getur fal- ið í sér æði háan fórnarkostnað að vinna dómsmál. Þess vegna tel ég mikilvægt að hægt sé að beita öðr- um aðferðum við að leysa úr ágrein- ingi en að fara hina hefðbundnu dómstólaleið.“ Frá árinu 1997 hefur verið boðið upp á sáttamiðlun í einkamálum hjá Héraðsdómi Óslóar og í bígerð er að allir norskir dómstólar taki upp fyr- irkomulagið á næstu misserum. „Þegar tveir deila og fara með málið fyrir dómstóla er vaninn sá að leggja fram kröfur aðila sem byggj- ast á lagagrunni. En það þarf ekki endilega að endurspegla kjarna deil- unnar. Með sáttamiðlun er gefinn gaumur að raunverulegum þörfum og hagsmunum deiluaðila í stað þess að einblína á lagalegan rétt þeirra.“ Systurnar og appelsínan Petterson tekur einfalt dæmi af tveimur systrum sem gera tilkall til appelsínu. Væri málið sett fyrir dómstól hefði dómari spurt hvor systranna gæti sannað tilkall sitt til ávaxtarins og sýnt kvittun. Það gæti líka komið til greina að dómari skipti appelsínunni í tvo helminga og jafn- aði ágreininginn. „En undir sátta- miðlun yrðu systurnar spurðar hvers vegna þær þyrftu appelsín- una. Þá kæmi í ljós að önnur þeirra vildi eingöngu safann en hin börkinn í kökubakstur. Það eru því tvær app- elsínur í spilinu og málið leysist með því að önnur systirin fær börkinn og hin appelsínubátana. Þetta er einfalt dæmi en í grunn- inn endurspeglar þetta hina nýju hugsun.“ Hvað varðar sakamálin hefur orð- ið til vísir að sáttamiðlun hér á landi með verkefninu Hringurinn á vegum Miðgarðs í Grafarvogi sem felst í sáttafundi ungs afbrotamanns og þess sem misgjört er við, þ.e. ef báð- ir samþykkja það auk lögreglunnar. Í Noregi gefa dómstólar möguleika á sáttamiðlun, bæði í tilvikum ungra afbrotamanna og hinna eldri. Í alvarlegri málum geta dómstólar vísað hluta málanna til sáttanefndar til umsagnar. Bæði þolandi og ger- andi ásamt lögreglu þurfa þó að gefa samþykki sitt fyrir sáttaleiðinni til að hún nái fram að ganga og verður þá sakborningurinn hvorki ákærður né fer brotið á sakaskrá. „Sáttamiðl- un er notuð í mörgum löndum sem viðbótarúrræði í alvarlegum mál- um,“ segir Petterson. „Í morðmálum og nauðgunarmálum eða alvarlegum ofbeldismálum kemur þetta til álita og þá einkum með tilliti til þarfa fórnarlambsins eða fjölskyldu þess. Í Noregi og á Íslandi hafa fórnar- lömb í alvarlegri málum harla lítið vægi utan að bera vitni. En að sjálf- sögðu hafa fórnarlömb sína hags- muni og þarfir, bæði af niðurstöðu málanna og meðan þau eru til með- ferðar.“ Sáttamiðlanir hafa gefist vel hjá norskum dómstólum Litið á þarfir deilenda fremur en rétt þeirra Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Í NÝRRI fjölmiðlakönnun IMG Gall- up stendur meðallestur Morgun- blaðsins í stað, eða í 51,9%, frá síðustu könnun sem var framkvæmd í febr- úar. Lestur á Fréttablaðinu lækkar hinsvegar úr 67,1% í 65,8% og lestur á DV lækkar einnig eða úr 20,1% í 19,3%. Framkvæmd var dagbókarkönnun vikuna 7.–13. apríl og var úrtakið Ís- lendingar á aldrinum 12–80 sem vald- ir voru með tilviljunarúrtaki úr þjóð- skrá. Endanlegt úrtak var 1.453 einstaklingar og af þeim svöruðu 807 eða 55,5%. Samkvæmt könnuninni sögðust 90,8% lesenda hafa lesið eitthvað í Fréttablaðinu umrædda viku, 74,5% lásu Morgunblaðið og 43,6% lásu eitt- hvað í DV. Þá kemur í ljós að flestir lesa Morgunblaðið á laugardögum eða 55,2% og eykst það frá síðustu könn- un um 3,3%. Næst kemur lestur á föstudagsblaðinu eða 54,9%. Flestir lesa Fréttablaðið á fimmtu- dögum eða 74,8% og eykst það um 6,4% frá síðustu könnun. Næst á eftir kemur föstudagur með 69%. Flestir lesa laugardagsblað DV eða 24,8%. Fimmtudagar koma næst á eftir með 20,8%. Þegar litið er til búsetu lesa flestir Morgunblaðið á suðvesturhorni Ís- lands eða 55,4%. Næst á eftir kemur höfuðborgarsvæðið með 55,3% og þá landsbyggðin með 46,2%. Flestir lesa Fréttablaðið á höfuð- borgarsvæðinu eða 74%. Næst kem- ur suðvesturhornið með 71,5% og landsbyggðin með 51,9%. Flestir lesa DV á suðvesturhorn- inu eða 20,8%. Þá kemur höfuðborg- arsvæðið rétt á eftir með 20,6%. Á landsbyggðinni lesa 17,2% DV sam- kvæmt könnuninni. Lestur á Viðskiptablaði eykst Meðallestur Tímarits Morgun- blaðsins eykst lítillega milli kannana eða úr 40,2% í október 2004 í 40,4% nú. Þá eykst lestur á Viðskiptablaði Morgunblaðsins um 3% frá síðustu könnun og er nú 23,2%. Nærri 52% lesa Morgunblaðið 3   4 5 6 3  7     !"  #  $ 8 % %     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.