Morgunblaðið - 13.05.2005, Page 24

Morgunblaðið - 13.05.2005, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | MATARKISTAN urferðir út á land. Áður en haldið var á vit sumarsins, brugðu þær sér að þessu sinni í Garða- bæinn til Þorgerðar, sem bauð vinkon- unum upp á dýrind- iskjúklingarétt, sem vert er að veita öðr- um hlutdeild í. Þor- gerður sagðist hafa fengið uppskriftina hjá systur sinni Ás- laugu, sem fékk svo uppskriftina í öðrum saumaklúbbi, en í meðförum Þorgerð- ar tók uppskriftin nokkrum breytingum. Ofnbakaður kjúklingaréttur (fyrir fjóra) 1 kjúklingur ½ poki gulrætur 1 meðalstór púrrulaukur 70 g valhnetukjarnar 15 steinlausar döðlur ½ bréf beikonstrimlar 6 sveppir 500 ml matreiðslurjómi Kjúklingurinn steiktur, skinnið tekið af og kjötið skorið í bita. Gul- rætur, púrrulaukur, sveppir og beikon léttsteikt í olíu á pönnu. Döðlum og valhnetukjörnum bætt út í. Rjómanum hellt yfir og látið malla um stund. Kjúklingabitarnir settir í eldfast mót og grænmetisgumsinu hellt yfir. Bakað í ofni í við 180°C í 20–30 mín- útur. Borið fram með hrísgrjónum, salati og brauðum.  SAUMAKLÚBBUR | Gómsætur kjúklingaréttur með beikoni, sveppum, döðlum og valhnetum Kjúklingaréttur með salati, hrísgrjónum og brauði. join@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorgerður Þráinsdóttir sem töfraði fram þennan dýrindiskjúklingarétt. Kjúklingarétturinn er borinn fram með fersku salati að hætti Þorgerðar. Þorgerður Þráinsdóttir, hjúkr-unarfræðingur, tilheyrir hópikvenna sem kallar sig sauma- klúbburinn Samheldni. Fyrst hittust þær fyrir 28 árum, þá sextán ára gamlar, þegar þær hófu nám í Versl- unarskóla Íslands, sem þá var til húsa í Þingholtum. Bekkurinn var lengst af kvennabekkur og hafa þær haldið hópinn allar götur síðan. Að meðaltali eru tólf „stelpur“ í hópn- um, sem hittist í hverjum mánuði á veturna eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. Af og til er svo farið í dek- Samheldni heilsar sumri                             ! "  # Rannsóknarþing 2005 Hátækni og háskólarannsóknir Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Rannís boðar til Rannóknarþings 2005 í samstarfi við ráðuneyti menntamála og iðnaðar miðvikudaginn 18. maí frá kl. 9-11:45 á Grand Hóteli Dagskrá: 09:00 Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Af líftæknirannsóknum Sigríður Valgeirsdóttir Nimblegen, Magnús Karl Magnússon, blóðmeinafræðideild LSH. Um örtækni og rannsóknir Bjarki A. Brynjarsson, forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, Kristinn Andersen, rannsóknastjóri Marels hf. 10:10 Hlé Frá starfsnefndum Vísinda- og tækniráðs Hafliði Pétur Gíslason, formaður vísindanefndar, Hallgrímur Jónasson, formaður tækninefndar. 10:55 Hlé Tónlist Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor rannsóknarmála Landbúnaðar- háskólans og formaður dómnefndar, segir niðurstöðu nefndarinnar. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin. 11:33 Veitingar Fundarstjóri Hans Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Rannís. Rannsóknarþingið er öllum opið Óskað er eftir að þátttaka sé tilkynnt á netfangið rannis@rannis.is eða í síma 515 5800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.