Morgunblaðið - 09.09.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 09.09.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 29 UMRÆÐAN LOFTSLAGSBREYTINGAR af mannavöldum minna óþyrmilega á sig á fjölmörgum sviðum þessi miss- erin. Eitt af því er aukin tíðni og meiri kraftur fellibylja sem af vísindamönnum eru rakin til hækk- andi meðalhita. Hörmungarnar sem yfir New Orleans hafa dunið ættu að verða áminning fyrir heimsbyggðina um að taka sig á og draga með róttækum hætti úr losun gróð- urhúsalofts. Í því efni beinast augu heimsins að Bandaríkjunum. Stjórnin í Washington hefur til þessa neitað að horfast í augu við geigvænlegar afleið- ingar loftslagsbreyt- inganna. Hvergi er mengunin af brennslu jarðefnaeldsneytis jafn mikil og þar í landi og ráðstafanir til að draga úr henni munu koma við kviku á bandarísku efna- hagslífi og sjálfan bandaríska drauminn. Haldi Bush forseti óbreyttri stefnu gagnvart Kyótó-ferlinu og því sem taka á við af því eftir 2012 verður áfellisdóm- urinn hins vegar þungur. Andvaraleysið dýrkeypt Loftslagsbreytingarnar með allri sinni óvissu snerta skipulagsmál byggðar og annarra mannvirkja. Í því efni reynir á framsýni í ljósi bestu þekkingar og að menn vinni með náttúruöflunum en ekki þvert gegn þeim. Blind trú á tækni og getu mannsins til að bjóða nátt- úrunni birginn hefur víða reynst dýrkeypt. Hér á landi birtist and- varaleysið okkur á mörgum sviðum. Snjóflóð hafa gert mikinn usla og kostað tugi mannslífa á þétt- býlisstöðum. Það er fyrst á síðasta áratug sem ráðamenn hafa fengist til að taka þá náttúruvá alvarlega. Eldvirkni er annar nærtækur þátt- ur og þar eru margir slegnir blindu eins og komið hefur í ljós í smáu og stóru, m.a.við Kárahnjúka og í hug- myndunum um að grafa jarðgöng til Vestmannaeyja. Óráðshjalið að byggja á haf út Sjávarflóð hafa oft gert usla við Íslands- strendur. Spáð er veru- legri hækkun sjáv- arborðs á næstu áratugum sem reiknast gæti í metrum næstu 1–2 aldirnar. Aukin tíðni djúpra lægða við landið samhliða slíkri þróun kallar á fram- sýnar ákvarðanir í skipulagsmálum. Í þessu samhengi sæta furðu þær hugmyndir sem viðraðar hafa verið um að færa byggð í Reykjavík út á sund og eyjar í Kollafirði. Af sama toga er óráðstal um að flytja Reykja- víkurflugvöll út á Löngusker. Eðlilegt er líka að setja spurning- armerki við þá stefnu að flytja stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu á haf út þvert á firði og annes. Það er að minnsta kosti ráðlegt að reikna fyrirfram kostnaðinn af slíku miðað við hækkandi sjávarborð næstu aldir. Það er auðvelt að benda í bjálk- ann í auga Bush Bandaríkjaforseta þessa dagana. Hyggilegt væri jafn- hliða að skoða flísarnar í augum ráðamanna ríkis og sveitarfélaga á Íslandi þegar loftslagsmál og skipulagsákvarðanir eru annars vegar. Loftslagsbreyting- ar, náttúruvá og skammsýni Hjörleifur Guttormsson fjallar um byggðastefnu og nátt- úruhamfarir Hjörleifur Guttormsson ’Í þessu sam-hengi sæta furðu þær hug- myndir sem viðraðar hafa verið um að færa byggð í Reykjavík út á sund og eyjar í Kollafirði.‘ Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. nýjung ÞESS meira sem ég hugsa um það held ég nú að Nýju fötin keisarans séu albesta ævintýrið eftir meistarann H.C. Andersen. Í Morgunblaðinu á sunnudaginn birtist á síðu 32 grein eftir Björgu Árnadóttur sem ráðin hefur verið nýr forstöðumaður Námsflokka Reykja- víkur, undir yfirskrift- inni Námsflokkar í fullu fjöri. Hér er ver- ið að klóra eitthvað í bakkann og reyna að réttlæta að Námsflokkar Reykjavík- ur voru formlega slegnir af í vor. Hvað eru/voru Námsflokkar Reykjavíkur? Staður þar sem al- menningur leitaði sér að viðbót- arþekkingu fyrir lágt verð, eða nýrri þekkingu á mismunandi sviðum. Þetta og ekkert annað voru Náms- flokkar Reykjavíkur. Nú er þessi sama stofnun, þessi sami skóli búinn að fá allt annað hlutverk og því væri það heiðarlegt gagnvart kjósendum að koma hreint fram og skíra þessa nýju stofnun einhverju nafni sem lýsti því innihaldi sem nú er komið. Eigi veit ég hvaðan umrædd Björg hefur þá visku að menntun sé veiðarfæri en hitt veit ég að setn- ingin sem á eftir fylgir í grein hennar er sann- leikur málsins í hnot- skurn: „Stærsta breyt- ingin sem gerð verður á starfsemi Námsflokk- anna er sú að almennt námskeiðahald verður fellt niður.“ Hvort á maður nú að hlæja eða gráta? Það er auðvitað best að hlæja bara og flissa alveg fram að kosn- ingum. Góðir Reykvíkingar, þarna hafið þið örlög Námsflokkanna í hnot- skurn. Það er bara verið að slá ryki í augu almennings, bruðla og bruðla, búa til perlufesti af ráðgjöfum á háum launum í stað þess að sinna frumskyldunni, og það undir fölsku flaggi, með lógói eða vörumerki sem vísar á eitthvað annað. Björg Árna- dóttir, Gerður Óskarsdóttir og allar aðrar menntasviðsdísir mega gera það sem þeim sýnist (greinilega meðan sá meirihluti sem nú er við völd ræður) en þeim ætti ekki að vera leyfilegt að misnota heiti á skóla sem alla tíð hefur haft mjög ákveðið innihald. Það væri ansi skrítið að fara í tónlistarnám í skóla sem héti Læknaritaraþjónustan, þetta er alveg jafn absúrt og hallær- islegt. Í guðanna bænum reynið nú að halda ykkur við sannleikann, það eiga bæði Ágúst Sigurðsson og Guð- rún Halldórsdóttir inni hjá ykkur. Námsflokkar án námskeiða Elísabet Brekkan fjallar um Námsflokkana ’Það er bara verið aðslá ryki í augu almenn- ings, bruðla og bruðla, búa til perlufesti af ráð- gjöfum á háum launum í stað þess að sinna frum- skyldunni …‘ Elísabet Brekkan Höfundur er kennari og dagskrárgerðarkona. SNEMMA sumars vakti ég at- hygli á því í grein í Morg- unblaðinu hve mikilvægt það væri af öryggisástæðum að setja vírrið til þess að skilja á milli akrein- anna á nýja veginum sem er á lokastigi frá Hveradalabrekku á Hellisheiði og inn á gamla Svína- hraunsveginn en ákveðið hafði verið að setja ekki vírrið á nýja veginn. Nýi vegurinn er svokallaður tveir- plús-einn-vegur, þ.e. það skiptast á tvær akreinar og ein í hvora átt. Far- sælast hefði verið að hugsa aðeins inn í framtíðina og byggja þennan kafla með fjórum akreinum, en tveir plús einn urðu ofan á. Í grein minni vitnaði ég m.a. í verk- fræðing sem hafði áréttað í Vega- málum, fréttabréfi Vegagerðar- innar, að það væru meginmistök að sleppa vírriði á nýja veginum vegna gífurlegrar hættu á fram- anááresktrum, en í erlenda mód- elinu sem unnið er eftir er reiknað með vírriði þar sem tveir- plús-einn-akreinar skiptast á sem nemur 1,5 km löngum kafla. Framanáárekstrar vilja verða tíðir þar sem ekki er rið á milli akreina við slíkar að- stæður. Nú hefur Vegagerð- in ákveðið á lokastigi framkvæmda að setja vírrið á nýja veginn og því ber að fagna. Að vísu hefði verið skynsamlegra að taka þá ákvörðun í upphafi, því þá hefðu fláarnir á nýja veginum þar sem ein akrein er verið hafðir meira aflíðandi í vegkantinum svo það væri auðveldara að aka bíl út í kantinn af ýmsum ástæðum og hleypa eðlilegri umferð hjá um einu akreinina. Það mun þó ætl- unin að láta þessa lagfæringu bíða, enda meginatriði að vírriðið komi milli akreina. Þessi gerð vegriðs mun vera sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þessari ákvörðun ber að fagna og þökk sé Vegagerðinni fyrir að hnykkja á þessu atriði á loka- sprettinum í þágu aukins öryggis á leiðinni austur yfir fjall. Fögnum ákvörðun Vegagerðar- innar um vírrið í Svínahrauni Árni Johnsen fjallar um sam- göngubætur ’… þökk sé Vegagerð-inni fyrir að hnykkja á þessu atriði á loka- sprettinum í þágu auk- ins öryggis á leiðinni austur yfir fjall.‘ Árni Johnsen Höfundur er stjórnmálamaður, blaðamaður og tónlistarmaður. GUNNSTEINN Sigurðsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi og formaður skipulagsnefndar, skrifar grein í Morg- unblaðið 1. september síðastliðinn. Þar gerir hann að umtalsefni grein sem ég skrifaði hér í blaðið 15. ágúst þar sem ég færði rök fyrir því að forsendur fyrir skipulagi á Kópavogstúni stæðust ekki skoðun. Gunnsteinn ræðir það ekki né reynir að svara hvers vegna hann er ekki reiðubúinn að seinka afgreiðslu skipulagsins fram yfir margboðað íbúaþing eins og íbúar hverfisins hafa óskað eftir. Hins vegar reynir hann að sann- færa lesendur um að ég og Samfylk- ingin höfum verið talsmenn þess að fjölga íbúðum á svæðinu en höfum síðan skipt um skoðun. Hér er um verulega ónákvæmni að ræða hjá Gunnsteini sem krefst leiðréttingar. Við umfjöllun um skipulagshugmynd- irnar lagði ég til að íbúðum ætluðum Sunnuhlíð yrði fjölgað og þær merkt- ar Sunnuhlíð strax á skipulagsstigi. Varðandi skipulagið á svæðinu hefur Samfylkingin aðeins samþykkt að auglýsa það og við afgreiðslu þess úr bæjarstjórn 24. maí bókuðum við sér- staklega til að leggja áherslu á málflutning okkar. Þar sagði m.a.: „Við samþykkjum ofangreinda tillögu til auglýsingar og kynn- ingar meðal íbúa … við gerum þó strax þann skýra fyrirvara á samþykkt okkar að það er háð þeim skiln- ingi að ný hús austan á svæðinu, fyrir norð- an og vestan götu sem liggur niður að Kópa- vogsbænum gamla (samtals 4 hús, 57 íbúðir), séu öll ætl- uð Sunnuhlíð og starfsemi henni tengdri (að Kópavogsbraut 1d slepptri). Auk þess áskiljum við okkur eins og ávallt allan rétt til að taka til greina einstakar athugasemdir og ábendingar allar sem berast kunna á auglýsingatímanum.“ Hér kemur glögglega fram að við jafnaðarmenn viljum taka tillit til óska íbúanna en til þess er nú kynn- ingar- og auglýsingaferlið hugsað. Gunnsteinn virðist aftur á móti telja slík vinnubrögð bera vott um að „erf- itt sé að vinna að skipulagsmálum með bæjarfulltrúum Samfylking- arinnar“. Hér kristallast skýrt sá munur sem er á hugmyndum meiri- hlutans og okkar í Samfylkingunni um íbúalýðræði og möguleika íbú- anna á að koma að því að móta um- hverfi sitt og sveitarfélag. Því miður virðist Gunnsteinn ekkert hafa lært eftir útreiðina sem hann fékk í með- ferð Lundarskipulagsins. Enn reynir hann að keyra skipulagsmál í gegn í andstöðu við bæjarbúa. Rangfærslur hans um málflutning minn breyta engu um staðreyndirnar. Hann er ekki reiðubúinn til að fresta af- greiðslu skipulagsins á Kópavogstúni fram yfir íbúaþingið. Það eru stað- reyndir málsins og þeim er ómót- mælt. Höfum staðreyndir á hreinu, Gunnsteinn Flosi Eiríksson svarar Gunn- steini Sigurðssyni ’Því miður virðistGunnsteinn ekkert hafa lært eftir útreiðina sem hann fékk í meðferð Lundarskipulagsins.‘ Flosi Eiríksson Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.