Morgunblaðið - 24.11.2005, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÚSNÆÐI BUGL við Dalbraut hefur nánast
ekki verið breytt frá stofnun deildarinnar árið
1970.
Fyrirhuguð viðbygging mun vera byggð í
þremur áföngum en 90 milljónir vantar enn til
að hægt verði að hefjast handa við fyrsta
áfanga. Einstaklingar, félagasamtök og fyrir-
tæki hafa staðið fyrir ýmiskonar fjáröflunum
til að safna fyrir viðbyggingunni og að sögn
Ólafs Ó. Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL,
eru 180 milljónir tiltækar nú þegar með sölu
eignar BUGL og fjármunum sem safnast hafa
en fyrirhuguð viðbygging er ekki inni í fjár-
lögum ársins 2006.
Segir Ólafur húsnæðismál BUGL ekki hafa
verið forsvaranleg lengi og vorið 2003 hafi hús-
næðisvandinn mikið verið til umfjöllunar í fjöl-
miðlum. Þá hafi ríkisstjórnin ákveðið að veita
45 milljónum til stækkunar BUGL og Land-
spítalinn svo ákveðið að þá fjármuni ætti að
nýta til að byggja við það húsnæði sem fyrir
var.
Í ár sendi Landspítalinn fjárlaganefnd lista
yfir óskir sínar varðandi fjárlagafrumvarpið
2006 og var viðbyggingin á þeim lista. „Síðan
gerist það að heilbrigðisráðuneytið hefur við-
bygginguna ekki á sínum lista til fjárlaga,“
segir Ólafur og því sé málið komið í uppnám.
Að sögn Ólafs er ekki hægt að hefjast handa
fyrr en formlegt samþykki liggi fyrir um fjár-
magn fyrir allri framkvæmdinni.
„Þetta hefur tekið langan tíma, þessi brýna
stækkun sem allir voru sammála um. Við lifum
samt í voninni að það verði hægt að byrja
framkvæmdir í byrjun næsta árs því þetta má
ekki dragast,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson
að lokum.
Langir biðlistar eru eftir greiningu og meðferð hjá barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss (BUGL)
m.a. vegna þess að húsnæði deildarinnar er of lítið. Lýsing stendur fyrir fjáröflunartónleikum til styrktar viðbyggingunni
í næstu viku. Morgunblaðið kynnti sér vandann og ræddi við aðila sem hafa reynslu af starfsemi deildarinnar.
Húsnæðismálin ekki forsvaranleg
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
GUÐMUNDUR Erlingsson á 16 ára
pilt sem greindur hefur verið með
athyglisbrest og þunglyndi. Piltur-
inn hefur búið hjá móður sinni, Mar-
gréti Ómarsdóttur, síðan þau hjónin
skildu árið 1991 og segir Guð-
mundur að á ýmsu hafi gengið en
samband sitt og piltsins hafi alltaf
verið mjög gott. „Hann einhvern
veginn náði að setja sig í allt annan
gír þegar hann kom til mín,“ segir
Guðmundur. Segist hann í raun ekki
hafa upplifað hlutina eins og móðir
stráksins gerði því hann gekk miklu
lengra á hennar heimili en hans.
Guðmundur segir að farið hafi að
bera á einhverjum vandamálum
þegar pilturinn var 7–8 ára og þeg-
ar hann var 10 ára var hann lagður
inn á BUGL og var hann þar tvo vet-
ur. „Þegar hann útskrifast af barna-
deildinni þá var engin eftirmeðferð
sem ég vil þó meina að sé hreinlega
lykillinn að því að menn fari ekki í
sama horfið aftur.“
Var lagður inn á fullorðinsdeild
Guðmundur segir að toppnum
hafi verið náð þegar pilturinn var
lagður inn á fullorðinsdeild geð-
deildar Landspítalans fyrir um einu
og hálfu ári en þá var ekki hægt að
koma honum inn á BUGL sökum
plássleysis. Þá var pilturinn í afar
slæmum málum og var alveg stjórn-
laus.
„Það hefur ekki verið hægt að
leggja hann inn á BUGL þegar á
reynir og það er mjög slæmt að það
skuli ekki vera hægt að koma hon-
um inn og veita honum hjálp. Við
vorum stöðugt í símanum til að
reyna að útvega pláss, á endanum
fórum ég og núverandi maður Mar-
grétar niður á BUGL og þar var
ekkert hægt að gera fyrir okkur,
okkur var í raun vísað á burt. Við
enduðum því með hann inni á full-
orðinsdeild. Þar reyndi starfsfólkið
sitt besta en það sagði jafnframt að
þarna ætti drengurinn ekki að vera.
Það var svo greinilegt að barnið var
fárveikt og hann hefði getað skaðað
sig og hann reyndi það. Honum leið
virkilega illa.“
Kerfið ekki tilbúið
Guðmundur segist þó skilja
starfsfólk BUGL vel því aðstæður
þar séu skelfilegar. „Ég upplifði oft
að það bjó við skelfilegar aðstæður
og mér fannst eins og kerfið væri
ekki tilbúið. Ég gæti ekki unnið við
þessar aðstæður. Það var svo oft
sagt „þetta er ekki hægt“.“ Segist
Guðmundur sannfærður um að ef
starfsemi BUGL yrði stækkuð og
efld þá væri hægt að bjarga svo
mörgum börnum. Segir hann marga
foreldra vera búna að upplifa það
sama og þau hafi gert en séu búnir
að gefast upp því þeir fái enga að-
stoð. „Það eru kannski allt of mörg
ráð í boði fyrir þá sem eru komnir á
ystu nöf en það er engin aðstoð fyrr
í ferlinu. Þetta er svo stórt mál, af
hverju þarf sárið endilega að vera
galopið og sýnilegt til að eitthvað sé
gert? Beinbrot er lagað strax en
ekki sálarbrot,“ segir Guðmundur.
„Mér finnst vanta einhvers konar
stefnumótun í þessum málefnum, ég
skynjaði það að starfsfólk BUGL
hafði ekkert til að vinna eftir. Mér
fannst allar ákvarðanir svo fálm-
kenndar. En svo veltir maður líka
fyrir sér hvort of mikið sé sett á
BUGL,“ segir Guðmundur. Hann
spyr hvor ekki væri dásamlegt ef
BUGL væri eins og slysavarðstofa,
ef eitthvað væri að þá væri hægt að
hringja eitt símtal og dyrnar stæðu
opnar svo hægt væri að greina börn
snemma. Sér hann einnig fyrir sér
að skólarnir komi fyrr inn og geti
þannig bent foreldrum á ef eitthvað
virðist ekki í lagi.
Guðmundur segir að eftir að pilt-
urinn var lagður á fullorðinsdeild-
ina hafi þeim verið sagt að ekkert
væri hægt að gera fyrir hann. Segir
hann að í raun hafi þau verið orðin
knöpp á tíma til þess að fá þjónustu
hjá BUGL vegna þess að pilturinn
var orðinn of gamall og það sé afar
slæmt. Segir hann að þau foreldr-
arnir hafi margoft stungið upp á því
að pilturinn færi á Hvítárbakka en
vegna þess að hann var ekki í eitur-
lyfjaneyslu fékk hann ekki að fara
þangað. Eina stofnunin fyrir hann
var BUGL sem gat að lokum ekkert
gert fyrir hann. Félagsmálayfirvöld
í Kópavogi tóku þá yfir og var hann
sendur í fóstur norður í land en það
gekk ekki og endaði með ósköpum.
Grátlegt að ekki var
hægt að grípa fyrr inn í
Segir Guðmundur að í dag búi
pilturinn hjá móður sinni. „Ég er
bjartsýnn fyrir hans hönd, þetta er
strákur sem á eftir að standa sig,
hann hefur allt til þess að bera. Það
sem er grátlegast er það að þarna er
efni í góðan mann og ef hefði verið
hægt að vinna með hann fyrr þá
væri hann í góðum málum í dag.
Maður er svo hræddur um að þetta
muni hafa áhrif á framtíð hans,“
segir Guðmundur.
Beinbrot er lagað
strax en ekki
brot á sálinni
Morgunblaðið/Golli
Guðmundur Erlingsson: Engin eft-
irmeðferð og aðstæður skelfilegar.
DAGANA 29. og 30. nóvember mun Lýsing standa fyrir
fjáröflunartónleikum í Grafarvogskirkju svo hægt verði
að hefja fyrsta áfanga viðbyggingar við húsnæði BUGL.
Verður þannig stuðlað að því að eyða biðlistum sem eru
eftir þjónustu deildarinnar. Hjörleifur Valsson fiðluleik-
ari mun á tónleikunum leiða hóp 12 hljóðfæraleikara í
flutningi Árstíðanna eftir Antonio Vivaldi. Hver einasta
króna sem greidd verður í aðgangseyri mun renna óskipt
til BUGL. Mun Lýsing greiða listamönnum, húsaleigu og
leigu á hljóðkerfi, auk annars tilfallandi kostnaðar.
Gott starf við erfiðar aðstæður
Ólafur Helgi Ólafsson, forstjóri Lýsingar, segir að
Lýsing vilji styðja góð málefni og í þetta sinn hafi BUGL
orðið fyrir valinu vegna þess að þörfin sé þar mjög knýj-
andi. „Við vitum að starfslið þarna vinnur alveg gífurlega
gott starf við erfiðar aðstæður og þarna er mikið verk að
vinna. Við ræddum við Ólaf [yfirmann BUGL] og hans
starfsfólk þar sem hann kynnti fyrir okkur sína framtíð-
arsýn og leiddi í ljós þennan vanda og hversu grípandi
hann er. Því er heldur ekki að leyna að þetta hefur snert
starfsfólk hér hjá Lýsingu eins og ég reikna með að hafi
gerst annars staðar,“ segir Ólafur Helgi.
Segir hann að hugmynd að tónleikum með þessu sniði
hafi fæðst í framhaldi af umræðum sem fram fóru um
styrktartónleika fyrir ári síðan þar sem stór hluti að-
gangseyris fór í að greiða listamönnum. „Það er alveg á
hreinu að allur kostnaður er greiddur af styrktaraðila og
þeir sem koma á tónleikana geta verið þess fullvissir að
allur aðgangseyrir sem greiddur er fyrir miðana rennur
til verkefnisins,“ segir Ólafur Helgi.
Mikil barátta eftir
Ólafur Helgi bætir við að það megi velta því fyrir sér
hversu mikið fyrirtæki eigi að koma að því sem snýr frek-
ar að ríkinu og síðan sé spurning hvernig eigi að tryggja
rekstur BUGL þegar búið er að klára viðbygginguna.
„Við erum að hjálpa til við að ýta þessu úr vör en björninn
er svo sem ekki unninn þó svo að það fáist fjármunir til að
byggja þá aðstöðu sem nauðsynleg er fyrir BUGL. Það
er heilmikil barátta eftir við að tryggja reksturinn og að
starfsfólk hafi viðunandi aðstöðu. En verkefnið er svo
sannarlega verðugt,“ segir Ólafur Helgi og bætir við að á
tónleikunum muni verða óvæntar uppákomur.
Forsala aðgöngumiða er á midi.is og einnig í versl-
unum Skífunnar. Miðaverð er 2.000 kr.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Lýsing efnir til fjáröflunar-
tónleika fyrir BUGL
„ÉG var tvö sumur tímabundið á
barnadeild BUGL, fyrst þegar ég
var 9 ára og svo sumarið eftir,“
segir ung stúlka sem ekki vill koma
fram undir nafni. Hún var greind
ofvirk með athyglisbrest og segir
hún að sér hafi fundist innlögn á
deildina hjálpa sér en hún hefði
kannski viljað fara fyrr því ástand-
ið hafi verið orðið slæmt. Einhver
bið var eftir plássi, um 5–6 mánuð-
ir, sem líklega sé ekki mikið miðað
við ástandið í dag.
Segir stúlkan að öll samskipti við
starfsfólk BUGL hafi verið mjög
góð og þar hafi fjölskyldan fengið
mikinn stuðning. Þegar hún kom út
af deildinni var hún svo heppin að
fá að fara í sérdeild í skólanum og
þar hafi henni tekist að vinna sig
upp í námi en hún var ári á eftir í
flestu. Í 7. bekk var hún látin í al-
mennan bekk og hefur gengið vel
síðan og er hún nú í menntaskóla.
Móðir hennar segir að það hafi
skipt sköpum að í sérdeildinni hafi
hún verið með einkar góða kenn-
ara og segja megi að það hafi
bjargað hennar málum. „Hún gat
hlaupið til þeirra og fengið hjálp ef
eitthvað bjátaði á,“ segir móðirin.
„Svo fékk ég stuðning frá BUGL
samhliða því og hef meðal annars
hitt sálfræðing reglulega sem hef-
ur hjálpað mér mikið,“ segir stúlk-
an.
Fjölskyldan alltaf mikilvæg
„Í sérdeildinni var ekki eins mik-
ið áreiti, t.d. í frímínútunum, þar
sem var einelti og ýmislegt annað.
Ég varð fyrir einelti í skólanum en
þarna vorum við út af fyrir okkur,“
segir stúlkan. „Ég hef ekki sagt frá
þessu og hef ekki viljað það vegna
fordóma,“ segir stúlkan spurð um
hvort hún hafi orðið fyrir fordóm-
um. Í dag er hún búin að segja
tveimur vinkonum sínum frá því að
hún hafi verið í þessum aðstæðum
og segist hún vera mjög heppin því
hún eigi góðan vinahóp.
„Ég er búin að vinna mig út úr
þessu og mig langar að segja frá
því hvernig þetta var hjá mér og
hjálpa öðrum. Ég er frekar gott
dæmi, held ég. Fjölskyldan er líka
alltaf mikilvæg. Þegar ég var á
deildinni þá þoldi ég ekki fólkið og
deildina. Svo þegar ég lít til baka
eru tilfinningarnar miklu hlýrri, þá
veit maður hvað maður lærði og
kann að meta það öðruvísi. Þegar
ég hugsa um framtíðina þá finnst
mér ég hafa haft góða reynslu af
BUGL og mig langar sjálf að vinna
með börnum eins og fólkið á BUGL
hjálpaði mér,“ segir stúlkan að lok-
um.
Langar að hjálpa börnum
eins og henni var hjálpað