Morgunblaðið - 24.11.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 17
ERLENT
BANDARÍSKI blaðamaðurinn Bob
Woodward, sem fyrir rúmum þrem
áratugum öðlaðist heimsfrægð fyrir
þátt sinn í að fletta ofan af Water-
gate-hneykslinu, segir að hvorki
George W. Bush forseti, Dick Che-
ney varaforseti né Donald Rumsfeld
varnarmálaráðherra hafi sagt sér frá
því að Valerie Plame væri starfs-
maður leyniþjónustunnar, CIA. Kom
þetta fram í viðtali CNN-sjónvarps-
stöðvarinnar við Woodward í vik-
unni. Talið er að vitnisburður Wo-
odwards geti komið sér vel fyrir I.
Lewis Libby, fyrrverandi skrif-
stofustjóra Cheneys, sem ákærður
hefur verið vegna Plame-málsins.
Nafn Plame var birt opinberlega í
tímaritsgrein og sagt frá starfi henn-
ar í lok júní 2003 en að sögn Woodw-
ards fékk hann upplýsingar um hana
þegar í byrjun júní sama ár. Virðist
því ljóst að hann hafi verið fyrsti
fréttamaðurinn sem heyrði um
Plame og störf hennar fyrir CIA.
Plame er eiginkona Joseph Wilsons,
fyrrverandi sendiherra, sem fullyrt
er að starfsmenn Hvíta hússins hafi
reynt með leynd að grafa undan eftir
að hann gagnrýndi í blaðagrein sum-
arið 2003 harkalega stefnu þeirra í
málum Íraks.
Bannað er samkvæmt lögum að
embættismenn segi frá nöfnum
njósnara CIA þar sem upplýsingar
af því tagi gætu stefnt lífi þeirra í
voða. Nýlega varð I. Lewis Libby að
segja af sér vegna Plame-málsins.
Er hann m.a. ákærður fyrir mein-
særi þegar hann bar vitni um málið
fyrir kviðdómi en hann er auk þess
sagður hafa lekið í fjölmiðlamenn
upplýsingum um starf Plame. Sjálf-
ur neitar hann allri sök og segist
hafa heyrt um nafn hennar og starf
hjá fjölmiðlamönnum löngu áður en
þessar upplýsingar voru fyrst birtar
í fjölmiðlum í byrjun júlí 2003.
Libby ekki heimildarmaðurinn
Þegar nafn Plame birtist sakaði
Wilson sendiherra embættismenn
Bush um að hafa afhjúpað konu sína
til að hefna sín á honum. Mál Libbys
er nú fyrir rétti og sérskipaður rann-
sóknardómari, Patrick Fitzgerald,
sem annast lekamálið, hefur ekki
enn ákveðið hvort fleiri ákærur
verða bornar fram, ef til vill gegn
Cheney og Karl Rove, helsta stjórn-
málaráðgjafa Bush forseta. Woodw-
ard gaf í skyn í viðtalinu við CNN að
Libby hefði ekki verið heimild-
armaður sinn um starf og heiti
Plame.
Woodward hefur verið gagn-
rýndur fyrir að gera opinberlega lít-
ið úr rannsókn Fitzgeralds. Hefur
Woodward nokkrum sinnum tjáð sig
um lekarannsóknina og sagt að hún
væri hlægileg, málið væri oftúlkað.
Woodward upplýsti í viðtalinu við
CNN að hann hefði borið vitni fyrir
kviðdómi vegna rannsóknar Fitzger-
alds. Þar kæmi fram að embætt-
ismaður, nafnið hefur ekki verið gef-
ið upp, hefði sagt sér þegar í byrjun
júní árið 2003 að Plame starfaði hjá
CIA.
Deborah Howell, umboðsmaður
lesenda hjá Washington Post sagði
að trúverðugleiki blaðsins hefði beð-
ið hnekki vega framgöngu Woodw-
ards. Hvatti hún til þess að meira
eftirlit yrði haft með starfi Woodw-
ards í framtíðinni.
„Jafnvel þótt hann
sé ríkur og frægur“
„Hann verður að starfa sam-
kvæmt sömu reglum og aðrir starfs-
menn blaðsins – jafnvel þótt hann sé
ríkur og frægur,“ segir Howell.
Woodward er einn þekktasti blaða-
maður heims og hefur haft mjög
frjálsar hendur við greina- og bóka-
skrif.
Howell sagði að Woodward hefði
gert sig sekan um að leyna Leonard
Downie, aðalritstjóra blaðsins, því að
hann byggi yfir vitneskju um leka-
málið. Í yfirlýsingu sem Woodward
sendi frá sér í síðustu viku, sagðist
hann hafa með þessu ætlað að reyna
að komast hjá því að verða kvaddur
fyrir rannsóknarkviðdóm. Downie
vísar algerlega á bug kröfum um að
Woodward verði rekinn, segir að ein
mistök vegi minna en ómetanlegt
framlag Woodwards til blaðsins síð-
ustu áratugi.
Wilson, eiginmaður Plame, hefur
krafist þess að Washington Post láti
fara fram innanhússrannsókn á
hegðun Woodwards og vísað í rann-
sókn, sem blaðið The New York Tim-
es lét gera á vinnubrögðum blaða-
mannsins Judith Miller. Miller sat í
fangelsi í 85 daga fyrir að neita að
upplýsa um viðræður sínar við Libby
en hún veitti Fitzgerald síðan upp-
lýsingar um þær eftir að Libby leysti
hana undan trúnaði.
Starfaði ekki sem njósnari
Plame starfaði ekki beinlínis sem
njósnari á vettvangi þegar nafnið var
gert opinbert og er ljóst að skilgrein-
ing á starfi hennar kemur til með að
skipta máli þegar málið gegn Libby
verður til lykta leitt, líklega einhvern
tíma á næsta ári. Framburður
Woodwards gæti stutt þá vörn Libb-
ys að upplýsingarnar um Plame hafi
verið á vitorði fjölmargra og því
fjarri því að hann hafi brotið lög þeg-
ar hann staðfesti þær í samtali sínu
við Miller á sínum tíma.
Woodward, sem var mikið í Hvíta
húsinu sumarið 2003 vegna bókar
sem hann ritaði um stjórn Bush, var
sagt að Plame ynni sem greinandi á
sviði gereyðingarvopna hjá CIA. Að
sögn hans benti ekkert til þess að um
háleynilegar upplýsingar væri að
ræða þegar minnst var á Plame.
Málið var rætt fremur kæruleys-
islega og styður það fullyrðingar
liðsmanna Bush um að ekki hafi ver-
ið um meðvitaðan leka að ræða.
„Ég bar vitni [fyrir kviðdóminum]
um að ég hefði skilið það svo að nöfn
og störf greinenda hjá CIA væru að
jafnaði ekki talin sérstaklega mikil
leyndarmál,“ sagði Bob Woodward.
Woodward fyrstur til að
heyra um starf Plame?
AP
Blaðamaðurinn Bob Woodward. Hann átti ásamt félaga sínum hjá The
Washington Post, Carl Bernstein, veigamikinn þátt í að koma Richard M.
Nixon forseta frá völdum 1974 með skrifum um Watergate-hneykslið.
Vitnisburður
blaðamannsins
heimsþekkta
sagður geta kom-
ið sér vel fyrir
Lewis Libby
’Downie vísar alger-lega á bug kröfum um
að Woodward verði
rekinn, segir að ein
mistök vegi minna
en ómetanlegt framlag
Woodwards til blaðsins
síðustu áratugi.‘
kjon@mbl.is
Washington. AFP. | Talsmaður Banda-
ríkjaforseta hefur vísað á bug frétt
breska dagblaðsins Daily Mirror
þess efnis að George W. Bush hafi
haft uppi áform um að gera
sprengjuárás á höfuðstöðvar arab-
ísku sjónvarpsstöðvarinnar al-Ja-
zeera.
Frétt þessa efnis var birt í Daily
Mirror á þriðjudag og fullyrt þar að
þessar upplýsingar kæmu fram í
minnisblaði sem tekið hefði verið
saman eftir fund Bush og Tonys
Blairs, forsætisráðherra Bretlands, í
Washington í fyrra. Hefði Blair talið
Bandaríkjaforseta hughvarf í þessu
efni en Bush hefði með þessu viljað
stöðva fréttaflutning al-Jazeera af
bardögum í Írak.
Scott McClellan, talsmaður forset-
ans, sagði í Hvíta húsinu í Wash-
ington að þar á bæ ætluðu menn ekki
að sýna þessari fregn þá virðingu að
tjá sig efnislega um hana, svo „frá-
leit“ og „óhugsandi“ væri hún.
Nicolle Walker, yfirmaður fjöl-
miðlasamskipta forsetaembættisins,
sagði fréttina „hugarburð“. Kvaðst
hún ekki vilja tjá sig um einkasamtöl
forsetans og annarra leiðtoga. Á
hinn bóginn væri óhugsandi með öllu
að forseti Bandaríkjanna setti fram
slíka hugmynd í fullri alvöru.
„Fráleit“ frétt um Bush og al-Jazeera