Morgunblaðið - 09.12.2005, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjárhagsleg áhrifreykingabanns áveitinga- og
skemmtistöðum hafa verið
skoðuð mjög víða og ekki
finnast nokkur áreiðanleg
gögn sem styðja áhyggjur
veitingamanna,“ segir í
greinargerð Lýðheilsu-
stöðvar, sem fylgir frum-
varpi heilbrigðisráðherra
um reykingabann á veit-
ingastöðum. Verði frum-
varpið að lögum verða
reykingar bannaðar með
öllu á veitinga- og
skemmtistöðum frá og
með 1. júní 2007.
Seint verða allir á eitt sáttir.
Hefur m.a. heyrst sú skoðun úr
röðum veitingamanna að bannið
geti dregið úr aðsókn og haft nei-
kvæð áhrif á reksturinn. Athygli
vakti þegar Samtök ferðaþjónust-
unnar lögðu til við stjórnvöld á að-
alfundi sínum fyrr á árinu að allir
veitinga- og skemmtistaðir yrðu
reyklausir frá og með 1. júní 2007.
Haft var eftir framkvæmdastjóra
samtakanna að eftirspurn gesta
eftir reyklausum svæðum og her-
bergjum hefði aukist gríðarlega.
35% töldu líklegt að þau
myndu draga úr reykingum
Athyglisvert er í þessu ljósi að
skoða niðurstöður nýlegrar rann-
sóknar Júlíusar Inga Jónssonar
og Ragnhildar Ágústsdóttur við
Háskólann í Reykjavík á mögu-
legum áhrifum reykingabanns á
aðsókn og rekstur veitingastaða,
kaffihúsa og skemmtistaða. Er
þetta að öllum líkindum ein viða-
mesta rannsókn sinnar tegundar
sem gerð hefur verið hér en hún
var unnin sem lokaverkefni í BSc
viðskiptanámi þeirra. Stóð hún yf-
ir á fyrrihluta þessa árs. Þau
könnuðu viðhorf gesta veitinga-
og skemmtistaða, eigenda og
starfsmanna. Var könnunin send
á um það bil 10.500 háskólanem-
endur á höfuðborgarsvæðinu og
svöruðu 2.894 einstaklingar eða
27,6%.
Meginniðurstöðurnar eru nokk-
uð afdráttarlausar: „[...] má draga
þá ályktun að áhrif reykinga-
banns á aðsókn og rekstur veit-
ingastaða, kaffihúsa og skemmti-
staða séu ekki neikvæð – og ef
eitthvað er, jákvæð,“ segja þau.
Afstaðan er nokkuð afgerandi
meðal gesta en í ljós kom að 74,5%
gesta sögðust hlynnt reykinga-
banni á kaffihúsum, veitinga- og
skemmtistöðum. Þá töldu tæp
35% gesta að þau myndu líklegast
draga úr reykingum sínum í kjöl-
far reykingabanns og 14,5% sögð-
ust myndu reyna að hætta.
Niðurstöður könnunarinnar
styðja skoðun þeirra sem halda
því fram að reykingabann muni
hafa jákvæð áhrif á aðsókn veit-
ingastaða. Í ljós kom að 44% gesta
töldu að þau færu oftar á veitinga-
staði í kjölfar reykingabanns, 49%
jafn oft en aðeins 7% sögðu að þau
færu sjaldnar eftir að slíku banni
hefði verið komið á.
Hvað kaffihús varðar sögðust
54,3% gesta myndu fara oftar á
kaffihús í kjölfar reykingabanns
en 15,2% sjaldnar. Jafnframt
bendir rannsóknin til þess að
reykingabann muni hafa jákvæð
áhrif á aðsókn að skemmtistöðum
þar sem 44,3% gesta töldu að þau
færu oftar á skemmtistaði í kjöl-
far reykingabanns en 13,8% sögð-
ust myndu gera það sjaldnar.
Höfundar taka þó fram í þessu
sambandi að háskólanemar, sem
úrtakið var sótt til, virðist yfirleitt
hlynntari reykingabanni en Ís-
lendingar í heild, skv. Gallup-
könnun.
Niðurstöðurnar gefa vísbend-
ingar, að mati höfunda, um að eig-
endur kaffihúsa, veitinga- og
skemmtistaða séu sæmilega já-
kvæðir gagnvart reykingabanni
„og teldu að aðsókn myndi ekki
dragast saman í kjölfarið. Auk
þess voru þeir að meðaltali á því
að áhrif á reksturinn yrðu lítil sem
engin. Það samræmist algjörlega
niðurstöðum margra erlendra
rannsókna sem sýna flestar að
áhrif reykingabanns á aðsókn og
rekstur veitinga- og skemmti-
staða eru ekki neikvæð [...],“ segja
höfundar rannsóknarinnar.
Höfundar draga svo sínar
ályktanir af niðurstöðum rann-
sóknarinnar í lokaorðum og segj-
ast telja „[...] ekkert því til fyr-
irstöðu að frumvarp um
reykingabann verði lagt fyrir
þing, samþykkt og að lögin taki
gildi fljótlega í framhaldinu. Sá
tími sem þetta ferli tekur að jafn-
aði ætti að nægja til að leyfa fólki
að venjast tilhugsuninni. Rann-
sakendur eru þess einnig fullviss-
ir að þegar nýjabrumið er farið af
banninu og fólk hætt að velta því
eitthvað sérstaklega fyrir sér
muni ekki líða á löngu þar til litið
verði á reykingabann sem eðlileg-
an og sjálfsagðan hlut. Því til
stuðnings má nefna að ekki fyrir
alls kostar löngu síðan tíðkaðist að
reykingar væru leyfðar í flugvél-
um, rútubílum og jafnvel kvik-
myndahúsum. Nú þykir það al-
gjörlega fráleitt og ótrúlegt að
slíkt hafi einhvern tíma þótt eðli-
legt. Í dag þykja það orðin sjálf-
sögð réttindi að geta andað að sér
ómenguðu lofti hvar og hvenær
sem er.“
Fréttaskýring | Rannsaka áhrif reykinga-
banns á veitinga- og skemmtistaði
Áhrif banns
ekki neikvæð
Eigendur virðast vera sæmilega
jákvæðir gagnvart reykingabanni
Verða reykingar bannaðar frá 1. júní 2007?
72,5% gesta sögðust
hlynnt reykingabanni
Rannsókn Júlíusar Inga Jóns-
sonar og Ragnhildar Ágústs-
dóttur leiddi í ljós að meirihluti
gesta kaffihúsa, veitinga- og
skemmtistaða, sem spurðir voru,
sagðist vera hlynntur reykinga-
banni eða 72,5% en 17% andvíg.
32,9% töldu að aðsókn ykist í
kjölfar banns, 42,9% að hún stæði
í stað og 24,3% að hún drægist
saman. Þá töldu 47,5% að þau
myndu sækja staðina oftar í kjöl-
far reykingabanns, 40,5% jafn
oft og 12,0% sjaldnar.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Saga sem vex“
Kristján Þórður Hrafnsson
edda.is
„Þetta er saga sem vex og er jafnvel
þess virði að lesa hana tvisvar.“
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, Mbl
„Skrifuð af einlægni og fjallar
hreinskilnislega um hluti sem við
mættum flest velta fyrir okkur oftar.“
Hjalti Snær Ægisson, RÚV
„Kristján nær tangarhaldi á
lesanda.“
Páll Baldvin Baldvinsson, DV
FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda tók formlega við svo-
nefndu EuroRap-verkefni í gær. Verkefnið felur í sér ör-
yggisúttekt á íslenskum vegum undir merkjum Euro-
RAP (European Road Assessment Programme).
Verkefnið felst í skoðun umferðarmestu og slysamestu
vega á Íslandi. Vegunum verða gefnar stjörnur út frá ör-
yggisþáttum í hönnun og umhverfi.
Við þetta tilefni afhenti Askja, umboðsaðili Mercedes-
Benz, EuroRAP-skoðunarbíl af gerðinni Mercedes-Benz
A150, en fyrirtækin Askja, Goodyear, Olíufélagið hf.,
Lýsing hf., Landflutningar Samskip hf. og Vátrygginga-
félag Íslands styðja verkefnið og standa straum af kostn-
aði við notkun bílsins. Bifreiðin hefur einmitt hlotið fullt
hús stiga, eða fimm stjörnur, í systurverkefni EuroRAP,
sem kallast EuroNCAP sem felur í sér árekstrarpróf-
anir á nýjum bílum í Evrópu.
Fyrstu niðurstöður í ársbyrjun
EuroRAP-verkefni FÍB er unnið í samvinnu við sam-
gönguráðuneytið og Umferðarstofu, sem hafa lagt til
fjármagn til þess að koma því af stað. Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra var viðstaddur afhendingu á bílnum
og fagnaði hann því að verkefninu hefði verið hrundið af
stað. Ætlunin er að hefja öryggisúttekt á vegum í
grennd við Reykjavík í næstu viku, en að sögn Ólafs
Guðmundssonar, stjórnarmanns í FÍB, verður meirihluti
allra umferðarslysa á Íslandi á innan við 50 km fjarlægð
frá höfuðborginni. Ráðgert er að niðurstöður úttektar-
innar liggi fyrir í byrjun næsta árs. Eftir þrjú ár verða
sömu vegir skoðaðir aftur og niðurstöður bornar saman
við fyrstu skoðun. Þá verður jafnframt hafist handa á
næsta ári við að öryggisúttekt á umferðarmestu vegum á
Suðurlandi sem og þjóðveg nr. 1 til Akureyrar.
EuroRAP eru samtök 25 bifreiðaeigendafélaga í jafn-
mörgum löndum Evrópu og voru þau stofnuð árið 2000.
Nú þegar hafa helstu leiðir í Bretlandi, Svíþjóð, Hollandi
og hluta Spánar verið teknar út og kortlagðar út frá um-
ferðaröryggi og Frakkland og Ítalía eru komin vel á veg.
FÍB er nýjasti aðili EuroRAP. Að sögn Ólafs Guðmunds-
sonar er EuroRAP öryggisflokkunin mikilvægt tæki fyr-
ir veghönnuði, m.a. til þess að mæla áhættu og bera sam-
an öryggi mismunandi vega. Flokkunin upplýsir einnig
vegfarendur um öryggi vega og vegarkafla.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hannes Strange, framkvæmdastjóri Öskju, afhendir Árna Sigfússyni, formanni FÍB, lyklana að bílnum.
FÍB fær sérútbúinn bíl
til að skoða öryggi vega
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is