Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU á morgun FRÉTTIR Ljósmyndir Mary Ellen Mark af listamönnum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi vegna uppsagnar yfirlæknis æða- skurðlækningadeilda. „Stjórnarnefnd Landspítala – háskóla- sjúkrahúss samþykkti þann 11. nóvember 2001 að yfirmenn hjá sjúkrahúsinu yrðu í 100% starfshlutfalli og sinntu ekki öðrum störfum utan þess en kennslu á háskólastigi eða störfum við háskóla og setu í nefndum og ráðum á vegum opinberra aðila. Þessi ákvörðun átti við alla yfirmenn spítalans og miðaðist við árslok 2002. Skyldi ráðningum yfirmanna til sjúkrahússins hagað með þess- um hætti nema í undantekningartilvikum þegar annað teldist henta sjúkrahúsinu. Í febrúar 2002 var auglýst starf yfirlæknis æðaskurðlækningadeildar á LSH og tekið fram að um fullt starf væri að ræða. Sam- kvæmt kjarasamningi og fylgiskjölum hans sem gilti þegar gengið var frá ráðningu Stef- áns E. Matthíassonar í yfirlæknisstöðuna gátu menn í fullu starfi yfirlæknis ekki stundað sjálfstæðan atvinnurekstur með því starfi. Stefán E. Matthíasson var ráðinn í yf- irlæknisstarfið frá og með 1. júlí 2002 á grundvelli auglýsingarinnar og ráðning- arviðtals en í því kom skýrt fram að um yf- irlækninn giltu svokölluð helgunarákvæði í kjarasamningi og fylgiskjölum hans sem þýddi að hann stundaði ekki jafnframt sjálf- stæðan atvinnurekstur. Í starfslýsingu, sem Stefán undirritaði við ráðningu, er lýst skyldum yfirlæknisins og þar segir meðal annars: „Hann skal hafa frumkvæði að hag- ræðingu og skipulagningu þjónustunnar …“ Í minnisblaði sem framkvæmdastjóri lækn- inga og Stefán undirrituðu samhliða starfs- lýsingunni er gerður fyrirvari um að hætti hann stofurekstri skuli aðstaða og starfsum- hverfi til slíkrar starfsemi vera viðunandi innan veggja LSH. Af persónulegum ástæð- um, einkum vegna fjárhagslegra skuldbind- inga við eigin atvinnurekstur, var Stefáni hins vegar veittur óvenju langur aðlög- unartími eða tæplega 2½ ár. Þegar gengið var eftir efndum þeirra skilyrða sem ráðn- ingin byggðist á hafði yfirlæknirinn engar ráðstafanir gert til þess að flytja þá starf- semi sem stofurekstri hans tilheyrði inn fyr- ir veggi spítalans og því var haldið fram að LSH hefði ekki staðið við yfirlýst áform um lagfæringar og breytingar á æðaskurðlækn- ingadeild. Af hálfu LSH er hins vegar talið að miklar breytingar og lagfæringar sem gerðar hafa verið á aðstöðu til æða- skurðlækninga á spítalanum samrýmist í öll- um meginatriðum áformum um aukna starf- semi. Engum sérfræðilæknum hefur verið neitað um aðstöðu á göngudeild og aðgengi að skurðstofu hefur verið meira en nægj- anlegt fyrir lækna þessarar deildar. Lítil nýting skurðstofu deildarinnar hefur því leitt til þess að öðrum deildum hefur verið út- hlutað aðgengi að henni sem nemur 1½ degi á viku. Biðlistar á deildinni eru engir. Yfirlæknar taka laun samkvæmt kjara- samningi fjármálaráðherra annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar og þeir sér- fræðilæknar sem eingöngu vinna við sjúkra- húsið, þ.m.t. yfirlæknar, fá sérstaka viðbót greidda. Aðrir, þ.e. þeir sem eru með stof- urekstur, eiga aðeins kost á 80% starfshlut- falli að hámarki. Auk hinna föstu launa koma greiðslur vegna vakta. Þetta á við alla vinnu innan spítalans þ.m.t. göngudeildarvinnu. Sérstök 5% viðbót getur komið til vegna verka sem spítalinn leggur sérstaka áherslu á, t.d. umtalsverða göngudeildarvinnu. Hins vegar hefur launakerfi spítalans ekki verið breytt í þá veru að jafna megi við það kerfi sem sjálfstætt starfandi sérfræðilækn- ar búa við og enginn ádráttur verið gefinn þar um. Sú ákvörðun Landspítala – háskólasjúkra- húss að skylda yfirmenn spítalans til að gegna störfum eingöngu við sjúkrahúsið byggir á 20. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins: „Áður en starfsmaður hyggst, samhliða starfi sínu, taka við launuðu starfi í þjónustu annars aðila, ganga í stjórn atvinnufyr- irtækis eða stofna til atvinnurekstrar ber honum að skýra því stjórnvaldi, er veitti starfið, frá því. Innan tveggja vikna skal starfsmanni skýrt frá því ef áðurnefnd starf- semi telst ósamrýmanleg starfi hans og hon- um bannað að hafa hana með höndum.“ Jafnframt segir: „Rétt er að banna starfs- manni slíka starfsemi sem í 1. mgr. segir ef það er síðar leitt í ljós að hún megi ekki saman fara starfi hans í þjónustu ríkisins.“ Samkvæmt þessu hefur LSH fulla heimild til þess að meta og skera úr um hvort starf- semi yfirmanns fari saman við starf hans á spítalanum. Með tölvubréfi 9. febrúar 2005, rúmum mánuði eftir að tilskilinn frestur til lokunar stofu Stefáns var liðinn, var kallað eftir staðfestingu þess að því ákvæði ráðn- ingarsamningsins hefði verið fullnægt. Því bréfi var fylgt eftir með þremur fundum Stefáns og framkvæmdastjóra lækninga án þess að niðurstaða eða sameiginlegur skiln- ingur næðist. Með bréfi, dags. 31. maí 2005, var Stefáni veittur frestur til eins mánaðar til að ákveða hvort hann vildi sinna 100% starfi yfirlæknis á æðaskurðlækningadeild og loka stofu sinni til samræmis við stefnu og kröfur LSH. Því bréfi er svarað þann 7. júní sl. þar sem fram kemur að Stefáni sé ljós sá almenni vilji yfirstjórnar LSH að yf- irlæknar á spítalanum sinni ekki læknastof- urekstri utan stofnunarinnar en vísað hins vegar til forsendna í minnisblaði frá 16. júlí 2002, sem áður hefur verið vísað til, og talið að LSH hafi ekki uppfyllt að öllu leyti. Þess vegna séu ekki skynsamleg rök til þess að væna hann um vanefndir á því sama ákvæði. Með bréfi 15. júní sl. er af spítalans hálfu áréttað að afstaða stjórnar og réttarstaða LSH í málinu hafi verið skýrð skilmerkilega og að LSH fallist ekki á að Stefán eigi rétt á sérákvæðum í ráðningarkjörum yfirlæknis á grundvelli títtnefnds minnisblaðs. Þann 5. september sl. var Stefáni ritað bréf þar sem tilkynnt var um áform sjúkra- hússins að honum yrði veitt áminning fyrir það að hlýðnast ekki kröfu sjúkrahússins um að láta af starfrækslu sjálfstæðrar lækn- ingastofu samhliða starfi yfirlæknis á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Var honum veitt færi á að koma að athugasemdum og and- mælum og var sá frestur framlengdur að ósk lögfræðings Stefáns. Þann 31. október var Stefáni veitt áminning á sömu for- sendum og boðað hafði verið og honum veitt færi á að bæta ráð sitt. Þess var krafist að lögð yrði fram skrifleg staðfesting á uppsögn samnings við Tryggingastofnun ríkisins inn- an 10 daga. Þann 21. nóvember var með bréfi boðuð áformuð uppsögn og enn gefið tækifæri til að koma að athugasemdum og andmælum innan 4 daga og að síðustu var Stefáni sagt upp störfum með bréfi þann 28. nóvember 2005 á grundvelli undanfarandi áminningar. Að síðustu var með bréfi þann 7. desember staðfest að Landspítali – há- skólasjúkrahús hefði ákveðið að falla nú þeg- ar frá kröfu um vinnuframlag á uppsagn- arfresti. Yfirlæknar á Landspítala – háskólasjúkra- húsi stýra sérgreinum og hafa þannig ríkum skyldum að gegna í samskiptum við annað starfsfólk og sjúklinga. Það er ótvíræð af- staða yfirstjórnar LSH að þessum mik- ilvægu stjórnunarstörfum verði ekki gegnt með fullnægjandi hætti nema því aðeins að vera í fullu starfi á spítalanum.“ Yfirlýsing frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi MIKLIR erfiðleikar eru nú í norsku rækjuvinnslunni. Verðmæti útfluttr- ar rækju féll úr 15 milljörðum ís- lenzkra króna árið 2001 í 8,8 millj- arða í fyrra. Það er þó talið að þróun afurða og nýir landvinningar á mörk- uðunum geti bjargað vinnslunni. Þetta er niðurstaða norskrar skýrslu og segja höfundar að það séu ýmsar ástæður fyrir versnandi af- komu. Samkeppni á helztu mörkuð- unum, Bretlandi, Danmörku og Sví- þjóð, hafi farið hraðnandi og innflutningur til Evrópusambands- ins hafi aukizt með lækkandi verði. Norski rækjuiðnaðurinn keppir við rækjuframleiðendur á Grænlandi og Íslandi, sem búa við tollfrelsi á rækju á mörkuðum ESB. Tollur á norskum rækjuafurðum er á bilinu 7% til 20% eftir afurðaflokkum. Keppinautar Norðmanna búa enn- fremur að betra rekstrarumhverfi vegna lægri launakostnaðar og hrá- efnisverðs. „Í Noregi hefur verið lögð áherzla á að lækka framleiðslukostnaðinn og fjárfesta í tæknibúnaði til að auka af- köstin svo vinnslan verði samkeppn- isfær í verði. Það er líklega lítið að sækja í frekari aðgerðir af því tagi og því verður að leita annarra leiða,“ segir annar skýrsluhöfunda. Í skýrslunni eru reifaðar ýmsar leiðir til að styrkja rækjuvinnsluna í Noregi. Þar kemur til greina að víkka út markaðsfærsluna á núver- andi mörkuðum svo sem að selja til veitingahúsa og veitingaþjónustu, en þar eru tollarnir ákveðin hindrun. Þess vegna er nauðsynlegt að vinna nýja markaði og þar koma helzt Rússland, Japan og Bandaríkin til greina. Við innflutning til þessara landa munu norskir útflytjendur standa jafnfætis keppinautunum hvað tolla varðar. Afurðaþróun er talin önnur leið til að bæta afkomuna. Með því að afurð- irnar fái nýja eiginleika og verði gerðar girnilegri, er líklegt að neyt- endur séu tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir rækjuna en áður. Nú eru norsku afurðirnar mjög svip- aðar afurðum frá öðrum löndum. Rækjuvinnsla í Nor- egi í vanda stödd Ljósmynd/Þorgeir Baldursson BRESKA vikublaðið Fishing News hefur birt frétt þar sem sagt er að breska plastbátasmiðjan Kingfisher Boats í Falmouth sé að smíða 5 plastbáta fyrir íslenska kaupendur. Bátarnir, sem eru 13,7 m á lengd og 4,9 m á breidd, eru ætlaðir fyrir 12 manns í sæti og 10 tonna farm, eins konar ferðamannabátar. Bátarnir verða gangmiklir því í þeim á að vera 500 hestafla vél og kemur fram í að samningurinn hljóði uppá 2 milljónir punda, 224 milljónir króna. Morgunblaðið hafði samband við nokkra aðila hér heima í þessum iðn- aði til að forvitnast um hvort svo mikið væri að gera að verkefnum væri vísað til útlanda. Haukur Sveinbjörnsson hjá Sam- tak Víkurbátum ehf. kvaðst mjög hissa á þessari frétt því enginn hafði aflað sér upplýsinga um slíka smíði hjá þeim og hafði ekki hugmynd um hverjir væru að láta smíða fyrir sig erlendis. „Íslenskar bátasmiðjur eru mun hagkvæmari kostur en þær er- lendu og þó mikið sé að gera hjá okkur, þá getum við hagrætt hjá okkur og komið svona verkefni fyrir, svo það fari ekki til útlanda,“ sagði Haukur. Í sama streng tók Hrönn Ásgeirs- dóttir hjá Seiglu ehf. og kvaðst mjög undrandi á þessari frétt. „Við höfum fengið fyrirspurnir um smíði báta og ég veit að þeir aðilar eru ekki að láta smíða fyrir sig erlendis. Við höfum smíðað svona báta bæði fyrir inn- lenda og erlenda aðila og eitt er víst að við erum mun samkeppnishæfari en erlendar bátasmiðjur.“ Hjá Trefjum ehf. í Hafnarfirði varð Högni Bergþórsson fyrir svör- um og taldi hann mjög líklegt að um misskilning væri að ræða og verið væri að smíða fyrir Grænlendinga. „Það hefur gerst áður að breskar bátasmiðjur í samkeppni við okkur hafi spunnið upp svona fréttir upp til að klekkja á íslensku bátasmiðj- unum.“ Regin Grímsson hjá Mótun ehf. hafði það eftir viðskiptavini sínum, sem hann smíðaði fyrir fyrr á árinu, að sá hefði einmitt skoðað þessa bresku báta og ekki verið hrifinn, og tekið íslensku smíðina fram yfir. Í Kingfisher Boats bátasmiðjunni í Falmouth varð fyrir svörum Mary Coote, eiginkona eigandans, og stað- festi hún að fréttin væri rétt. Hún kvaðst ekki geta gefið upp að svo stöddu hverjir ættu í hlut. Bretar segjast smíða plastbáta fyrir Íslendinga Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.