Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 30
KARLARNIR í Skotfélagi Akra- ness hlakka alltaf jafn mikið til villi- bráðarkvölds sem þeir halda í nóv- ember ár hvert. Þá koma þeir saman auk útvalinna karlkyns gesta og gæða sér að bráð sem þeir hafa sjálf- ir veitt og eldað af mikilli natni. Í fé- laginu eru um fjörutíu manns, en það var stofnað formlega fyrir rúm- um tíu árum, í þeim tilgangi meðal annars að koma upp æfingaaðstöðu fyrir leirdúfuskotfimi. Leirdúfu- skotfimi er ólympísk keppnisgrein og á félagið landsliðsmann í grein- inni, Stefán Gísla Örlygsson. Fé- lagsmenn eru, eins og nafnið ber með sér, miklir áhugamenn um skot- veiðar. „En félagið hefur verið að þróast út í það að verða hálfgerður einkaklúbbur því við erum farnir að færa okkur í auknum mæli út í mat- seldina enda erum við allir miklir nautnaseggir og viljum hafa gaman af hlutunum,“ segir Kári Haralds- son, veiðimaður, félagsmaður og starfsmaður Skattstofu Vestur- landsumdæmis. Villibráðarkvöldin sívinsælu „Við veiðum ansi margt, skal ég segja þér. Við róum til dæmis oft á hálfgerðri indíánaskel út og skjótum skarf á haustin. Konan mín er alveg vitlaus í hann. Svo erum við karl- arnir nokkuð reglulega á selveiðum. Förum þá upp í Hvalfjörð og skjót- um sel. Það er töluvert af honum þar. Hryggvöðvinn er bestur og hægt er að búa til svakalega góða rétti úr honum. Ég er í raun mjög hissa á því hvað lítið er um sel á mat- seðlum góðra veitingahúsa. Hver fé- lagsmaður kemur með einn rétt á villibráðarhlaðborðið og úr þessu verður heljarmikil veisla. Auk sela- rétta svignar veisluborðið af réttum úr skarfi, svartfugli, öndum, gæsum og norsku hjartarkjöti meðal ann- ars,“ segir Kári. Hinu árvissa villi- bráðar-karlakvöldi er nú nýlega lok- ið og var það haldið í heimahúsi að þessu sinni. Þetta mun vera í fimmta sinn sem slík veisla er haldin og seg- ir Kári þá félaga hvergi nærri hætta. Siðurinn sé bæði skemmtilegur og kominn til að vera. „Hópurinn, sem fær að gæða sér á krásunum, fer líka alltaf sístækkandi því fái menn einu sinni að koma sem gestir, vilja þeir koma aftur og aftur. Þetta uppátæki er því farið að vinda duglega upp á sig.“ Daglegt líf falaðist eftir uppskriftum úr selkjöti og skarfi sem þeir Kári og Kristján Kristjánsson, út- gefandi og rithöfundur á Akranesi, urðu góðfúslega við. Fyrir valinu varð grillað kryddlegið selkjöt, sem þrætt er upp á selspjót, með kaldri piparsósu, pönnusteiktur sel- ur að hætti Sigfúsar Bjart- marssonar frá Sandi og loks skarfabringur. Selspjót á grillið (fyrir fjóra) 700 g hryggvöðvi af ungum landsel 8 litlir tómatar Kryddlögur 3 msk. ólífuolía 1 msk. sojasósa 2 msk. tómatmauk 1 msk. blóðberg pipar og salt Kjötið er skorið í hæfilega bita og marinerað í kryddleginum í sólar- hring. Þrætt upp á teina ásamt tóm- ötum og léttgrillað. Með þessum rétti er ágætt að hafa brúnaðan perlulauk, soðinn í drottn- ingarsultu og ferskt salat Köld piparsósa 1 dós sýrður rjómi 2 msk. sítrónusafi malaður svartur og hvítur pipar skvetta af sojasósu salt Pönnusteiktur selur (fyrir fjóra) 700 g hryggvöðvi af ungum landsel 3 msk. ólífuolía blóðberg pipar og salt Vöðvinn er skorinn í hæfilegar sneiðar og þær léttsteiktar í ólífuolíu á pönnu. Kryddað með blóðbergi. Pipar og salt eftir smekk. Með pönn- usteiktum sel eru hafðar nið- ursoðnar ferskjur og hundasúru- salat. Skarfafiðrildi (fyrir fjóra) 3 toppskarfabringur 2 msk. ólífuolía pipar og salt Sósa 5 dl fuglasoð 30 g smjör 30 g hveiti 2 msk rifsberjahlaup 1 dl rjómi salt og pipar Brúnið beinin í potti og búið til fuglasoð. Bakið upp sósuna og sjóðið í fimm mínútur, bætið síðan rifs- berjahlaupi og rjóma saman við. Úr- beinið skarfabringurnar og for- steikið í ólífuolíu á pönnu í mínútu á hvorri hlið. Bringustykkin eru síðan skorin svo til í sundur þannig að þau fái á sig lögun fiðrildis og steikt í tvær til þrjár mínútur í viðbót. Kryddað með pipar og salti. Með réttinum er gott að hafa gratíneraðar kartöflur og smjör- steikt grænmeti.  MATUR | Skjóta sér til matar og búa svo til sameiginlegt villibráðarhlaðborð Selurinn er svakalega góður Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Veiðimennirnir eru að vonum ánægðir með feng sinn og gera sér á hverju ári glaðan dag með villibráðarhlaðborði. Hugað að indíánafleyinu áður en lagt er í skotveiðitúr um sundin blá. 30 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Jólatrjáasala skógræktarfélaganna Skógræktarfélögin selja jólatré í skóglendum sínum, þar sem fólki gefst kostur á að koma í skóginn og velja sér tré. Fyrir hvert selt jólatré geta félögin gróðursett 30–40 ný tré. Um helgina verða eftirtalin skóg- ræktarfélög með sölu á jólatrjám: Skógræktarfélag Garðabæjar, við vegamótin austan Vífilsstaða kl. 13– 16 á laugardag. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Höfðaskógi hjá Selinu kl. 10–18 á laugardag og kl. 10–16 á sunnudag. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð í Úlf- arsfelli kl. 10–16, laugardag og sunnudag. Skógræktarfélag Kópa- vogs, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps og Kjalarness, á Fossá í Hvalfirði kl. 11–15, laugardag og sunnudag. Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Furuhlíð kl. 13–15, á sunnudag. Skógræktarfélag Borgfirðinga í Daníelslundi kl. 11–16, á laugardag. Skógræktarfélag Eyfirðinga í Kjarnaskógi kl. 10–18, alla daga fram að jólum, einnig á Glerártorgi frá 15. desember. Skógræktarfélag Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi kl. 12–16, á sunnudag. Skógrækt- arfélag Rangæinga í Bolholti á Rangárvöllum kl. 13–16 á sunnu- dag. Skapandi og náttúruleg leikföng Börn náttúrunnar er ný netversl- un sem mun selja náttúruleg leik- föng og fatnað, sem styðja við skap- andi og heilbrigða lífssýn. Verslunin býður upp á leikföng sem eru úr náttúrulegum efnivið og hvetja til leikja innblásinna af ímyndunarafli og sem krefjast þol- inmæði og einbeitingar. Í fréttatilkynningu frá Börnum náttúrunnar segir að leikföng ættu að dýpka innri þroska barnsins og leyfa því að tjá tilfinningar og skapa frjálst og óheflað. Kubbapúsl með mikla möguleika.  NÝTT Þar sem netverslunin verður ekki opnuð á netinu fyrr en um ára- mót verða Börn náttúrunnar með sölubasar í Waldorfskólanum Lækjarbotnum við Suðurlandsveg hinn 10. og 11. desember kl. 10 til 21. Skólinn mun selja vöfflur, kaffi og kakó á staðnum. ERU vinir og ættingjar vanir að fá jólakveðj- una frá þér í janúar? Ekki setja jólakortin of seint í póst þessi jólin. Síðasti öruggi skiladag- ur á jólakortum til Evrópulanda er fimmtudag- urinn 15. desember. Síðasti öruggi skiladag- urinn til landa utan Evrópu var 8. desember. Til að vinir og ættingjar innanlands fái kortin fyrir jól má ekki koma þeim á pósthúsið seinna en miðvikudaginn 21. desember. Öll pósthús á landinu taka við jólapóstinum. Auk þess er Íslandspóstur með jólapósthús í Kringlunni, Smáralind, Mjóddinni, Firði í Hafnarfirði, Garðatorgi í Garðabæ, Eiðistorgi og Glerártorgi á Akureyri í desember. Jóla- pósthúsin eru opin á afgreiðslutíma verslana. Einnig er Íslandspóstur með póstafgreiðslu í Nóatúnsverslunum á höfuðborgarsvæðinu, Hagkaup við Garðatorg og á Eiðistorgi og Nettó í Mjódd, opið alla daga, frá morgni til kvölds. Íslandspóstur tekur auðvitað alltaf á móti jólapósti en þó er öruggast að senda jólapakk- ana tímanlega svo að þeir gleðji viðtakendur á jólum. Skiladagur jólakorta Allar nánari uppl. um skiladaga jólasendinga, afgreiðslutíma og fleira er að finna á heimasíðu Póstsins á www.postur.is. Á skarfa- veiðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.