Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 34
N
ú skulum við telja á
þýsku aftur á bak
frá tíu,“ segir Anna
Lilja Torfadóttir,
kennari stúlknanna í
7 og 8 ára kjarna í Barnaskóla
Hjallastefnunnar við Vífils-
staðaveg. Það er valfundur og
stúlkurnar sitja í hring og velja
sér verkefni til að glíma við fram
að hádegi. Þær geta valið um
stund við tölvu, föndur, setjast í
bókakrók, byggja úr kubbum, leik
í leikstofu, saumakrók eða útileiki.
Á skólalóðinni eru tvö torg,
stráka- og stelputorg og við þau
standa hús sem nemendur hafa
sjálfir reist, þar er hóll og gat í
gegnum hann sem skríða má eftir,
að ógleymdum hænunum sem sjá
skólanum næstum því fyrir eggj-
um og loks er það brúna loðna
kanínan sem nýlega bættist í hóp-
inn.
Í öðrum kjarna sitja saman
strákar og stelpur og gæða sér á
epli um leið og farið er yfir and-
heiti, heitt – kalt, gott – vont,
rigning – sól og svo samheiti, sem
er gott að kunna þegar ráða á
krossgátur. Fjölmargar ábend-
ingar fljúga á milli í hópnum áður
en drengjahópurinn kveður stúlk-
urnar og heldur í sinn kjarna á
valfund, þar sem hver og einn vel-
ur næsta verkefni dagsins.
Vinsælt að sauma
„Þessa dagana er af-
ar vinsælt að sauma en
seinna breytist sá
áhugi og eitthvert annað verkefni
tekur við. Það ræðst af áhuga
barnanna,“ segir Margrét Pála
Ólafsdóttir, skólastjóri og höf-
undur Hjallastefnunnar. „Þannig
fá þau tækifæri til að skipuleggja
starf sitt og lífið á hverjum ein-
asta degi. Æfa sig í að vita hvað
þau vilja, koma þeim vilja á fram-
færi á agaðan og lýðræðislegan
hátt og þjálfa líka hæfilegt mót-
læti því stundum er uppáhalds-
svæðið þeirra upptekið. Þá er
bara að velja annað og alltaf kem-
ur annar valfundur. Valkerfið er
mjög réttlátt þar sem skipst er á
að byrja.“
Dæmigerður skóladagur í
Barnaskóla Hjallastefnunnar hefst
hálfátta að morgni þegar fyrstu
börnin fara að tínast inn. Formleg
skóladagskrá byrjar hálfníu með
morgunmat. Hver kjarni, sem er
heiti Hjallastefnunnar yfir bekkj-
ardeild með 20–24 börnum, sest
niður með sínum tveimur kenn-
urum og svo er sungið og þau
heilsast.
Kennsla hefst klukkan níu og
stendur samfellt í 90 mínútur.
Hver kennari sinnir oftast um12
börnum og er kennt samkvæmt
aðalnámskrá. „Það er lesið, ritað
og reiknað, unnið með listgreinar,
samfélagsfræði, tölvur og önnur
verkefni aðalnámskrár,“ segir
Margrét Pála. „Að auki höfum við
bætt inn ensku og leggjum upp úr
kynningu á fleiri tungu-
málum til að
styrkja fjöl-
menningarleg
áhrif og áhuga
á tungumálanámi.
Svo er auðvitað
kynjanámskrá
Hjallastefnunnar, sem litar allt
okkar starf og er meginmarkmið
skólans. Kynjanámskráin er
ákveðin leið til að vinna annars
vegar með einstaklingsstyrkingu
stúlkna og drengja sem og fé-
lagsþjálfun á ákveðinn og óvenju-
legan hátt í kynskiptum hópum en
auðvitað hittast kynin daglega í
því sem Hjallastefnan nefnir
„samskiptaþjálfun“ stúlkna og
drengja.“
Tólf stólar
Á hádegi tekur við matarhlé,
þar sem boðið er upp á heita mál-
tíð og því næst er kennsla til tvö
en þá er annar valfundur. Börn-
unum býðst að vera áfram eða
eins lengi og foreldrarnir kjósa
fram til klukkan fimm þegar skól-
anum er lokað. Þau eru áfram í
sínum stofum að mestu leyti með
sama kennara og velja sér verk-
efni. Um miðjan dag er síðdeg-
ishressing og rólegt starf í lokin.
„Ég get nefnt til gamans nokk-
ur atriði sem við erum með, sem
eru frábrugðin því sem er í öðrum
skólum,“ segir Margrét Pála. „Í
fyrsta lagi eru stúlkur sér og
drengir sér, kynskipt starf en með
daglegri samskiptaþjálfun. Í öðru
lagi er húsnæðisnotkun óvenjuleg,
í staðinn fyrir eina stóra stofu er
hver kjarni með tvö til þrjú rými,
sem hægt er að nota á mjög ólík-
an hátt. Aðalrýmið er með borðum
og 12 stólum fyrir helming
barnanna og svo vinnu- og leik-
krókum en annað rúmgott rými er
ætlað fyrir hreyfingu og þar er
hægt að nýta gólfplássið til að
læra standandi, liggjandi eða
krjúpandi. Í þriðja lagi er ekki
hefðbundið kennaraborð í aðalstof-
unum því kennaraborðið er hring-
laga í miðri vinnustofunni þar sem
kennari og nokkur börn vinna
saman. Í fjórða lagi sjást varla
hefðbundnar námsbækur og það
sem ég vil kalla „eyðuútfylling-
arblöð“ hjá okkur. Þess í stað búa
börnin til eigin bækur og eigin
verkefni og eigið námsefni. Ég vil
líka nefna að hér eru ekki frímín-
útur heldur 90 mínútna valtímar
með frelsi barna til að velja
sér verkefni úti eða inni og
þegar grunnskólanum er
lokað í jóla-, vetrar-,
páska- eða sumarfríum þá
er boðið upp á skemmti-
legt frístundastarf
hjá okkur.
Sumarskól-
inn okkar er
dásamlegur
og afar vin-
sæll hjá
börnunum okk-
ar. Þá er allt
annað starf í
gangi. Gríðarleg
útivinna, farið í ferðir, smíðar og
ýmis önnur verkefni.
Mikil útivinna
Annað sem er öðruvísi hjá okk-
ur er að hér er mikil útivinna.
Enskan er kennd úti og oft er ver-
ið að vinna með lestur og stærð-
fræði utandyra. Hvað er betra en
gönguferð upp að Vífilsstaðavatni
og dengja sér um leið í nokkur
orðadæmi, telja fuglana á vatninu
eða bíla sem eiga leið hjá. Raun-
veruleg verkefni í raunverulegu
umhverfi.“
Nemendur skólans eru 136 á
aldrinum fimm til átta ára og bið-
listinn er langur en þrjú ár eru
síðan skólinn tók til starfa. 12
Skólinn sem aldrei
Í Barnaskóla Hjallastefnunnar eru ekki hefð-
bundnar skólastofur. Þar er ekki kennt frá töflu,
hefðbundnar frímínútur þekkjast ekki og enska er
kennd utandyra. Kristín Gunnarsdóttir heimsótti
skólann, þar sem boðið er upp á frístundastarf utan
hefðbundins skólatíma.
Ágústa Sigurbjörnsdóttir kennari leiðbeinir félögunum Felix Guðna Axelssyni, Ísak Erni Valdimarssyni, Árna Sæberg,
Andra Pétri Hafþórssyni og Kristjáni Benóný Kristjánssyni með verkefni í vinnubókunum.
Þær Lovísa Huld Friðriksdóttir, Matthildur Lillý Valdimarsdóttir,
Kolbrún Þöll Þorradóttir, Júlía Kolbrún Sigurðardóttir og Alex-
andra Petra Micic, skruppu saman í útilegu í valtíma.
Vinirnir Aron Snær Garðarsson og Harri Hönnuson Thant Myint-U völdu útivist í þorpinu, sem nemendur hafa smíðað.
Morgunblaðið/Ásdís
Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höf-
undur Hjallastefnunnar, á valfundi með sjö og
átta ára stúlkum í Barnaskóla Hjallastefnunnar.
34 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF