Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG, 9. desember, eru liðin 20 ár frá stofnun Kynfræðifélags Ís- lands. Af þessu tilefni vilja undirrit- aðar, sem sitja í stjórn félagsins, vekja athygli á félaginu og mark- miðum þess. Félagið var stofnað af fagfólki og var tilgangurinn að skapa vettvang sem gæti eflt samstarf fagfólks á þessu sviði. Meðlimir félagsins komu frá upphafi úr heilbrigðisgeiranum en árið 2003 var ákveðið að opna fé- lagið fyrir fagfólki úr félags- og hug- vísindum og endurspeglar sú breyt- ing hina þverfaglegu nálgun kynfræða. Kynfræði (sexology) er fræði- greinin um kynverund mannsins (human sexuality). Fræðimenn sem leggja stund á kynfræði vilja, líkt og aðrir fræðimenn, auka þekkingu og skilning á viðfangsefni fræðigrein- arinnar með skipulögðum hætti. Út- gangspunktur kynfræði er að mað- urinn sé kynvera. Hægt er að rannsaka og lýsa kynverund manns- ins með gleraugum læknisfræði, líf- fræði, sálarfræði, félagsfræði, mann- fræði, kynjafræði og siðfræði svo nokkuð sé nefnt. Ein grundvall- arspurning kynfræðinnar er hvað ráði kynhegðun karla og kvenna. Hægt er að skoða kynhegðun mannsins út frá mörgum sjón- arhornum og þetta er það sem gerir kynfræðina svo fjölbreytta og áhugaverða að hægt er að komast að ólíkum niðurstöðum og skilningi. Norræn samtök Samtök norrænna félaga í klín- ískri kynfræði (Nordisk forening for klinisk sexologi) voru stofnuð árið 1978 af fulltrúum frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Kynfræðifélag Íslands var stofnað 9. desember árið 1985 og gerðist aðili að norrænu samtökunum árið eftir. Finnar gengu í norrænu samtökin 1998 og Eistlendingar 2002. Norrænu sam- tökin skiptast á um að halda ráð- stefnu árlega og er þá jafnframt haldinn aðalfundur norrænu sam- takanna. Í 15 ár gáfu samtökin út tímaritið „Nordisk Sexologi“ og áttu Íslendingar um tíma fulltrúa í rit- stjórn. Endurmenntun í kynfræði var skipulögð í hverju landi fyrir sig en hvorki var að finna sérstaka staðla eða kröfur um hvað slíkt nám ætti að innihalda né gaf það neina viðurkenningu. Sú endurmenntun sem boðið var upp á var fyrst og fremst skipulögð með heilbrigð- isstéttir í huga s.s. ljósmæður, hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa, lækna, sjúkraþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Kynfræðifélag Ís- lands hefur í gegnum tíðina skipu- lagt ýmiskonar fræðslu aðallega fyr- ir heilbrigðistarfsfólk. Árið 1997 hófust norrænu kyn- fræðisamtökin handa við að und- irbúa nám í kynfræðum þar sem samnorrænir staðlar eða kröfur giltu. Samræming norrænna mennt- unarstaðla var álitin myndu auka gæði kynfræðimenntunarinnar jafn- framt því að örva rannsóknir í fag- inu. Menntunarnefndin hlaut styrk til verkefnisins frá Norðurlandaráði (Nordplus). Nefndin hittist tíu sinn- um á þremur árum og kynnti sér framboð á námi í kynfræðum á Norðurlöndunum, í Evrópu og Bandaríkj- unum. Samnorrænar menntunarkröfur litu svo dagsins ljós árið 1999. Ári síðar var ákveðið hvernig staðið skyldi að löggildingu þeirra sem lykju námi í kynfræðum. Þá hafa norrænu samtökin einnig sett siðareglur fyrir þá félagsmenn samtakanna sem vinna sem kynfræð- ingar. Markmið Kynfræðifélags Íslands Þekkingu og rannsóknum á kyn- hegðun fólks í íslensku nútíma- samfélagi er ábótavant. Ein ástæða fyrir þessu er að ekki hefur verið boðið upp á markvisst nám í kyn- fræðum þar sem fólk fær hvatningu til rannsókna og starfa. Markmið fé- lagsins eru bæði mörg og metn- aðarfull, séð í ljósi þess að félagið hefur allar götur verið rekið í sjálf- boðaliðavinnu og ekki notið neinna opinberra styrkja. Einskær áhugi stjórnar og hins almenna fé- lagsmanns hefur verið það eldsneyti sem hefur haldið félaginu gangandi. Eitt helsta markmið félagsins um þessar mundir er að efla fræðigrein- ina kynfræði (sexology) á Íslandi og koma á fót grunnnámi á há- skólastigi. Auk þess að efla tengsl milli aðila sem vinna við kynfræði vill félagið sinna fræðslu fyrir fag- fólk og almenning á sviði kynfræði, vera upplýsinga- og ráðgjafaraðili til þeirra sem fást við kynfræði í starfi sínu og efla framgang rannsókna í kynfræði. Að lokum er það liður í starfi félagins að styrkja samstarf við sambærileg félög erlendis. Fagfólk sem áhuga hefur á að efla framgang kynfræði og/eða ganga í félagið er velkomið að leita til stjórn- arinnar. Kynfræðifélag Íslands tuttugu ára Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir fjalla um Kynfræðifélag Íslands ’Fræðimenn sem leggjastund á kynfræði vilja, líkt og aðrir fræðimenn, auka þekkingu og skiln- ing á viðfangsefni fræði- greinarinnar með skipu- lögðum hætti.‘ Sólveig Anna Bóasdóttir Jóna er formaður og Sólveig með- stjórnandi í Kynfræðifélagi Íslands. Jóna vinnur við meðferðarstörf á geðsviði LSH og sjálfstætt á eigin stofu; jona@jonaingibjorg.is. Sólveig Anna vinnur sjálfstætt sem fræði- maður á sviði siðfræði og guðfræði, solveig@akademia.is Jóna Ingibjörg Jónsdóttir MÁNUDAGINN 28. nóv. sl. svarar umboðsmaður barna grein undirritaðs frá því í vikunni áður. Ákveðins misskilnings virðist gæta hjá umboðsmanni barna og tekst honum að skauta fim- lega frá þeim meg- inatriðum sem um ræðir þ.e. að umboðs- manni beri að vinna að því; að bæta hag barna og unglinga og gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hags- muna á öllum sviðum samfélagsins. Umboðsmaður telur undirritaðan sleppa því að minnast á 3. mgr. 4.gr. laganna þar sem skýrt sé tek- ið fram að umboðs- maður barna taki ekki til meðferðar ágrein- ing milli einstaklinga. Undirritaður skilur ekki þá athugasemd umboðsmanns, enda á hún hvergi heima í málinu. Þessu til áréttingar skal það tekið fram; að Félag ábyrgra feðra telur ekki að umboðsmaður eigi að beita sér í einstökum málum og hefur aldrei talið. Það er hinsvegar orðin áleitin spurning um hvenær einstök mál eru orðin að slíkum fjölda einstakra mála að heild- armyndin krefst þess að umboðs- maður barna bretti upp ermar; sá er boðskapur undirritaðs og félags- ins. Embætti umboðsmanns barna er gagnslaust ef það telur ekki þörf á því að taka ærlega til höndum í þessum málaflokki samkv. þeim starfsskyldum sem gilda um emb- ættið og eru raktar í lögum. Umboðsmaður víkur í svari sínu að fundi sem forsvarsmenn félags- ins sóttu síðasta vetur til embættis- ins. Staðreyndin um þann fund er sú að tveir af þremur forsvars- mönnum gengu á dyr, þegar þeim ofbauð viðhorf umboðsmanns til þeirra tillagna sem þeir kynntu umboðsmanni um áherslur í rétt- indum barna til beggja foreldra sinna eftir skilnað. Þess ber að geta að sömu tillögur urðu svo að meginmáli þeirra tillagna sem fram komu í lokaskýrslu Forsjárnefndar; skipuð af dómsmálaráðherra. Allt marklaust tal umboðsmanns í umræddri grein sinni um dylgjur undirritaðs í sinn garð og þref í fjölmiðlum, eru dæmigerð varnar- og rökþrotaviðbrögð og ber að skoða sem slík. Undirritaður lætur umboðsmann njóta hins fullkomna vafa og leggur þá til að hún svari eftirfarandi spurningum; stutt og hnitmiðað, svo engum dyljist. Eftirfarandi spurningar byggjast á því normi að báðir foreldrar hafi búið saman og alið upp börnin saman og séu jafn- hæfir til foreldrahlutverksins eftir skilnað og aðstæður beggja við- unandi fyrir börnin. En sá er raun- veruleikinn í langflestum skilnuðum á Íslandi. 1. Er umboðsmaður þeirrar skoð- unar að það séu viðurkenndir og óumdeildir hagsmunir hvers barns að alast upp í faðmi beggja foreldra, sem jafnast; fyrir og eftir skilnað? 2. Telur umboðsmaður að það sé eðlilegt að börn séu svipt forsjá annars foreldris við skilnað og yfirleitt svipt forsjá feðra sinna – fyrir tilstuðlan kerfisins; missi umönnun feðra sinna og njóti samvista við þá 4–6 daga í mánuði eins og venja er? 3. Telur umboðsmaður barna að börn eigi tvö heimili (að lög- heimili undanskildu) eftir skilnað, annað hjá móður og hitt hjá föður – eða telur um- boðsmaður að börn eigi eitt heimili hjá móður og skuli koma í heimsókn til föð- ur? 4. Telur umboðs- maður það eðlilega „verklagsreglu“ hjá yfirvöldum og sérfræðingum að börn dvelji aldrei á aðfangadegi jóla hjá föður/ forsjárlausu for- eldri og stór- fjölskyldu eins og nýlegir dómar og úrskurðir kveða á um? 5. Telur umboðs- maður það þjóna hagsmunum barna að það foreldri sem hefur ekki forsjá þeirra; fái ekki skriflegar upplýsingar um barn sitt frá op- inberum stofn- unum svo sem skólum, heilsu- gæslum o.s.frv.? 6. Telur umboðsmaður barna að börn eigi um hvað sárast að binda, þegar foreldrar slíta samvistum og þurfi á þeim tímapunkti hvað mest á báðum foreldrum sínum að halda og sem jafnast? 7. Telur umboðsmaður það við- unandi fyrir hagsmuni barna að umgengnistálmanir fái að viðgangast, vikum, mánuðum, og árum saman án haldbærra ástæðna – viðunandi að engin úrræði skuli vera til hjá yf- irvöldum í verki, undir slíkum kringumstæðum og hvaða hug- myndir hefur umboðsmaður til að koma í veg fyrir slíkt of- beldi gegn börnum? 8. Er umboðsmaður sammála þeirri grundvallarskoðun Fé- lags ábyrgra feðra og For- sjárnefndar, að það sé brýnt að koma á lögum um sameig- inlega forsjá og lögum um sem jafnasta umönnun foreldra við börn sín? 9. Í ljósi umrædds málþings sem haldið var síðastliðið vor til kynningar á skýrslu for- sjárnefndar; þar kom m.a. fram að dómarar væru settir í afleita stöðu í forsjármálum af hálfu löggjafans. Þá stöðu að standa frammi fyrir tveimur jafnhæfum foreldrum og þurfa að varpa hlutkesti um hvoru þeirra yrði dæmd forsjá barna – vitandi vits að það væri börnum ekki fyrir bestu að annað foreldrið færi eingöngu með forsjá þeirra. Er umboðs- maður sammála þeirri skoðun dómara að lögum verði að breyta á þann veg að þeim verði heimilt að dæma foreldra í sameiginlega forsjá – sé það barni fyrir bestu? Undirritaður skorar á umboðs- mann barna að svara skýrt og vel. Börn, feður, mæður, ömmur, afar, frænkur og frændur þessarar þjóð- ar bíða spennt eftir viðhorfum þeirrar manneskju sem veitir for- stöðu því embætti sem á að ganga fram fyrir skjöldu og beita sér fyr- ir því að hagsmunir og réttindi barna séu virt á öllum sviðum sam- félagsins. Dulin viðhorf umboðsmanns barna …? Stefán Guðmundsson svarar grein umboðsmanns barna Stefán Guðmundsson ’Embætti um-boðsmanns barna er gagns- laust ef það tel- ur ekki þörf á því að taka ær- lega til höndum í þessum mála- flokki …‘ Höfundur er stjórnarmaður í Félagi ábyrgra feðra. NÚ HAFA einkunnir úr sam- ræmdum prófum sem tekin voru í grunnskólum í haust skilað sér til nemenda. Eins og að líkum lætur eru ekki allir jafn- ánægðir með útkom- una. Sumir fengu háar einkunnir, aðrir lágar, kannski lægri en þeim fannst þeir eiga skilið. Er nokkuð við því að segja? Fer ekki út- koman eftir gáfnafari og ástundun hvers og eins? Eða hvað? Ég er fædd fyrir miðja síðustu öld og í mínu ungdæmi stóðu menn klárir á því hver mælikvarðinn á gáfna- far fólks væri. Hann var semsé, hve fljótir menn væru að læra að lesa. Þeir sem voru seinlæsir voru ein- faldlega heimskir og ekkert við því að gera. Nú er hins vegar komið í ljós að til er fyrirbærið lesblinda. Við vitum að þeir sem eru haldnir henni geta mæta vel verið þeir greindustu í hverjum hópi. Lestrargeta segir ekkert til um það hve gáfaðir nem- endur eru. En hver eru þá skilaboðin sem lesblindum börnum eru send þegar þau fá útkomuna úr samræmdu prófi í íslensku? Ég kenni á yngra stigi og hef því einungis kynnt mér prófið sem fjórðu bekkingar tóku. Vegna þess hvernig það var uppbyggt og lagt fyrir er nálega útilokað að lesblindir nemendur geti náð hárri einkunn úr því. Það byggist á því að 50% af prófinu á að mæla lesskilning. Nem- endur eiga að lesa sög- ur og svara krossasp- urningum úr þeim. Fyrir svokallaða frá- viksnemendur sem eru í miklum mæli les- blindir, er hluti af efni prófsins lesinn upp skýrt og greinilega af meðfylgjandi diski. En þegar kemur að því að mæla lesskilninginn er þeim sagt að nú verði þau að lesa sjálf og svara svo spurning- unum úr því sem þau lásu. Ekki þarf að orðlengja að hér sitja þessi börn ekki við sama borð og aðrir nemendur. Mörg þeirra hafa litla eða enga möguleika á að komast í gegnum allt lesmálið enda er próftíminn skammtaður. Hvernig ætli þessi börn túlki frammistöðu sína þegar þau fá einkunnina í hend- ur? Að sjálfsögðu keppast allir við að fullvissa þau um að þetta sé bara af því að þau séu lesblind og ein- kunnin sé marklaus. Ef svo er, til hvers eru þau þá látin taka prófið? Ég hef líka grun um að ýmsir laumi blöðunum niður í skólatösku og skæli þegar heim er komið yfir því hvað þeir séu heimskir. Mér er spurn hvers vegna má ekki lesa efni sagnanna fyrir þessi börn og láta þau síðan svara spurningunum? Hvers vegna mega þau ekki hafa sömu möguleika og jafnaldrar þeirra á því að standa sig í sam- ræmdu íslenskuprófi? Vafalaust svara einhverjir að það sé ekki hægt að mæla lesskilning nema maður hafi lesið efnið. Reyndar álít ég að hér sé um textaskilning að ræða, þ.e. hvort nemendur nái skilaboðum textans og þess vegna megi alveg eins lesa hann fyrir þá. Við fáum aldrei að vita hvort þeir lesblindu hafa skilið textann af því að þeir gátu ekki lesið nema brot af honum. Ef ekki er hægt að taka tillit til þessara nemenda á þann hátt sem hér er rakið vil ég mælast til að þeim helmingi prófsins sem fjallar um lesskilning verði sleppt í fram- tíðinni. Mér finnst það jaðra við brot á mannréttindum að meðhöndla hóp lesblindra barna á Íslandi af þeirri ósanngirni sem felst í framkvæmd- inni á þessum prófum. Heimskur eða lesblindur Iðunn Steinsdóttir skrifar um vandræði lesblindra í samræmdum prófum ’Hvers vegna má ekkilesa efni sagnanna fyrir þessi börn og láta þau síðan svara spurning- unum?‘ Iðunn Steinsdóttir Höfundur er kennari og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.