Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 43 UMRÆÐAN MÖRG nýmæli koma fram í skólamálum í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. – Aukin verða fram- lög til skólalóða um 120 mkr. til að lagfæra margt af því sem beðið hefur meðan einsetn- ingu skóla var lokið og mötuneytin innleidd. – Aukin verða fram- lög til þróunarsjóða leikskóla og grunn- skóla til að efla ný- sköpunar- og þróun- arverkefni, og verður sérstaklega litið til tungumálakennslu ný- búabarna í leikskólum og til verkefna fyrir bráðger börn í grunnskólum í samræmi við stefnu- mótun um einstaklingsmiðað nám, svo sem til að auka tungumála- kennslu í yngri bekkjum. – Fjármagn verður flutt til auk- inna tölvukaupa í grunnskólunum og verður hækkun úr 25 mkr. í 55 mkr. – Ráðinn verður næringarráðgjafi til að þróa starf í skólamötuneytum, þar sem metnaður starfsfólks stend- ur til að standa sig enn betur í að bjóða hollan og næringarríkan mat, sem þó er ódýr. Viðmiðunarmatseðl- ar verða teknir upp og niðurstöðum úr könnun Lýðheilsustofnunar fylgt eftir á næsta ári. – Í samvinnu við samtök foreldra, Samfok, hefur menntaráð lagt áherslu á að þróa enn betur sam- starf foreldra og skóla og hefur þjónustumiðstöðin í Breiðholti tekið að sér forystuhlutverk með Samfok um þetta verkefni á næsta ári. – Viðbyggingar og skólar eru byggðir fyrir 1–2 milljarða króna árlega, og nýlega voru teknar í notkun tvær nýjar skólabyggingar sem marka tímamót; Ing- unnarskóli og Korpu- skóli eru hannaðir í samráði skólafólks, foreldra og grennd- arsamfélags til að taka mið af einstaklingsmið- uðu námi. Á næsta ári verður hafist handa við að byggja við Öldusels- skóla og síðan kemur Breiðholtsskóli, auk nýja skólans á Norð- lingaholti. – Nýtt menntaráð sem hefur yf- irstjórn leik- og grunnskólamála lét það verða okkar fyrsta verk að hefja undirbúning að stefnumótun í þá átt að skapa meira samstarf og sam- þættingu í starfi leikskóla og grunn- skóla. Á þessu kjörtímabili hefur þegar farið fram vinna í þessa átt og er nú starfshópur að störfum sem horfir til þessa. Á næstunni verður haldið málþing til að vekja áhuga og athygli á málinu, við teljum að margs konar sóknarfæri felist í auknu samráði og samstarfi leik- og grunnskóla. Skólar í Reykjavík mælast á heimsmælikvarða Í yfirlýstri stefnu fyrir grunn- skólana í borginni kemur fram að við viljum að þeir séu á heims- mælikvarða og í fremstu röð. Þetta hefur tekist. Reykvískir skólar koma best út meðal íslenskra skóla úr alþjóðlegri könnun og standa framarlega á heimsvísu. Að beiðni Menntasviðs Reykjavíkurborgar hefur Námsmatsstofnun tekið sam- an stöðu nemenda í Reykjavík sam- anborið við nemendur í öðrum landshlutum í PISA-rannsókninni 2003. Nemendur á Íslandi voru í 15. sæti meðal allra þátttökulanda í stærðfræði en séu reykvískir nem- endur skoðaðir sérstaklega voru þeir í 12. sæti og í 9. sæti sé aðeins miðað við OECD-löndin 30. Reykvískir nemendur stóðu sig best í lestri þegar landshlutarnir eru bornir saman og þá sérstaklega stúlkur. Í raungreinum var frammi- staða reykvískra nemenda einnig best þó marktækur munur hafi ekki verið milli landshluta. Þegar niðurstöður Íslands voru sérstaklega skoðaðar eftir lands- hlutum kom í ljós að munur á nið- urstöðum eftir kynjum var minnstur í Reykjavík og ekki tölfræðilega marktækur. Munurinn er hins veg- ar mikill á landinu öllu og hefur vak- ið umtal. Þetta eru ánægjulegar tölur og sýna svo ekki verðum um villst að sú fræðslustefna sem við höfum byggt upp síðan grunnskólinn færð- ist frá ríki til sveitarfélaga skilar ár- angri. Starfsáætlun skólanna er alltaf í endurskoðun Mér er til efs að nokkurs staðar í opinberum rekstri komi jafn margir að stefnumótunarvinnu og raun er á við gerð starfsáætlunar mennta- mála. Þar er átt við foreldra- samfélagið, kennararáðin, skóla- stjórnendur og marga fleiri, og nú hefur verið tekinn upp sá háttur að áður en lokaútgáfa fer í prentun er haldinn opinn borgarafundur um skólamálin. Sá fundur verður snemma á næsta ári. Þessi kynning hefur hitt í mark. Í nýrri starfsmannakönnun borg- arinnar kemur fram að allt að 90% kennara í grunnskólum telja sig þekkja til starfsáætlunar mennta- sviðs. 20 milljarða króna pakki Rekstur grunnskóla og leikskóla kostar 20 milljarða króna árlega og sýnir metnað borgaryfirvalda að 50% af útgjöldum borgarinnar skuli varið til menntamála. Ætla mætti að svo stór fjárhagspakki feli í sér skekkjur og vanhöld. Svo er ekki. Skólastjórnendur halda sig nær 100% við fjárhagsáætlanir og stjórnendur menntasviðs standa sig frábærlega í rekstraröryggi. Borg- arbúar mega vel við una, þegar 20 milljarðar króna eru undir hvílir mikil ábyrgð á stjórnendum, hvert frávik í prósentum getur kostað tugi eða hundruð milljóna. Allt er í góð- um rekstrarböndum og er ólíku saman að jafna, grunnskólum í Reykjavík og mörgum ríkisstofn- unum. Í skólasókn Reykjavík- urborgar fer því saman stefnufesta, rekstrarábyrgð og þróunarstarf sem leiðir til þess að skólarnir okk- ar eru á heimsmælikvarða. Skólasókn í Reykjavík Stefán Jón Hafstein fjallar um skólamál í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar ’Í skólasókn Reykjavík-urborgar fer því saman stefnufesta, rekstr- arábyrgð og þróun- arstarf sem leiðir til þess að skólarnir okkar eru á heimsmæli- kvarða.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður borgarráðs. Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar   
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.