Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GUÐFRÆÐIN sem þjóðkirkjan boðar almenningi hefur siglt í strand. Hún er nánast í engum takti við þann raunveru- leika sem við búum við í dag. Hvernig er hægt að trúa þeim sögum Biblíunnar sem í grundvallaratriðum ganga gegn því sem raunvísindin, einn af hornsteinum nú- tímans, hafa leitt í ljós. Ef þjóðkirkjan ætlar að halda velli verður að gera grundvall- arbreytingu á þeirri hugmyndafræði sem hún ber á borð fyrir landsmenn og þá sér- staklega nemendur grunnskóla landsins. Eins og nú er staðið að málum mun áhugi landsmanna á trú og mikilvægi hennar fyrir samfélagið halda áfram að grotna niður. Þjónar kirkjunnar verða að hætta að tala eins og okkur sé ókunnugt um heims- mynd nútímans. Kirkjan verður að hefja fyrir alvöru sam- ræður við raunvísindin og þar með sporna gegn áhrifum íhalds- manna innan hennar sem í fávisku sinni telja okkur ekki til þess bær „að breyta Guðs lögum“, eins og séra Geir Waage hélt nýlega fram. Heimsmyndin sem við aðhyllumst í dag er ekki nema að litlum hluta sótt til kristinnar trúar. Frá því á 17. öld hefur staða mannkyns innan heimsmyndarinnar tekið miklum breytingum sem einkennst hafa af því að það hefur færst úr miðju sköpunarverks hins kristna Guðs yf- ir í að vera eitt í óravíddum alheims- ins. Á þessu tímabili hafa orðið tvær grundvallarbreytingar á heims- myndinni. Sú fyrri var tilkoma sól- miðjukenningarinnar þar sem mannkyn færðist úr miðju heims gerðs úr sjö kristalhvelfingum yfir á ómerkilega plánetu í jafnvel óend- anlegum alheimi. Enn var mannkyn hins vegar kóróna sköpunarverks Guðs á Jörðinni. Sú staða breyttist með þróunarkenningu Darwins þeg- ar maðurinn varð eitt af dýrum merkurinnar. Þessi umbreyting á stöðu mannsins innan heimsmynd- arinnar varð vegna framþróunar þekkingarleitarinnar sem við í dag köllum raunvísindi, er á tímabilinu 1760–1850 breytist úr guðlegri í ver- aldlega athöfn, og hefur hin kristna kirkja því miður nánast alfarið leitt þessa þróun hjá sér. Sögur Biblíunnar eru fullar af frá- sögnum sem ganga gegn okkar dag- lega raunveruleika og grunn- forsendum raunvísindanna, sem er að náttúran stjórnist af reglulegum lögmálum sem engir yfirnátt- úrulegir kraftar hafa áhrif á. Innan raunvísinda dagsins í dag birtist þessi kraftaverkahugsun Biblíunnar í vitshönnunartilgátunni, sem und- irritaður gerði að umtalsefni í Les- bókargrein 5. nóv- ember 2005, er nú fer ljósum logum um Bandaríkin. Hug- myndafræðilega rétt- lætingu þessar hugs- unar er að finna í Fyrra Korintubréfi Páls post- ula (1: 17–25) þar sem hann hæðir skynsemi- hyggju Forngrikkja og segir m.a.: „Ég mun eyða speki speking- anna; og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra. Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefir Guð ekki gjört að heimsku speki heimsins. Því að þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að gjöra hólpna með heimsku prédik- unarinnar þá, er trúa.“ Hvernig á ein- staklingur, sem lifir í samfélagi er „speki spekinganna“ hefur átt stóran þátt í að móta, að meðtaka þennan boð- skap Biblíunnar? Hugmyndin um Guð er stórbrotin og er ekkert sem segir að Hann rúmist ekki innan heims- myndar nútímans, en eins og banda- ríski guðfræðingurinn John F. Haugt, sem mikið hefur ritað um trú og raunvísindi, benti nýverið á „hugsa flestir guðfræðingar enn og skrifa eins og Darwin, Einstein og Hubble hafi aldrei við til“. Hin ein- feldningslega heimsmynd sem prestar landsins bera á borð fyrir al- menning í messum og námsefni grunnskólabarna gengur hreinlega ekki upp. Kirkjan hefur alfarið leitt hjá sér öll þau vandamál sem fylgja tilkomu kenninganna um þróun lífs- ins og Miklahvell. Sá sem fyrstur benti á þetta vandamál var franski jesúítinn og raunvísindamaðurinn Pierre Teilhard de Charidin (1881– 1955), en hann taldi hina nýju heims- mynd gefa okkur einstakt tækifæri til þess að endurskilgreina hug- myndir okkar um Guð. Haught telur endurskilgreininguna hins vegar hafa gengið alltof hægt fyrir sig því nú „hálfri öld eftir dauða Teilhards virðast guðfræðingar engu nær lausn á þessu vandamáli“. Kirkjan horfir því fyrst og fremst á merk- ingu mannlegrar tilvistar, sögu mannkyns, félagslegt réttlæti o.s.frv., sem að mati Haughts hefur framlengt „firringu nútímamannsins gagnvart alheiminum“. Hin þröngsýna guðfræði sem þjóðkirkjan boðar almenningi hefur án efa leitt til þess mikla skeyting- arleysis sem ríkir gagnvart trúar- brögðum hér á landi, hvað sem skoð- anakönnunum líður. Með því að taka enga opinbera afstöðu til þess hvernig hinn kristni einstaklingur getur aðlagað trú sína heimsmynd dagsins í dag hefur þjóðkirkjan brugðist skyldum sínum. Þjóð- kirkjan boðar kristna trú eins og heimsmyndin hafi ekkert breyst frá því á dögum Krists og eins og and- skynsemishyggja Páls postula sé í fullu gildi. Þjóðkirkjunni er engin minnkun að því að hefja fyrir alvöru endurskilgreiningu á guðfræði sinni, hvað sem orðum Geirs Waage líður, sem tekur tillit til þeirrar heims- myndar sem við búum við í dag. Börnin okkar sem neyðast til þess að lesa námsefni kirkjunnar eiga þetta skilið. Trú, raunvísindi og menntun Steindór J. Erlingsson fjallar um guðfræði og nútímann Steindór J. Erlingsson ’Þjóðkirkjanboðar kristna trú eins og heimsmyndin hafi ekkert breyst frá því á dögum Krists og eins og and- skynsem- ishyggja Páls postula sé í fullu gildi. ‘ Höfundur er doktor í vísindasagnfræði. LÖG um styttingu náms til stúd- entsprófs munu skella á innan skamms. Þetta eru því miður ekki aðeins lög um styttingu heldur öðru fremur skerðingu! Fjögur framhalds- skólaár verða gerð að þremur og erfitt er að halda því fram að hægt sé að skipta heilu ári niður á hin þrjú sem eftir eru. Hvað mun þetta hafa í för með sér? Augljóst er að það námsefni sem taka þarf til stúdentsprófs minnkar með þeirri af- leiðingu að stúdents- prófið gengisfellur! Nemandi fæddur 1992 útskrifast líkt og við með fjög- urra ára framhaldsskólanám að baki stúdentsprófi eða ákveðinn ein- ingafjölda til marks um að tilskildu námi sé lokið. Á sama tíma útskrif- ast nemandi fæddur 1993 með sama stúdentspróf en námið á bak við hans próf er töluvert minna en þess sem fæddur er 1992. Þessu má líkja við gengisfellingu krónunnar 1984 þegar hún var á einu bretti felld um 15%. Þá gat einstaklingur farið út í búð daginn áður og keypt sér t.d. 20 lítra af mjólk fyrir 1.000 kr. en dag- inn eftir fengust ekki nema 17 lítrar fyrir sömu upphæð. Á þessu sést að þeir einstaklingar sem útskrifast eftir breytinguna hafa verðminna próf upp á vasann en hinir. Þeir fyrrnefndu eru því ein- faldlega lakar settir en hinir síð- arnefndu og verr und- irbúnir fyrir nám á háskólastigi. Ástæða þess að ég tók sem dæmi 15% gengisfellingu en ekki 25% (1⁄4) var sú að fyr- irhugað er að auka námið á þessum þrem- ur árum til að ekki fari alveg heilt ár til spillis. Þetta þýðir að lengja verður skólaárið nokkrar vikur fram á sumarið og byrja fyrr á haustin. Fyrir okkur framhaldsskólanema þýðir þetta styttra sumarfrí, minni sumarvinnu o.þ.a.l. minna fé milli handanna. Nú kynni einhver að spyrja af hverju ís- lenskir nemendur þurfi að vinna á sumrin. Nemendur annars staðar í Evr- ópu hvíla sig og/eða stunda íþróttir og byggja sig upp fyrir átök vetr- arins á sumrin. Svarið felst einmitt í fjársveltu menntakerfi því á Íslandi eru engir styrkir til háskólanáms, aðeins lán! Þess vegna þurfum við framhaldsskólanemendur að vinna okkur inn fé á sumrin til þess að eiga fyrir skólabókunum. Dæmi eru um að jafnaldrar okkar í Evrópu fái námsbækur sínar fríar. Þá hefur verið bent á að í stað þess að stytta sumarfríið megi lengja skóladaginn og auka álag yfir veturinn. Þetta úti- lokar að margir nemendur stundi vinnu með skóla, auk þess sem lak- ari nemendur eru í meiri hættu á að flosna upp úr námi vegna þess að þeir þola ekki álagið. Ástæða styttingarinnar liggur því ljós fyrir: Að sjálfsögðu er einungis verið að spara fjármagn. Krafa okk- ar á þó að sjálfsögðu að vera sú að hvergi skuli sparað þegar menntun er annars vegar. Fjárfesting í mann- auði verður ekki metin til fjár en hún margborgar sig og það verður að vera lykilatriði að tryggja okkur bestu mögulegu menntun sem völ er á hvað sem það kostar! Menntakerfi í molum Sigurður Kári Árnason fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Krafa okkar á þó aðsjálfsögðu að vera sú að hvergi skuli sparað þeg- ar menntun er annars vegar.‘ Sigurður Kári Árnason Höfundur er framhaldsskólanemi. HINN 15. nóv. sl. sótti ég fund í Valhöll þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra fjallaði um fyrirhugaða stytt- ingu náms í fram- haldsskólum. Þar kom oft fram sú skoðun ráðherrans, að nýta þyrfti betur tímann í grunn- og framhalds- skólum landsins. Í lok fundarins ætlaði ég að spyrja um ásak- anirnar um lélega nýt- ingu tíma í skólum: Sökum anna ráð- herrans var tími til spurninga og at- hugasemda ekki mik- ill, en mönnum bent á, að þeir gætu skrifað greinar í blöð. – Ég vil hér gera athugasemdir við margendurtekin orð ráðherrans um nýtingu tíma í skólum. Ég þekki marga kennara í grunn- og fram- haldsskólum, og mér er kunnugt um erfið, slítandi og illa launuð störf þeirra. Ég hvet fólk til að trúa ekki þessum dylgjum sumra hva- torðra stjórnmálamanna, sem virð- ast hafa litla þekkingu á þessum störfum. Ég skrifaði greinar í Morg- unblaðið 2.–5. mars sl. um þetta málefni og setti þar fram efnisleg rök gegn styttingar- eða skerðing- arhugmyndum náms í skólum. Auð- vitað hafði það engin áhrif á skerð- ingaráætlanirnar. Menntamálaráðherrann sagði hins vegar á menntaráðstefnu Sjálf- stæðisflokksins 28. maí sl.: „Um- ræðan um breytta námsskipan að undanförnu hefur of mikið tekið mið af þröngum afmörkuðum hags- munum einstakra aðila og stofnana í stað þess að horfa á heildarmynd- ina, stóru myndina.“ – Af þessu má ráða, að það er vonlítið að ætla sér að standa í sæmilega vitrænum orðaskiptum um nám og kennslu við skerðingarsinnaða stjórn- málamenn. – Mikilhæfur áhrifa- maður hvatti á þessari ráðstefnu til varkárni og vandvirkni í þessum mikilvægu málum. Ef hér yrðu gerð mistök, væri erfitt að bæta þar úr. – Þetta ættu að menn íhuga vel, ef þeim er umhugað um mennt- un og þroska barna og ungmenna. Sigríður Wöhler grunnskóla- kennari ritaði athyglisverða grein í Morgunblaðið 18. nóvember sl.: „Ágætu kennarar og foreldrar.“ Hún kveðst hafa gert upp hug sinn um breytingarnar á skólakerfinu, m.a. eftir viðtal við mennta- málaráðherra í Morg- unblaðinu 10. nóv- ember sl. Sigríður lýsir miklum efasemd- um um styttinguna og hugmyndir ráðherrans í þessum efnum. Hún spyr: „Er grunnskól- inn tilbúinn í þann slag? Eru grunnskóla- kennarar með mennt- un til að kenna efni framhaldsskólanna?“ Og Sigríður spyr, hvort það hafi alltaf verið stefnan að þvinga grunnskólana til að kenna fram- haldsskólanámsefni í þeim tímum, sem bætt var við skólaárið. Í greinargerð með grunnskóla- frumvarpinu og ummælum áhrifa- manna um það á Alþingi koma ekki fram þau viðhorf til menntamála, sem nú eru efst á baugi hjá sumum valdsmönnum, um skerðingu náms og hraðsoðna menntun kennara. – Því er nú haldið fram, að hinn aukni tími til kennslu, sem nú er í skólum landsins, hafi ekki verið nýttur í nám í einstökum greinum. Þetta er vafasamt. Þeir sem sátu í vinnuhópum vegna endurskoðunar aðalnámskráa í ýmsum greinum vissu vel um hinn aukna tíma, og þeim voru auðvitað tiltæk lög um grunnskóla (nr. 66/1995) og lög um framhaldsskóla (nr. 80/1996). Um þetta er mér kunnugt, því að ég var, að ósk ráðuneytisins, í slíkum vinnuhópi á námssviði móðurmáls undir stjórn Höskuldar Þráins- sonar prófessors. Stefna ráðuneyt- isins (sbr. ritið Enn betri skóli (1998) og Aðalnámskrá framhalds- skóla (1999)) var mjög ólík þeirri skerðingarstefnu, sem nú þykir fín. Ég hvet menn til að lesa vel við- talið við menntamálaráðherra frá 10. nóv. sl. og skoða vel sum svör hennar. Íhugum hér fullyrðingu ráðherrans, sem tekur sérstaklega fram, að með þessum aðgerðum „sé ekki verið að spara“. – Það er nú það. Ég hef jafnan kennt nem- endum mínum að vera gagnrýnir í hugsun, (sbr. Aðalnámskrána, bls. 14–15) og trúa ekki fyrr en þeir tækju á. Við skulum huga hér að þeim ágætu skýrslum mennta- málaráðuneytisins, sem ráðherrann hefur sagt, að séu lagðar til grund- vallar í þessari nýju stefnu. Hvað skyldi nú standa í þeim? Í skýrslu ráðuneytisins um styttingu náms- tíma til stúdentsprófs frá 2003 er margoft vikið að sparnaði. Við skul- um einfaldlega skoða fáein dæmi á bls. 39 í skýrslunni: 1) „Mögulegur heildarsparnaður yrði þá um 1,7 milljarður fyrir höfuðborgarsvæðið …“ 2) „… ef námstími yrði styttur myndu fjárveitingar til skóla vegna stúdentsnámsnemenda lækka um tæp 18% …“ 3) „Miðað við að stöðugildum kennara fækki um 155 … má gera ráð fyrir að árlegur launakostnaður lækki um 605 m. kr. með styttingu námstíma til stúdentsprófs.“ – Þetta er bara á einni blaðsíðu í þessari skýrslu, og annað í henni er með svipuðum hætti. Seinni grundvallarskýrslan er frá árinu 2004: Breytt námsskipan til stúdentsprófs. Þar fara menn varlega í að ræða beint um sparn- að, en þar er hins vegar rætt um „jákvæð fjárhagsleg áhrif“ breyt- inganna í heild (bls. 65 og víðar), og þar er greinilega átt við sparnað. – Lesendur geta nú sjálfir lagt mat á þau orð ráðherrans, að hér „sé ekki verið að spara“. Á sínum tíma var oft rætt um að efla skóla með meiri kennslu. En nú á að efla skóla með minni kennslu og minni menntun kenn- ara. Hér eiga vel við orðin: Ekki er öll vitleysan eins! Er verið að spara með styttingunni? Ólafur Oddsson fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’En nú á að efla skólameð minni kennslu og minni menntun kenn- ara.‘ Ólafur Oddsson Höfundur er menntaskólakennari.                 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.