Morgunblaðið - 09.12.2005, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EFTIR tvær ómaklegar og ómál-
efnalegar árásir Sigmundar Ó.
Steinarssonar á handboltann í land-
inu og þá áskrifendur Morgunblaðs-
ins sem unna handboltanum get ég
ekki orða bundist. Eftir lestur þess-
ara greina get ég ekki varist þeirri
hugsun að Morgunblaðið sé í heil-
ögu stríði við handknattleikinn eins
og t.d. Fox-fréttastofan er í stríði
við hryðjuverkamenn. Sú fréttastöð
auglýsir sitt stríð með stríðsletri og
legg ég til að íþróttasíða Morg-
unblaðsins geri það einnig eða sem
ég vissulega vona snúi alveg við
blaðinu og fari að skrifa um hand-
boltann á málefnalegan hátt.
Ég tel þó rétt hjá Sigmundi að
það veldur miklum vonbrigðum að
ekki hafi verið betur staðið að
DHL-netmiðlinum um handknatt-
leik. Meginástæðan fyrir þeim von-
brigðum mínum er að Morgunblaðið
sinnir umfjöllun um handboltann
ekki nægilega vel að mínu mati og
því hefði öflugur netmiðill getað
komið að einhverju leyti í staðinn
fyrir prentmiðlana. Gott dæmi um
slaka frammistöðu blaðsins er síð-
asti leikur Fram gegn HK sem var
mjög vel leikinn og spennandi leik-
ur, sem fékk nær enga efnislega
umfjöllun í Morgunblaðinu en var
hins vegar gerð góð skil í Frétta-
blaðinu. Það er ritfrelsi og málfrelsi
í landinu og því hefur Sigmundur
fullt frelsi til að lýsa þeirri skoðun
sinni að handboltinn í landinu sé
ömurlega lélegur en hafi hins vegar
verið frábærlega skemmtilegur á
hans yngri árum. Ástæðan fyrir því
að ég settist niður og ákvað að
skrifa þessar línur er hins vegar sú
nöturlega aðferð Sigmundar að nota
gagnrýni á einn viðkunnanlegasta
og besta leikmann DHL-deild-
arinnar, Heimi Örn Árnason, sem
aðferð til að sanna mál sitt um það
hvað handknattleiksmenn á Íslandi
séu leiðinlegir á að horfa og lélegir.
Ég hef verið unnandi handknatt-
leiks á Íslandi frá því ég fór á mína
fyrstu landsleiki suður á Velli í upp-
hafi sjöunda áratugarins. Vissulega
var handboltinn mjög skemmtilegur
í þá daga og margir snjallir hand-
boltamenn sem glöddu augað á tím-
um þegar önnur afþreying var mjög
fábrotin. Hins vegar er handknatt-
leikur dagsins í dag mun skemmti-
legri og hraðari leikur sem sést best
á því að í þá daga voru algengar
lokatölur í landsleikjum t.d. 9:8,
13:11 eða þá hinn frægi sigur á Sví-
um 12:10 þar sem Íslendingar létu
Svía einfaldlega helst ekki fá bolt-
ann í leiknum. Á síðustu árum er
hins vegar algengt að bæði lið skori
yfir 30 mörk í leik og flestir leikir
eru hörkuspennandi fram á síðustu
mínútur jafnvel þó að annað liðið
nái e.t.v. margra marka forskoti um
miðbik leiksins.
Að mínu mati eru deildirnar hér
mjög spennandi og skemmtilegar
bæði í kvennaflokki og karlaflokki.
Þannig eru í karlaflokki 14 lið að
berjast í mjög spennandi móti, þar
sem allir geta unnið alla, um sigur í
deildinni eða alla vega um eitt af 8
efstu sætunum. Sterkustu liðin eru
þó e.t.v. ekki alveg eins sterk og þau
hafa stundum verið áður þar sem
mikill fjöldi leikmanna hefur farið
til útlanda á undanförnum árum í
deildir í nágrannalöndunum sem
eru einnig sífellt að verða skemmti-
legri og vinsælli. Sérstaklega hefur
verið áberandi undanfarin ár hversu
ungir þeir leikmenn eru sem fara
héðan í atvinnumennsku. Þessi þró-
un hefur hins vegar tvær mjög já-
kvæðar afleiðingar í för með sér.
Landslið okkar er orðið jafnvel enn
sterkara en áður og ungir leikmenn
fá mun fyrr tækifæri með sínum lið-
um en áður, sem eykur breiddina í
íslenskum handknattleik og gerir
deildina mjög spennandi fyrir alla
þá sem hafa áhuga á þessari göfugu
íþrótt.
Kveðja,
GUNNAR BJARNASON,
Hlaðhömrum 38,
Reykjavík.
Opið bréf til íþróttasíðu Morgunblaðsins
Frá Gunnari Bjarnasyni:
MÉR þykir vænt um að Klara Sigurðardóttir
hefur svarað erindi mínu til umhverfisnefndar
Mosfellsbæjar sem birtist í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 29. fyrri mánaðar. Hins vegar þykir
mér ákaflega miður að hún tekur vinsamlegum
ábendingum mínum fremur illa.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem var
tekin sunnudaginn 20. nóvember var um verulega
hættu á alvarlegu slysi á þessum stað að ræða.
Ritaði ég grein samdægurs og sendi Morg-
unblaðinu með ósk um birtingu. Í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins var ákveðið að
breyta greininni í frétt og voru meginatriði grein-
arinnar efnislega dregin fram auk þess sem haft
var viðtal við Ragnheiði Ríkharðsdóttur bæj-
arstjóra. Frétt blaðamanns og viðtal má lesa í
Morgunblaðinu 23. nóvember á bls. 18. Sunnu-
daginn 27. nóvember sl. fór ég öðru sinni að
grjótnáminu. Hafði verktakinn greinilega bætt
verulega úr, fyllt upp skurðinn að nokkru þannig
að nú liggur ekki lengur djúpt vatn ofan við út-
fallsrörið. Þá höfðu kambstálteinar verið reknir
niður við skurðbakkann og band með aðvör-
unarborðum strengt á milli þeirra. Auðvitað allt
hið besta mál og vonandi gerir verktakinn enn
betur til að koma í veg fyrir hugsanleg óhöpp á
þessum stað.
Strax þá um helgina sendi ég Ragnheiði bæj-
arstjóra stuttan rafpóst um stöðu mála með
þökkum fyrir að breyting hafði átt sér stað.
Klara fer því ekki rétt með staðreyndir málsins
að því leytinu til að hún kveður mig hafa ritað
tvær greinar um þetta tiltekna mál.
Sem formanni umhverfisnefndar var Klöru
Sigurðardóttur einnig sent afrit af greininni sem
birtist óbreytt sl. þriðjudag. Klara svarar þessari
grein minni með kröftuglegu og nokkuð óvenju-
legu orðavali sem fremur sjaldan sést í rituðu
máli. Kveður hún miður að verið sé að hlaupa í
blöðin með svona nokkuð, henni þykir eðlilegt að
embættismönnum sé tilkynnt það sem betur
megi fara, o.s.frv.
Oft eru embættismenn mjög störfum hlaðnir
og geta ekki alltaf strax sinnt nýjustu málunum
sem þeir fá til umfjöllunar. Í Mosfellsbæ eru
gríðarlega miklar stórframkvæmdir í undirbún-
ingi, sumar meira að segja þegar hafnar. Nútím-
inn krefst því meiri hraða en svo. Þegar um
jafngrafalvarleg mál á borð við opnun grjótnámu
og dauðagildrur koma í ljós, þá eru fjölmiðlar
mjög heppilegir að vekja athygli allra hlutaðeig-
andi á því máli sem um er að ræða.
Nú er formaður umhverfisnefndar Mosfells-
bæjar ekki aðeins fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
heldur allra Mosfellinga í nefndinni. Opið bréf
hennar til undirritaðs er að öllum líkindum ritað í
nokkrum flýti og hefði verið heppilegra að
ígrunda betur sem ritað er. Við lifum í opnu og
frjálsu lýðræðisríki sem kannski ekki öllum er
ljóst. Borgarinn á rétt á því, hvar sem er, hvenær
sem er og af hvaða tilefni sem er, að snúa sér til
frjáls fjölmiðils með þau mál sem honum þykir
ástæða til og rétt að vekja athygli annarra sam-
borgara sinna á. Viðbrögð Klöru þykja mér vera
til nokkurs vansa þar sem hún ritar sem formað-
ur stjórnskipulegrar nefndar en ekki sem ein-
staklingur.
Um stöðu umhverfismála í Mosfellsbæ mætti
margt fróðlegt segja fyrir margra hluta sakir. Nú
verður látið staðar numið – að sinni.
GUÐJÓN JENSSON,
Mosfellsbæ.
Andmæli við opnu svarbréfi
Frá Guðjóni Jenssyni:
Myndin sýnir skurðinn sem Guðjón Jensson ger-
ir athugasemdir við.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
KÆRI frelsari, Jesús Kristur, Guðs
sonur, þú sem ert vinur og bróðir allra
manna!
Þökk sé þér að þú ferð ekki í mann-
greinarálit, heldur
elskar alla menn
jafnt.
Blessaðu nú
sérstaklega þau
öll sem fædd eru
fötluð á einhvern
hátt andlega eða
líkamlega. Öll þau
sem eru öryrkjar,
hvort sem það er
vegna slysa, sjúk-
dóma eða með-
fætt. Viltu veita þeim æðruleysi, upp-
örvaðu þau og styrktu. Láttu þau
finna að þú elskar þau eins og þau eru.
Veittu þeim þá mikilvægu fullvissu að
þau eru ekki öryrkjar af því að þú haf-
ir ekki mætur á þeim eða hafir yf-
irgefið þau. Veittu þeim þá fullvissu að
þau eru ekki öryrkjar í refsingarskyni
af því að þau hafi gert eitthvað af sér.
Veit öllum öryrkjum þinn frið.
Leyfðu þeim og hjálpaðu þeim að
hvíla örugg og óttalaus í skugga
vængja þinna, þar sem er frið og
raunverulegt skjól að finna. Gef að
þau upplifi sig ekki annars flokks á
nokkurn hátt heldur sem óendanlega
dýrmætar, einstakar manneskjur,
elskaðar af þér. Manneskjur sem þú
hefur ætlað og ætlar mikilvægt hlut-
verk.
Láttu þau finna tilgang með veru
sinni hér á jörð og hjálpaðu okkur öll-
um að koma fram við þau á eðlilegan
hátt. Þannig að þau finni til virðingar
og reisnar.
Almáttugi og miskunnsami Guð!
Veittu öllum öryrkjum miskunn
þína og náð. Launaðu þeim fyrir hlut-
skipti sitt. Veittu þeim þá virðingu
sem þau eiga skilið. Veittu þeim sig-
urlaun og dýrðarsveig í Paradís með
þér þegar yfir lýkur.
Heyrðu þessar bænir mínar, góði
Guð.
Í Jesú nafni.
Amen.
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON,
rithöfundur og framkvæmdastjóri
Laugarneskirkju.
Bæn fyrir
öryrkjum
Frá Sigurbirni Þorkelssyni:
Sigurbjörn
Þorkelsson
BRESKIR vísindamenn vara við,
að þeim ungmennum sem reglu-
lega neyta kannabisefna, sé tölu-
verð hætta búin
á að verða fyrir
andlegum/
geðrænum rösk-
unum, síðar á
lífsleiðinni. Telja
þeir efnið hafa
svo alvarleg
áhrif á heilann
að það sé talin
helsta orsök geð-
rænna vanda-
mála á Bretlandseyjum í dag.
Dr. Stanley Zammit, sérfræð-
ingur í lyfjarannsóknum, greindi
nú nýlega frá rannsóknum sínum á
ráðstefnu BUBA Foundation. Þar
sýndi hann fram á að þau ung-
menni sem notað höfðu kannabis-
efni allt að 50 sinnum eða oftar
fyrir 18 ára aldur væru þrefalt lík-
legri til að þróa með sér geðvanda-
mál síðar á ævinni en aðrir, þar
sem heili þeirra væri ennþá á
þroskastigi og því berskjaldaðri
fyrir eyðingarmætti efnisins. Tölu-
verðar líkur væru því á að efnið
hefði alvarleg áhrif á þroska ung-
linga sem neyta þess. Þær væru
þó töluvert minni hjá þeim sem
notað höfðu efnið 10 sinnum eða
sjaldnar fyrir 18 ára aldur.
Dr. Zammit benti því jafnframt
á að auðveldlega væri hægt að
koma í veg fyrir að fjöldinn allur
af ungmennum skaðaðist var-
anlega ef efnið væri ekki í boði á
meðal þeirra. Í ljósi þessa hljóti
ofangreindar niðurstöður að vera
mjög mikilvægar, ekki eingöngu
frá heilbrigðislegu sjónarmiði
heldur einnig félagslegu. Vegna
rannsókna sinna hefur Dr. Zammit
nú nýverið fengið viðurkenningu
og styrk til enn frekari rannsókna
á efninu en aðrar nýlegar rann-
sóknir hafa einnig sýnt fram á
sterk tengls milli neyslu kannabis-
efna og aukinnar áhættu á öðrum
heilsufars- og félagslegum vanda-
málum. Aðrar viðvaranir vísinda-
manna um skaðsemi kannabis hafa
leitt í ljós, eftir miklar rannsóknir
á eituráhrifum þess, að THC
(tetrahydrocannabinol), sem er
virka vímuefnið úr plöntunni,
ákvarðar vímuna með því að hafa
áhrif á efni í heilanum, sem senda
boð frá einni frumu til annarrar.
Eiturefnið THC er eftir vinnslu
mun sterkara en það var fyrir
nokkrum áratugum og skaðsemin
því að sama skapi mun meiri.
Umræðan um lögleiðingu
Í byrjun sl. árs var samþykkt á
breska þinginu að færa kannabis-
efnin niður úr áhættuflokki B yfir
í flokk C. Efnið flokkast því nú
m.a. með sterum, róandi lyfjum og
sterkum verkjalyfjum, sem öll eru
lögleg en lyfseðilsskyld. Nýju lög-
in heimila þó ekki ungmennum
undir 18 ára aldri að nota kanna-
bisefni.
Gríðarlegt magn kannabisefna
er árlega notað á Bretlandseyjum.
Kannanir hafa leitt í ljós, að þriðj-
ungur allra 15 ára ungmenna hef-
ur prófað efnið. Háværar raddir
eru uppi um, í þjóðfélaginu, að ít-
arleg rannsókn hefði átt að fara
fram, áður en lögunum var breytt
þann 24. janúar 2004. Þeirri rann-
sókn hefði svo átt að fylgja eftir
með fræðslu og forvörnum. En
fram hefur komið að misbrestur
hafi orðið á þeirri eftirfylgni.
Helstu fylgismenn breytinganna
töldu tíma lögreglunnar betur var-
ið í að eltast við þá sem meðhöndl-
uðu sterkari fíkniefni. Með breyt-
ingunum varð aðgengi því
einfaldara að efninu ásamt því að
raddir fyglismanna fyrir skaðleysi
þess urðu háværari.
„Hins vegar, eftir einungis rúm-
lega árs reynslu af nýju löggjöf-
inni, telur Tony Blair, forsætisráð-
herra að nauðsynlegt sé að
endurskoða hana. Hún hafi svo
ekki verði um villst gefið röng og
villandi skilaboð til ungmenna og
breytt ástandi þar í landi til hins
verra.“
Hlúum að æskunni – byggjum
henni bjarta framtíð!
ELÍAS KRISTJÁNSSON,
foreldri og áhugamaður um
fíkniefnaforvarnir.
Kannabis hefur áhrif á þroska unglinga
Frá Elíasi Kristjánssyni:
Elías Kristjánsson
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Fréttir í
tölvupósti