Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 51
MINNINGAR
✝ Ása Eiríksdóttirfæddist á Veg-
húsastíg 2 í Reykja-
vík 11. júní 1911.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Sóltúni
2. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru þau
Guðrún Þorbjörns-
dóttir húsmóðir, f. í
Auðsholtshjáleigu í
Ölfusi 15.1. 1875, d.
26.4. 1922, og Eirík-
ur Ásgrímsson
söðlasmiður, f. í
Rofabæ í Meðallandi 22.8. 1879,
d. 14.12. 1962. Bræður Ásu voru
Sigurgeir, f. 14.7. 1910, d. 13.12.
1979 og Haraldur, f. 25.5. 1916, d.
7.5. 1996.
Árið 1935 kynntist hún manni
sínum Þorsteini Einarssyni, f. 6.2.
1907, d. 21.7. 1982, sem lengst af
var verkstjóri við Íþróttavöllinn í
Laugardal. Foreldar hans voru
Einar Jónsson og Þóra Magnús-
dóttir. Ása og Þorsteinn gengu í
hjónaband 19.4. 1942 og bjuggu
alla sína sambúð á Bræðraborg-
astíg 31 í Reykjavík. Börn þeirra
eru: 1) Einar Jón, f. 19.4. 1936.
Hann á fjögur börn: Sonur hans
og Sigríðar Torfadóttur er Þor-
steinn, f. 7.1. 1958. Dætur hans
og Bergljótar Bergsveinsdóttur
eru: a) Ása Elísa, f.
14.8. 1965, börn
hennar og Jónasar
Þóris eru Aron Dal-
ín, Viktor Díar og
Ísold Atla, b) Sús-
anna, f. 27.11. 1967,
og c) Magdalena, f.
30.10. 1969. 2) Guð-
rún, f. 26.10. 1945,
d. 1.4. 2004. Sonur
hennar og Páls
Guðlaugssonar er
Guðlaugur, f. 18.1.
1963, kvæntur Kol-
brúnu Elsu Jóns-
dóttur, börn þeirra eru Jón Örn,
Þorsteinn Már og Guðrún Ósk. 3)
Eiríkur, f. 26.10. 1945, kvæntur
Unni Viggósdóttur, börn þeirra
eru; a) Jóhann Þór, sambýliskona
Thelma Vestmann Jónsdóttir,
dóttir þeirra er Birta Rós og b)
Ásgrímur.
Eftir að Ása missti móður sína,
fluttist hún til Ragnheiðar móð-
ursystur sinnar í Hafnarfirði og
hlaut þar hefðbundna skóla-
göngu þess tíma. Ása byrjaði
snemma að vinna fyrir sér og
vann við ýmis störf, lengst af sem
saumakona meðan heilsa og
kraftar leyfðu.
Útför Ásu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku amma, nú ertu búin að fá
þína langþráðu hvíld. Margar ljúfar
minningar frá samverustundum sem
við áttum með þér á Blómsturvöllum
og Þingvöllum koma upp í hugann,
minningar sem við geymum með
okkur.
Elsku amma hafðu þökk fyrir
þann tíma sem við áttum með þér.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Hvíl þú í friði
Jóhann Þór og Ásgrímur.
Í dag þegar við kveðjum Ásu í síð-
asta sinn reikar hugurinn til baka
um rúm tuttugu ár, þegar ég kom
fyrst inn á heimili hennar á Bræðra-
borgarstíg 31. Ég hafði þá nýlega
kynnst dóttursyni hennar Guðlaugi
Pálssyni og hann kynnti mig fljótt
fyrir ömmu sinni sem var mjög mik-
ilvæg persóna í hans lífi. Ása var hlý
kona og tók vel á móti mér og hófst
þar vinskapur sem aldrei bar skugga
á. Ég var fastagestur á heimili henn-
ar á meðan við Gulli bjuggum í hús-
inu fyrir ofan hana á Bræðraborg-
arstígnum. Þangað vorum við alltaf
velkomin í mat eða að fá að þvo í
þvottavélinni, fara í sturtu og bara
hvaðeina sem okkur vantaði, hvenær
sem var. Alltaf var kaffi á könnunni
og alltaf voru hnetur í skálinni.
Hún bjó allan sinn búskap á
Bræðraborgarstígnum og ól þar upp
3 börn jafnframt því sem hún vann
við saumaskap til margra ára.
Barnabörnin voru tíðir gestir hjá
henni og ekki má gleyma því að hluti
af uppeldinu fólst í að ala upp sanna
KR-inga en eiginmaður hennar Þor-
steinn Einarsson var mikill fótbolta-
maður og spilaði að sjálfsögðu með
KR.
Ása og Steini voru mikið útivist-
arfólk og á sumrin dvöldu þau mikið
austur á Þingvöllum en þar byggðu
þau sér sumarbústað og nutu þar út-
vistar í sveitasælunni auk þess að
veiða í Þingvallavatni bæði frá landi
og úr bát. Hjá henni borðaði ég fyrst
Þingvallamurtu og hef ætíð gert síð-
an. Ása hélt áfram að fara austur á
Þingvöll eftir að Steini féll frá eða á
meðan hún hafði heilsu til og fór þá
oft með dóttur sinni Guðrúnu en hún
lést í apríl 2004 og var það Ásu mikið
áfall. Hún var mikil hannyrðakona
og saumaði mikið og eitt af glæsi-
legri hlutum sem hún gerði er stórt
bútasaumsrúmteppi sem hún saum-
aði og gaf okkur Gulla fyrir nálægt
15 árum. Teppið er listaverk og var á
sínum tíma sýnt á handverkssýning-
um og er okkur Gulla ákaflega annt
um það. Nú þegar líður að jólum
verður okkur hugsað til Ásu með
söknuði, ekki síst á aðfangadag þeg-
ar jólamaturinn verður undirbúinn
en sami jólamaturinn er á borði á
okkar heimili eins og Ása framreiddi
á aðfangadagskvöld í mörg ár á
heimili sínu.
Ása dvaldi síðustu árin á Hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni og þökkum við
starfsfólki þar fyrir góða umönnun
og hlýju í hennar garð. Ég kveð Ásu
með söknuði og þakklæti fyrir ára-
tuga vináttu og hlýju í minn garð og
bið Guð að blessa minningu hennar.
Kolbrún Elsa Jónsdóttir.
ÁSA
EIRÍKSDÓTTIR
Elsku Hilmir, nú er
komið að kveðjustund.
Við mæðgurnar vilj-
um kveðja þig með
nokkrum fátæklegum orðum. Þú
varst hetja í baráttunni við vágest-
inn sem var sem betur fer ekki löng
barátta. Vágesturinn hafði yfir-
höndina alltof snöggt en við ráðum
engu um það.
Á þessari stundu flæða fram ynd-
islegar minningar um þig sem við
áttum saman. Okkar samverustund-
ir yfir kaffibollanum voru margar
og ferðir sem við fórum saman á
meðan Hulda þín var á lífi. Sér-
staklega minnumst við þegar við
fórum saman kringum landið við
fjölskyldan, þú og Hulda. Einnig
þegar við fórum í sumarbústaðinn
og í Strandakirkju þar sem við átt-
um ógleymanlegar stundir saman í
kirkjunni og við sjávarsíðuna. Eftir
andlát Huldu hittumst við mjög oft
því það var örstutt að skreppa yfir
til þín í næstu götu. Við skruppum
saman í marga styttri bíltúra. Vin-
sælastur var Árborgarhringurinn
eða þá bara að við spjölluðum sam-
an í eldhúsinu í Kambahrauni 30.
Síðan fluttist ég vestur 2003. Það
HILMIR
HINRIKSSON
✝ Hilmir Hinriks-son fæddist í
Vestmannaeyjum
31. mars 1932. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Ási í
Hveragerði 24. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Hveragerð-
iskirkju 3. desember.
var ekki auðvelt að
fara svona langt frá
þér en við hittumst
alltaf öðru hvoru eftir
það, en svona er bara
lífið. Þú hafðir stórt
hjarta þegar inn undir
skelina var komið, en
það var ekki fyrir alla
og gott var að losa úr
pokanum sínum hjá
þér. Þín verður sárt
saknað. Það var gott
að heimsækja þig, það
var orðinn fastur liður
að fá kaffisopa og
leggja kapal með þér.
Elsku Hilmir, við trúum á að þú
sért kominn til Huldu þinnar og
hefur hún tekið vel á móti þér opn-
um örmum eins og henni var lagið.
Við vottum börnunum þínum
Hörpu, Binna, Erlendi, Júllu,
Boggu Fríðu og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð. Megi Guð
styrkja þau í sorginni.
Við kveðjum þig, elsku Hilmir,
með þessum orðum:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Valgerður og Guðrún Ósk.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningar-
greinar
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HERBORG JÓNSDÓTTIR,
Álfatúni 37,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 7. desember.
Sigríður Bragadóttir, Kjartan Lilliendahl,
Jón Trausti Bragason, Kristín Laufey Reynisdóttir,
Tómas Bragason, Sigrún Edda Sigurðardóttir,
Hermann Kristinn Bragason, Jóhanna Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
VIGGÓ EINARSSON
flugvirki,
Gullsmára 8,
andaðist á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn
8. desember.
Sigurbjörg Hjálmarsdóttir,
Hjálmar Viggósson, Ragnheiður Hermannsdóttir,
Magnea Viggósdóttir, Kenneth Morgan,
Erna Margrét Viggósdóttir, Kristján Þ. Guðmundsson,
Helen Viggósdóttir, Þórarinn Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.