Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Karl MarkúsBender fæddist í Reykjavík 21. des- ember 1949. Hann lést á heimili sínu, Freyjugötu 34, 30. nóvember síðastlið- inn. Hann var sonur Elínar Sigríðar Markúsdóttur og Sófusar Bender. Fósturfaðir hans var Gunnþór Ben- der. Systkini Karls eru Þór Rúnar Bak- er, synir hans eru Marteinn Steinar og Björgvin Elís (látinn), og Guðleif Bender, maki hennar er Guðmundur A. Gunn- arsson, börn þeirra eru Friðrik Örn, Eva Dögg og Brynjar Freyr. Sambýliskona Karls er Hrafn- hildur Ástþórsdóttir. Börn hennar eru: Sigmundur Andrésson, Agnes Sif Andrésdóttir og Sigurjón Andrés- son, kvæntur Mar- gréti Söru Guðjóns- dóttur, þau eiga tvær dætur, Hrafn- hildi Svölu og Heklu Sif. Karl gekk í Mið- bæjarbarnaskólann, varð stúdent frá MR og verkfræðingur frá HÍ. Framhalds- nám stundaði hann við DTU í Lyngby í Danmörku. Að námi loknu hóf hann störf Land- síma Íslands (nú Síminum) og vann þar til dauðadags. Útför Karls fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Frá því að Kalli kom inn í líf mitt hefur hann verið mér sem besti stjúpfaðir og vinur. Hann var ein- stakur á svo margan hátt, rólegur, kærleiksríkur og gefandi. Það var al- veg sama hvað ég leitaði til hans með, alltaf gaf hann sér tíma. Fyrir nákvæmlega 20 mánuðum síðan varð hann veikur. Á þeim tíma komu eiginleikar hans ekki hvað síst í ljós, öllu var tekið af æðruleysi og bjartsýni. Mamma og hann voru gæfa hvors annars og einlæg ást og virðing einkenndi samband þeirra. Sú ást var þeirra styrkur í veikind- unum og mín huggun í sorginni. Hjúkrunarfræðingar Karitas voru Kalla og mömmu englar í manns- mynd og verður þeim seint þökkuð öll sú umhyggja og færni sem þær höfðu fram að færa. Elsku besta mamma mín, nú er Kalli kominn í ljósið og ég veit að hann vakir yfir þér. Ég mun sakna hans óendanlega. Þín Agnes Sif. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar mamma sagði mér, að hún hefði kynnst manni. Það örlaði á smá spennu hjá henni þegar hún til- kynnti táningssyni sínum þetta. Ég greindi eftirvæntingu í rödd hennar og einhverskonar glampa í augunum sem ég hafði ekki séð áður, mamma mín var ástfanginn upp fyrir haus af honum Kalla. Það var alla tíð dásam- legt að fylgjast með sambandi mömmu og Kalla. Gagnkvæm virð- ing, aðdáun og kærleikur. Þau bættu hvort annað upp og náðu að laða fram það besta hvort í fari annars. Kalli var rólegur maður og ekki fyrir að trana sér fram. Hófsemi, vinnusemi og hjálpsemi eru orð sem eiga ákaflega vel við Kalla. Hann var alltaf til í að rétta hjálparhönd og miðla af þekkingu sinni. Kalli bjó yf- ir ríkri réttlætiskennd. Hann smitaði út frá sér með yfirvegun og skyn- semi. Okkar bestu stundir áttum við saman í sumarbústaðnum í Gríms- nesinu, en þar eyðir fjölskyldan stærstum hluta frístunda sinna. Djúpt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna og það verður tómlegt í Heiðarseli án Kalla. Fyrir tæpum tveimur árum greindist Kalli með krabbamein. Eiginleikar hans komu vel í ljós þeg- ar líf hans tók þessa óvæntu stefnu. Hann tók á veikindunum sínum með æðruleysi og barðist eins og hetja fyrir heilsu sinni til síðasta dags. All- an tímann stóð mamma eins og klett- ur við hlið hans og studdi hann með aðdáunarverðum hætti. Ég hef misst mikið. Ég hef misst góðan vin og fyrirmynd. Mann sem hafði afgerandi áhrif á mig sem per- sónu og mann sem ég dáðist að og elskaði. Mestur er þó missir mömmu minnar. Elsku mamma, ég bið að góður guð gefi þér styrk og huggun. Ég kveð Kalla með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína. Minningarnar geymi ég í hjarta mínu og mun aldrei gleyma. Sigurjón Andrésson. Ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast honum Kalla. Hann Kalli var góðmenni og einstakur maður, hæg- látur, réttlátur, var sífellt að hugsa um aðra og hafði sérstakt lag á því að gleðja fólk. Það voru t.d. ófáir bit- ar sem voru hafðir lengur á grillinu í sumarbústaðnum. Kalli vissi að ég vildi kjötið mitt mikið steikt og þrátt fyrir að honum fyndist það eyðilegg- ing á fínu kjöti, brosti hann bara í kímni. Kalli var nefnilega þannig að hann virti alltaf aðra og skoðanir þeirra. Kalli var yndislegur við litlu stúlk- urnar okkar og þær afskaplega heppnar að hafa átt jafn frábæran afa. Hann var snillingur á svo mörg- um sviðum. Hann var vel lesinn, vissi allt um tölvur og tæknimál og alltaf gaf hann sér tíma til að aðstoða aðra. Hvort sem var í tölvumálum, stærð- fræði eða bara hverju sem er og þol- inmæðin endalaus. Hann var ein- staklega duglegur, vann mikið og allt sem að hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Hann var vandaður maður á allan hátt og ég veit að hann var fyrirmynd margra. Samband Kalla og Höbbu var yndislegt. Þau voru svo innilega ást- fangin og miklir vinir. Það var greinilegt hvað þeim leið vel saman og aðdáunin og virðingin augljós. Habba stóð eins og klettur við hlið- ina á honum Kalla í gegnum veik- indin og hugsaði um hann eins og henni einni er lagið. Full af kærleika, skynsemi og dugnaði. Kalli tókst á við þennan hræðilega sjúkdóm eins og allt sem hann gerði, með rósemd, yfirvegun og aldrei kvartaði hann. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Kalla. Hann hefur haft mikil áhrif á mig og ég mun geyma allar þær ótal góðu minningar í hjartanu. Ég bið góðan Guð að gefa elsku Höbbu minni, Agnesi Sif, Siggu, Gullu, Rúnari og öllum þeim sem syrgja þennan dásamlega mann styrk og huggun. Takk fyrir allt elsku Kalli. Sara. Um bróður minn Karl. Nú er kvatt um stund. Hæfileik- arnir, umhyggjan og velvildin leiftra yfir götuna, sem Karl gekk með okk- ur, og milda þessa dimmu desem- berdaga. Hann var, en hvorki vildi né þurfti að sýnast. Því verða orðin mín um hann fá, þótt við ættingjar hans og vinir gætum sagt um hann svo mörg stór, falleg og sönn orð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Huggun sé Hrafnhildi og móður okkar harminum gegn. Rúnar. Fallinn er frá kær vinur, Karl M. Bender, en hann lést á heimili sínu að Freyjugötu 34 hinn 30. nóvember sl. Margs er að minnast og margt kemur í huga manns á slíkum stund- um. En kynni mín við Karl mág minn hófust er leiðir okkar og systur hans Guðleifar Bender lágu saman fyrir um það bil þrjátíu árum. Samþykki til þess ráðahags virtist liggja nokk- uð ljóst fyrir, frá sjónarhorni verð- andi tengdaforeldra, en í ljós kom að einnig þurfti samþykki bræðranna beggja, því slík var samheldni þeirra systkina allra og á sterkum grunni byggð og hefur verið svo alla tíð. Karl var þá við nám í Danmörku er þetta var, við sitt framhaldsnám til viðbótar verkfræðinni sem hann nam hér heima við Háskóla Íslands. Samþykki Kalla bróður fékkst og þetta gekk eftir. Þar kom að Kalli kom heim til að vera viðstaddur gift- ingu okkar. Á milli okkar máganna hefur aldrei borið skugga á. Um það vil ég segja, að alltaf hefur mágur minn verið hreinskiptinn og traust- ur, yfirleitt ekki mörg orð höfð um hlutina, heldur ávallt verið traustur sem bjarg, hvenær sem til hans var leitað með erindi og vil ég álíta að svo hafi verið um þau systkin öll alla tíð, enda ekki langt að sækja, frá móður þeirra Elínu Sigríði. Er kom að fæðingu og uppeldisárum barna okkar Guðleifar, þeirra Friðriks Arnar, Evu Daggar og Brynjars Freys, var ekki komið að tómum kof- unum hjá honum Karli mági mínum. Oft þurftum við hjónin að leita til Kalla mágs með aðstoð við uppeldið í fjarveru okkar og þá þekktist ekki orðið nei hjá honum og ekki var kast- að höndunum til neins, er hann veitti þeim af vizkubrunni sínum, bæði sem frændi og í leik og starfi síðar meir. Það verður seint fullþakkað. Snemma á unga aldri fór Kalli að rífa í sundur tæki, svo sem útvarps- tæki sem og annað sem á vegi hans varð. Ekki var nú alltaf nauðsynlegt að setja það allt strax saman aftur, því að það væri aldrei að vita nema hann gæti betrumbætt þessi verk- smiðjuframleiddu tæki og var ævin- lega hent gaman að þessu síðar á ævinni og hafði Kalli sennilegast mest gaman af því sjálfur. Seinna á lífsleiðinni hóf Kalli störf hjá Síman- um og vita allflestir að Kalla hefur tekist vel, í samvinnu við samstarfs- fólk sitt þar, að gera Internetþjón- ustu Símans vel starfhæfa með innsæi sínu og kunnáttu. Kalli naut þess mest að vinna við tölvuna sína alla daga, hvort sem var í vinnunni með starfsfélögunum eða heima fyr- ir og alltaf gat Kalli tvinnað þessa þætti saman eins og honum einum var lagið. En svo kom að því að hann eign- aðist sitt eigið heimili og fjölskyldu er hann hitti Hrafnhildi sína og börnin hennar þrjú og þá veit ég að Kalli var fullkomlega sáttur með til- veruna, að ekki sé talað um barna- börnin þegar þau komu. Ekki vil ég heldur gleyma að minnast á Sölku og Grím. Mörgum stundum vorum við hjónin og börnin þess að aðnjótandi að dvelja með Kalla, Höbbu og börn- um á þeirra friðsæla heimareit, Heiðarseli, austur í Grafningi. Þaðan líða margar fagrar minningar. Höll minninganna er stór og salir víðir til veggja og munum við eflaust koma þangað oft, fjölskylda mín og ég. Habba mín og börn, þið „tendr- uðuð ljósið, er dimma tók,“ og viljum KARL MARKÚS BENDER Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, LÁRA ÓSK ARNÓRSDÓTTIR, Eiríksgötu 6, lést mánudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 14. desember kl. 15.00. Rúnar Sigurðsson, Arna Rúnarsdóttir, Helgi Leifur Sigmarsson, Gauja Rúnarsdóttir, Emilía Rafnsdóttir, Hlynur Rúnarsson, Margrét Ásdís Haraldsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Vignir Rafn Valþórsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, RAGNAR BOLLASON, Bjargi, Eyjafjarðarsveit, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð miðviku- daginn 7. desember. Jónína Þórðardóttir, Ævar Ragnarsson, Katrín Ragnarsdóttir, Bolli Ragnarsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMI ÓLAFSSON frá Holti, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þriðjudaginn 6. desember. Útförin verður auglýst síðar. Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Jósefína Hrafnh. Pálmadóttir, Ingimar Skaftason, Vilhjálmur Pálmason, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Guðrún Pálmadóttir, Andrés Arnalds, Þorgrímur Pálmason, Svava Ögmundsdóttir, Ólöf Pálmadóttir, Valdimar Guðmannsson, Elísabet Pálmadóttir, Jón Ingi Sigurðsson, Bryndís Pálmadóttir, Sighvatur Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, SNORRI SKAPTASON arkitekt, lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn laugardaginn 3. desember. Lone Ries, Skapti Ólafsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Stella Skaptadóttir, Ólafur Elísson, Sævar Skaptason, Bryndís Óladóttir, Steinn Skaptason og aðrir aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, EINAR THORLACIUS MAGNÚSSON, Lækjasmára 2, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans að morgni fimmtu- dagsins 7. desember. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Petrína Helga Steinadóttir, Elín Einarsdóttir, Guðmundur Ingi Leifsson, Guðmundur Einarsson, Þórstína Aðalsteinsdóttir, Rósa Einarsdóttir, Ragnar Baldursson, Steinunn Einarsdóttir Egeland, Torstein Egeland, Magnús Einarsson, Kristín M. Möller.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.