Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 59 DAGBÓK Tónlistarfélag Akureyrar blómstrar semaldrei fyrr en aðeins er rúmt ár síðanþað var endurvakið. Vínardansleikur,fræðslufundur um Mozart og hádeg- istónleikar eru meðal þess sem er á dagskrá fé- lagsins á komandi misseri. Sigríður Aðalsteinsdóttir, formaður Tónlistar- félagsins, segir það löngum hafa verið grasrótina í tónlistarmálum á Akureyri en félagið á sér yfir sextíu ára sögu. „Á tímabili var félagið lagt niður en haustið 2004 var það endurvakið,“ segir hún en auk hennar sitja Pétur Halldórsson og María Vil- borg Guðbergsdóttir í stjórn. „Við höfum fengið ýmsa styrktaraðila í lið með okkur fyrir utan Ak- ureyrarbæ og það er mjög ánægjulegt hversu góðar móttökur við höfum fengið í samfélaginu hér á Akureyri.“ Á starfsárinu eru skipulagðir nokkrir stærri tónleikar auk hádegistónleikaraðar sem gengur undir yfirskriftinni Litlar freistingar og er í sam- starfi við Tónlistarskóla Akureyrar. „Einu sinni í mánuði erum við með 20 mínútna hádegistónleika í Ketilshúsinu sem Daníel Þorsteinsson er list- rænn stjórnandi fyrir. Á þessum tónleikum koma fram starfandi tónlistarfólk og kennarar á Ak- ureyri enda er hér mikið af góðu tónlistarfólki sem gjarnan mætti hafa fleiri tækifæri til að koma fram. Svo erum við svo heppin að hafa listakokk í okkar liði, Einar Geirsson á Kaffi Karólínu og á þessum hádegistónleikum útbýr hann litla rétti sem eru gjarnan í anda þess lands sem tónlistin er frá. Þessvegna köllum við þetta Litlar freistingar – þetta eru bæði freistingar fyrir maga og sál.“ Hún segir tónleikaröðina hafa fengið góðar við- tökur. „Við viljum ná til almennings – ekki bara fólksins sem lifir og hrærist í tónlist. Þess vegna eru Litlu freistingarnar tilvaldar fyrir fólk sem hefur áhuga á að detta inn á stutta tónleika í há- degishléinu og fá sér gott að borða í leiðinni.“ Fimm tónleikar eru skipulagðir í þessari röð á næsta misseri og segir Sigríður þá afar fjöl- breytta. „Á þeim verður barokktónlist, einleikur á píanó, söngur og píanó, selló og básúna svo eitt- hvað sé nefnt þannig að við komum víða við.“ Næsta stóra uppákoma er nýársdansleikur í byrjun janúar sem Tónlistarfélagið stendur nú fyrir í annað skipti. „Það verður ekta Vínardans- leikur með síðkjólum og glæsilegum matseðli,“ segir Sigríður. „Þarna mun Kammersveit Tónlist- arfélagsins leika vínartónlist undir stjórn Michael Jón Clarke en eftir klukkan ellefu um kvöldið tek- ur Hljómsveit Kristjáns Edelsteins við og leikur undir dansi.“ Þá nefnir Sigríður fræðslufund um tónlist Moz- arts, sem haldinn verður í febrúar í tilefni af af- mæli tónskáldsins og er öllum opinn. Tónlist | Blómlegt starfsár Tónlistarfélags Akureyrar Vínardans og freistingar  Sigríður Aðalsteins- dóttir mezzosópran lærði söng í Söngskól- anum í Reykjavík hjá Elísabetu F. Eiríks- dóttur og Þuríði Páls- dóttur. Hún útskrifaðist með burtfararpróf 1995 og stundaði söngnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg sem hún lauk árið 2000. Samhliða námi, eða frá 1997 til 2002, söng hún reglu- lega í Þjóðaróperunni í Vínarborg. Frá 2002 hefur hún veitt söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri forstöðu samhliða tónleikahaldi og óperusöng. Sigríður á þrjú börn. Kafað í djúpin. Norður ♠9872 ♥K93 S/AV ♦D1085 ♣D2 Vestur Austur ♠65 ♠ÁKG1043 ♥D5 ♥G102 ♦974 ♦32 ♣G87654 ♣Á10 Suður ♠D ♥Á8764 ♦ÁKG6 ♣K93 Suður verður sagnhafi í fjórum hjörtum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Pass 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur kemur út í lit félaga síns og austur tekur á spaðakóng og spilar ásnum næst, sem suður trompar. Hvernig er nú best að spila? Tvær hugmyndir kvikna strax: (1) Taka ÁK í hjarta og spila svo laufi á drottningu. (2) Spila strax laufi á drottningu. En báðar hugmyndir kolfalla, eins og legan er: (1) Ef sagnhafi tekur fyrst tvo efstu í hjarta, mun austur aftrompa blindan og tryggja vörninni annan slag á lauf. (2) Spili suður strax laufi á drottningu, kemur þriðji spaðinn og austur fær slag á hjartadrottningu á tvílitinn og austur annan á G10x. Nei, það þarf að kafa dýpra. Ef sagnhafi gefur sér að austur eigi laufásinn fyrir innákomunni, er nokkuð trygg leið að taka ÁK í hjarta og spila litlu laufi undan drottningunni. Austur verður að dúkka og laufkóngurinn á slaginn. Tvær innkomur blinds á tígul eru svo notaðar til að trompa spaða, en þannig fást fimm slagir á hjarta heima. Austur má stinga tígul hvenær sem hann vill, því þá verður þriðja trompið í borði að slag. Þetta spil leynir á sér. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rb5 d6 6. Bf4 e5 7. Be3 a6 8. R5c3 Rf6 9. Bg5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. Rd2 O-O 12. Rc4 Rd4 13. Bd3 b5 14. Re3 Bg5 15. Rcd5 Bb7 16. O-O Re6 17. c3 Bxe3 18. fxe3 Bxd5 19. exd5 Rc5 20. Bc2 Dg5 21. De2 f5 22. a4 e4 23. axb5 axb5 24. Kh1 Hab8 25. b4 Rd7 26. Ha6 Hf6 27. Hfa1 Re5 28. Ha8 Hff8 29. H8a6 Dh6 30. He1 Hf6 31. Ha5 Rc4 32. h3 Dh4 33. Kg1 Re5 34. Hea1 Rf3+ 35. Kf1 Rh2+ 36. Kg1 Rf3+ 37. Kf1 f4 38. Bxe4 Staðan kom upp fyrir nokkru í 1. deild þýsku deildarkeppninnar. Þýski stórmeistarinn Florian Handke (2.460) hafði svart gegn Dennis Breder (2.431). 38. … Rd2+! 39. Kg1 hvítur tapar við þetta manni en hann hefði tapað drottn- ingunni eftir 39. Dxd2 fxe3+. 39. … Rxe4 40. Ha8 Hbf8 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Sammála Hrefnu og Guðna ÞAÐ er rétt hjá Hrefnu Magnús- dóttur, sem skrifar í Velvakanda 4. desember sl., að það er engu líkara en það séu samantekin ráð hjá starfsmönnum Rásar 1 að hunsa Kristján Jóhannsson. Svipað gildir um marga aðra óperusöngvara sem búa og starfa erlendis. Það er miklu þægilegra og fyrir- hafnarminna að grípa bara til sömu söngvaranna ár eftir ár, t.d. Sigrún- ar Hjálmtýsdóttur, Kristins Sig- mundssonar og Gunnars Guðbjörns- sonar. Gaman væri að vita hversu marg- ar klukkustundir þessir söngvarar hafa fengið á þessu ári. Öll eru þau með ótal tónleika hér á landi og ætti því að vera ástæða til að leika frekar lög með þeim söngvurum sem starfa erlendis og koma sjaldan heim til að halda tónleika. Í dag, 5. desember, er umfjöllun um söngtónleika Garðars Thors Cortes í Morgunblaðinu. Gagnrýn- andinn er frá sér numinn af hrifn- ingu og notar orð eins og unaðslegur og yndislegur, nú sé kominn fram maður sem kann að syngja, öfugt við Kristján Jóhannsson. Þessi aum- ingja maður virðist ekki geta haldið jól öðruvísi en hnýta í Kristján því í fyrra gagnrýndi hann plötu Krist- jáns, reyndar er ekki hægt að kalla það gagnrýni heldur geðvonsku- ræpu. Ég er sammála Guðna Th. Jóh. um lélega umfjöllun Morgunblaðsins um handboltaleiki. Núna um helgina fóru fram 6 leikir, aðeins er skrifað af einhverju ráði um tvo, nokkrar línur um aðra tvo, að lokum ekkert um tvo nema markaskorara en ekki tekið fram að markverðir hafi varið skot í þeim leikjum. Þetta er mikil afturför og svipað má segja um körfuboltann. 190342-2129. Jólagjöf ÉG fór í Bónus í Kringlunni einn dag í síðustu viku. Var strax komin með 3 fulla poka. Þar sem ég var að burðast með þá upp stigann komu tvær ungar stúlkur, buðust til að bera pokana fyrir mig. Að auki náði önnur þeirra í körfu. Vil ég þakka þessum ungu stúlkum innilega fyrir og megi þeim vel farnast. Aðalheiður Torfadóttir. Hefur þú séð þessa kisu? TRÍTLA er eins og hálfs árs læða sem býr í Stórholti. Hún hefur ekki komið heim í tvær vikur og hennar er sárt saknað. Hún er þrílit, svört, brún og hvít. Trítla er eyrnamerkt og einnig með merkingu á ól- inni sinni. Hún er með svartan segul á ólinni til þess að komast inn um kisulúg- una sína. Ef einhver hefur séð hana eða veit um hana þá vinsamlegast hringið í Steinunni (866 3031) eða Hugrúnu (820 8288). Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 3. sept- ember sl. í Dómkirkjunni af sr. Hjálm- ari Jónssyni þau Arna Torfadóttir og Sigurður Long. Ljósmynd/Jóhannes Long Brúðkaup | Gefin voru saman 17. september sl. í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Linda Jóns- dóttir og Yngvi Halldórsson. Ljósmynd/Jóhannes Long 40 ÁRA afmæli. Ásdís Inga Jóns-dóttir, (Dísa) Hrauntungu 54, Kópavogi, er fertug í dag, 9. desember. Af því tilefni býður hún vinum og vandamönnum í kaffi í Gjábakka, Fannborg 8, laugardaginn 10. desem- ber kl. 15. Árnaðheilla dagbók@mbl.is OPNUÐ verður í kvöld kl. 20 sýn- ing í Grafíksafni Íslands – sal Ís- lenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Sýningin er sölusýning þar sem 17 félagar sýna verk sín. Sýningin er opin föstudaga, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14.00–18.00. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Irene Jensen, Björg Þorsteinsdóttir, Friðrikka Geirsdóttir, Elva Hreiðarsdóttir, Ingibjörg Jó- hannsdóttir, Bjarni Björgvinsson, Kristín Hauksdóttir, Ásrún Tryggvadóttir, Díana M. Hrafns- dóttir, Anna Snædís Sigmars- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Reykdal, Gunnhildur Þórð- ardóttir, Daði Guðbjörnsson, Kristín Pálmadóttir, Kristjana F. Arndal og Rut Rebekka Sig- urjónsdóttir. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 18. desember. Jólasýning félagsins Íslensk grafík ER ÞITT ATVINNUHÚSNÆÐI Í SÖLU HJÁ FAGMÖNNUM? VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Hef hafið störf á Rakarastofunni Klapparstíg Viðskiptavinir, gamlir og nýir, velkomnir Viðar Kristjánsson hársnyrtimeistari Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Sigurstjarnan Einnig opið laugardaga og sunnudaga til jóla Full búð af öðruvísi vörum. Lomonosov postulín, Rússneska keisarasettið, í matar- og kaffistellum. Handmálað og 22 karata gyllingu. Frábærar gjafavörur. Alltaf besta verðið. Jólagjöfin ykkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.