Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 09.12.2005, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi UMTALSVERT tjón varð í húsum við Lauf- ásveg í Reykjavík í gær eftir að holræsi stífl- aðist og vatn flæddi inn í hús. Samkvæmt upp- lýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var vatnið á annan metra á dýpt í kjallara eins hússins en alls flæddi inn í fimm hús. Bilað hjá Bilanavaktinni Ekki tókst að ná sambandi við Bilanavakt Reykjavíkurborgar í gærkvöldi til að afla frek- ari upplýsinga um málið. Ástæðan var einföld; samkvæmt upplýsingum frá Símanum var símanúmer Bilanavaktarinnar bilað. Mikill erill var hjá slökkviliðinu í gær, allt frá morgni til kvölds. Eftir úrhelli í gærmorg- un bárust allmargar tilkynningar um vatns- flaum innandyra og um svipað leyti varð all- harður árekstur í Fjarðarhrauni í Hafnarfirði. Á meðan verið var að sinna þessum málum kviknaði eldur í rafmagnstöflu í Alþingishús- inu og varð að senda mikið lið þangað. Á tíma- bili voru næstum allir dælubílar slökkviliðsins í notkun á sama tíma og kalla varð út auka- mannskap. Tjón vegna stíflaðs holræsis SAMHERJI og Síldarvinnslan hafa í nokkr- um mæli staðið að flutningum á sjávaraf- urðum sínum á eigin vegum. Þar er fyrst og fremst um afurðir úr uppsjávarfiski að ræða, síld og loðnu, alls um 80.000 tonn á þessu ári. Unnar Jónsson, forstöðumaður flutninga- sviðs Samherja, segir að ýmsar ástæður liggi að baki þessu. „Þetta er ódýr vara sem ekki ber flutningskostnað með gámum. Því þarf að flytja hana út á brettum og íslenzku skipafélögin, Eimskip og Samskip, hafa ekki boðið upp á slíka flutninga. Enn fremur fer herji flytji áfram afurðir með íslenzku skipa- félögunum til þeirra landa sem þau sigli til. Þess má í þessu samhengi geta að Síld- arvinnslan er nú að byggja stóra frysti- geymslu í Neskaupstað. Fyrir um fjórum ár- um reisti SVN nýja frystigeymslu við fiskiðjuverið við höfnina og rúmar hún 8.000 til 10.000 tonn. Sú nýja mun rúma um 14.000 bretti eða á bilinu 14.000 til 18.000 tonn. Fyr- ir vikið er hægt að safna þar saman miklum birgðum til útflutnings frá Neskaupstað. Þá hafa Samherjaskipin gert mikið af því að umskipa afurðum sínum yfir í flutninga- skip á hafi úti, þegar þau hafa verið að veið- um á norsk-íslenzku síldinni. þessi vara mest til landa við Eystrasaltið og þangað sigla skipafélögin ekki. Þess vegna hefur þurft nýjar lausnir í þessum flutn- ingum og að hluta til höfum við leyst málin sjálfir og að hluta til með öðrum,“ segir Unn- ar. Hann segir enn fremur að gámaflutning- arnir séu frekar sniðnir að þörfum innflutn- ings en útflutnings. Reyndar hafi íslenzku skipafélögin brugðist við þessari þróun með því að kaupa sig inn í skipafélög í Noregi, sem sinni flutningum af þessu tagi. Einnig sé hið nýja frystiskip Eimskips búið til flutn- inga á frystivöru á brettum eins og á við með afurðir úr loðnu og síld. Hann segir að Sam- Útgerðarfyrirtækin Samherji og Síldarvinnslan Flytja sjálfir út 80.000 tonn af sjávarafurðum Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is FAGNAÐARLÁTUNUM ætlaði aldrei að linna í gærkvöldi í Háskólabíói eftir tón- leika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en Bryn Terfel, hinn þekkti óperusöngvari frá Wal- es, söng með sveitinni á tónleikunum. Terfel var vel tekið og segir tónlistar- eftir Mozart. Við það tækifæri afhenti Terfel nokkrum kvenkyns tónleikagestum rósir. Á myndinni sést Sólveig Kristjáns- dóttir, einn tónleikagesta, sem fékk rós úr hendi söngvarans. Að tónleikunum loknum var boðið til kvöldfagnaðar. gagnrýnandi Morgunblaðsins, Jónas Sen, að söngur hans hafi verið guðdómlegur. Terfel tók tvö aukalög á tónleikunum og í því síð- ara brá hann á leik ásamt Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, sem lék á mandólín. Tóku þeir saman atriði úr óperunni Don Giovanni Morgunblaðið/Sverrir Söngur Bryn Terfel guðdómlegur UNGIR íslenskir hönnuðir blása þessa dagana nýju lífi í íslensku ull- ina með samvinnu sinni við prjóna- stofuna Víkurprjón. Afraksturinn eru einkar frumlegar værðarvoðir og ábreiður þar sem innblásturinn er m.a. sóttur í íslenskar þjóðsögur. Þannig skilaði sagan af selakonunni í Mýrdalnum af sér værðarvoð sem minnir mest á selsham, hannaður hefur verið hestur, eða nykur, sem nálgast það að vera í fullri stærð, auk hefðbundnari nálgunar við íslenskt landslag í ábreiðugerð. Að baki þess- ari frumlegu framleiðslu standa Þur- íður Rós Sigurþórsdóttir, textíl- og fatahönnuður, Hrafnkell Birgisson, Egill Kalevi Karlsson, Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magn- úsdóttir iðnhönnuðir. „Við byrjuðum á dálítið rómantískum og þjóðlegum nótum,“ segir Þuríður og bætir við að þótt þau séu rétt að byrja að kynna þessa nýju framleiðslu þá hafi þau fundið fyrir miklum áhuga nú þegar og töluvert af pöntunum borist. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og áhugavert ferli sem gefur okkur von um að aftur vakni áhugi á ís- lenskri ullarvöru.“ | Lifun Nykur í barnaherbergið og selshamur í sófann Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson Þuríður Rós Sigurðardóttir við nykurinn sem óneitanlega er tilkomumikill. TVÖ hreindýr drápust eftir að jepp- lingur ók á þau í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu síðdegis í gær. Bif- reiðin stórskemmdist en eldri hjón sem voru í bílnum sluppu við meiðsli. Að sögn lögreglunnar á Höfn stukku hreindýrin skyndilega upp á veginn þannig að ómögulegt var að koma í veg fyrir árekstur. Þetta er í fjórða skipti sem ekið er á hreindýr í Lóns- sveit í vetur. Ökumenn þurfa að bera tjón á bifreiðum sínum sjálfir, nema þeir séu kaskó-tryggðir. Seinna um daginn keyrði ungur maður niður ljósastaur við Hafnarbraut. Bifreið hans er talin ónýt. Ökumaðurinn og tveir farþegar sluppu lítið meiddir. Ekið á tvö hreindýr í Lóni ÆTLA má að hátt í hundrað þúsund manns um allan heim hafi skoðað vefupptöku af tón- leikum Sigur Rósar sem haldnir voru í Laug- ardalshöllinni hinn 27. nóvember síðastliðinn. Upptökur útgáfufyrirtækisins EMI af tónleik- unum voru settar á vefinn sigur-ros.co.uk á föstudaginn fyrir viku, og höfðu um sjötíu þús- und manns skoðað upptökuna þegar aðsókn- armælingar voru gerðar fjórum dögum síðar. Aðspurður segir Orri Páll Dýrason, trommu- leikari Sigur Rósar, að viðbrögðin við vef- útgáfu tónleikanna hafi komið þeim mikið á óvart en hljómsveitarmeðlimir ákváðu að láta gera upptöku af tónleikunum þar sem þeir höfðu heyrt að margir væru forvitnir að sjá þá spila á heimaslóðum. | 68 Þúsundir skoða tónleika Sigur Rósar á vefnum ♦♦♦ STEFÁN Jón Bernharðsson hornleikari hlaut 3. verðlaun í alþjóðlegri keppni hornleikara á Ítalíu um liðna helgi. Þetta er í þriðja skiptið á árinu sem Stefán Jón hlýtur verðlaun í slíkri keppni. Hann segir keppni af þessu tagi krefjast mikils undirbúnings; leika þurfi tíu ólík verk komist maður alla leið. Oft geti ver- ið erfitt að finna tíma til undirbúnings með- fram öðrum störfum sem hljóðfæraleikari. „En ég er mjög ánægður að hafa gert það, í það minnsta í ár. Að nota formið sem maður er í núna til að halda boltanum rúllandi.“ | 41 Hlýtur verðlaun í þriðja sinn á árinu ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.