Morgunblaðið - 18.12.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.12.2005, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is Fimm stjörnu ljóðabók Misrétti Að jafnrétti náist er veruleg von um því vekur það furðu að enn er bærinn svo fullur af fallegum konum sem fengu sér ljóta menn. MBL 6. – 12. des. 3. Ljóð 2005 „Ég vildi eiga kverið að á seinni stigum eins önnur kvæðasöfn Þórarins.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV „Hættir og mörk er fjölbreytt ljóðabók sem staðfestir að Þórarinn er eitt allra besta ljóðskáld sem nú yrkir á íslensku.“ Jón Yngvi Jóhansson, Kastljós Gallabuxur í þekktuvörumerki semkosta 44 dollara (um 2.700 krónur) í versl- un í Bandaríkjunum kosta hátt í 20 þúsund krónur hér heima. Vinsælar svartar tískubuxur kosta 9 dollara eða 560 krónur í Bandaríkjunum en sams- konar buxur kosta 2.500 krónur í verslun í Reykja- vík. Tvenn kúrekastígvél fyrir átján þúsund krónur, jakki fyrir 30 dollara og barnaföt á, eftir því sem flestum Íslendingum finnst, hlægilegu verði, er m.a. ástæðan fyrir því að Anna Karen Kristinsdóttir, þjónustufulltrúi á innkaupa- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar, hefur þrisvar flogið vestur um haf á þessu ári. Hún er þó aðeins ein fjölmargra Íslendinga sem þangað hafa flogið undanfarna mánuði til að nýta sér hagstætt gengi til innkaupa. „Ég hef eingöngu gert góð kaup,“ seg- ir Anna Karen sem hefur flogið til Baltimore á leið sinni til Maryland þar sem vinir hennar búa. „Ég fæ illt í magann þegar ég skoða í verslanir hér heima núna.“ En það er ekki bara verðið heldur einnig vöruúrvalið og fjöl- breytnin sem heillar vesturfarana að sögn Önnu Karenar. Hún kýs t.d. að nota lífrænar snyrtivörur sem ekki fást hér á landi og segir það eins og að komast í fjársjóð að kaupa þess konar vörur í Banda- ríkjunum. Fylgikvillar verslunar En verslunargleðin hefur margskonar áhrif og undanfarið hefur það ítrekað komið fyrir að þotur Icelandair frá Bandaríkjun- um hafi verið fylltar svo rækilega að ekki hefur allur farangur kom- ist fyrir. Dæmi eru um að skilja hafi þurft eftir allt upp í fjörutíu töskur og senda þær síðan heim daginn eftir eða eftir því sem plássið leyfir í næstu ferðum. Haft var eftir Guðjóni Arngrímssyni upplýsingafulltrúa Icelandair í Morgunblaðinu nýlega að Amer- íkuferðum Íslendinga hafi fjölgað um 50% frá því í fyrra. Eina skýr- ingin væri gengi dollars. „Á þess- um árstíma blasir við að margir eru að fara í verslunarleiðangra,“ sagði hann. Anna Karen er ekki ein um þá skoðun að finnast upphæð til undanþágu ferðamanna frá toll- um, sem er 46 þúsund krónur, í lægri kantinum. „Hver verslar fyrir 46 þúsund krónur úti? Eru þeir ekki að grínast?“ segir hún og margir taka eflaust undir. Meginregla að allar vörur séu tollskyldar Morgunblaðið leitaði skýringa og fékk þessar helstar í tollalög- um og reglum og hjá fjármála- ráðuneytinu: Það er megin regla samkvæmt tollalögum að allar vörur eru tollskyldar þegar þær eru fluttar hingað til lands. Í toll- frjálsri heimild til handa ferða- mönnum felst undantekning. Samkvæmt reglugerð nr. 526/ 2000 er ferðamönnum, sem bú- settir eru hér á landi, heimilt að hafa með sér við komu til landsins án greiðslu aðflutningsgjalda varning sem keyptur er í ferðinni fyrir allt að 46.000 kr. að smásölu- verði á innkaupsstað. Andvirði hvers hlutar má þó ekki nema hærri fjárhæð en 23.000 kr. Upp- hæðin er endurskoðuð reglulega með tilliti til vísitölu. Henni var síðast breytt árið 2002. Börn yngri en 12 ára njóta að hálfu þessara réttinda. Sé verðmæti hlutar sem framvísað er meira getur viðkomandi notið undan- þágu frá aðflutningsgjöldum, enda greiði hann aðflutningsgjöld af því verðmæti sem er umfram fyrrgreindar fjárhæðir, segir í reglugerðinni. Andvirði matvæla (þ.m.t. sælgæti) sem heimilt er að taka með inn í landið án greiðslu aðflutningsgjalda má ekki vera meira en 13.000 kr. og skulu þau ekki vera meira en 3 kg að þyngd. Undanþága frá aðflutnings- gjöldum gildir um varning sem viðkomandi hefur í eigin vörslu við komu frá útlöndum og fluttur er inn til persónulegra nota við- komandi, fjölskyldu hans eða til gjafa. Miðað við hófleg innkaup Lilja Sturludóttir, lögfræðing- ur í fjármálaráðuneytinu, segir að undanþágan sé veitt miðað við hófleg innkaup fólks á ferðalög- um. Aðflutningsgjöld séu greidd af öllum vörum sem fluttar eru til landsins til notkunar hér á landi, þ.m.t. til sölu í verslunum, og því sé talið rétt að gæta samræmis á milli almenns innflutnings og inn- flutnings ferðamanna til landsins. Af þeirri ástæðu sé fjárhæð und- anþágunnar ekki höfð hærri þar sem hærri undanþága myndi setja íslenska verslun í erfiða sam- keppnisaðstöðu. Hún bendir á að ekki átti allir sig á að undanþágan frá greiðslu aðflutningsgjalda taki einvörð- ungu til vara sem fluttar eru inn til persónulegra nota ferðamanns, fjölskyldu hans eða til gjafa. Ekki sé ætlast til að heimildir til toll- frjáls innflutnings ferðamanna séu notaður til innflutnings vara til endursölu. Það hafi gætt mis- skilnings varðandi þetta atriði. Fréttaskýring | Af hverju er greiddur tollur af vörum sem kosta yfir 46 þúsund kr.? Miðað við hófleg innkaup Hærri undanþága myndi setja íslenska verslun í erfiða samkeppnisaðstöðu Ófáar ferðatöskur koma frá Bandaríkjunum. Fólk á ótilkvatt að skýra frá tollskyldum varningi  Farþegi sem kemur til lands- ins skal við komu ótilkvaddur skýra tollgæslu frá og framvísa við hann tollskyldum varningi sem hann hefur meðferðis svo og þeim varningi sem háður er inn- flutningstakmörkunum eða inn- flutningsbanni, segir í tollalög- um. Skv. upplýsingum frá Tollgæslunni á Keflavíkurflug- velli eru ferðamenn meðvitaðri nú en áður um að fara með varn- ing sinn til tollafgreiðslu við komuna. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is NÍU styrkjum var í fyrradag úthlutað úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar til að styrkja rannsóknir á fjórum sviðum læknisfræði, þ.e. taugasjúkdómum, augnsjúkdómum, hjartasjúkdómum og öldrunarsjúkdómum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1984 með fyrirmælum í erfðaskrá þeirra hjóna en fyrst var veitt úr honum í desember árið á eftir. Í framhaldi af því eru veittir styrkir á öllum þessum sviðum í desember ár hvert og hefur því tugum milljóna króna verið varið til fjölbreytilegra rannsókna á undanförnum árum. Guðmundur Þorgeirsson, prófessor og formaður sjóðsins, segir að tilefni hafi þótt til að veita fé til allra rannsóknarverkefnanna níu sem sótt var um styrk fyrir í ár. Ekki hafi skipt máli hvort um væri að ræða klínískar eða grunnrannsóknir eða hvort tveggja. „Þarna eru grunnrannsóknir, klínísk verkefni og einnig verkefni sem lúta að félagslegri aðstöðu sjúklinga þannig að þetta er mjög víðtæk sýn sem sjóðurinn hefur á verkefnin,“ segir Guðmundur og bætir við að með hverri umsókn sé lagður fram rökstuðningur um vísindalegt gildi rann- sóknarinnar, rannsóknaráætlun og kostnaðaráætlun en einnig sé gerð krafa um skil. Í ár nam heildarupphæðin 4,8 milljónum króna og seg- ir Guðmundur það vera sambærilega upphæð og á undanförnum árum. Hæsti styrkurinn hljóðar upp á átta hundruð þúsund krónur en upphæðin skiptist annars niður á eftirfarandi verkefni: Ástríður Pálsdóttir og Elías Ólafsson til rannsókna á hlutverki ónæmiskerfisins í arfgengri heilablæðingu. Brynhildur Thors til rannsókna á stjórnun boðferla tengdum Akt í æðaþeli. Friðbert Jónasson til að kanna bilun á innþekju- frumum hornhimnu hjá Íslendingum 50 ára og eldri. Guðmundur Viggósson, Þór Eysteinsson og Jóhann Axelsson vegna rannsókna á áhrifum dagsbirtu á dægur- sveiflur blindra og sjónskertra. Jón Hersir Elíasson og Einar Valdimarsson fyrir verkefnið faraldsfræði heilaæðasjúkdóms í Reykjavík 1996 til 2001. Kristín Hannesdóttir fyrir verkefnið Skerðing á vits- munum og innsýn í Alzheimerssjúkdóminn. Maríanna Garðarsdóttir vegna rannsókna á konum með sykursýki og æðakölkun. Rannsókn með hjarta- segulómun. Ólafur Samúelsson og Pálmi Jónsson til rannsóknar á lyfjanotkun aldraðra. Vilhjálmur Rafnsson vegna rannsókna á skýmyndun á augasteini hjá flugfreyjum og flugþjónum. Um fimm milljónir króna eru veittar árlega úr Minningar- sjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Morgunblaðið/Golli Fulltrúar þeirra níu verkefna sem hlutu styrk úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Níu styrkir til rannsókna á fjórum sviðum læknisfræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.