Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 22

Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 22
22 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ hendur á mjöðm og spyr hvað Ís- lendingar rækti. Margir spyrja þess sama. Ég segi fæsta rækta sjálfir það sem þeir borða og er spurð hvað þeir geri þá, hvort þeir noti þá peninga til að kaupa allt? Hvaðan kemur maturinn? Já, hvernig er það ann- ars, er eitthvað af svörtu fólki á Ís- landi? Og eru snákar þar? Hversu langan tíma tekur að aka frá einum enda landsins til annars? Hvað eru töluð mörg tungumál þarna? Hvernig dansa Íslendingar? Af hverju er hárið á mér ekki svart? Hérna eru kýr mikils virtar – hvað virða Íslendingar? Mér vefst tunga um tönn. Pen- inga? Grunnskóli verður háskóli Einn dag þar sem ég geng um á milli stráhúsa og stórra trjáa hitti ég unga konu. Hún spyr hvaðan ég sé. Þegar ég segist vera frá Íslandi og útskýri hvar í heiminum það sé, fer hún að skellihlæja. „Frá Íslandi – frá enda verald- ar?!“ segir hún og slær sér á lær. Ég glotti. Já, er Ísland ekki endi- lega miðja alheimsins? Síðdegis á sunnudegi lendi ég á útskrift úr grunnskóla nokkrum. Hann er rekinn með fjármagni frá Ítalíu og víðar. Börn hér um slóðir útskrifast eftir átta bekki. Þá fara þau í framhaldsskóla í fjóra bekki. Eftir það er hægt að fara í háskóla. Í Suður-Súdan er reyndar ekki nema einn slíkur. Þar sem ég hlusta á ræður, drekk sætt te og borða geitakjöt á útskrift úr Comboni skólanum í Agangrial, sé ég skyndilega allt í skýrara ljósi en áður. Svona upplifi ég stöðuna hérna. Einmitt svona. Nákvæmlega í þessari útskrift, þessa síðdegis- stund, kristallast hún. Útskriftarnemarnir ættu að vera táningar. Þetta er áttundi bekkur. Margir eru hins vegar miklu eldri en þeir sem byrjuðu í skóla á rétt- um tíma og luku átta bekkjum í einni beit. Í dag útskrifast 32 nemendur – þar af 31 strákur og 1 stelpa. Mannfjöldinn er hátíðlegur, enda tilefnið hátíðlegt. Að hafa klárað átta skólabekki á þessum slóðum er þrekvirki. Nemendurnir voru í skóla meðan barist var í Suður- Súdan. Þeir voru í skóla á stað þar sem fæstir ganga menntaveginn. Á fáum stöðum í heimi er skólaþátt- taka jafnlítil og hér. „Súdan þarf á menntun okkar að halda. Súdan þarf á okkur að halda,“ segir fulltrúi útskriftar- nema í ræðupúlti. Mér líður eins og ég sé á útskrift úr háskóla en ekki grunnskóla. Yfirkennarinn talar lengi og segir að hópnum leynist mögulega leiðtogar framtíðarinnar. „Í Súdan hafa verið erfiðir tímar en þessir stúdentar kláruðu allan grunnskólann. Það sýnir að þeir eru ákveðnir í að standa sig,“ segir hann við mannfjöldann og beinir síðan orðum sínum til útskriftar- nemanna: „Haldið áfram að læra og komið svo til baka og deilið reynslu ykkar með okkur. Saman getum við skapað nýtt Súdan.“ Með útvarp um hálsinn Ræðuhöldin ætla engan enda að taka. Sumum verður friðurinn um- talsefni. „Með friði kemur svo margt. Við þurfum að standa vörð um friðinn,“ segir einn ræðumanna og bendir þeim nýútskrifuðu á að þau nái engu fram með því að beita ofbeldi. „Ég ráðlegg ykkur því að fara ávallt með friði.“ Margir ræðumanna benda á mik- ilvægi þess að fá fleiri stúlkur í skólana. Það er engin vanþörf á. Stúlka í Suður-Súdan er raunar margfalt líklegri til að láta lífið af völdum barnsburðar en nokkurn tímann að ljúka grunnskóla. Ein af hverjum níu deyr við fæðingu eða meðgöngu en ein af hverjum hundrað lýkur grunnskóla. Við útskriftina eru margir í stutt- ermabolum eða með derhúfur sem á er letrað að sjái þeir barn með lömunarveiki eigi þeir að láta UNI- CEF eða WHO vita. Lömunarveiki hafði verið útrýmt hérna en tók sig upp aftur. Við útskriftina sé ég að minnsta kosti 4 sem bæklaðir eru sökum hennar. Gordon félagi minn er í hópi út- skriftarnema. Hann er 23 ára og talar ágætis ensku. Ég fékk hann til að túlka fyrir mig í nokkra daga. Ég rakst á hann eitt síðdegi á mjó- um vegarslóða og veitti strax at- hygli forláta útvarpi sem hékk í bandi á öxlinni á honum. Hvert sem Gordon fer skilur hann gripinn aldrei við sig. Þegar ég spyr af hverju hann sé alltaf með útvarpið fer hann bara að hlæja. „Ja, ég spyr nú bara af hverju þú sjálf ert alltaf með handtöskuna þína?“ Á útskriftinni er Gordon vit- anlega með útvarpið sitt um hálsinn og er kampakátur. Mjólkurlitt vatn í steikjandi sól Í Suður-Súdan slæst ég í för með Oxfam hjálparsamtökunum. Nokk- urra manna hópur á þeirra vegum vinnur að því að koma upp átta nýj- um vatnsborholum í héraðinu þar sem ég er stödd. Oxfam lætur í hendur yfirvalda á staðnum að finna út hvaða þorp þurfi mest á borholum að halda en starfsmenn- irnir fara síðan sjálfir þangað og Nautgripir við vatnsból. Margir þjóðernishópar í Suður-Súdan leggja mikið upp úr nautgripaeign. Vegna skorts á nægu vatni hefur komið til átaka þeirra á milli yfir þurrkatímabilið. Hópur kvenna sem nýverið sneri aftur til síns fyrri heima í Suður-Súdan. Kon- urnar lögðu á flótta í stríðinu. Margar höfðu ekki annarra kosta völ en að snúa fótgangandi heim úr flóttamannabúðum og sumar höfðu gengið í meira en einn mánuð. Drengir stilla sér upp fyrir framan stafræna myndavél blaðamanns og biðja um að fá að sjá sjálfa sig á skjánum eftir á. Fremstur á myndinni er túlkurinn Gord- on með útvarpið góða. Aðalvegur í Suður-Súdan. Vegna borgarastyrjaldarinnar sem lauk nýverið var vegum á svæðinu ekki viðhaldið í áratugi. Á regntímabilinu verða þeir að einu leðjusvaði. Í S-Súdan er langt í næsta skóla, næstu heilsugæslu og næsta malbikaða veg. HUNDRUÐ þúsund íbúa í Suður- Súdan hafa snúið heim aftur eftir undirritun friðarsamninga í janúar. Margir hafa ekkert nema fötin sem þeir eru í. Athuch Acuoth Chol er ein af þeim. Hún er ekkja eftir stríð- ið. „Einu sinni var gott að búa í Súd- an. Við höfðum mat og gátum séð um okkur. Stríðið hefur eyðilagt allt,“ segir hún. Borgarastyrjöldin var á milli ríkisstjórnarinnar í norðri og uppreisnarmanna í suðri. Hún var fyrst og fremst háð í Suður- Súdan. Athuch flúði alla leið norður til höfuðborgarinnar Kartúm þar sem hún bjó í 8 ár hjá ættingjum sínum. Hún kom til baka fyrir stuttu og gekk meirihlutann af leiðinni, meira en 1.500 kílómetra. Hringvegurinn á Íslandi er, til samanburðar, 1.336 kílómetrar. Almenningssamgöngur í Suður-Súdan eru nær eingöngu bundnar við þá vegi sem Mat- vælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur lagað. Og bílfarið frá norður- hluta landsins að suðurhlutanum kostar of mikið fyrir þann sem ekk- ert á. Heyrði að samið hefði verið um frið Matvælaaðstoðin hjálpar þeim sem snúa aftur og gefur þeim korn, matarolíu, baunir og annað fyrstu 3 mánuðina eftir komuna. Það á að hjálpa þeim fyrstu skrefin og létta byrðinni af ættingjum sem taka við flóttafólkinu. Að snúa heim aftur eftir undirritun sögulegra samninga er gleðilegt en jafnframt erfitt. Þeir sem fyrir eru hafa oft lítið á milli handanna og geta illa deilt mat sín- um með öðrum þangað til þeir geta sjálfir ræktað korn. Ég fylgist með Athuch taka við þungum kornsekk, sveifla honum upp á höfuðið og ganga teinrétt í burtu. Ung kona stendur hjá. Þetta er Aluek Makur Ater. Hún flúði suður á bóginn til bæjarins Yambio, rétt við landamærin að Kongó. „Ég fór þangað vegna þess að ég var svöng og vegna stríðsins var ekkert að borða hérna. Ég var þarna í búðum fyrir flóttafólk. Ég heyrði síðan að búið væri að semja um frið og ríkisstjórnin sagði að þeir sem hefðu flúið gætu snúið aft- ur. Mér var sagt að Sameinuðu þjóðirnar hjálpuðu fólki. Svo ég ákvað að fara heim,“ segir hún. Ferðin tók Aluek 10 daga. Hún gekk ásamt manni sínum og tveimur ungum börnum. Ferðin var erfið. Þetta var á regntímabilinu og þau þurftu að vaða stórar ár. Hvernig eldar maður án potta? Hópur flóttakvenna mætir syngj- andi til matarúthlutunarinnar. Kon- urnar klappa og dansa og stafræn myndavél útlendingsins vekur mikla kátínu. Það er gaman að fá að stilla sér upp, láta taka mynd af sér og sjá hana á skjánum eftir á. Kon- urnar benda á að þær eigi ekki svona fínt tæki og segja hlæjandi að þær hafi ekki einu sinni átt potta og pönnur þegar þær sneru heim aftur, hvað þá skálar eða nokkur ílát. Þær seldu það litla sem þær áttu til að eiga fyrir mat fyrstu dagana á göngunni frá Kartúm. „Hvernig eldar maður mat þegar maður hefur engan pott?“ Mér er bent á að Rauði krossinn, Rauði hálfmáninn og fleiri vinni að því að dreifa slíkum hlutum til flóttafólks. Ein kvennanna við matarúthlut- unina heitir Cholok Buoc Arial. Hún flúði ekki jafnlangt og hinar en lagði á flótta innan héraðsins. Mest var barist við aðalveginn. Cholok faldi sig stundum í nokkra daga þegar hermenn fóru um svæðið þar sem hún var inn til sveita. „Við földum okkur í grasinu og vonuðum síðan bara það besta,“ segir hún. Við Cholok spjöllum lengi. Ég spyr hana hvenær hún hafi flúið og hve- nær hún hafi komið til baka. Cholok verður fjarræn og segir síðan lágt: „Þú spyrð um ártöl og tímasetn- ingar. Ég veit ekki hversu mörg ár hitt og þetta tók því ég hætti að geta fylgst almennilega með tím- anum. Stríðið eyðilagði allt og líka sjálfa mig. En hver veit, kannski verður allt betra núna.“ Einu sinni var gott að búa í Súdan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.