Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 24
24 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
etta er hugmynd
sem á sér forsend-
ur í þeim stórkost-
legu möguleikum
sem hafa þróast í
hljóðvinnslu hin
síðustu ár,“ segir
Jakob um tilurð
þessa nýja verks. „Í mínu tilfelli
hefur þetta bæði endurnýjað og
margfaldað þann áhuga minn að
vinna í tónlist. Þá vísa ég í þann
kost að geta tekið öll hljóð og rað-
að þeim saman á alla lund. Iðulega
snýst þetta þó um venjubundin
hljóð, trommusettið hefur verið
numið og „samplað“ á hina og
þessa vegu, bassa-, rafgítarar,
hljóðgervlar og svo frv. Núna fara
því hugmyndirnar að skipta meira
máli, því að hljóðin sjálf eru í raun
komin. Innreið „lo-fi“ bylgjunnar
sannaði það t.d. að hljóð geta orðið
yfirþyrmandi leiðinleg, séu þau of
fullkomin og dauðhreinsuð.“
Jakob tiltekur sönginn, þessari
staðhæfingu til stuðnings. „Söngur
í dag er undantekningarlítið settur
í gegnum forrit sem gerir hann
ófrávíkjanlega fullkominn. Þú get-
ur tekið falska og hjáróma rödd og
gert hana að hljómprúðri og lag-
vissri rödd með aðstoð þeirra
bergmála og stoðtækja sem í boði
eru í dag. Sama er um trommu-
leik. Músíkalskir trommuleikarar
eins og Ringo Starr, sem hægði
stundum á eða hraðaði eftir því
sem hentaði, eru í dag allir sem
einn sendir í gegnum hreinsun-
arelda tölvunnar og gerðir það
taktfastir að það er ómennskt.“
Það skiptir máli hvernig þessi
tækni er hagnýtt að mati Jakobs,
hvort henni er beitt til að skapa
nýja og spennandi tónlist eða
hvort hún er hreinlega misnotuð.
Að rótunum
Jakob segir að þessi tækniþróun
hafi m.a. leitt hann að gerð plötu
Human Body Orchestra, sem út
kom fyrir liðlega fimm árum.
„Hún byggðist á öllu hljóðlitrófi
mannslíkamans ef svo má segja,
þeim hljóðum sem þaðan mátti ná
fyrir utan kannski dónaleg búk-
hljóð og eðlunarhljóð sem við lét-
um nú eiga sig (hlær). Það fór nú
lítið fyrir þeirri plötu hérlendis en
hún fékk m.a. dreifingu á Norð-
urlöndum og í Þýskalandi þar sem
hún fékk tilnefningu sem ein af tíu
bestu plötum ársins.“
Jakob segist hafa ákveðið að
einbeita sér að öðrum búk eftir þá
tilraun.
„Ég leit til þess búks sem hefur
frá barnæsku staðið mér hvað
næst, þ.e. fyrir utan sjálfan
mannslíkamann . Við erum að tala
um þann viðarbúk sem stendur
inni í stofu hjá mér, sjálfa slag-
hörpuna. Þar hófst þessi tilrauna-
starfsemi, að nema hljóð úr ýms-
um kimum hljóðfærisins. Hægt er
að ná slagverki úr öllu föstu efni
því þar sem viðnám er veitt tak-
fastri hönd myndast e.k. hljóð.“
Jakob segir að hann hafi leitað
leiða til að ná sem flestum hljóðum
úr píanóinu, hljóðritað þau og síð-
an sett saman í takt- og hljóð-
mynd.
„Ramminn var því skýr og klár
en innan hans ríkti fullkomið
frelsi,“ segir hann en vinna við
plötuna hefur tekið hartnær sex
ár.
„Ég hef verið að safna í bæði
hljóð- og hugmyndasarp og verkið
hefur verið í stöðugri mótun. Kost-
urinn við þessa vinnu er sá að þeg-
ar ég var að taka upp plötur áður
fyrr fóru allar upptökur eftir dags-
forminu. Ef trommusláttur var
bágur þá var það bara þannig og
kostnaðarsamt að endurtaka slíkt.
Í dag er þetta þannig að þú getur
vélað um lögin eftir hentugleika til
hinsta dags.“
Jakob segir að þó að þetta sé
sólóplata hafi góðir og gegnir sam-
verkamenn komið að henni.
„Arnþór Örlygsson, Addi 800, er
órjúfanlegur hluti plötunnar. Hann
var mikill áhrifavaldur; einkar
músíkalskur, hugmyndaríkur og
tæknilega í fremstu röð. Allt gerir
hann með hraða ljóssins. Ég lít á
hann sem hinn fullkomna sam-
verkamann og meðhöfund. Þá kom
Einar Snorri Einarsson mynd-
verkamaður að þessu. Hann er bú-
inn að ljá verkinu enn eina vídd
með því að gera samfellt mynd-
bandsverk við alla plötuna.“
Ekki dæmigert
Jakob segir að þó þetta sé ekki
dæmigerð tónlist í neinum skiln-
ingi sé þetta með því skemmtileg-
asta sem hann hefur starfað við til
þessa.
„Og nú er ég með þrjár plötur í
höfðinu og tvær þeirra eru ákveðin
framvinda á þessari hugmynd.
Þetta yrði hljóðmyndin en við
hana væri t.d. hægt að blanda
röddum og þá yrði úr ýmsu en
jafnframt vöndu að ráða.“
Piano dansar glæsilegan jafn-
vægisdans á mörkum þess áhlýði-
lega og hins tilraunakennda, eitt-
hvað sem ástæða er fyrir að mati
höfundar.
„Ætli megi ekki segja að áferðin
geti aldrei orðið fráhrindandi þar
sem hljóðin sjálf eru öll mjög org-
anísk,“ segir Jakob. „Öll koma þau
beint úr flygilskviði. Rafræn, tilbú-
in hljóð geta orðið erfið áheyrnar
til lengdar. Það kom mér þægilega
á óvart að það að takmarka sig við
þennan liðlega fermetra sem flyg-
illinn er reyndist vera ávísun á
gríðarlegt frelsi. Allir vegir innan
fermetrans virtust færir (hlær).“
Flygillinn stendur Jakobi gríð-
arlega nærri og hefur um margt
mótað hann.
„Þetta er það hljóðfæri sem ég
lærði á, móðir mín einnig og hún
fékk hann að gjöf frá afa mínum
og nafna,“ segir Jakob og bendir á
hinn forláta flygil sem stendur í
stofunni. „Þetta er það hljóðfæri
sem ég næ mestri tengingu við og
líður best við. Þetta tiltekna hljóð-
færi, og önnur sambærileg, tel ég
á vissan hátt að hafi gert mig að
betri manni. Það að læra á og til-
einka sér hljóðfæri með einhverj-
um hætti, að helga sig því og
temja sér viðveru í kringum það er
einhver besta leið sem ég veit um
til að losa um streitu og fá útrás
fyrir alla þá óæskilegu hluti sem
safnast fyrir. Ef ég sest við píanó-
ið við enda hvers dags verð ég
pollrólegur því þar get ég látið líða
úr mér. Sjálfa tónlistarsköpunina
lít ég svo á sem virkjun þeirrar
umframorku sem maður býr yfir
hverju sinni. Ég tel aukið listnám,
hvort sem er í grunnskólum eða
framhaldsskólum, vera eitt mik-
ilvægasta verkefnið í námsstefnu
okkar Íslendinga. Það að læra á
eitthvert tilekið hljóðfæri og öðlast
á því einhvers konar vald held ég
að sé eitt það besta sem hent get-
ur nokkurn mann. Þetta segi ég
óhikað. Þetta þarf ekkert að vera á
einhverju háu plani, bara það að
fólk nái einhverju sambandi við
hljóðfærið og taki ástfóstri við það.
Þetta er hreinlega mannbætandi.
Ég hvet alla til að læra á hljóðfæri
og það er í sjálfu sér fátt sem ég
er þakklátari fyrir en að hafa
fengið að læra á píanó og hafa ver-
ið haldið við það. Þó að oft hafi það
verið freistandi að hlaupa út með
strákunum og sparka bolta á Vals-
velli þá var það ekki valkostur.
Foreldrar mínir voru mjög sam-
hentir í því að halda mér við tón-
listarnám. Ég helga þeim og til-
einka þessa plötu.“
Afmarkað
Jakob á nú langan og gifturíkan
feril að baki, er meðlimur í einni af
ástsælustu sveitum landsmanna
um leið og hann hefur sinnt öðrum
framsæknum og furðulegum hlut-
um með reglubundnu millibili.
Hann segir að þegar hann hugsi
um það sé Piano klárlega hans
persónulegasta verk til þessa.
„Í gegnum tíðina hef ég notið
aðstoðar mikilla snillinga sem
sumir hverjir eru í allra fremstu
röð. Hérna er hins vegar um að
ræða hljóð úr mjög afmörkuðu
horni. Ég sjálfur hef verið viðrið-
inn þau öll meira og minna frá
upphafi til enda og það er ekkert á
þessari plötu sem ég ber ekki
ábyrgð á, stend ekki við og er ekki
ánægður með sjálfur. Ekki munu
allir aðrir hafa smekk fyrir því
sem þarna er gert en þetta er
verkið sem ég vildi setja punktinn
aftan við. Þetta er ekki tilviljana-
kennd upptaka á nokkrum hljóð-
færaleikum í stúdíó heldur mark-
viss vinna í alllangan tíma þar sem
einbeitingin og fókusinn var ná-
kvæmlega á þessa hljóðmynd og
þetta umhverfi. Þetta var gert af
ástúð og einlægni, platan er óður
til míns eftirlætis hljóðfæris sem
slagharpan er. Þrátt fyrir öll þau
stórkostlegu hljóðfæri sem maður
hefur fengið að kynnast er maður
kominn aftur í heimagarðinn.“
Morgunblaðið/Sverrir
Jakob Magnússon við flygilinn: „Þetta er það hljóðfæri sem ég næ mestri tengingu við og líður best við. “
Meistari
Jakob
Jakobi Frímanni Magnússyni er margt til lista lagt. Jaðartónlist, popptónlist og
tónlist þar á milli hefur leikið um hans fingur síðan hann setti hendur fyrst á hljóðfæri.
Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Jakob um nýja sólóplötu hans, Piano.
arnart@mbl.is