Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 26

Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 26
26 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar Þórunn Jens- dóttir, 32 ára, fór í sína hinstu ferð frá Bolungarvík til Ísa- fjarðar 11. febrúar 1928 urðu eftir heima í dagsfóstri fjögur ung börn hennar, þeirra yngst var brjóst- mylkingurinn Ingibjörg Kristjáns- dóttir, aðeins 4 mánaða og sú eina sem er lifandi af þessum systkinum. Ingibjörg býr nú við Kirkjusand í Reykjavík. „Vegna Bolvíkinga og barna þeirra hef ég mikinn áhuga á að lagður verði vegur í gegnum göng frá Syðridal út í Tungudal, þetta væri varanleg lausn sem myndi forða íbúunum þarna frá þeirri slysahættu sem löngum hefur ógnað mannaferðum fyrir Óshlíðina af völdum grjóthruns og snjóflóða,“ segir Ingibjörg. Hún á sem fyrr greinir um sárt að binda vegna þessa. „Ég var aðeins fjögurra mánaða þegar ég missti móður mína og það hafði mikil áhrif á líf mitt og fjöl- skyldu minnar,“ segir hún. Fjölskyldan tvístrast „Fráfall móður minnar varð til þess að við systkinin tvístruðumst og ólumst ekki upp saman, við fórum í fóstur. Elst okkar var Margrét 8 ára. Hún giftist síðar Baldvini Dung- al í Pennanum. Henni var eftir slysið komið í fóstur á Ísafjörð til kennara sem hét Karitas og bjó í Sundstræti 25. Amma okkar Guðrún Þórðar- dóttir tók nöfnu sína 6 ára, hún gift- ist síðar Halldóri Blöndal frá Siglu- firði. Jakob bróðir okkar, 4 ára, lenti í nokkrum hrakningi. Hann var sjón- skertur og gekk því illa að læra að lesa. Hann stofnaði síðar körfugerð blindra við Hamrahlíð, kona hans var Sigríður Jónsdóttir. Af mér er það að segja að ég fór til hjóna á Ósi í Bolungarvík. Fósturmóðir mín dó þegar ég var fimm ára og ég man varla eftir henni, en dóttir hennar Marín Valdi- marsdóttir tók þá við uppeldi mínu, hún var mér mjög góð. Hún giftist og eignaðist son en maður hennar fórst í sjóslysi þegar drengurinn var tveggja ára, þá var ég komin suður til Reykjavíkur. Fékk berkla í hálsinn og dvaldi á Landakoti Ég fór frá Bolungarvík þegar ég var á fimmtánda ári. Þá gengu berklar í Víkinni og tvær fóstursyst- ur mínar dóu úr þeim sjúkdómi á Vífilsstöðum. Marín sem fóstraði mig fékk berkla í bakið en ég fékk berkla í kirtla upp úr hettusótt. Það gróf í þessu og það vildi ekki lagast. Við Marín fórum saman til Reykja- víkur til lækninga og vorum báðar lagðar inn á Landakot. Þar lá Marín í gifsi í hátt á annað ár þangað til hún var spengd á baki. Ég var á Landa- kot í tvö og hálft ár því ég átti ekkert heimili í Reykjavík. Systurnar á Landakoti voru mér mjög góðar. Berklasárin á hálsinum á mér greru ekki fyrr en berklalyfin komu til sög- unnar þegar ég var á átjánda ári. Þegar berklasárin voru gróin árið 1945 fór ég til Margrétar systur minnar, ég þekkti hana lítið, hafði séð hana endrum og sinnum þegar hún kom vestur. Haustið eftir að ég kom til Margrétar fékk ég vinnu hjá Baldvini manni hennar í Pennanum, þar vann ég í 53 ár. Ég kynntist ung smiði, Ásmundi Guðlaugssyni síðar byggingameist- ara, sem starfaði þá við sumarhúsa- byggingu við Þingvallavatn fyrir Baldvin mág minn. Við giftumst og eignuðumst eina dóttur. Hún á þrjú börn. Við Ásmundur reistum okkur hús við Rauðalæk en urðum að selja það eftir áratuga búsetu þar, þegar hann lamaðist í kjölfar veikinda. Eft- ir það fluttum við hingað á Kirkju- sand en nú dvelur hann á Hrafnistu. Vegna fráfalls móður minnar missti ég samband við systkini mín, föður og skyldfólk. Fjarlægðirnar voru aðrar þegar ég var að alast upp. Faðir minn kom örsjaldan í heim- sókn en hann var undur góður við mig þegar við hittumst. Hann var sjómaður og fluttist til Ísafjarðar eftir að mamma dó og giftist ekki aftur. Týndi fjölskyldu Ég hef mjög takmarkaðar upplýs- ingar um móður mína og raunar alla fjölskylduna nema Margréti og börn hennar. Ég veit þó að móðir mín var í húsmæðraskólanum á Ísafirði, þar er til mynd af henni. Ég veit líka að hún þótti sérlega glæsileg kona. Ég veit svona lítið um foreldra mína af því að ég týndi mínu frændfólki í uppvextinum. Fremri-Ós í Hólshreppi var frem- ur einangraður bær og stundum þurfti Marín að fylgja mér yfir sand- inn þegar ég var á leið í skóla eða kenna mér sjálf ef ófært var, með þeim árangri að ég var yfirleitt í fyrsta eða öðru sæti í mínum bekk. Stundum komst ég ekki heim að Ósi vegna veðurs og gisti þá í Víkinni hjá Hildi vinkonu minni, sem er ein af börnum Einars Guðfinnssonar sem var voldugur maður í Bolung- arvík á mínum uppvaxtarárum. Vegna þess hve ég fékk frábært fóstur og var ung þegar móðir mín dó hafði móðurmissirin minni áhrif á mig en ella hefði verið. Eigi að síður olli þetta hörmulega slys því að fjöl- skylda mín leystist upp og ég hef fram á þennan dag lítið samband haft við fólkið mitt, nema Margréti systur mína og hennar börn.“ Móðurmissirinn leysti upp fjölskylduna Móðurmissir og upplausn fjölskyldunnar varð hlutskipti Ingibjargar Kristjánsdóttur. Hún segir hér Guðrúnu Guð- laugsdóttur frá afleiðingum hörmulegs snjóflóðs sem móð- ir hennar fórst í 11. febrúar 1928 og þeim afleiðingum sem slysið hafði á lífshlaup hennar. Horft yfir Bolungarvík úr lofti. Mikil hætta hefur löngum stafað af snjóflóðum og grjóthruni úr Óshlíðinni sem leiðin milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar liggur um. Ingibjörg um fermingu með Margréti systur sinni. Þórunn Jensdóttir fórst í snjóflóði 32 ára gömul hinn 11. febrúar 1928. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Kristjánsdóttir segist hafa misst samband við skyldfólk sitt við fráfall móður sinnar sem fórst í snjóflóði. UNDIRBÚNINGUR er að hefjast við vegaframkvæmdir í Óshlíð á leið- inni milli Ísafjarðar og Bolung- arvíkur, að sögn Gísla Eiríkssonar, umdæmisstjóra hjá Vegagerðinni. „Það er gömul hugmynd að grafa tvenn göng í Óshlíð og nú hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að hrinda þessu í framkvæmd. Byrjað verður á fyrri göngunum í Óshyrnu sem eiga að vera 1,2 kílómetrar að lengd. Engin áætlun hefur verið samþykkt um seinni göngin sem rætt hefur verið um að kæmu und- ir Arafjalli,“ sagði Gísli. Telur þú að þessi framkvæmd sé nægilega góð til frambúðar? „Hún getur verið hluti af góðri lausn. Göng milli Syðridals og Tungudals yrðu helmingi lengri og því um það bil helmingi dýrari. Sú lausn hefur ekki verið skoðuð en vitað er að Syðridalur er mjög snjó- þungur og þar er veruleg snjóflóða- hætta. Hvort hægt væri að komast hjá henni er ekki vitað. Ég tel að hugmyndin að tvennum göngum sé mjög frambærileg lausn.“ Göngin tvenn góð lausn Í FRÉTTUM að und- anförnu hefur vegalagn- ing fyrir Óshlíð nokkuð verið rædd. Skiptar skoðanir eru um þessa fyrirhuguðu vegafram- kvæmd. Ætlunin er að grafa stutt göng undir verstu kaflana, þar sem oft hefur orðið grjóthrun og snjóflóð. En margir af íbúum Bolungarvíkur eru ósáttir við þessa ráðagerð. Einn íbúanna er Soffía Vagnsdóttir sem á sæti í bæjarráði Bolungarvíkur. „Ég vil segja að síð- ustu daga hefur sannast svo um munar að þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í Óshlíð leysa engan vanda. Það er búið að vera mikið hrun þarna í kjölfar mikilla rign- inga og má telja guðs mildi að ekki hafa hlotist af stórslys en mörg minniháttar slys hafa átt sér stað þarna síðustu daga. Ég bið um það fyrir hönd okkar íbúanna hérna að þessi ákvörðun um vegalagningu verði endurskoðuð og að við fáum að sjá fram á var- anlega lausn, sem er að mínu mati ein göng alla leið, frá Syðridal í Bolung- arvík undir fjallið og inn í Tungudal á Ísafirði. Þann- ig myndi byggðin á norðanverðum Vestfjörðum sameinast,“ sagði Soffía Vagnsdóttir. Biðja um endurskoðun vegalagningar fyrir Óshlíð Soffía Vagnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.