Morgunblaðið - 18.12.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.12.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 27 ❄ ❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄❄❄❄❄ Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum: gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10:00 og 15:00, verður Fossvogskirkja opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9:00 til 15:00. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is ❄❄❄❄❄❄❄ ❄ ❄❄❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ 11. febrúar 1928 féll snjóflóð ut- anvert við miðja Óshlíð sem varð fjórum manneskjum að bana. Páll Árnason, bátasmiður í Bolungarvík, bjargaðist og er heimildarmaður þessarar samantektar ásamt Jónínu Gísladóttur, húsfreyju í Bolung- arvík, en frásögn þeirra birtist í Vestfirskum sögnum III. bindi. Að morgni þess 11. febrúar 1928 fór vélbáturinn Auðunn frá Bolung- arvík til Ísafjarðar. Með bátnum fór margt fólk til Ísafjarðar og ætlaði það allt með bátnum aftur til Bol- ungarvíkur seinni hluta dags. Auðunn tók allmikið af vörum á Ísafirði en það hvessti þegar á dag- inn leið. Formaðurinn, Árni Sum- arliðason, hafði orð á því að báturinn væri ofhlaðinn og ekki gætu allir fengið far með honum til baka. Sumt af farþegunum varð þá eftir á Ísafirði en flestir fóru þó með bátn- um. Þegar báturinn var kominn út á Skutulsfjörð og veðrið herti stöðugt ákvað formaðurinn að lenda í Hnífs- dalsvík og skipaði öllum körlum öðr- um en hásetum að fara út bátnum til að létta hann. Þrátt fyrir þessa skip- un fóru aðeins þrír karlmenn upp úr bátnum en tvær konur. Önnur þeirra var Þórunn Jensdóttir, móðir Ingi- bjargar Kristjánsdóttur sem birt er viðtal við með þessari frásögn. Þórunn og samfylgdarfólk hennar stansaði skamma stund í Hnífsdal, m.a. til þess að fá ljósker til að lýsa sér yfir Óshlíð. Nokkuð skuggsýnt var þegar fólk- ið lagði af stað yfir hlíðina. Yngri karlmennirnir skiptust á að ganga fremstir en ófærð var nokkur og til- tölulega létt að þræða slóðina. Allt gekk vel þar til snjóflóð féll á hópinn skammt utan við svonefnda Steinsófæru. Þá gekk fremstur Helgi Vilhelmsson, síðan Baldvin Teitsson, Þórunn Jensdóttir, Elín Árnadóttir og svo Páll, sá sem segir frá í Vestfirskum sögnum. Hann segir snjóflóðið hafa verið svo sviplegt að naumast muni neitt af samferðafólkinu hafa áttað sig á hvað um væri að vera. Sjálfur vissi hann ekki af sér fyrr en hann var á floti í sjó. Þegar hann opnaði augun sá hann aðeins snjóhröngl í kringum sig en ekkert til samfylgdarfólksins. Hann segist hafa verið rólegur og beðið guð fyrir sér og treyst því að hann myndi bjargast til lands. Þegar í land kom var hann orðinn þrekaður og átti erfitt með gang. Hann skreiddist út með fjörunni í átt að Bolungarvík og komst út í svo- nefnda Óshóla, sem eru yst á Óshlíð, þar mætti hann tveimur mönnum úr Bolungarvík. Páll sagði þeim frá snjóflóðinu og fóru mennirnir snar- lega inn eftir hlíðinni til þess að grennslast fyrir um afdrif hinna í hópnum. Þeir lýstu með ljóskeri á snjóflóðið og umhverfi þess en urðu einskis varir og mátti þá teljast víst að fólkið hefði farist. Urðu það al- menn harmtíðindi í Bolungarvík, og þó einkum ástvinum fólks þess er fórst í snjóflóðinu. Daginn eftir, á sunnudagsmorgni, var komið allgott veður og fór þá fjöldi manns úr Bolungarvík að leita líkanna bæði á sjó og landi. Farið var á árabát inn að snjóflóðsstaðnum til að leita líkanna og mokað á mörgum stöðum í snjófallinu en menn fundu ekkert. Daginn eftir var enn leitað í góðu veðri. Vélbáturinn Auðunn var feng- inn til að fara inn með Óshlíð og slæða í nánd við snjófljóðsstaðinn, sú ferð var einnig árangurslaus. Jónínu Gísladóttur, konu for- mannsins á vélbátnum Auðuni, dreymdi að Elín Árnadóttir kæmi til hennar og segði: „Mikið var á honum Árna að fara svona snemma í land; annars hefðum við komist öll í land með honum.“ Fyrir áeggjan Jónínu fór Árni maður hennar aftur að leita líkanna á þriðjudag en sú för varð einnig ár- angurslaus. Löngu eftir að snjóflóðið féll rak nokkuð af líkamsleifum á Óshlíð og þekktist að það var af fólki, sem fórst í snjóflóðinu. Var það jarðsett í Bol- ungarvík og mikið fjölmenni viðstatt. Konu eina sem fór til Ísafjarðar með Auðuni og varð um kyrrt á Ísa- firði þegar báturinn fór til baka dreymdi systur sína, sem þá var lát- in fyrir skömmu. Fannst henni þær systur sitja á hlöðnu skipi, hvor í sín- um stafni. Látna systirin kinkaði kolli til hennar, benti á hleðslu skips- ins og síðan í átt til lands. Draum- urinn varð til þess að konan hætti við að fara með bátnum – en hefði hún farið kvaðst hún þess fullviss að hún hefði farið í land í Hnífsdal því hún var bæði sjóveik og sjóhrædd. Þess má geta að kross hefur verið reistur í Óshólum í Bolungarvík til minningar um þetta fólk sem fórst 11. febrúar 1928 í snjóflóði og fleira fólk sem hefur farist á þessum slóð- um síðar í snjóflóði eða grjóthruni. Snjóflóð á Óshlíð Óshlíð, þar er fyrirhuguð vegalagning sem margir Bolvíkingar eru ósáttir við. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.