Morgunblaðið - 18.12.2005, Page 30

Morgunblaðið - 18.12.2005, Page 30
30 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Söngdagskrá á afmælisdegi Piaf! 19. desember kl. 21:00 á Stóra sviðinu Í íslenskri atvinnusögu er tímabilið frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram um 1950 tíðum kennt við nýsköpun, og er þá átt við end- urnýjum atvinnutækja og upp- byggingu atvinnuveganna sem átti sér stað á þessum árum. Í kafl- anum sem hér er gripið niður í segir frá nýsköpunartogurunum svo nefndu sem komu til landsins 1947. Ó hætt er að fullyrða, að sjaldan eða aldrei hafi aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum vak- ið jafn mikla athygli og eftirvæntingu almennings á Ís- landi sem togarakaup nýsköpunar- stjórnarinnar. Blöðin fluttu jafn- harðan fréttir af gangi mála og um allt land fylgdist fólk gjörla með því hvernig smíði nýju skipanna miðaði. Eftir því sem nær dró komu þeirra til landsins jókst eft- irvæntingin og sjómenn, sem fengu pláss á nýju skipunum, þóttust hafa himin höndum tekið. Úti í Englandi gekk smíði togar- anna að mestu samkvæmt áætlun og þær litlu tafir, sem urðu á af- hendingu örfárra skipa, stöfuðu að mestu af óskum kaupenda um breytingar á þeim búnaði, er gert var ráð fyrir í samningum. Hinn 18. maí 1946 var fyrsta skipinu hleypt af stokkunum og hlaut það nafnið Ingólfur Arnarson. Skipið var afhent nýjum eigendum, Bæj- arútgerð Reykjavíkur, í ársbyrjun 1947 og kom til heimahafnar 17. febrúar. Þar var því tekið með mikilli viðhöfn og var móttökuat- höfninni útvarpað. Daginn eftir, 18. febrúar, var sagt frá skipskom- unni í blöðum og sagði þá m.a. í Morgunblaðinu: Það var bjart yfir Reykjavík í gær þegar Ingólfur Arnarson, fyrsti nýsköpunartogarinn, sigldi fánum skreyttur inn á höfnina. Forsjónin hafði sjeð fyrir því, að Reykjavík gat tjaldað sínu feg- ursta skrúði þegar hún fagnaði komu hins glæsilega skips, sem ber nafn landnámsmanns hennar. – – Strax eftir kl. 1 fóru bæjarbúar að streyma niður að höfn, því allir vildu sjá togarann, sem svo mikið orð hafði farið af. Var Ingólfsgarð- ur og bryggjan við hann brátt þéttskipað fólki. Laust fyrir kl. 1½ sést til Ingólfs Arnarsonar, þar sem hann siglir fánum skreyttur inn á milli eyjanna. Var það fögur sjón. Ing- ólfur Arnarson flautar – heilsar Reykjavík. Þegar hann er kominn innarlega á Engeyjarsund kemur flugvél sveimandi og flýgur nokkra hringi yfir skipið. Það var fyrsta árnaðaróskin frá Reykjavík. Þegar skipið hafði lagst að bryggju, hófst opinber móttökuat- höfn með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri og síðan fór skipið í stutta siglingu um Sundin og með því margt manna. Konunglegar viðtökur Svipað var uppi á teningnum er nýsköpunartogarar komu í fyrsta skipti til heimahafnar annars stað- ar á landinu. Fyrsti togari Útgerð- arfélags Akureyringa, Kaldbakur, kom til Akureyrar 17. maí 1947. Skipið lagðist að ytri Torfunefs- bryggjunni, kolabryggjunni eins og hún var stundum kölluð á þess- um árum, og þar fór fram mót- tökuathöfn með ræðuhöldum og tónlistarflutningi. Bæjarblöðin fögnuðu komu skipsins og lýstu því rækilega og á forsíðu Verkamanns- ins, blaðs sósíalista á Akureyri, var prentað kvæði eftir Kristján skáld frá Djúpalæk. Í því var þetta er- indi: Þú tengdur ert vorhugans vonum, þú vængjaðir draumsýnir hans. Það er byggt á þér lýðfrelsi landsins og lífsvon hins fátæka manns. Þú ert stolt okkar allra og styrkur. Þú ert steinn undir framtíðar höll, er skal rísa á fortíðar rústum með reisn, sem hin íslensku fjöll. Þannig mætti halda áfram og fara úr einum útgerðarstað á ann- an. Nýju togurunum var hvarvetna tekið með kostum og kynjum, fólk þyrptist niður á bryggju til að taka á móti þeim, ráðamenn fluttu há- stemmdar lofræður, skáld og hag- yrðingar fluttu skipum og skip- verjum kveðjur og árnaðaróskir í bundnu máli og víða var efnt til samsæta og jafnvel dansleikja. Alls staðar var almenningi boðið að skoða skipin hátt og lágt og oft voru veitingar á boðstólum. Nýsköpunartogararnir voru allir vel búnir og samkvæmt nýjustu kröfum. Þeir höfðu allir sjálfrit- andi dýptarmæla og í suma þeirra var sett ratsjá áður en þeir lögðu upp til Íslands í fyrsta sinn. Þeirra á meðal var Ingólfur Arnarson, sem mun hafa verið fyrsta fiski- skip í heimi, er búið var slíku tæki. Sjómönnum og öllum almenningi þótti þó ekki minna til þess koma, hve miklu betri allur aðbúnaður og vinnuaðstaða var um borð í nýju togurunum en í eldri skipum. Jón E. Aspar, sem var loftskeytamaður á Kaldbaki, lýsti umskiptunum þannig: Að fara um borð í Kaldbak var eins og að koma í höll miðað við gömlu togarana. Skipið var svo miklu stærra og öflugra og miklu betur búið að okkur sjómönnunum en áður þekktist. Þarna var vatns- salerni og jafnvel hægt að fara í sturtu. Þeir voru ófáir togarakarl- arnir er fylltust oftrú á nýsköp- unartogurunum og voru sannfærð- ir um að halda mætti þessum stóru hafborgum úti í hvaða veðri sem var. En þeir áttu eftir að ná áttum aftur. Undir þessi orð gátu víst margir gamlir togarajaxlar tekið og sumir útgerðarmenn létu gera breytingar á skipum sínum, sem bættu að ýmsu leyti vinnuaðstöðu skipverja og juku öryggi þeirra. Með komu nýsköpunartogaranna á árunum 1947 og 1948 var lokið hinni eiginlegu nýsköpun fiski- skipaflotans, sem hófst með samn- ingunum um smíði Svíþjóðarbát- anna á árinu 1944. Ekki voru allir sammála um að skynsamlega hefði verið að verki staðið. Sumir töldu, að of geyst hefði verið farið í upp- bygginguna og aðrir sáu ofsjónum yfir miklum opinberum afskiptum og þátttöku í útgerðinni. Þær raddir urðu háværari þegar kom fram yfir 1950 og halla tók undan fæti fyrir íslenskri togaraútgerð. Frá þeirri þróun segir í næsta kafla, en hún átti í raun ekkert skylt við nýsköpunina sem slíka. Selveiðar Selveiðar frá því um aldamótin og fram um 1970 eru líka gerðar að umtalsefni í bókinni. Í 1. bindi var sagt frá selveiðum Íslendinga á fyrri öldum. Þær voru öðru fremur stundaðar til búdrýg- inda og skiptu umtalsverðu máli í búskap bænda í sjávarhéruðum víða um land. Fram eftir 20. öld voru selveiðar stundaðar með líkum hætti og fyrr og var selurinn þá veiddur jöfnum höndum í net, með skotvopnum og með bareflum í látrum. Mest var jafnan veitt til heimanota, en ávallt var eitthvað selt af kjöti, skinnum og lýsi. Þegar leið á 20. öldina dró úr selveiðum, en þær voru þó lengi stundaðar nokkuð í útsveitum. Mest var veitt af sel í Breiðafirði og á Ströndum og var þá algengast að kópar væru veiddir í net, en fullorðin dýr skotin. Veiðar í látr- um lögðust hins vegar víðast hvar af eftir að kom fram um miðja öld- ina. Þessar veiðar voru ávallt í smáum stíl og einkum stundaðar af bændum. Kjöt, hreifar og annað, sem ætt var af selnum, var tíðast saltað til heimaneyslu en skinn voru seld á markað. Eftir að kom fram yfir lok þess tímabils, sem hér er um fjallað, dró enn úr sel- veiðum hér við land og nú heyra þær að mestu sögunni til. Eina íslenska fyrirtækið, sem höfundur þessa rits veit um og stofnað var til selveiða í stórum stíl, var Kópur hf. á Tálknafirði. Norðmenn, Kanadamenn og fleiri þjóðir höfðu um langan aldur stundað umfangsmiklar selveiðar á ísbreiðunum við Grænland, Ný- fundnaland og í Lárensflóa og haft af þeim góðan hagnað. Mörgum Íslendingum var vel kunnugt um selveiðar Norðmanna á þessum slóðum og árið 1914 af- réð Pétur A. Ólafsson konsúll á Patreksfirði að freista gæfunnar á þessu sviði. Hann hafði þá fest kaup á hvalveiðistöð Norðmanna á Suðureyri við Tálknafjörð, Tálkna- stöðinni eins og hún var oftast kölluð, og einnig kynnt sér ræki- lega selveiðar Norðmanna á vest- lægum slóðum. Hvalveiðibann tók gildi hér á landi árið 1915 og mun það hafa átt sinn þátt í því að Pét- ur afréð að hefja selveiðar og gera Tálknastööina að miðstöð þeirra. Um vorið og sumarið 1915 var unnið að endurbótum á Tálkna- stöðinni og í janúar 1916 hélt Pét- ur til Noregs. Þar festi hann kaup á rammbyggðu selveiðiskipi, sem Axla nefndist. Það var skírt Kópur og hélt til veiða í vesturísnum í mars. Skipstjórinn var norskur og sömuleiðis flestir skipverjar. Þegar heim kom úr Noregsför- inni stofnaði Pétur ásamt fleirum hlutafélagið Kóp og átti sjálfur helming hlutafjárins. Félagið keypti stöðina af honum og þar var fyrsti farmurinn, sem Kópur kom með að landi 19. maí, tekinn til vinnslu. Skipið hélt aftur til veiða, að þessu sinni í „strætisísinn“ á milli Íslands og Grænlands, og kom úr þeirri ferð 30. júní. Þessar veiðiferðir gengu vel og fékkst full- fermi í báðum. Í byrjun júlí hélt skipið til Tromsø. Þar var spikið selt, en skinnin voru seld í Lund- únum og olli salan á þeim Pétri vonbrigðum. Upphaf þessarar starfsemi lofaði þannig góðu, en þau fyrirheit rætt- ust ekki. Vorið 1917 átti Kópur að fara aftur til veiða á „strætisísn- um“ og þá voru flestir skipverjar íslenskir. Illa gekk hins vegar að útbúa skipið og þegar það loksins komst á veiðar vildi ekki betur til en svo að það lenti í ísskrúfu og laskaðist mikið. Þegar það kom aftur til Tálknafjarðar höfðu frétt- ir borist af lækkandi lýsisverði og þótti þá ekki fýsilegt að senda Kóp aftur á veiðar. Þess í stað var hann sendur á síld og síðan í vöruflutn- inga. Um haustið 1917 var skipið á leið til Þorlákshafnar frá Reykja- vík með saltfarm. Þá kom mikill leki að því þar sem það var statt undan Herdísarvík og sökk það á skömmum tíma, en skipverjar björguðust. Þar með var lokið sel- veiðum Íslendinga á vestlægum breiddargráðum. Bókarkafli | Fjölmargir íslenskir sjómenn létu lífið í seinni heimsstyrjöldinni. Þýskir kafbátar og tundurdufl tóku þar sinn toll. Jón Þ. Þór rekur þessa hörmungarsögu í nýútkominni bók sinni og fer í saumana á nýsköpuninni sem tók við að stríðinu loknu. Nýsköpunar- togararnir koma til landsins Ljósmynd/ Ólafur Magnússon Reykjavíkurhöfn á stríðsárunum. Ljósmynd/ Eðvarð Sigurgeirsson Kaldbakur EA1 kom fyrsta sinnið til Akureyrar hinn 17. maí 1949 og var vel fagnað af bæjarbúum. Á brúarvængnum flytur Þorsteinn M. Jónsson ræðu. Nýsköpunaröld – Saga sjávarútvegs á Íslandi III. bindi 1939–1973 eftir Jón Þ. Þór er gefin út af bókaútgáfunni Hól- um. Bókin er 286 bls. og myndum prýdd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.