Morgunblaðið - 18.12.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 18.12.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 41 FRÉTTIR SÚ hefð hefur skapast hjá Faxaflóa- höfnum sf. að í stað þess að senda út jólakort er sambærilegri peninga- upphæð veitt til stuðnings góðra málefna. Að þessu sinni var ákveðið að styrkja Íþróttasamband fatlaðra með 200.000 króna framlagi. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra, veitti styrknum móttöku í árlegri jólagleði Faxaflóahafna, en það var Árni Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf., sem afhenti gjöf- ina. Faxaflóahafnir styrkja Íþrótta- samband fatlaðra Ólafur Magnússon tekur við ávísun fyrir styrknum úr hendi Árna Þórs Sigurðssonar í móttökunni. FRAMKVÆMDASTJÓRI Hag- vangs Katrín S. Óladóttir veitti nú á dögunum Krafti, félagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, styrk fyrir hönd fyrirtækisins. For- maður Krafts Steinunn Björk Ragnarsdóttir veitti styrknum við- töku í húsakynnum Hagvangs í Skógarhlíð 12. Undanfarin ár hefur Hagvangur varið þeim fjármunum til góðgerð- armála sem annars hefðu farið í að senda viðskipavinum félagsins jóla- kort. Ákveðið var að styrkja Kraft í ár, en félagið var stofnað 1. október 1999. Leiðarljós félagsins er að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstand- endur þess, segir í fréttatilkynn- ingu. Steinunn Björk Ragnarsdóttir tek- ur við styrknum af Katrínu S. Óla- dóttur frá Hagvangi. Hagvangur styrkir Kraft HALDIN verður stutt minningar- stund um börn sem látist hafa úr krabbameini í dag, sunnudag, kl. 19.30, í Loftsalnum, Hólshrauni 3 í Hafnarfirði. Séra Þórhallur Heimisson, prest- ur í Hafnarfjarðarkirkju, verður með stutta hugvekju, og kvartett- inn Bjartur og bogmennirnir syng- ur. Það er Angi, stuðningshópur for- eldra sem misst hafa barn úr krabbameini, sem stendur að minn- ingarstundinni, og eru allir sem vilja hvattir til að koma og minnast barna eða annarra ástvina sem þeir hafa misst, og þiggja piparkökur og kakó. Minningarstund um börn í dag Í JÓLAMÁNUÐINUM er venjan að Múlalundur, vinnustofa SÍBS, bjóði öllu starfsfólki sínu til jólamáltíðar til að styrkja samstarfsanda og efla samheldni á vinnustað. Hittist þá starfsfólk af öllum starfssviðum og gæðir sér á dýrindis hangikjöti og tilheyrandi meðlæti. Að aðalrétt- inum loknum var svo boðið upp á kaffi og konfekt. Á milli fimmtíu og sextíu manns starfa hjá Múlalundi, sem sérhæfir sig í framleiðslu á plast- og pappavörum fyrir skrif- stofur, og segir Helgi Kristófersson jólamáltíðina vera frábæra leið til að sameina starfsfólkið fyrir janúar sem er annasamasti mánuður árs- ins á Múlalundi. Samheldnin efld með jólamáltíð Morgunblaðið/Árni Sæberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.