Morgunblaðið - 18.12.2005, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 18.12.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 45 UMRÆÐAN Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni Mjódd • Smáratorgi Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni Mjódd • Smáratorgi Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni Mjódd • Smáratorgi Skáldsaga Ninnataka tvö JónínaBenediktsdóttir N innataka t ö "Lífið sjálft er gróft og miskunnarlaust og mér finnst bókin neyða fólk til að líta inn í raunveruleikann." - Alexía Nótt Mögnuð bók! MANNRÉTTINDAFULLTRÚI Evrópuráðsins birti nýlega skýrslu sína um stöðu mannréttindamála á Íslandi. Í skýrslunni eru tilmæli til stjórn- valda um að afnema hina svokölluðu 24 ára reglu í útlend- ingalögum en fulltrú- inn segir regluna skerða réttindi útlend- inga. Í ágúst mæltist nefnd Sameinuðu þjóð- anna um afnám kyn- þáttamisréttis til þess sama. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Ís- lendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldu- tengsla sé útlending- urinn yngri en 25 ára. Fyrir ári gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins sam- svarandi 24 ára aldurs- takmark dönsku lag- anna,. Hann sagði það brjóta gegn mannrétt- indum, þ.á m. rétti til einka- og fjölskyldulífs. Ljóst er að 24 ára regl- an getur leitt til mis- réttis og nauðsynlegt er fyrir okkur Íslend- inga að fara að til- mælum alþjóðlegra eft- irlitsstofnana og endurskoða þetta ákvæði. Í viðtali við Mbl. 15. des. sagði dómsmálaráðherra að reglan hefði reynst vel hérlendis, án frekari út- skýringa. Því er ítrekað haldið fram að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðung- arhjónabönd. Mig langar því enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef áður reynt að fá svör við í tengslum við þessa um- deildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamynda- hjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? ,,Málamyndahjónaband er hjú- skapur sem til er stofnað eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi,“ sam- kvæmt útskýringu dómsmálaráð- herra. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Al- þingi árið 2004, voru 50–60 ein- staklingar grunaðir um að hafa geng- ið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra var líklegast Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögreglu- yfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem þau vantaði lögfræðilegar forsendur til þess. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál ,,ef rökstuddur grunur leik- ur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim til- gangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja“ (Útl.lög, 29. gr.). Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamynda- hjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurs- takmark málamynda- hjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamynda- hjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Það má færa rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku. Þar giftist sumt fólk af erlendum uppruna mjög ungt og fær maka sína frá upprunalöndum sín- um, stundum við að- stæður sem kenna má við „nauðung- arhjónaband“. Hér á landi er aðeins grunur um að EITT slíkt tilfelli. Samkvæmt upplýsingum dóms- málaráðuneytisins fengu 152 ein- staklingar, yngri en 24 ára, dval- arleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001–2003, og því stofna um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, á ári hverju til fjölskyldu með Ís- lendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslend- inga og ungra útlendinga, sem hugs- anlega færi fjölgandi? Ég óska eftir skýringum frá viðkomandi stjórn- völdum um það hvernig 24 ára reglan virkar ,,jákvætt“ til að koma í veg fyrir málamynda- og nauðung- arhjónabönd á Íslandi. Eins og stað- an er í dag tel ég fórnarkostnaðinn alltof mikinn vegna þess unga fólks sem giftist í góðri trú en er meinað að búa saman á Íslandi. Þörf á endurskoð- un 24 ára reglu Toshiki Toma fjallar um mannréttindamál Toshiki Toma ’Ég óska eftirskýringum frá viðkomandi stjórnvöldum um það hvernig 24 ára reglan virkar ,,jákvætt“ til að koma í veg fyrir málamynda- og nauðung- arhjónabönd á Íslandi.‘ Höfundur er prestur innflytjenda. Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.