Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 50

Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fréttir á SMS Í KASTLJÓSI Ríkissjónvarps- ins þriðjudaginn 6. desember síð- astliðinn lét Viktor B. Kjartansson stjórnarmaður í Flugkef (samtök sem vilja flytja mið- stöð innanlandsflugs- ins til Keflavík- urflugvallar) hafa eftir sér: „Sjúkraflugið eins og við vitum nátt- úrulega … þá eru allt bráðaflug og bráða- tilfelli eru í þyrlum og það eru þyrlur sem flytja alstaðar þar sem verða slys og bráð tilfelli. Þegar verið er að flytja sjúklinga á milli staða í flugvélum, er það venjulega vegna þess að þá er ver- ið að flytja fólk á milli stofnana, ekki vegna þess að það er í bráðri lífshættu.“ Í ljósi ofangreindra ummæla sem eru röng, vill undirritaður koma nokkrum atriðum á fram- færi í tengslum við sjúkraflug á Íslandi, til að fyrirbyggja frekari rangfærslur. Frá því vorið 2002 hefur verið starfandi læknavakt á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri sem mannað hefur öll sjúkraflug sem þarfnast læknisfylgdar á svoköll- uðu Norðursvæði sem nær frá Höfn í Hornafirði til Hrútafjarðar auk austurstrandar Grænlands. Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri, Slökkvilið Akureyrar og Flugfélag Íslands hafa haft sam- starf um sjúkraflugið á þessum tíma með mjög góðum árangri, en á þessum tíma hafa yfir þúsund sjúklingar verið fluttir með sjúkraflugi. Yfir 600 einstaklingar hafa verið fluttir til Reykjavíkur um Reykja- víkurflugvöll á þessum þremur ár- um, nokkuð stór hluti þessara sjúklinga hefur verið í alvarlegu eða lífshættulegu ástandi. Nokkrum sinnum hafa sjúkling- ar farið í hjartastopp í flutningi … Nokkrum sinnum hafa ein- staklingar verið með lífshættulega skotáverka … Fjöldamargir hafa verið með al- varlega hrygg- eða mænu- áverka … Fjöldamörgum hefur verið hald- ið sofandi í öndunarvél á flugi vegna alvarlegra heilablæðinga eða höfuðáverka … Nýbura og fyr- irbura hefur þurft að flytja í mjög alvarlegu ástandi á milli stofn- ana … Konur í hótandi fyrirburafæðingum hefur þurft að flytja til Reykjavíkur til að tryggja sérhæfða meðferð fyrirburans en þarna geta mín- úturnar skipt miklu máli … Gjörgæslusjúklinga hefur þurft að flytja margoft á milli stofnana … Hjartaþræðingar eru eingöngu framkvæmdar á LSH við Hring- braut, en þar er rekin sólarhrings- vakt fyrir bráðahjartaþræðingar. Sýnt þykir í dag að hjartaþræðing sé besta mögulega meðferð við bráðu hjartadrepi en þó innan ákveðinna tímamarka eigi við- unandi ávinningur að nást. Flutn- ingstíminn ræður því miklu um endanlega útkomu sjúklinga og seinkun getur haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér … Sjúkraflugið hefur þýtt aukið öryggi fyrir íbúa Norðursvæðisins, sjúklingar fá fyrr sérhæfðari að- stoð, greiðari flutning á næsta sjúkrahús og læknar þurfa ekki að skilja héruð sín eftir læknislaus. Í umræðu um sjúkraflug á Ís- landi undanfarið hefur endurtekið verið ruglað saman almennu sjúkraflugi og leitar- og björg- unarflugi. Miðstöð leitar- og björgunarflugs á Íslandi er í Reykjavík og eru þyrlur Land- helgisgæslunnar hornsteinninn í þeirri góðu þjónustu. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi er hinsvegar á Akureyri af augljósri miðlægri landfræðilegri staðsetningu m.t.t. alls landsins. Hornsteinn þeirrar starfsemi hefur verið flugvélar sem geta farið hraðar yfir og flog- ið við erfið veðurskilyrði auk þeirra aðila sem komið hafa að sjálfum rekstri sjúkraflugsins. Sérstaklega þarf að taka fram að þyrlur eru ekki álitlegur kostur fyrir almennt sjúkraflug vegna tímataps og hæðatakmarkana, þær fara hægar yfir og eru ekki búnar jafnþrýstibúnaði. Ástand sjúklinga er stundum svo alvarlegt að það leyfir ekki flutning loftleið- ina nema í jafnþrýstibúnum flug- vélum. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrverandi forstjóri Atlanta, fór vel yfir þessar stað- reyndir í sama sjónvarpsþætti. Svör Viktors bera með sér mikla vanþekkingu á umsvifum og mikilvægi sjúkraflugs á Íslandi. Þrátt fyrir endurtekin greinaskrif ýmissa aðila, m.a. undirritaðs, á síðustu mánuðum um starfsemi sjúkraflugsins á Íslandi. Best væri auðvitað að menn sem ekki hafa næga þekkingu á því sem þeir eru að tala um, tjái sig sem minnst um slík mál í fjöl- miðlum, til að ala ekki ennþá frek- ar á röngum hugmyndum eða mis- skilningi. Á sama tíma eru ummæli hans móðgun við það heilbrigðisstarfs- fólk sem kemur að starfsemi sjúkraflugs á Íslandi og þá ein- staklinga sem eiga líf sitt og heilsu sjúkrafluginu að þakka á liðnum árum. Það er hreint ótrúlegt að á með- an Suðurnesjamenn eru að berjast fyrir því að halda úti sólarhrings- vakt á skurðstofum Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja vegna of mikillar fjarlægðar frá Reykjavík, skuli sumir þeirra halda því fram að lenging á flutningstíma sjúk- linga myndi engu breyta færi allt sjúkraflug um Keflavíkurflugvöll. Sjúkraflug á Íslandi í flugvélum er löngu búið að sanna mikilvægi sitt og staðsetning Reykjavík- urflugvallar skiptir þar miklu. Það er því sorgleg staðreynd að vegna pólitísks fjaðrafoks í Reykjavík og hagsmunapots á Suðurnesjum sé endurtekið verið að vega að jafn- mikilvægum þætti í heilbrigð- isþjónustu landsbyggðarinnar. Rangfærslur um sjúkraflug á Íslandi Theódór Skúli Sigurðsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll og sjúkraflug ’Sjúkraflug á Íslandi íflugvélum er löngu búið að sanna mikilvægi sitt og staðsetning Reykja- víkurflugvallar skiptir þar miklu.‘ Theódór Skúli Sigurðsson Höfundur er umsjónarlæknir sjúkraflugs Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fréttir í tölvupósti Íbúðir Mjög gott 131 fm raðhús á tveimur hæðum auk rislofts í Grafarvogi. Á neðri hæð er for- stofa, hol, gestasalerni, þvottaherbergi með hillum, eldhús með góðri borðaðstöðu, parketlögð stofa og borðstofa. Uppi eru þrjú herbergi, öll með skápum og flísalagt bað- herbergi auk rislofts sem nýtt er sem herbergi í dag. Tengt fyrir sjónvarpi í öllum her- bergjum. Gengið í ræktaðan suðurgarð úr stofu. Verð 30,9 millj. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-15 VERIÐ VELKOMIN FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Fífurimi 24 Tvílyft raðhús Opið hús í dag frá kl. 14-15 Aðalþing - Raðhúsalóðir með útsýni yfir Elliðavatn Til sölu glæsilegar útsýnislóðir undir fjögur raðhús við Aðalþing upp við Elliðavatn. Gert er ráð fyrir tveggja hæða húsum með hámarks leyfilegum grunnfleti hvers húss 132m2. Samtals 264m2 með innbyggðum bílskúr. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM sími 550-3000 eða eftir lokun skiptiborðs Hinrik 893-4191.150080 ÞORRAGATA - GLÆSILEGT ÚTSÝNI Falleg og vönduð 131 fm íbúð á 2. hæð í eftirsóttu húsi. Íbúðin skiptist þannig: stór stofa og borðstofa, eldhús, baðherbergi, þvottahús, tvö svefnherbergi og forstofa. Yfirbyggðar svalir að hluta. Stæði fyrir tvö bíla í opnu bílskýli fylgir. Sér geymsla fylgir í kjallara. Sameiginlegt útigeymsla. Um er að ræða íbúð fyrir eldri borgara. Glæsileg sjávarútsýni er úr stofu. 5521 Höfum til sölu sumarbústað innan þjóðgarðs Þingvalla ásamt gestahúsi. Bústaðurinn liggur alveg að vatninu á fallegri gróinni lóð með stórkostlegu útsýni yfir vatnið og fjallahringinn. 3.000 fm leigulóð. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Glæsilegur sumarbústaður í þjóðgarðinum, Þingvöllum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.